Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 13
I Petsamoferðin árið 1940 Framhald af 3. síðu Stokkhólmi til Petsamo varð að halda viðstöðulaust Sfram, og biðu bifreiðarnar á endastöð járnbrautarinnar og eftir smá- vegis hressingu á Hótel Norður- liaf var haldið af stað kl. 4 um nóttina norður eftir hinum 530 :km. lanlgia íshafsvegi. Rúmlega miðja vega frá Rovaniemi bætt- ist í hópinn einn íslendingur, Þórarinn að nafni. Einnig var stanzað í smábænum ívalo til að rétta úr sér og drelcka kaffi. Á þessum stað hefur fundizt gull, alls um 1000 kg. að talið var frá því það fannst fyrst árið 1868. Ekki fundum við neitt gull, enda var dvölin þar stutt og mest hugsað um að flýta ferðinni og komast sem fyrst urn borð í Esju. Aðeins einu sinni á þessari leið sáum við tvo eða þrjá Lappa í sínum fulla skrúða með nokkur hreindýr, og voru þeir á ferð eftir þessum sama vegi og við. Seint um kvöld 4. október kom- umst við á leiðarenda mjög þurf- andi fyrir hvíld eftir svo að segja stanzlausa ferð í 58 klukkutíma frá Stokkhólmi. Svefn höfðum við lítinn þennan tíma, Þó ferð- uðumst við í svefnvögnum til finnsku landamæranna, en lítið imun samt hafa verið sofið. Við Petsamo-fjörðinn, sem er 16 km. langur, standa þrjú smá- þorp og heita þau: Perkina, Tri- fona og Lúnahamari, og lá Esja við bryggju í Trifona. En hérað- ið, næst firðinum, heitir Pet- samo hérað. Mikil þrengsli urðu í skipinu og varð að sofa í reyk- sal og göngum fyrsta farrýmis og einnig var þéttskipað í lest, en enginn setti þetta fyrir sig og fannst nú öllum, sem þeir væru komnir heim, þótt enn væri löng leið fyrir höndum og þá jafn- framt hættuleg, því víða gátu hætturnar leynzt; tundurdufl, kafbátar og fleira þvílíkt. Ekki gat Esja siglt af stað fyrr en und- ir kvöld næsta dag eftir að hafa fært sig að bryggju í Lunahamari til að taka vatn og 200 tunnur af olíu, sem Svíar áttu þar og voru svo vinsamlegir að lána okkur, þrátt fyrir mikinn olíuskort i Sví- þjóð, vegna flutningaerfiðleika af völdum styrjaldarinnar. Undir rökkurbyrjun var siglt út Petsamofjörðinn í góðu veðri, og kvöddum við Finnland með því að syngja finnska þjóðsöng- inn. Þegar kom út úr firðinum, sáum við í rökkrinu hilla undir klettastrendur þriggja landa: — Finnlands, Rússlands og Noregs, en við sigldum í norðvestur fyrir nyrzta odda Noregs. Mjög var mönnum tíðrætt um það, hvenær Þjóðverjar myndu taka okkur, og til hvaða hafnar þeir færu með okkur. Það þóttust flestir vissir um, að slíkt mundi ske, en Esja tók stefnuna mjög norðarlega eftir að hafa siglt fram hjá Nord Kap kl. 7,30 um morguninn til að forðast hætt- SVAR VIÐ JÓLAÞRAUT: Dæmið gæti til dæmis litið svona út: 273 + 546=819. DANA - SÓFASETTIÐ EP GLÆSILEGASTA SÓFASETTIÐ Á MARKAÐNUM í DAG I MUNIÐ OKKAR HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMALA Kaupið jólahúsgögnin í Húsgagnaverzlun AUSTURBÆJAR Skólavörðustíg 16 — Sími 24620 f = ' = . si = = :■ I i | | '* •iiiiiiiiiiiliiiliiiiHillliiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuilliliiiiiiliiiliiiiiitMtiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiu<i •iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu''' ur, — og var stefnan tekin rétt norðan við Jan Mayen og þann- ig siglt í tvo sölarhringa, án þess að á leið okkar yrðu skip, flugvélar eða kafbátar, en þá kom skyndilega ströng fyrirskip- un frá herstjórn Breta um að skipið yrði ' að taka stefnuna nærri beint I suður og koma til Kirkwall ’til rannsóknar. Bretum voru areiðanléga' ekki vandaðar kveðjurnar þá ;fyrir afskiptasem- ina, en ekkert var að gera annað en hlýða, ief ekki átti illt af að hljötast. Þó mátti öllum vera ljóst, að nú sigldum við inn á eitt mesta hættusvæði sem hugs- azÞgat, því að Þjóðverjar höfðu lagt tuhdúrduflum og kafbátum umhverfis gervallar Bretlands- eyjar, og lágt mikla áherzlu á að halda uppi eins miklu hafn- banni á Bretland eins og þeim var unnt. Þétta gat því orðið örlagaríkt fyrir okkur, auk þess sem það lengdi ferðalagið um nokkra daga. En í voninni um, að allt færi vel, var haldið uppi kvöidskemmtuhum og gleðskap Framhald á næstu síðu. Konan hans Jóns ÞEGAR jón kvæntist fyrir 18 árum var hann þrisvar sinnum eldri en konan hans. í dag er hann helmingi eldri en hún. — „Nú spyrjum við“ - eins og þeir segja alltaf í „Sýslurnar svara”: Hvað var konan hans Jóns gömul á brúðkaupsdaginn? ( •eje nefjy :jbas TÍMAIVIÆLAR Framhald af 4. síðu. yfirleitt í þeim stóru heila kl.stund. Aðrar aðferðir voru líka notaðar í gamla daga til að mæla ; tímann, áður en úr og klukkur komu til sögunnar. Eitt var það, að menn létu loga ljós á kerti, sem skipt var niður í jafn stóra búta með strikum. Það þurfti ekki annað en að telja strikin, sem eftir voru til að sjá, hve 'langur tími var liðlnn frá því kveikt var á kertinu. JÓLABLAÐ 1965 þrettánda síða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.