Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 7
Góð bók eftir góðan mann Albert Schweitzer: ÆSKUMINNINGAR Baldur Pálmason þýddi. Þetta er ekki stór bók, en því eftirtektarverðari. Sjálfur gat ég ekki slitið mig frá lestrinum, fyrr en lokið var. Þó eru þessar æsku- minningar alls ekki nein glæfra- ævintýri, heldur má segja, að þær séu einstakar myndir, sem höfund- urinn sjálfur virðir fyrir sér, þeg- ar hann lýtur um öxl eftir langan tíma. Og þær eru auðsjáanlega ekki valdar af handahófi, heldur miða þær ailar að því að skýra 'einstaka þætti í skapgerð og hugsunarhætti og lífsstarfi þessa merkilega manns. Ég tel þessar minningar ómissandi hverjum þeim, sem vill kynna sér persónu- leika Schweitzers. Hann segir skrumlaust og einlæglega frá, með töluverðum húmor inn á milli, og lífsviðhorfum sínum lýsir hann af þeirri hófsemi, er einkennir hvern þann mann, sem kann að greina hismi frá kjarna. Megin-uppistað- an verður kærleiksrík trú, frjáls- lyndi og umburðarlyndi, sem bygg- ist á sannfæringunni um rétt hvers manns til að hugsa sjálfstætt. Sumstaðar verða til spakmæli, sem vert er að undirstrika, — og þau verða ekki til, af því höfundur sé að gera sér far um að sýnast spekingur .heldur einfaldlega af því, að hann er svo vitur maður, að hann kemst ekki hjá því að flytja viturlegan boðskap. — Ég mæli með þessari bók handa ungú fólki, og mér kæmi það ekki á óvart, þó að einhver kannist þar við sjálfan sig, — en þó finnst pnér að hún eigi jafnvel enn fremur erindi til uppalenda, t.d. presta og kennara. — Málið á bókinni er látlaust og ljóst, og er þó jafnan nokkur vandi áð þýða af þýzku á íslenzku. Baldur Pálmason hefir unnið gott verk með því að gefa íslendingum kost á að kynnast Al- bert Schweitzer betur en ella við lestur þessarar bókar, og Setbérgs- útgáfan hefir gengið smekklega frá henni að sínum hluta. Fáeinár myndir eru í bókinni, og eiga sinn þátt í að gera hana lifandi. Jakob Jónsson Fundarboö Mót®'B*véíst|órafélag BsBands heldur AÐALFUND, sunnudaginn 19. des. 'kl. 14, að Bárugötu 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. MitchenAld hrærivélin eróska- draumur hverrar húsmódur. Vélin fæst hjá Dráttarvélum h.f. og kaupfélögum landsins fHll Véladeild úskvörr, /9 Ae>pvel' : v. * Höfundur bókarinnar er með fremsfu höfund- um sagnfræðilegra skáldsagna á þessari öld, ialinn jafnoki Siefans Zweig. — Hér er bókin, sem bæði lconur og karlar hafa jafna ánægju af að lesa. IJtlITI'IB Munið Luxo 1001 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des. 1965 ^ Nytsamasta jólagjöfin er Luxo fampinn Tveggja ára ábyrgð. Varist eftirlíkingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.