Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 10
m HANS PETERSENf Bankastræti 4 - Sínii 20313 w na Framhalð úr opnn. Igndi, hinn var landflótta. Sjolo- kov einn er löggildur rithöfund- ðr síns lands. Reynt hefur verið a$ koma til hans mótmælaskjöl- (Tm vegna tveggja rússneskra rit- tíöfunda, sem nýbúið er að fang- élsa fyrir ritstörf sín. Sjolokov hefur neitað eindregið að taka við slíkum skjölum. Hann ber fyrir konung; hann er teinréttur, höfuð hátt, þegar hann gengur nánast sagt stífur. Hann stanzar uppi á sviði meðan lófaklappið dynur við eftir drykklanga stund er eins og liálsvöðvarnir linist aðeins; hann gerir þá allra- minnstu höfuðhneigingu sem komizt verður af með. Samstund- is kemur á hann vandræðasvipur. Kannske hefur hann með þessu svikið einhverja dýrmæta hug- sjón; ef til vill hefur það nú hent pann, sem Sartre vildi forðast í ^yrra. Síðan hraðar hann sér til stetis. iÞjóðsöngur Svía er sunginn. Athöfninni er lokið. SJOLOKOV í UPPSÖLUM Heyrzt hafði að, Sjolokov mundi ekki heimsækja háskóla- bæi á meðan á dvöl hans í Sví- þjóð stæði, en slíkar heimsókn- ir eru föst venja, nánast skylda þeirra, er veita Nóbelsverðlaun- unum viðtöku. Það vakti því at- hygli þegar auglýstur var fyrir- lestur á vegum „Utrikespolitiska Föreningen” við Uppsalaháskóla, þar sem Sjolokov skyldi ræða aðstöðu rithöfunda í Sovétríkj- unum um þessar mundir. Svo margir flykktust að, að flytja varð fyrirlesturinn úr upp- runalegum kennslusal í hátíða- sal háskólans. Formaður félags- ins bauð Sjolokov velkominn til Uppsala, en tilkynnti því næst, að heiti fyrirlestrarins ætti ekki lengur við. Sjolokov vildi ógjarn- an ræða viðkvæm mál, þar sem hann væri hér fulltrúi þjóðar sinnar. Áhe.vrendur voru því beðnir um að leggja ekki fyrir Sjolokov persónulegar spurning- ar um aðra rithöfunda í Sovét- ríkjunum né ræða efni, sem gæti orðið ágreiningur um. Að öðru leyti væru allar spurningar meira en velkomnar. , Sjolokov hóf mál sitt með því að segja, að hann væri ekki gef- inn fyrir að halda fýrirlestra og kysi heldur að rabba við stúd- enta. Hann sagði að þróun bók- mennta í Sovétríkjunum væri eðlileg, margar nýjar bækur kæmu út; í rithöfundasamtök- unum væru 5000 meðlimir og því ógjörningur að nefna nöfn. Rit- höfundar í Sovétríkjunum hefðu helzt áhuga á iðnvæðingu lands- ins og nýræktun; þjóðfélagsleg og efnahagsleg efni væru þeim hugstæðust. Að vísu ættu þeir einnig reiða, unga menn, en þeir væru ekki svo reiðir, sem þeir vildu vera láta, og tilraunir þeirra til nýbreytni í bókmennt- um skorti allar forsendur. Hann var beðinn að skilgreina hugtakið „inre emigrant,” en þau orð hafði hann notað um Pasternak, svo sem kunnugt er. „Inre emigrant” er maður, sem afneitar Sovétstjórninni, en nær- ist á sovézku brauði og sovézkri feiti, sagði Sjolokov. Siðan tók hann Pasternak af dagskrá með því að segja, að “hann væri nú dauður og gæti ekki skrifað meira hversu feginn sem hann, þ.e.a.s. Pasternak, sjálfur vildi. Vissulega gætu sovézkir rit- höfundar gagnrýnt þjóðskipulag- ið, sagði Sjolokov. Sjálfur hefði hann einu sinni mótmælt opin- berlega aukaskatti, sem lagður var á bændur. Gagnrýni hans hafði þau áhrif, að skatturinn var afnuminn. Hann var spurður um kven- rithöfunda í Sovétríkjunum. Sjolokov sagðist ekki vera hrif- inn af kvenrithöfundum, hug- verk þeirra ætti miklu fremur að flokká undir handavinnu kvenna en bókmenntir. Hann var spurður, hvort hann hefði heyrt Selmu Lagerlöf get- ið. Sjolokov svaraði játandi. Hann var spurður, hvort hann teldi verk hennar ekki til bók- mennta, og hvort hann teldi, að Nóbelsverðlaunaveitingin til hennar hefðu verið mistök. Það eru til undantekningar, sagði Sjolokov, Selma Lagerlöf var undantekning. Hann bætti því við, að sænsk skáld hefðu alltaf verið mikils metin í Sov- étríkjunum. Annars sagði hann, að menn væru ekki á eitt sáttir um jafn- rétti kvenna í Sovétríkjunum. Sjálfur væri hann afturhalds- samur í þessum efnum, og taldi nauðsynlegt fyrir kvænta ménn að hafa gott taumahld á konum sínum. Að lokum lagði liann áherzlu á, að Rithöfundasambandið í Sovétríkjunum væri mjög gegn félagsskapur, m.a. ætti það nokk- ur vinnuheimili fyrir ritliöfunda. Þangað gætu þeir flúið til skrifta, ef þeir hefðu orðið ósáttir við konu sína heima fyrir. í rithöf- undasambandinu ríkti ekkert flokksvald. Meðlimir þess þyrftu ekki að vera flokksbundnir, sjálf ur formaðurinn væri t.d óflokks- bundinn maður. Að lokum kvaddi Sjolokov stúdenta og lýsti því yfir, að hann hefði haft af þessari sam- verustund mikla ánægju. Svava Jakobsdóttir ■ SMURT BRAUÐ Snittur Opið frá kl. 9—23,30. Brauðstofan Vesturgötu 25. Síml 16012 SMORSTOÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bfllinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar teguadir af smurolíu BEZTI SKERFURINN TIL HEIMILISRÚKASAFNSINS Hafið þérkynnt yQurhjörin? RIMENNA BðKAFÉlAGIfl 10 18. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.