Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 13
$£jmiP t-l— —: Síml 50181. Hrép óttans Hörkuspennandi a-merísk mynd. Sýnd kl. 9. Hrúei ílémaveldis Ein stórfenglegasta kvikmynd sem ■tekin hefur verið í litum og Ultra Pana Vision. Sophia Loren Alec Guinness James Mason íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. • SíSustu dagar Fompeji Stórfengleg og hörkuspennandi amerísk-ítöls'k stórmynd í litum og Supertotal Scope. Steve Reeves Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Böninuð b'örnum. MaSiirSnn meé stálhnefana Afarspennandi hnefaleikamynd mcð Jeff Chandler og Rock Hud- son. Bönnuð ininan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. «——— W«»II illiii w—I— Bifreiðaeigendur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla Bifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B. Sfmi 35740. Koparpípur og Fittings. Ofnkranar, Tengikranar Slöngukranar Blöndunartæki. Rennilokar, Burstafell byggingavöruverzlun, RéUarholtsvegl S. Síml 3 88 40 Hann ætlaði að gera sitt bezta til að gleðja hana meðan hún yrði r.álægt honum. Það var leitt að þær ætluðu aðeins að vera fimm daga í' Hong Kong. Þetta voru fimm dagar fullir skemmtana, máltíða á frægum kínverskum veitingastöðum og verzlunarferðum. Frú Maloney pantaði sér fullt af fötum og heimtaði að Cherry gerði slíkt hið sama. Cherry fannst hún ekki gera annað en máta. Fötin komu innan tveggja daga og Cherry hafði ánægjuna af að vera í einum kjólnum þegar Johnny ók með þær í New Terri- tority. Hann óskaði henni til hamingju með kjólinn, sem var úr silki og mjög vel saumaður. New Territority var á hæð fyrir ofan Kowloon. Hæðirnar voru þaktar runnum og blómum. Þau klifu mjög hátt og sáu hið stórkostlega útsýni yfir Kowloon og alveg að Peak. Allt var þakið í blómum og söngur fuglanna hljómaði í eyrum þeirra.. Þau óku framhjá litlum kín- verskum sveitabýlum og Johnny benti þeim á þykkar steinkistur þar sem voru geymd bein for- feðra bóndans. Síðan óku þau niður fjöllin að ströndinni. Þau óku framhjá gömlum þo.rpum þar sem stræt- in voru aðeins stígar, húsin op- in að framan og stóðu hvert ofan í öðru. Fýlan í þessum þorpum var hræðileg og Cherry var þvi fegnust að komast aftur upp á þjóðbrautina. Þau óku fram hjá ógrynni flóa þar sem fiskibátarnir lágu hlið við hlið í fjörusandinum. Kín- verjarnir bjuggu um borð í þess- um fiskiskipum. Konurnar voru að elda og þvo fötin. Þær voru fátæklegar og þreytulegar. Það virtist að vísu rómantískt að búa . um borð í slíku skipi en Cherry sá enga rómantík. Þetta virtist vera erfitt og snautt líf. En C.herry kunni vel við Hong Kong þrátt fyrir fólksfjöldann og þröngar önggöturnar. Það gerðu litríkið og andrúmsloftið. Henni fannst hún aldrei hafa verið á jafn hrífandi og rómantískum stað. Návist Johnny jók á skemmt- unina því hann fór með þær í ferðalögin og út að borða þar sem þau snæddu dásamlegan kínverskan mat sem ekki líktist þeim kínverska mat sem Cherry hafði fengið í heimalandi sínu. Hún vissi að Johnny kunni vel við hana og hún kunni vel við hann. Hann gaf frænku sinni í skyn að hann langaði til að fara út með Clierry eina. — Farið þið börnin mín og skemmtið ykkur, sagði frú Mal- oney. — Mig langar til að vera heima eitt kvöld í friði meðan þið farið og skoðið borgina sam- an. En gleymdu því ekki Johnny að Cherry á mjög aðlaðandi unn- 42 •tMi n>«Binai'"nn»»i»»r stmsm ni1—i usta. Hann talaði við mig úti á flugvellinum og ég lofaði honum að skila Cherry heilli á húfi og sjá svo um að hún leggði ekki ást á neinn annan en hann. Cherry hafði séð Alard tala við frú Maloney úti á flugvelli en hún hafði ekki vitað um hvað þau voru að tala. En sú frekja af honum! Hann réði alls ekki yfir lienni að neinu leyti. Þau Johnny óku fyrst út á Peka og horfðu yfir Hong Kong og Kowloon. Ljósin blikuðu fugl- arnir sungu og himinninn var stráður stjörnum. Bátarnir voru upplýstir í höfninni, gufuskip- in, fiskibátarnir og Macaobát- arnir. — Þetta hlýtur að vera ein- hver fegursta sýn í heiminum, andvarpaði hún. — Ég hef alltaf elskað útsýn- ið héðan en aldrei meira en í kvöld, sagði hann lágt. — Það er af því að þú ert með mér Cherry. Þér tekst að láta hversdagsleg- ustu hluti verða dásamlega. Veiztu hver áhrif þú hefur haft á mig þessa fáu daga sem þú hefur vérið hér? Ég er gjör- breyttur maður. Ég var ánægður með líf mitt eins og það var en nú er ég ekki lengur ánægður. Ég þrái sólina, tunglið, stjörn- urnar — ég þrái þig Cherry. Hann reyndi að taka hana í faðm sér en hún sleit sig lausa. — Er ég of ágengur? spurði hann. — En við höfum svo naum- an tíma til stefnu. Þú ferð ekki á morgun heldur hinn. Ég elska þig Cherry. Viltu ekki kyssa mig bara einu sinni? Hún hristi höfuðið. — Nei Johnny. Getum við ekki verið góðir vinir? — Bara einn koss bað hann. Hún hristi aftur höfuðið án þess að vita í raun og veru hvers vegna hún gerði það. Hún hafði kysst Alard og hvílt í faðmi hans. Og ekki elskaði hún Alard meira en Johnny Freemann. En samt var það eðlilegt að hvíla í faðmi Alards. Hún vissi ekki hvers vegna hún gerði það. -— Ég skal kyssa þig góða nótt sagði hún — og það verður eini kossinn sem þú færð hjá mér. — Þú ert sveimér harðbrjósta, sagði hann. - Er það? Hún hugleiddi málið. Hún hafði svo sannarlega lent í mörgu upp á síðkastið til að verða harðbrjósta. Hinn hræðilegi at- burður í íbúðinni þegar Ben hafði reynt að taka hana gegn vilja hennar, erfiðleikarnir á eftir og gerfitrúlofun hennar og Alards. Gat það verið sú trúlofun sem olli því að henni fannst hann hafa meira tilkall til hennar en Jöhnny? En um kvöldið á Palm Beach liafði hann beðið hana að líta á trúlofun þeirra sem alvöru. Hafði hún ekki meira eða minna játast honum með því að kyssa hann? Var það Alard sem hún saknaði svo mjög? Hún vissi það ekki en hún velti því fyrir sér hvort hann myndi senda henpi Útsvörin Framhald af 2. síðu holræsagerðar er 33,9 millj. Þá gat borgarstjóri í ræðu sinni um hækkun vatnsskafts, 25%, en hann var hækkaður í fyrra um 50%. Geir Hallgrímssoin, sagði að lokum, að áherzla mundi lögð á FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn á jakka auk annarra fata- viðgerða. Sanngjarnt verð. Skipholt 1. — Siml 16346. að ljúka sem fyrst íþrótta og sýn- ingarhöll, borgarsjúkrahúsi og sundlaug, en síðan þyrfti að marka nýja stefnu í byggingamálum og mundi á næsta ári byrjað á bygg- ingu sýningarskála myndlistar- manna ó Miklatúni og eins þyrfti að ráðast í byggingu nýs borgar- bókasafns og borgarleikhúss á næstunni. Sömuleiðis þyrfti að byggja dvalarheimili fyrir aldrað fólk, en til þess er ráðgert að veita 250 þús. á fjárhagsáætluii* inni. Engar umræður urðu á funll borgarstjórnar í gær, en önnur umræða um fjárhagsáætlunina fer fram að hálfum mánuði liðn- um. Sníiflytnlsígasr Framhald af 2. síðu. ■ur á gólftepp-um, í fyrsta sinn. Um láramótin næetu verða gólfteppi, nærfatnaður og skyrtúr úr toaðm ull settar á frilista, o]g unnið er að frekari aukningu frílistans. Innflytjendur eru þegar farn- ir að auglýsa innfluttar innrétt- ingar. Alþýðublaðið hafði sam- band við Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóra Hús og skip, og sagði hann að það fyrirtælli gæti útvegað eldhúsinnréttingar og svefnherbergisskápa frá nokkr um Vestur-Evrópulöndum, og væri innflutningur þegar hafin|| Verðið er fyllilega samkeppnis^ fært við innlenda framleiðslu geta kaupendur valið úr fjölmör um gerðum, dýrum og ódýrur Ódýrustu innréttingarnar í líti eldhús kosta um 20 þús. krómi og síðan fer verðið hækkandi ef ir stærð og íburði. Kaupendi] geta fengið skápana fullgerða þannig — að ekki þarf annað að festa á gólf og veggi og einí ig þannig, að skáparnir eru fulj unnir innan en mála þarf ein^ umferð utan. Þá er hægt að kaupj einstök horð og skápa og bæta síðar meiru við eftir efnum ojaíH ástæðum kaupenda. irr r ' • , ALÞÝÐUBLAÐI| - 17. des. 1965 §&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.