Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 16
VINNUHAGRÆÐIN Einu menn.irnir, sem ■eru reiðubúnir til að leysa sér- bverjan vanda iþjóðar vorrar 'Og íltunna ráð undir rifi ihverju í öllum málum — iþað eru þeir sem aldrei (hafa verið kosnir á þing. , . VINNUHAGRÆÐING er tím- anna tákn og vinnuhagræðingar- ráðunautar útskrifast á færibandi á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Allt er þetta eflaust spor í rétta átt og alls konar menn i alls konar störfum ættu því að fara að setja sig í stellingar og látast vera að vinna'. Auðvitað á þetta eftir að koma liart niður á mönnum, sem alla ævi hafa staðið í þeirri meiningu að þeir væru að vinna fullt starf, án þess þó að hafa nokkurn tíma gert nokkurn hlut. Enn sem komið er mun þó ekki ætlunin að ráðast til atlögu nema á tiltölulega þröngu sviði, en þegar starfsemin fer að teygja sig víðar um, verður gaman að lifa. Hugsum okkur til dæmis að sinfóníuhljómsveitin réði vinnu- hagræðingarráðunaut, sem síðan sæti einn af konsertum hennar. Skýrsla hans gæti litið einhvern veginn svona út: „Á löngum köflum í verkinu ihöfðu óbóleikararnir fjórir ekk- ert að gera. Þeim ætti að fækka og jafna leik hinna niður til að koma í veg fyrir áberandi dugn- aðarspretti (skorpur). Fiðlurnar 12, léku allar eftir sömu nótum. Þetta virðist mér ó- þarfa margverknaður. Starfsliði 'þessarar deildar ætti að fækka svo um munar, en ef hávaðinn er hins vegar eitthvert atriði, má ná sama árangri með rafmagnstækjum.: Miklum krafti var eytt í að leika alls konar trillur og krúsi- dúliur, að því er virðist gersam- lega að nauðsynjalausu. Ég legg til að hófs verði gætt í þessum efnum og verkin leikin á sem ein- faldastan hátt. Með því móti væri líka hægt að notast við viðvan- inga og annars flokks hljóðfæra- leikara í ríkara mæli en nú er gert. Of mikil endurtekning virðist eiga sér stað á sumum laglín- um og mætti breyta því svo um munar, T. d. verður ekki séð nauð syn þess að endurtaka á horn lag- línu sem strengirnir hafa þegar afgreitt. Með því að leggja þenn- an ósið niður, væri hægt að stytta hljómleikatímann úr tveim- ur klukkustundum niður í tutt- ugu mínútur og losna við hléið að auki. Hljómsveitarstjórinn er þess- um tillögum samþykkur í grund- vallaratriðum, en bendir hins veg- ar á, að einhver lækkun yrði á tekjum af aðgangseyri. Ef svona ólíklega skyldi vilja til, væri hægt að loka algerlega sumum áheyr- endapallanna og spara þannig talsvert í heildarkostnaði og ef það versta kæmi uppá og að- sókn færi niður úr tágmarki. sé ég ekki betur en nauðsynlegt Verði að leggja fyrirtækið niður og fólk getur þá sem hægast haldið sig við kvikmyndahúsin.” Háttvís er sú fcona (að því er fcaliinn segir) sem hendir (bara hreinum disfcum i kall ínn sinn . . . OOOOOOOOOOOOOOOÍ — Uggvænleg- tíðindi hafa gerzt. Sjúklingar mínir virðast verða heilbrigðir um leið og ég snerti á þeim. — Og gleymið svo ekki, það á að vekja mig klu«.kan í fyrramálið. ATOM LA O' RATO RIUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.