Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 3
EITT ÁR var liðið frá því að heims- styrjöldin síðari hófst, þegar lagt var af stað í þessa eftirminnilegu ferð, sem oftast er nefnd Petsamoför Esju. Engar samgöngur höfðu verið milli íslands og Norðurlandanna frá því seinni hluta vetrar þetta ár og gamli Gullfoss kom í sína síðustu ferð til Kaupmannahafn- ar 3. apríl og var kyrrsettur þar, og komst aldrei til íslands aftur. Annað ís- lenzkt skip, Snæfell, var kyrrsett i Svi- þjóð, en áhafnir þessara skipa biðu eftir ferð heim til íslands allt sumarið á- samt fjölda annarra íslendinga, sem dreifðir voru um öll Norðurlönd og jafnvel fleiri Evrópulönd. Það var því knýjandi nauðsyn að koma á ferð til íslands með einhverjum hætti. íslenzku sendiráðin á Norðurlöndun- um, ásamt ríkisstjórn íslands, og Skipa- útgerð ríkisins, unnu að þessum málum alJt sumarið 1940, en það kom fljótlega í ijós, að aðeins ein leið var fær. Hún var sú, að skip yrði sent til íshafshafna Finnlands við Petsamofjörðinn, og flytja þangað fólkið með járnbrautarlestum og bifreiðuip. Eftir að nauðsynleg leyfi beggja styrjaldaraðila höfðu fengizt, var hið farsæla skip íslenzka ríkisins, Esja, send af stað frá Reykjavík föstu- daginn 20. september 1940. En ís- lenzku sendiráðin á Norðurlöndum höfðu nóg að starfa við að safna saman þeim íslendingum, sem komast vildu heim; það þurfti að útvega farartæki og skipuleggja ferðina frá Kaupmannahöfn til Petsamo, en sú leið er nær því 3000 km. löng. Fjöldi þeirra íslendinga, sem heim vildu komast, reyndist vera um 260, svo að fyrir mörgu varð að sjá og margt varð að taka með í reikriinginn ef allt átti að fara vel á þessu langa ferðalagi. Sagði starfsfólk sendiráðsins í Kaupmannahöfn, að það hefði orðið að vaka fram á nætur um tíma fyrir brottförina, en aðalundirbúningurinn leriti á því sendiráði, því að flest af þessu fólki dvaldi í Danmörku. Fimm dögum eftir að Esja sigldi frá Reykjavik eða 25. september, lagði 217 manna hópur af stað frá Kaupmanna- höfn með Evrarsundsferjunni yfir til Málmeyjar í Svíþjóð. Fararstjóri frá Kaupmannahöfn var H. J. Hólmjárn, ríkisráðunautur í loðdýrarækt, en frá íslenzka sendiráðinu fylgdi hópnum alla leið til Petsamo Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðsritari. Miög mikill mannfjöldi var við Eyrarsundsferjuna, því fjöldi vina og ættingja fylgdi ferðafólkinu til skips. Daginn eftir eða 26. september átti Kristján konungur X. sjötugsafmæli og var mikill viðbúnaður í borginni í tilefni af konungsafmælinu og mátti sjá á leiðinni um borgina um morguninn raðir af fánastöngum, heiðurshliðum og útstilltum myndum af konunginum og konungsfjölskyldunni, og áður en lagt var af stað frá hafnarbakkanum var hróp- að nífalt húrra fyrir konunginum. Um kl. 10 þann morgun var siglt af stað og komið til Málmeyjar eftir tveggja og hálfstíma ferð, en eftir að hafa mat- ' ast á járnbrautarhótelinu og litast um lítilsháttar, var lagt af stað með sér- stakri lest til Stokkhólms og komið þangað eftir 8 tima stanzlausa férð um klukkan hálf-ellefu um kvöldið. Þar var mættur Vilhjálmur Finsen, sendifulltrúi íslands, og tilkynnti, að Þjóðverjar hefðu hertekið Esju og fært hana til Þránd- heims í Noregi, og enn væri óvíst, hvort eða hvenær hún yrði látin laus. Við þessi tíðindi sló heldur óhug á ferða- hópinn, og töldu margir, að nú yrði ekki um annað að ræða en að snúa við aftur, og þar með væru allar leiðir til heimferðar lokaðar. Afráðið var þó, að dvelja í Stokkhólmi nokkra daga og vita, hvort ekki rættist úr. Hópnum var skint niður á 6 hótel í borginni og skip- aður flokksstjóri yfir hverjum hóp. — Þessir flokksstjórar höfðu það aðalverk- efni að flytja tilkynningar frá aðalfar- arstjórninni og fréttir af því, hvernig gengi að losa Esju úr klóm Þjóðverja. Öllum. er heyrðu, verður minnisstæður sá fagnaðarkliður, sem breiddist um hótelsalina, þegar tiikynnt var, að Esja væri laus og héldi ferðinni áfram til Petsamo. í öryggisskyni var ákveðið að leeeia ekki af stað frá Stokkhólmi fyrr en Esja væri komin alla leið til Petsamo, en það var hinn 2. október. Þá lagðl allur hópurinn af stað, um hádegi þann dae, með járnbrautarlest norður eftir Svfbjóð eftir sex daga dvöl í hinni fögru borg Svianna. Óneitanlega höfðu þetta verið ánægjulegir dagar, þrátt fyrir alla eftirvæntinguna og biðina, því að við nutum alls konar skemmtana; fórum m. a. í sænsku óperuna og ferðuðumst þó nokkuð um borgina. f Stokkhólmi bættust við liópinn, sem komið hafði frá Karipmannahöfn, 33; íslendingar, er dvalizt höfðu í Sviþjóð og; aðrir átta frá Noregi, svo að eftir þetta var hópurinn um 260 manns. Leiðin norður Svíþjóð var víða mjög fögur; skógar í margvíslegustu haustlit-; um prýddu hæðir og dali, en inn á; milli voru blikandi vötn, blómleg bænda- býli og sveitaþorp. — Eftir 1300 km.; ferð á járnbrautarlestinni frá Stokk- hólmi, komum við að sænska landamæra-: bænum Haparanda. — Hafði ferðiri þangað tekið 28 kLst. og aðeins stanzað í eina kluikkustund í bænum Boden. til að imatast. Hópurinn borðaði nú í gistilhúsi Hapa- randa, í tvennu lagi vegna fjöldans, em síðan var áætlunin athuguð. Við áttum að fara með járnbrautarlest 130 km. vegalengd norður Finnland, til bæjar- ins Rovaniemi, sem er höfuðstaður hins finnska hluta Lapplands. Lengra norður náðu járnbrautir ekki og tekur þá við bílvegur, finnski íshafsvegurinn, sem er svipaður íslenzkum þjóðvegum að öðru leyti en því,1 að hann er nokkru breiðari. Við komum til Rovaniemi, endastöðv- ar járnbrautarinnar laust eftir mið- nætti eftir mjög hægfara ferð í gömlum og ljóslausum — og í alla staði ömur- legum og úreltum járnbrautarvögnum, eða frá landamærabænum Tornio 130 km. leið íá rúmum fjórum tímum. En þar sem engin leið var að fá gististað fvrir svo stóran hóp fólks alla leið frá Framhald á þrettándu síðu. .... jafnvel í miðjum söngrlögunum, þegrar verst var i sjóinn, urðu menn að hlaupa út að borðstokknum og færa hafinu fórnir. . . . . . svo fékk Esjan leyfi til að sigla af stað og var haldið vestur með Skotlandi í fylgd brezks herskips og kafbáts. . . JÓLABLAÐ 1965 þriðja síða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.