Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 10
Selir og þióðtrú Selirnir, þessi mjúklega löguðu sævardýr, sem eru hálf sila- leg í hreyfingum á landi, eru títtnefndir í þjóðsögum okkar og eldri bókmenntum. Fólk gerði sér ýmsar skrýtnar hugmyndir um selina og um þá spunnust margar þjóðsogur fyrr á öldum, en nú er hjátrúin að víkja fyrir meiri þekkingu. Flestir hafa þó gaman af að lesa eða heyra um fáfræði og einkpnnilegan hugsunarhátt forfeðranna og því birtum við hér smávegis efni um selina. Hið fyrra er úr íerðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson- ar og hefst á þessa leið: ÞAÐ gegpir nokkurri furðu, j að alþýða m'anna á íslandi elur | í brjósti einkennilega tilfinn- • ingu, blandna viðbjóði og virð- i; ingu, gagnyart selunum. Orsakir t þessa eru í fyrsta lagi sú fávís- j lega skoðun manna, að selir lík- } ist mönnum méira í skapnaði en } öll önnur dýr, og styrkir forvitni ! selanna og skynsemi á ýmsum ; sviðum þessa skoðun manna. Þá i er og sögð hér þjóðsagan um Faraó Egyptalandskonung og her lið hans, er drukknaði í Rauða- hafinu og segir sagan, að allir hafi orðið að selum. Önnur þjóðsaga jafn tilefnis- laus vekur virðingu fyrir selun- um, en það er, að selirnir séu mannflókkur, er sæfólk kallast. Fólk þetta á bústaði á sævar- botni og ber selshaminn utan á mannslíkáma sínum. Stundum leggja þeir af sér haminn og ganga sér til skemmtunar á ströndinni, þegar gott er í veðri. Stundum hafa menn hitt konur af fólki þessu og kvænzt þeim. Þá eru einnig sögð dæmi um það, að menn hafi náð kúm þeirra og markað sér þær. Þykja þær ágætar mjólkurkýr og eins allar kýr, sem af þeim eru komn- ar. Eru þær allar sægráar að lit. Ýmis atriði í þjóðsögunum dönsku minna á þessar sögur. Þær eru óteljandi að kalla. Menn skálda þær og segja öðrum til gamans, en fávísir menn taka þær allar trúanlegar. Um vaxtar- lag selanna er annars það að segja, að þeir eru líkari hund- um en mönnum, enda er þeim . skipað hið næsta kindunum í lýsingum hinna yngri náttúru- fræðinga. „Hund” í danska nafn- inu „Selhund” kemur af sömu ástæðu. Við höfum tvisvar átt þess kost að gera líffærarannsókn á íandselnum, og leiddi hún hið sama í ljós. Ánnars má skipa selunum í flokka hinna skynugri dýra, og eru frásagnir náttúru- fræðinga um félagslíf sæljóna og sæbjarna hinar merkilegustu. Sumir íslendingar hafa svo mik- inn viðbjóð á selakjöti, að þeir geta alls ekki neytt þess, hvernig sem það er tilreitt, og þótt þeir viti ekki af íþví! ÞÁ KEMUR HÉR kafli úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem heitir „Selshamurinn” og fjall- ar um dularfulla konu og sels- ham : »EINU SINNI var maður nokk- ur austur í Mýrdal, sem gekk hjá klettum við sjó fram að morgni dags fyrir fótaferð. — Hann kom að hellisdyrum ein- um. Heyrði hann glaum og dans læti í hellinum, en sá mjög marga selshami fyrir utan. Hann tók einn selshaminn með sér, bar hann heim og læsti hann ofan í kistu. — Um daginn — nolckru seinna — kom hann aft- ur að hellisdyrunum, sat þar þá ungleg kona og lagleg. Var hún allsber og grét mjög. Þetta var selurinn er átti haminn, er mað- urinn tók. Maðurinn lét stúlk- una fá föt, huggaði hana og tók hana heim með sér. Var hún honum fylgisöm, en felldi skap sitt miður við aðra. Oft sat hún samt og horfði út á sjóinn. Eftir nokkurn tíma fékk maðurinn hennar og fór vel á með þeim og varð barna auðið. - Haminn geymdi bóndi alltaf læstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér hvert sem hann fór. Eftir mörg ár réri hann eitt sinn og gleymdi lyklinum heima undir koddabrún sinni. Aðrir segja, að bóndi hafi farið með heimamönnum sínum til jólatíða, en kona hans hafi verið lasin og ekki getað farið með honum. Hafi honum gleymzt að taka lykilinn úr vasanum á á hversdagsíötunum sínum, þeg- ar hann hafði fataskipti. En þeg- ar hann kom heim aftur var kist- an opin, konan og hamurinn horfin. Hafði hún tekið lykilinn og forvitnast í kistuna og fund- ið haminn. Gat hún þá eklci stað- izt freistinguna, kvaddi börn sín, fór í haminn og steyptist í sjó- inn. Áður en konan steypti sér í sjóinn, er sagt liún hafi mælt þetta fyrir munni sér: „Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö á landi.” — Sagt er að mann- inum féllist mjög um þetta. Þegar maðurinn reri síðan til fiskjar, var selur oft að sveima í kringum skip liáns og var eins og tár rynnu af augum hans. — Mjög var hann aflasæll upp frá þessu og ýms höpp báru upp á fjörur hans. Oft sáu menn það, að þegar börn þeirra hjóna gengu með sjávarströndinni, synti þar selur fyrir framan í sjónum, jafn- framt sem þau gengu á landi eða í fjörunni, og kastaði upp til þeirra marglitum fiskum og fallegum skeljum. En aldrei kom móðir þeirra aftur í land. JÓLAGJÖF DRENGJANNA I AR / / / ER BANDARISKIR STALBILAR STERKIR - FALLEGIR Lífiö i gluggana um helgina Nóatúni — Aðalstræti — Grensásvegi tíuoda síða ALÞÝÐUBLAÐIÐ áTi’Jf IÍH- Mk -Sí.ti Í’kJ.-.'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.