Alþýðublaðið - 21.12.1965, Qupperneq 11
Valur vann Skogn
maö 12 gegn 11
og leikut i 2. umferð
E vrópubikarkeppninnar
Valsstúlkurnar eru komnar í II.
umferð í Evrópukeppni meistara-
liða. Það var leikurinn í gærkvöldi
sem skar úr um þetta, en þá 'sigr-
uðu þær norsku meistarana Skogn
með 12 mörkum gegn 11 í spenn-
andi leik.
★
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn, þó Valur leiddi til að byrja
með en þær komust mest í 3:1.
Fyrsta markið skoraði Sigrún G.
úr vítakasti, en áður höfðu þær
norsku fengið vítakast en misnot-
að það. Tröite jafnaði með skoti
af línu. Sigríður nær yfirhönd-
inni með laglegu marki og Sigrún
★ Danir sigruðu Norðmenn í
handknattleik á sunnudag með
19:9 og höfðu mikla yfirburði
Beztu menn danska liðsins voru
Jörgen Petersen, sem skoraði 7
mörk og Gelvad í markinu. Ole
Sandhöj var einnig góður.
★ Þrír leikir fóru fram í Ev-
rópubikarkeppni karla í handbolta
á sunudag. RK, Svíþjóð vann Op-
eratie, Hollandi 21:20, Dulka Prag
sigraði Frischauf, Göppingham
11:7 og Zagreb, Júgóslafíu vann
Marseilles, Frakklandi 30:16. Síð-
ari leikur þessara félaga fer fram
9. janúar
G. skorar úr vítakasti. Hin smá-
vaxna snögga Björg Tangen skor-
ar næstu tvö mörk Skogn með
smuguskotum. Þá skorar Sigrún
Ingólfsdóttir mjög fallega 4:3 fyrir
Val. Enn jafnar Tangen með góðu
skoti. Sigrún G. nær forystu, en
á síðustu mínútu skorar Norög
úr vítakasti og lauk fyrri hálfleik
þannig með jafntefli 5:5.
Valur byrjar vel í síðari hálf-
leik og Erla Magnúsdóttir skorar
af línu eftir góða sendingu frá
Sigríði. Skömmu siðar er Björg
frí á línu, en hindruð og vítakast
er dæmt, úr því skorar Sigrún G.
örugglega. Þær norsku ná að
jafna á 9. mín. Næstu 3 mörk eru
Vals, fyrst skorar Ragnheiður
Lárusdóttir, þá skorar Sigríður og
Sigrún G. skorar það 10. En norsku
stúlkurnar gefa sig ekki og jafna,
þegar um 2 mín eru eftir af leik
og æsist nú leikurinn. Sigríður
skorar 11:10 og rétt á eftir skor-
ar Sigrún G. með upphoppi og
sigurinn blasir við og er stað-
reynd, þó svo að Tröite skori síð-
asta mark leiksins. Úrslitin 12:11
verða að teljast sanngjörn og eru
allavega ánægjuleg fyrir okkur og
þá sérstaklega Valsunnendur.
Bezt í liði Vals var Sigrún Guð-
mundsd., en þær Sigrún Ingólfs
OOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Kentucky leikur við
landsliðið á morgun
ANNAÐ KVÖLD leikur banda-
ríska körfuknattleiksliðið Kent-
ucky state College við íslenzka
landsliðið í íþróttahöllinni, en
það verður fyrsta körfuknatt-
leikskeppnin sem þar fer fram.
Kentucky er áreiðanlega lang-
bezta körfuknattleiksliðið, sem
hingað hefur komið og hér eru
nokkrar upplýsingar um bezta
manninn í liðinu.
Floyt Theard, bakvörður i
liði Kentucky State, var ein af
aðalstjörnunum l bandaríska
háskólaliðinu, sem sigraði i
Heimsmeistarakeppni háskóla-
liða, sem fram fór l Budapest
í sumar.
Theard er talinn vera fljótasti
varnarleiksmaður í bandarísk-
um háskólaliðum í dag. Það er
ekkert smáræði, þegar hugsað
er um að körfuknattleikslið
við bandariska háskóla skipta
þúsundum og Bandaríkjamenn
eru fremstir allra þjóða í heimi
í þessari íþróttagrein.
íslenzkir áhorfendur munu
áreiðanlega njóta þess að sjá
þennan snilling á gólfinu í
nýju íþróttahöllinni i Laugar-
dalnum.
■ Floyt stundar nám við Iþrótta
kennaradeild skólans og lang-
ar mest til að verða sjálfur
körfuknattleiksþjálfari þegar
fram líða stundir.
og Guðbjörg í markinu voru einn-
ig góðar.
Sigriður virðist ekki í æfingu og
skot hennar voru mjög misheppn-
uð.
Beztar hjá Skogn voru mark-
vörðurinn og Björg Tangen, en
liðið er jafnt en vantar ískyggi-
lega skyttur.
Dómari leiksins var Gudnitz og
voru dómar hans margir í hæsta
máta furðulegir.
★
Forleik léku mfl. karla FH og
Valur. FH sigraði 22:19. Verður
nánar sagt frá þeim leik á morgun.
I. V.
Sigrún Guðmundsdóttir skorar glæsilega fyrir Val.
Leikir Vals og Skogn í Evrépukeppninni:
Valur hafði betur
fyrri daginn II: 9
VALUR sigraði Skogn í fyrri
leik liðanna í Evrópubikarkeppn-
inni með 11 mörkum gegn 9, en
staðan í hléi var 5:3. Leikurinn
var frekar lélegur, Valsstúlkurnar
eiga harðskeyttari skyttur og það
gerði gæfumuninn. Aftur á móti
er léttara yfir leik Skogn, en liðið
skortir betri skyttur.
FYRRI HÁLFLFIKVR.
Eftir fimm mínútna leik skorar
Sigríður Sigurðardóttir fyrsta
mark leiksins úr vítakasti, en mín
útu síðar jafnar Háfjeld með góðu
skoti og Törresvold bætir öðru
marki við skömmu sfðar Aftur
skorar Sigríður og enn úr víta-
kasti, 2:2. Sigrún Guðmundsdóttir
færir Val aftur forystu á 9 mín-
útu með góðu skoti, en Tröite
jafnar fyrir Skogn.
Síðustu mínútur leiksins skorar
Sigrún tvö mörk í viðbót, Skogn
fékk dæmt vítakast á þessu tima-
bili, en skotið lenti í stöng.
SÍDARI HÁLFLEIKUR
Valur byrjar síðari hálfleik vel
og um miðjan hálfleikinn munar
sex mörkum 10:4. Síðustu mínút-
urnar virðist úthald Valsstúlkn-
anna á þrotum og þær norsku
minnka stöðugt bilið og þegar tíma
vörður gefur merki um, að leik sé
lokið, sézt 11:8 fyrir Val á marka-
töflunni. Dómarinn Aage Gudnitz,
Danmörku var ekki á þeirri skoð-
un, að leik væri lokið, taldi klukku
tímavarðarins vitlausa og leikið er
eina mínútu í viðbót. Á síðustu
sekúndu leiksins skorar Noröy
fyrir Skogn, þannig að leiknum
lauk með 11:9 fyrir Val.
LIDIN.
Eins og fyrr segir léku norsku
stúlkurnar betur úti á vellinum,
höfðu meiri hraða og betra úthald.
Aftur á móti voru skyttur Vals
sterkari. Sigrún Guðmundsdóttir
var bezt hjá Val og Sigrún Ingólfs-
dóttir lék einnig vel. Sigríðar Sig
urðardóttur var vel gætt og hún
1 naut sín ekki. Katrín í markinjj
varði vel.
Hjá Skogn bar mest á Törres-
vold og Háfjeld. Skjetnemark stóð
sig vel í markinu.
Mörk Vals skoruðu: Sigi’íður
Sigurðardóttir 3, Sigrún Guðm.
dóttir 5 og Sigrún Ingólfsdóttir 3.
Mörk Skogn skoruðu: Noröy 3,
Törresvold 2, Hafjeld, Tröite,
Aune og Tangen 1 hver.
Dómarinn Aage Gudnitz var
frekar slappur og þessi aukamín-
úta hans var nánast furðulegt uppS
tæki.
Dómarinn Gudnitz og Bjarni
I Björnsson, timavörður
Valur vann
Fram 17:16
VALUR sigraði Reykjavíkur-
meistara fram í forleik í hand-
knattleik í sambandi við leik Skogn
og Vals á sunnudag, skoraði 17
mörk gegn 16. Leikurinn var sæmÞ
legur, Valsmenn höfðu mun betur
í fyrri hálfleik og komust í 10:4.
Þá komst Fram fyrst í gang, eða
sofnuðu Valsmenn á verðinum. A
nokkrum minútum breyttist staf>
an í 12:10 Fram í vil! Síðustu min-
úturnar voru spennandi, en sigun* *
inn lenti Valsmegin og það var
verðskuldað. Allt bendir til þess
að Valur blandi sér í stríðið um ís-
landsmeistaratililinn. Liðið verður
að fá meira jafnvægi í leik sinA,
þegar það er orðið, mega FH cg
Fram vara sig.
v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. des. 1965