Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 15
Minningarorð: Oddur Valentínusson HINN 12. þessa mánaðar andað- ist í Landakotsspítala Oddur Val- entínusson, hafnsögumaður, frá Stykkishólmi, 89 ára. Hann var fæcldur í Hrappsey hinn 3. júní 1876. Foreldrar hans voru þá vinnuhjú í Hrappsey hjá. Skúla Sivertsen. Þau fluttust svo til Stykkishólms sama árið og Odd- ur fædclist og bjuggu þar upp frá því. Valentínús, faðir Odds, var fæddur í Ólaísvík, en Oddur Ög- mundsson, afi hans, var fæddur á íngjaldssandi, Vestfirðingur að ætt. Hapn fluttist ungur til Flat- eyjar og var þar skipherra hjá Benediktsen í Flatey og síðar formaður á hákarlaskipum hjá Árna Thorlaciusi í Stykkishólmi. Gróa Davíðsdóttir, móðir Odds, var fædd í Eyrarsveit óg ættuð þaðan. Að Oddi stóðu því vest- fitzkir og breiðfirzkir ættstofnar. Var afi hans, sem fyrr getur, dug- andi skipherra hjá dugmestu höfðingjum við Breiðafjörð á þeim tímum. Foreldrar Odds áttu 10 börn en aðeins fjögur komust upp. Voru það bræður þrír, Oddur, Sigvaldi og Sören, og ein dóttir, Málfríð- úr. Öli erú þau systkini nú látin, og lifði Oddur lengst þeirra. Oddur Valentínusson kom sem smábarn til Stykkishólms — og dvaldi þar öll sín æsku- og mann- dómsár, en fluttist til Reykjavík- ur, er hann lét af hafnsögu- mannsstörfum, rúmlega sjötugur að aldri. Var hann þá enn léttur á fæti og unglegur í útliti, enda lagði hann ekki árar í bát, þótt hann hætti sjómennsku, heldur gerðist hann þá vökumaður í skipum Eimskips, er þau lágu í höfn 1 Reykjavík. Heilsan var ágæt og glaðværð hans og ljúf- lvndi var óbreytt, þótt árum f.jölgaði. Breiðfirðinga og Vestfirðinga hefur löngum verið getið sem á- gætra sjómanna, en sjómennska hefur verið þeim í blóð borin, og frá barnæsku hafa þeir kynnzt sigrum sjómannsins og ósigrum. Oddur Valentínusson hafði erft alla beztu kosti forfeðra sinna og ekki skorti hann æfinguna, því að 15 ára réðist hann háseti á segl- skútu og var orðinn skipstjóri á fiskiskútum er hann var 21 árs, áður en hann hafði gengið í sjó- mannaskóla. Er hann lét af hafn- sögumannsstörfum árið 1951, — hafði hann stundað sjóinn í 60 ár, — og er það löng vertíð. Árið 1903 lauk Oddur skip- stjóraprófi í Röme á Borgundar- hólmi og tók strax við skipstjórn á fiskiskipum, er hann kom heim frá námi, en skipstjóri hafði hann reyndar verið áður ólærður eins og fyrr var sagt. Sýnir þetta ó- venjulega sjómanns-hæfileika hjá Oddi, að útgerðarmenn skyldu trúa honum, ungum og próflaus- um, fyrir skipi og áhöfn. Fyrsta skipið sem Oddur tók við skipstjórn ó, ungur og ólærð- ur, hét. S v e n d og var gert út frá ísafirði. Þegar Breiðafjarðar-báturinn S v a n u r var byggður í Dan- mörku, fór Oddur Valentínusson utan, til að taka við bátnum og sigla honum heim til íslands. Var öll skipshöfnin frá Stykkishólmi. Næstu tvö árin var Oddur skip- stjóri á bátnum á ferðum hans milli Breiðafjarðarhafna og -.^..... —-----—..............I- BÆKUR HANDA 5-9 ÁRA BÖRNUM I Ð U N N Skeggjagötu L 1ÖUHH Litlu börnin ieika sér Dansi,1 dansi dúkkan mín Bangrsabörnin Bangrsabörnin í Stuttar sögur. stórt let- Stuttpr So'gur, stórt let- Skemmtilelg saga. prýdd Ný saga um Bangsabörn- ur. Myndir eftir Halldór ur. Myndir eftir Haildör mörgum myndum. in fjögur. — Kr. 40,00,,, Pétursson. — Kr. 65,00. Pétursson. —- Kr. 65.00. Kr. 35,00. >!l 0'( Puti í kexinu ;o.l Skemmtileg saga, prýtt mörguin myndujú, mjöig hoppileg fhanda börnum sem ^rji að byrja lestrarnlám. — Kr. 40.00. ■ : íi ‘Jársjóðurinn í Árbakkakastalá áö Spennandi og skemmtileg saga eftir írsk- an toöfund, prýdd fjöida mynda. * — Kr. 48.00. ÖÖ 1 Reykjavíkur. Svanur var 70 lesta skip og þótti glæsilegur farkost- ur á þeim árum. En þótt Oddur væri lengi skip- stjóri á ýmsum skipum, sem gerð voru út frá Stykkishólmi eða frá Vestfjörðum, þá lifir hann í minn- ingunum fyrst og fremst sem hinn lánsami, gætni og öruggi hafnsögumaður. Og líklega hefur enginn hafnsögumaður á íslandi leiðbeint eins mörgum skipum um hættulegar siglingaslóðir og Oddur Valentínussani. Þeir. sem þekkja leiðirnar inn á Hvamms- fjörð og Gilsfjörð, munu ekki rengja þetta, en á þessa báða firði hefur Oddur lefðbeint skip- um af öllum stærðum, oft í haust myrkri og vondum veðrum og aldrei varð neitt að. Sama árið og Oddur lét af hafn sögumannsstörfum og fluttist til dætra sinna í Reykjavík, birtist í tímaritinu Breiðfirðingi smá- þáttur um hann, en þar segir svo: „Það tel ég víst, að í byggðum Breiðafjarðar sé enginn maður þekktari eða kunnari héraðsmönn- um en Oddur Valentínusson. — Hann hefur alið allan sinn aldur í Stykkishólmi og um nær þrjá- tíu ára skeið hefur hann leið- beint skipum af mismunandi stærðum á allar hafnir, víkur og voga, sem skip sigla á við Breiða- fjörð, en þar eru leiðir vandrat- aðar, og víða þröngar og liáðar sjávarföllum. Hefur farið saman hjá Oddi glögg þekking á ieið- um, leikni í sjómennsku og lán i störfum.” Oddur Valentínusson lét jafn- an lítið yfir sér og sagði ógjarnan af sér sjóferðasögur. Vitanlega hafði hann oft lent í lífsháska og stundum bjargað lífi sínu og skips- hafnar með snarræði og leikni í sjómennsku, en um þetta vildi' haiin iítið tala og sagði, að þetta væri ekki frásagnarvert. Slík á- hætta fylgdi jafnan sjómennsk;- unni, en um annað var honum ljúft að tala — og það var hv^ lánsamur hann hefði jafnan vér- ið í sínum sjóferðum, og fanngt honum stundum „sem hulin hön^, héldi um mund á stýri.” En Odd- ur taldi sig ætíð hafa verið láns- mann allt sitt lif — bæði á sjö og landi. Ungur að aldri kvæntist Oddur ágætri konu, Guðrúnu Hallgrím's- dóttur frá Látravík í Eyrarsveit. Hún var fædd 23. september Í875j en andaðist i Stykkishólmi hiþn 18. desember 1950. Þau hjón eignuðust. sjö börn Framhald f 10. síðu. S s s \ s s s * s * s s s * s s * s s * s * V Kobb sm Flestir, sem komnir eru á miðjan aldur, muna eftir skáldsögunni Valdimar munkur EFTIR SYLVANUS KOBB Sagan þótti hrífandi og með afbrigðum spennandi, bæði sem ástarsaga og saga um mikla karlmennsku. Bókin hefur nú um langt skeið verið ófóanleg og er ekki að efa að nú muni hún þykja kærkomin á jólamarkaðinn. Bókaútgáfan Vörðufell. ö.'S ■rS S I ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des. 1965 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.