Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 4
 C < I , c K I; KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA Starfrækir 5 matvöru-kjör'búðir í Hafnarfirði. Strandgötu 28 Hrlngforaut 4 Hellisgötu 16 Selvogsgötu 7 Smárahvammi 2 Auk þess er matvara seld í þremur kjörbúðarvögnum sem aka um Hafnarfjörð, Garðahrepp og Álftanes. I x I > s ’ >' I >: Nýjasta Ikjörbúð Kaupfélagsin s að Smárabvammi 2 var opn- uð 11. nóvember s.l. KAUPFÉLAGIÐ REKUR EINNIG: {•; Vefnaðarvlöru- og fataverzlun, Linnetsstíg 3 Ryggingarvöru- og veiðarfæraverzlun, Vesturgötu 2 & Raftækjaverzlun, Strandgötu 28. • Um 1000 fjölskyldufeður eru félagsmenn í Kaupfélugi Hafnfirðinga. HAFNFIRÐINGAR EFLIÐ SAMTÖK NEYTENDA. — VERZLIÐ VIÐ KAUPFÉLAG- IÐ. — GERIZT FÉLAGS MENN í KAUPFÉLAGINU. KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA ■ n 11111111 ii 11 m m n iii iiihih iii i* 11111111111111111111111111111111 iiuiiiiuimiiiuuimiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiutiiHiimiii Himnastigi til skrauts á iólatréð ☆ Þeir, sem hafa gaman af aö búa til jólaskraut, ættu nú að ná sér í skæri og faliega litan glanspappír og búa til svonefndan himnastiga. Nokk- uð breið ræma er brotin fjórföld, cn síðan strikað á hana með >/icm. milli- bili inn á miðja ræmuna, sitt á hvað og svo er klippt inn i pappírinn, eins og sést á myndinni. Stiginn er svo dreginn varlega í sundur og er þá tilbúinn á jólatréð. <>0<><><><><><X><><K><X><><hC><><><><><X><><><><>0<><><><> Dýrt kveðið Syngur klóin, kveðm- röng kyngisjóar heyja þing klingir glóhærð kólguþröng kringum mjóan súðbyrðing. Örn Arnarson, skáld. Drengur góðan gelur söng gengur ijóða harpan slyng strengur óðar, ljúf og löng lengur hljóðin ber í kring. Pétur Jónsson frá Nautabúi. Kalin stráin baðar blær bali dáinn gyllist. Hjalar áin, ísinn þvær alin þrá, og tryllist. Benidikt Guðmundsson frá Húsavík. Vorsins myndir vísu bind, vakna yndishljómar. Geislar sindra, glóir Iind, gull á tindi ljómar. Hjörtur Gíslason Akureyri. Ég hef streitt, og það mig þreytt, þó hefur sneitt mig gróði. Flest er greitt, cn öllu eytt elcki neitt í sjóði. Ingvar Pálsson Balaskarði. Öslaði gnoðin, beljaði boðinn blikaði voðin, Kári söng. Stýrið gelti, aldan elti inn sér hellti á borðin löng. Benedikt Jónsson Stórhamri. /ii I oooooooooooooooooooooooooooooooo I AÐ MÆLA TÍMANN MARGIR hafa reynt að gizka á, hvað klukkan er. Það er ekki alltaf svo auðvelt. En þegar sólin er hátt á lofti, vitum við að þá er því sem næst hádegi. Þegar sólin er sezt, vita allir, að komin er nótt. Það er orðið mjög langt síðan menn gerðu sér grein fyrir því, að skuggann af háum trjám, há- um stólpum og steinum var hægt að nota sem tímamæli. Með því að merkja við á jörðinni, hvert skugginn náði, mátti skipta deg- inum í jafnar tímalengdir. Svo einföld voru fyrstu sólúrin, en það kom að því að þau voru endurbætt. Tímastrikin voru höggvin í stein eða mörkuð í málm, þannig að þau yrðu var- anleg og fljótlega fóru menn að nota málmstengur, sem vörpuðu tgrönnum og skírum skuggum. Sólúr er gangslaust, þegar sólin skín ekki. Menn urðu að finna upp eitthvað, annað til að vita hvað tímanum leið, — þær stundir, sem sólin lét ekki sjá sig. Egyptar hinir fornu notuðu til þess vatnsker stórt með litlu gati á botninum og merktu svo tímastrik !á kerið að innan. Eftir því sem vatnið lak úr kerinu, lækkaði yfirborð vatnsins í því frá einu tímastrikinu til ann- ars. Af því var hægt að sjá, hvað tímanum leið. Grikkir gerðu sér líka vatns- úr. Þeir létu vatn seytla niður í ílát, sem í var eins konar flot- holt, sem lyftist smátt og smátt eftir því, sem hækkaði í ílátinu — og' öfugt. Á flotholtinu var vísir, sem sýndi hve langur tími leið. Sand má einnig nota í stað vatnsins. Öldum saman mældu menn tímann með stundaglasi, þar sem sandur rann úr einu glasinu í annað. Sums staðar eru enn í dag notuð stundaglös t. d. í eldhúsum, þegar egg eru soðin. Þau eru alveg eins að gerð og stóru stundaglösin. Eini mun- urinn er sá, að sandurinn í litlu glösunum er ekki nema 4 eða 5 mínútur að renna niður, en Framlhald af iþrettándu síðu. HWmHWMmUHHMMMV Heldur ræður í radio-áhöld 12. des. 1923. — Jóhannes Jósefsson íþróttakappi, sem nú er staddur í New York, hef- ur verið fenginn til að halda ræður í radíó-áhöJd. Hefur hann rætt þar um ísland, íslendinga og ís- lenzkar íþróttir. Radíó-stöð þessi er svo orkumikil, að um hálf Bandaríkin heyr- ist, þegar í hana er tal- að. — Éeimskringla. fjórða síða iMMMMtMWMMtMMMMMH ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.