Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 4
á Rltstáórar: Gylfl GröndaJ <6b.) og Benedilct Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur GuSnason. — Símanc 14900 - 14903 — AugLýstngasimi: 14906. Atisetur: AlþýðuhúsiS vlB Hverfisgötu, Reykjavik. — PrentsmiSja AlþýSu- blaSsin?. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakia. JDtgefandi: AlþýSuflokkurinn- : I Úrtöluflokkur j FRAMSÓKNARMENN hafa nú endanlega tekið i'afstöðu á móti byggingu alúmmíumverksmiðju í Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar. Gaf Eysteinn iJónsson yfirlýsingu um þetta á Alþingi í fyrra- jkvöld, og kvað flokk sinn hafa íhugað málið vand- jlega í heilt ár. Vitað er, að innan Framsóknarflokksins eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál. Fjöldi hinna yngri flokksmanna, sem skilja þróun sinnar samtíð ar, eru fylgjandi því, að þessi verksmiðja verði reist í landinu. Þeir vilja skapa grundvöll að stóriðju, sem Íslendrngar gætu síðar byggt á sjálfir, og flytja nýja tækni inn í landið. Þeir vilja auka fjölbreytni ís- lenzkra atvinnuvega. ; En Eysteinn Jónsson og félagar hans, sem enn lifa í liðinni tíð, hafa ráðið málinu. Mun vafalaust Ivoma á daginn, að með þessari afstöðu sinni hafi jþeir gert enn eina alvarlega, pólitíska skissu. Þeir liafa framlengt einangrun Framsóknarflokksins í ís- lenzkri pólitík. Þeir hafa fórnað Jóni Skaftasyni fyr ir Kristján Thorlacius. Enn hefur komið í Ijós, að Framsóknarflokkur- inn kiknar undir nafni. Hann er í raun og veru ihaldssamur úrtöluflokkur. Sterkur efnahagur KOMMÚNISTAR fluttu hver á fætur öðrum ít- árlegar ræður um alúminíummálið á Alþingi í fyrrakvöld. Kom að vísu fátt nýtt fram í málflutn- ingi þeirra, en þó voru tvö atriði þess verð, að eftir þeim sé tekið Þau eru þessi: 1) Langmestur hluti af ræðum kommúnista um mál ið beindist að tilraunum til að sanna, áð samn- ingamir við svissneska alúminíumhringinn væru óhagstæðir. Þetta er orðið aðalatriði málsins. : Einhverjum kynni þó að detta í hug að spyrja, hvort þingmenn Alþýðubandalagsins mundu sam þykkja 'byggingu alúminíumverksmiðjunnar ef samningar við Svisslendinga væru hagstæðari. . Eða er þetta aðeins fyrirsláttur til að fela and- ; stöðu, sem er af allt öðrum toga spunnin? 2) ; Þegar talað er um stóriðju á íslandi, éiga komm ] i únistar varla orð til að lýsa því, hve íslenzka í ; þjóðin sé efnahagslega sterk og hve mikið hún ’ j »eti gert á eigin spýtur. Lúðvík Jósefsson segir ; j til dæmis, að við gætum lánað sjálfum okkur i j 2.000 miiljónir króna til stórframkvæmda af | j gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar ef okkur sýndist. 1 j Svona er þá efnahagur þjóðarinnar eftir sex ] I ára viðreisnarstjórn! 4 17. des. 1965. - ALÞÝBUBLAÐIÐ . pi C '■ ;ví . 'JA • i-Ji}. 'UA •feálíjolt b.f. Halldór Laxness: Svavar Guðnason Guðmundur Daníelsson: Jóhann Briem Indriði G. Þorsteinsson: Jóhannes Geir Thor Vilhjálmsson: Þorvaldur Skúlason Hannes Pétursson: Sigurður Sigurðsson Matthías Johannessen: Gunnlaugur Scheving Sveinn Einarsson: Nína Tryggvadóttir Baldur Oskarsson: Jón Engilberts Sigurður A. Magnússon: Ásmundur Sveinsson Oddur Björnsson: Sverrir Haraldsson Sigurður Benediktsson: Jóhannes Kjarval Hjörleifur Sigurðsson: Sigurjón Olafsson Steinunn Briem: Sveinn og Karen Agnete Þórarinsson Gísli Sigurðsson: Eiríkur Smith Jón Oskar: Kristján Davíðsson Inngangsorð eftir Björn Th. Björnsson Tveir dagar hjá Nínu Sveinn Einarsson leikhússtjóri skrifar bráðskemmtilegt viðtal við Nínu Tryggvadóttur. Steinar og sterkir litir er fögur jólabók. ÉG ÆTLA að gera þá játninfíu OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ( Heimsókn til Reykjavíkur fyrir heilli öld. ýt Kynni mín af mönnum og málefnum í þá daga. + A5 sprengja fjöll í fámenni - eða steypa vegi í fjölmenni. ic ísfirðingur ávítar mig fyrir þröngsýni. oooooooooooooooooooooooooooooooo- EKKI ER ÞESSI SÍZT bókanna að oft begrar égr skrifa pistla mína að minnsta kosti þegrar ég segi frá viðburffum, hef ég það í huga að ef til vill, geti sögurannsókn arar framtíðarinnar fundiff ýmis legt í þeim, sem varpi ljósi á það sem ekki hafi fengizt á nsegi leg skýring við Iestur opinberra skjala eða kannanir á tölum og skýrslum. Oft er hægt að ráða gátur í sögu með þvi að finna hræringiér meðal ahiierminjgs á þeim tíma, sem um er fjallað. MÉR DATT ÞETTA í HUG í morgun þegar ég var að lesa nýj ustu bókina með íslenzkum sendi bréfum, en þær eru nú orðnar margar fyrir atbeina Bókfellsút gáfunnar og Finns Sigmundsson ar fvrrverandi landsbókavarðar. Sendibréf spegla oft einmitt það, sem ég drap á í upphafi. Og ég vil segja það, að oftast finnst mér þegar ég skrifa pistla mína, að ég -sé að skrifa bréf til þín. Allar liafa þe'-sar bréfabækur haft að geyma stórmerkilegan fróð leik og margt hefur skýrzt í sögu þjóðar og einstaklinga við lestur þeirra. Hún birtir bréf frá síðustu öld og hún er svo nærri okkur, að mörg erum við fædd á henni, en samt opnast manni ný sýn við lest ur bréfanna. Það er líka rétt sem getið er í bókinni, að sendibréf in gegndu áður fyrr oft sama hlut verki og blöð og útvarp gegna nú það er að segja: Þau voru frétta- bréf, ekki aðeins voru sögð al- menn tíðindi heldur og fréttirnar á bak við fréttirnar, en þær eru oft ákaflega forvitnilegar. Ég lok aði bókinni Gömul Reykjavíkur bréf ánægður. Mér fannst að ég hefði heimsótti Reykjavík fyrir öld, séð hana og kynnst nánar ÍSFIRÐINGUR sendir mér eft irfarandi ádrepu. ,,í pistli þínum 5. növ. sl. ræðir þú um Reykja nesveginn nýja og segir: „Nú bíð um við eftir fleiri svona vegum hér í fjölmenninu og bjóðumst til þess að bcXrga skatt. Hins- vegar heimtum við að hætt sé við að sprengja sundur fjöll fyrir milljónir í mjög fámennum byggð um.“ Á VESTFJÖRÐUM, Norðurlandi og Austfjörðum er landslagj þann ig háttað að viss byggðalög hljóta um alla framtíð að verða einangr uð frá öllum samgöngum á landi við aðra landshluta um 6—8 mán uði á ári hverju nema að gerð séu stórátök í samgöngumálum þessara byggða, en til þess að veruleg bót verði ráðin á þessu þá þarf að sprengja torfærur á fjöll•/ um. Framhald á 10. síðn. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.