Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 3
Somerset Maugham látinn NICE, 16. des. (nib-reuter), Rithöfundurinn Somerset Maug ham lézt aö heimili sínu í dag, 92 ára að aldri. Hann fékk hjarta- slag á föstudaginn og hefur leg- ið meðvitundarlaus á brezk- bandarisku sjúkrahúsi í Nice, en örfáum mínútum fyrir andlátið var hann fluttur til heimilis síns. Somerset Maugliam MeS William Somerset Maug- liann er einn víðle nasti rithöfund ur heimsins fallinn frá. Hin geysi mörgu rit hans — leikrit, skáld sögur og smásögur — voru hafin yfir breytilegar bókmenntastefnur I og mörg þeirra byggði hann á eig in ireynslu. Þrítugur að aldri tryggði Maugham sér öruggan se~s í heimi bókmenntanna og síðan liafa verk hans verið þýdd á flest tungumál heimsins. i Almennt e:r talið, að verk Som erset Maughams hafi verið gefin út í hundrað milljónum eintaka. Fyrir nokkrum árum var áætlað að tekjur hans af ritstörfum næmu 1800—2400 milljónum íslenzkrk króna. En á yngri árum sínum varð Maugham að sigrast á mörgum erf iðleikum áður en hann öðlaðist viaui-kemnji(ngu sem rithöfundur Maugham tók próf í læknisfræði að loknu námi í Heidelberg og London, en skömmu eftir loka prófið sagði hann kilið við lækn isfræðina og helgaði sig ritstörf um. Á næstu tíu árum hrukku tekj Ur hans af ritstörfum skammt, en árið 1907 varð hann frægur þeg ar leikrit hans „Lady Frederik“ var sýnt í leikhúsi í London við almennar vinsældir. Nú tóku til boðin að streyma til hans úr öll um áttum. Hann gerði sér grein fyrir, að vinsældir hans á sviði ritlistar innar stöfuðu af því, að hann hafði sérstaka hæfileika til að lýsa mannlegum vandamálum á fvndinn, raunsæjan og um leið áhrifaríkan hátt, sjálfur sagði hann hreinskilningslega að hann væri aðeins „maður sem segði ögu.“ Somerset Maugham gegndi her þjónustu í báðum heimsstyrjöldun um. í hinni fyrri starfaði hann í leyniþjónustunni og í hinni síð ari við áróðursmál. Reynsla hans frá þessum árum og mörgum ferða lögum hans á friðartímum settu ovin sinn á margar bækur hans. Nokku- milli°tríðsárin og síðan heimsstvriöldinni síðari lauk bjó hann á frönsku Riviera í góðum vinahón. Somerset Maugham sem hefði orðið 92 ára 25. janúar beið and láts síns af '■tillingu. Á níræðis afmælinu sagði hann.: Ég hef tek ið í höndina á dauðanum. Hendur hans eru hlýrri en mínar. Af helztu verkum Maughams má nefna leikritið „The Circle", j smásöguna ..Rajn” og ^káld'ög J urnar ,.Of Human Bondage". Cak 1 »s and Aie” og „The Razor’s Edge”. Margar bækur hans hafa verið býdda- á íslenzku. Bökin um barnföstruna öviðjafnanlegu Mary Poppins eftir ensku skáldikonuna P. L. Travers er komin út í islenzkri íþýðingu Halls Herxnannssonar. Verðlaunakvikmynd Walt Disneys um Mary Poppins með Julie Andrews og Dick Van Dyke verður sýnd í Gamla bíó í vetur. Bömin læra lögin úr kvikmyndinni og Söinigleiknum um Mary Poppins því áð þau imunu verða á hvers manns vörum á næstunni Vinsældir Mary Poppins erlendis eru slíkar, að engri bamalbók síðari óra verður þar við jafnað. Ómur af þeim vinsældum hefur þegar borizt til íslenzkra barna og vakið bjá þeim lönguin til nánari kynna af Mary , Poppins. Uppfyllið óskir barnanna um að eignast Mary Poppins. Jón R. Kjartansson Handbókaútgáfan BJérinn Framhald af 2. síðu. telja vera. Ástæða þess hlýtur að vera sú skoðun, að slíkt sé með 'öllu óframkvæmanlegt í nútíma þjóðfélagi sem okkar, er býr ekki aðeins við þær fuilkomnu mOli landasamgöngur, er við búum við, beldur einnig þekkingu, vilja oig' 'getu almennings til bruggunar ór fengra drykkja, auk þess atriðis, ,sem ekki er sízt, en það em tekj ur ríkisjóðs af sölu áfengis. Árið 1960 var flutt frv. á A1 Iþingi um, að leyft yrði að brulgga og selja 'áfengt öl á innanlands- markaði. Þótt það frv. kæmi aldrei frá nefnd og alþingismönn um igæfist ekki tækifœri til að lláita skoðanir sínar í ijós við aðra umræðu málsins, má fullyrða, að umræður þær, er um málið urðu, hafi vakið marga til um hugsunar um þá þróun, «em orð I ið hefur í áfengismlálum hér á : landi, olg hvort nokkrar leiðir væru til úrbóta." ÁrásarmaÖurinn enn R.éykjavík, — ÓTJ. J . EKKI hefur enn hafzl upp á skuggabaldri þeim, er téðist á konuna í Hafnarfirði fyrir nokkru síðan. ■ Víðtœk rannsókn stendur yfir i. málirm og margir hafa verið yfir- heyrðir, en ennþá hefur ekkert , lcomið. fram sem gefið hefur d-i kveðna- vísbendingu. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON, sjálfsævisaga Er jélabók hinna vandlátu. Þetta er stór bók, 388 bls. með mörgum myndum. Eng- inn vafi er á því að Vilhjálmur Stefánssom er víðkunn- asti íslendin?urinn, sem uppi hefur verið á þessari öld. Hann var landkönnúður á borð við Norðmennina Friðþjóf Nansen, Roald Amundsen ogr Englendingana Robert Scott og Ernst Seliakelton. En hann var einnig mikilvirkur rithöfundur. Sjálfævisaga Vilhjálms Stefánssonar er ekki einungis stórfróðlegr, heldur er hún blátt áfram ævintýra leg á köflum og alltaf athyglisverð og skemmtileg. Vilhj.ílmur fór margra leiðangrra til nyrztu liéraða Kanada og bjó Iengi með Eskimóum. Hann kynnti sér matar- æði þeirra og alla háttu og heilan vetiir dvaldi hann með hinum svokölluðu „ljóshærðu Eskimóum", sem menn töldu um skeið að gætu jafnvel verið afkomendur Eiriks rauða og Leifs heppna. Vilhjálmnr þótti glettinn og gamansamur í skóla, en gamanið varð grátt, þegar hann var rekinn úr mennta- skóla í Bandaríkjunum. Síðar í lífinu varð hann heiðurs- doktor við sjö víðkunna háskóla. Hann var einkavinur Wrigrhts-bræðra, sem gerðu fyrstu flugvélina, og hann varð fyrstur tii að grera sér grrein fyrir möguleikum kafbáta til siglinga undir Norður-heimskautið. Vilhjálmur Stefánsson var heimsborgari,1 en var samt alla sína ævi ósvikinn Islendingur. ÍSAFOLD. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.