Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 11
t= RitstjérTÖm Eidsson Evrópubikarkeppnin í handknattleik kvenna: Valur og Skogn leika á sunnud. og mánud. NOREGSMEISTARARNIR i handknattleik kvenna, Skogn frá Þrándheimi eru væntanlegir til Reykjavíkur á laugardagsnóttina og leika viö íslandsmeistara Vals á sunnudag og mánudag. Leikir þessir eru liður í Evrópuhikar- keppninni. Á sunnudag hefst keppnin kl. 4,45, en kl. 4 hefst forleikur milli Reykjavíkurmeist- ara Fram í karlaflokki og Vals. Leikurinn á mánudaginn hefst kl. 9, en klukkutíma áður hefst leik- ur milli íslandsmeistara FH og Vals. Með hverju ári sem líður auk- ast vinsældir bikarkeppni meist- araliða kvenna í handknattleik. Fyrsta árið tóku 8 lið frá 8 löndum þátt í keppninni. Annað árið tóku 9 lið frá 8 löndum þátt í keppninni. Þriðja árið tóku 14 lið frá 13 löndum þátt í keppninni. Fjórða árið tóku 13 lið frá 13 löndum þátt í keppninni. Fimmta árið tóku 13 lið frá 13 löndum þátt í keppninni. Tölur þessar sýna hinar miklu vinsældir keppninnar. Allir leikir hinna einstöku liða hafa vakið mikinn áhuga meðal íþróttafólks víða um heim. Alþjóðahandknattleikssam- bandið fói Handknáttleikssam- bandi Tékkóslóvakíu sem áður framkvæmd keppninnar nú. Þátttökurétt hafa meistarar landanna, og þó svo að fyrrum Ev rópumeistari sé ekki meistari lands síns, hefur það félag rétt til þátttöku í keppni næsta ár. í fyrstu umferð, sem á að vera lokið á tímabilinu 1. des. til 31. des., er leikiö heima og heiman. En 'svo hefur um samizt að Vals stúlkurnar leika báða sína leiki hérlendis. Bikar sá, sem um er keppt, er farandgripur gefinn af íþrótta- blaðinu Start í Bratislava. Það fé iag er sigrar fær afsteypu af bik- arnum til eignar. Sigurvegarar í Handbolti i kvöld í 'kvöld lýkur meistaramóti Reykjavíkur í handknattleik. Fram fara 3 leikir í meistaraflokki karla, þá leika Ármann — Þróttur, Valur — Víkingur og KR —■ Fram. Keppnin hefst kl. 20, en verðlauna afhending verður strax að leikjun um loknum. síðustu Evrópukeppni urðu stúlk- urnar úr H. G. í Danmörku. ★ Lið.Vals er þannig skipað: Katrín Hermannsd., Guðbjörg Árnadóttir Sigríður Sigurðard. Sigrún Guðmundsd. Vigdís Pálsdóttir Sigrún Ingólfsdóttir Ása Kristinsdóttir Erla Magnúsdóttir Ragnheiður Þorsteinsd. Björg E. Guðmundsd. Ragnheiður Bl. Lárusd. ★ Lið Skogn er þannig skipað: Liv Skjetnemark, 28 ára. Hefur leikið 14 landsleiki. Var í norska landsliðinu sem lék hér 1964 á Norðurlanda- mótinu. Dagrun Aune, 26 ára. Hefur leikið 14 landsleiki. Var í norska landsliðinu sem lék hér 1964 á Norðurlandamót- inu. Solfrid TörreBVold, 20 ára Hefur leikið 8 landsleiki. Magnhild Skjesol, fyrirliði liðsins 34 ára. Hefur leikið 34 landsleiki. Var í norska landsliðinu sem lék hép 1964 á Norðurlandamótinu. Inger Noröy, 18 ára. Hefur leikið 5 landsleiki. Sigrid Tröite, 22 ára. Hefur leikið 23 landsleiiki Var í norska landsliðinu sem lék hér 1964 á Norðurlandamót- inu. Turid Háfjeld, 26 ára. Hefur leik\ð 14 landsleiki. Ragna Rosenlund, 33 ára Björg Tangen, 18 ára. Inger Lello. 17 ára. Þjálfari liðsins er John Narve stad. Verð aðgöngumiða er kr. 75 fyrir fullorðna og kr. 30 f. börn. Forsala aðgöngumiða verður í Vesturveri og hefst eftir hádegi á laugardag. ★ ÞANN 6. janúar verður dreg- ið í riðla heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu. Löndin 16, sem þátt taka í úrslitakeppninni eru; England, Brasilía, Argentína, Chile Mexikó, Uruguay, Frakkland, Ung vdrjaland, Ítalía,' Norður-Kórea, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Sviss, Vestur-Þýzkaland, og sigurvegar- inn í leik Búlgaríu og Belgíu, sem fram fer 29. desember. ■k í GÆR var dregið um það hvaða lið leika saman í næstu umferð Evrópubikarkeppninnar; Keppni meistaraliða; Manehester Utd. — Benfica, Anderlecht Belgíu — Real Madrid Sparta. Prag — Partizan Belgrad Inter, Milanó — Ferencsvaros. Kepplni ibikarmeistara: Honved, Budapest — Liverpool West Ham — Afbau, A-Þýzkal. Celtic — Dynamo Kiev Athletic Madrid — Borussi Dort mund, V-Þýzkal. Nytsamasta jólagjöfin er Luxo Iampinn Tveg-gja ára áhyrgð. Varist eftirlíklngar. Munið Luxo 1001 Lesið Alþyöublaðiö JL ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des. 1965 $$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.