Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 9
Irsæll SigrurtYsson, formaður Fiska- istinn Gunnarsson formaður bæjar- J.V.) rfsemi tu tíð ur ákaflega þakklátur þeim fjöl- mörgu, sem lagt hafa þessum kvöldvökum lið, og þá ekki sízt starfsfólki Bæjarbíós, sem hefur alltaf verið einstaklega lipurt. Verði aðgöngumiða á þessar kvöld- vökur hefur jafnan verið stillt i hóf eftir föngum, enda hefur aðsókn verið mikil, og hin síðari ár svo, að endurtaka hefur þurft kvöld- vökurnar nokkrum sinnum. Auk þessara föstu liða hefur Hraunprýði staðið að ýmsu fleira í fjáröflunarskyni. Hlutaveltur hafa verið haldnar tvisvar, og á fyrstu árum félagsins var eitt sinn farin skemmtiferð upp á Akranes, en það þótti mikið ferðalag í þá daga. Einar Þorgilsson útgerðar- maður lánaði togara sinn, Garðar, sem þá var stærsti togari flotans, til fararinnar, og í tilefni ferða- lágsins orti Einar éinnig ljóð: Sjó- ferðabæn, sem mikið-var sungið á leiðinni. Á Akranesí var síðan haldin samkoma, sem var mjög fjölsótt, en þar flutti Einar Þor- gilsson aðalræðuna, og á heimleið- inn var síðan siegið upp balli um borð í togaranum Þótti þetta vel heppnuð ferð, varð þeim sem tóku þátt í henni, minnisstæð, og skil- aði félaginu talsverðum ábata. Þá má heldur ekki gleyma því, að Sigurður Björnsson óperusöngv- ari, sem er Hafnfirðingur, hélt fyrstu hljómleika sína í heimabæ sínum eftir söngnám ytra til á- góða fyrir Hraunprýði. Starfsemi félagsins er þó meiri en fjáröflunarstarfsemi. Hraun- prýði heidur mánaðarlega fundi yfir veturinn, og er þá ýmislegt til skemmtunar. Sérstök undirbún- ingsnefnd fyrir hvern fund ingsnefnd ér kosin fyrir hvern fund og sér hún um skemmtiatriði, og oftast er þá flutt eitthvert efni er félagskonur hafa undirbúið og fl.vtja sjálfar. Á hverju sumri fer félagið i skemmtiferð, og einnig er talsvert gert af því að heimsækja aðrar deildir þeim til hvatningar í starfi, og eru þá alltaf höfð með einhver skemmtiatriði, sem Hraun- prýðiskonur hafa undirbúið. Eins og áður segir rennur meg- inið a£ því. fé sem Hraunprýði aflar, til Slysavarnaíélags íslands til ráðstöfunar, en ýmislegt hefur félaginu þó tekizt að gera upp á eigin spýtur fyrir þann fjórðung, sem það heldur eftir. Árið 1943 var tekið í notkun björgunarskýli við Hjörleifshöfða, sem deildin hefur komið upp og sér um að öllu leyti. Þá hefur deildin einn- ig lagt fé til ýmissa slysavarna- mála, bæði í Hafnarfirði og utan kaupstaðarins. Þegar bygging sundlaugar hófst í Hafnarfirði á sínum tíma var fyrsta féð, sem til þeirrar framkvæmdar rann, framlag frá Hraunprýði. Þá hefur félagið tvisvar sinnum gefið hjálp- arsveit skáta leitarljós og fé til talstöðvakaupa, hún hefur lagt fram fé til vitabygginga, þar á með al 25 þúsund krónur til Oddsvita í Grindavík. Við Hafnarfjarðar- höfn hefur Hraunprýði komið fyr- ir tveimur björgunarbátum, tveim- ur gúmbátum, auk bjarghringja, haka og annars björgunarútbún- aðar. Einnig hefur Hraunprýði gengizt' fyrir því, að grindverk var Hafnarfjarðarlæk, enda hefur fé- lagið ævinlega talið það hlutverk sitt að benda á það, sem til örygg- is mætti horfa. Til dæmis gengst Hraunprýði á þessum vetri fyrir námskeiðum í lífgunaræfingum, en Lionsklúbb- ur Hafnarfjarðar hefur nýlega fært félaginu að gjöf dúkku, sem er notuð við slíkar æfingar. Hefur þegar farið fram eitt námskeið meðal starfsfólks Rafha, en eftir áramótin er ráðgert að halda slík námskeið í skólum bæjarins. Slysavarnadeildin Hraunprýði á sinn eigin fána, sem er sérstak- lega fallegur. Hann gerði Frið- rikka Eyjólfsdóttir og færði félag- inu að gjöf á aldarfjórðungsaf- mælinu 1955, og er hann jafnan hafður uppi á hátíðisdögum Hraun prýði. Á þeim 35 árum, sem Hraun- prýði hefur starfað, hafa aðeins þrjár konur gegnt formennsku í félaginu. Fyrsti formaður var frú Sigríður Sæland, sem gegndi því starfi í sex ár, þá tók við frú sett upp við Reykdalstjörn og við Framhald á 10. síðu. Jólablað Æskunnar Jólablað Æskunnar er komið út og er 80 blaðsíður að stærð og fjölbreytt að efni. í blaðinu er fjöldinn allur af sögum kvæðum greinum við barna hæfi.Þá eru blaðinu ótal myndasögur jóla- ;r og margt fleira. tn. Fání Hraunprýði biasir vift a miðrí mynd (Mynd: J.V.) Ný bók um bangsabörn Út-ær komin ný barnabók eftir Önnu Brynjúlfsdóttur. Heitir hún Bangsabörnin í Hellalandi og er 20 blaðsíður að stærð. Útgef- andi er Iðunn. Myndir í bókina íeiknaði Bjarni Jónsson. Þetta er önnur bókin um bangsabörnin fjögur. í hinni fyrri -lentu þau í miklum ævintýrum í dýragarðin- um í stóru borginni og ekki eru þau siðri ævintýrin sem þau lenda i í Hellalandi, þar sefn moldvörp- urnar búa. Moores hatfar Danskir hatfar nýkomið vandað og fallegt úrval allar stærðir. GEYSIR HF. Fatadeitdin. NÝJAR VÖRUR FRÁ Hollandi og Englandi Vetrarkápur með og án skinna. — Hjálmhúfur úr skinni og nælon. — Ulíar- húfur og Hettur. — Prjónaðar og heklaðar. — Hettusett (hetta og vettlingar). — Regnhattar — Handtöskur — Velourhattar. BERNHARDLAXDAL KJÖRGARÐl. WESTINGHOUSE heimilistæki fást hjá okkur RafbúS S. f. S. við Hallarmúla. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des) 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.