Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 7
Fjórir sækja um Siglufjörð Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 21. des. 3965. Umsóknarfrestur um bæjarfó getaembættið á Siglufirði er runn inn út. Um embættið hafa sótt: Björn Hermannsson, deildarst. Elías I. Elíasson, deildarstjóri, Pétur Gautur Kristjánsson, fulltr. Þórólfur Ólafson, skrifstofust. saumaborð saumaborð saumaborð skatthol skatthol skatthol Á tveimur hæðum. Hlutir sem mæla með sér sjátfir. HÚSGÖGN í ALLT HÚSIÐ - F.jöldi tækifærisgjafa. Greiðsluskilmálar — Sendum um land allt. Bólstrun Harðar Péturssanar Laugravegi 58 — Sími 13896. MINNINGARORÐ: Frakkar fusir til viðræðna París 21. 12. (NTB-Reuter.) Magnús Jónsson, yfirvélstjóri Frakkar hafa fallizt á a'ð taka þátt í utanríkisráðherrafundi Efna liagsbandalagsins í Luxemborg á næstunni, að því er sagt var i París í dag. Þetta verður fyrsii fundur utanríkisráðherranna síðaa viðræðurnar um landbúnaðarmál in fóru út um þúfur 30. júní og stjórnmálalréttaritarairl | París . telja engan vafa leika á því, a9 Frakkar vilji aftur taka upp sam vinnuna í EBE. Magnús Jónsson yfirvélstjóri, Brávallagötu 22, lézt í Landakots spítala 13. desember og verður hann jarðsunginn frá Dómkirkj- unni kl. 2 í dag. Magnús Jónsson fæddist að Gróustöðum í Gilsfirði hinn 22. desember 1895, og verður hann því til moldar borinn á sjötugasta afmælisdegi sínum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Torfi Magnússon bóndi á Gróustöðum og Guðbjörg Sigríður Bjarnadóttir. Var Jón Torfi fæddur að Gróustöðum, 1864 en Guðbjörg Sigríður að Litla Fjarðarhorni í Strandasýslu. Hún dó að Ingunnarstöðum í Geiradal 12. júlí 1955. Þegar Magnús var fimmtán ára að aldri, missti hann föður sinn og varð hann upp frá því að sjá um sig sjálfur. Hann stundaði sveitavinnu fyrst framan af, en leitaði brátt til sjávarins og fjöl mennisins. Hann fór á skútur og síðan á vélbáta, en hann átti ríkar framavonir og miðaði að því að afla sér þekkingar og þroska, sem að haldi gæti komið í lífsbarátt unni. Þá var vélaöld farin að hafa mikil áhrif á afkomumögu leika þjóðarinnar, og Magnúsi sýnd ist, að mikil von væri því samfara að læra meðferð véla. Það mun hafa verið árið 1917, sem hann kom hingað til Reykjavíkur til þess að læra vélfræðistörf. Hann hóf þá járnsmíðanám hjá Bjarn Ihéðni Jónssyni, í Aðalstræti.. Naut Magnús keniislu Bjarnhéðins með an Bjarnhéðinn var á lífi, en ér hann dó og Magnús hafði ekki lok ið námi, réðist hann til Guð- mundar Jónssonar og Kristjáns Gíslasonar og lauk námi hjá þeim en þeir ráku vélaverkstæði við Nýlendugötu eins og kunnugt er. Að afloknu prófi lá leið Magn úsar á sjóinn, réðist hann kyndari | í togarann Gylfa og lauk tilskyld um siglingatíma svo að hann gæti öðlast réttindi vélstjcfra að af loknu námi í Vélstjóraskólanum. | Þar hóf Magnús nám haustið 1923 og útskrifaðist vorið 1925. Þá þeg ar hóf hann störf sem vélstjóri. Fyrst gerðist hann annar vélstjóri á Gylfa, en árið eftir, eða 1926, réðist hann til Landhelgisgæzlunn ar, en á því ári lióf liún starfsemi sína. Árið 1931 varð hann yfirvél stjóri á varðskipinu Ægi, en síð ar starfaði hann einnig á skipum Skipaútgerðar ríkisins, aðallega á Esju og Heklu. Magnús kvæntist árið 1930, ágætri konu, Sigurborgu Árnadótt ur, bónda að Vogi í Hraunhreppi í Mýrasýslu Bjarnasonar, en móð ir hennar var Rannveig Helgadótt ir, bónda að Vogi Helgasonar Dannebrogsmanns og alþingis manns. Leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman, er liann hóf störf hjá Landhelgisgæzlunni og vin- átta okkar um leið. Bar þar aldr ei neinn skugga á. Það var gott og ljúft að vera í návistum við hann. Hann var orðheldinn, reglu samur, ósérhlífinn og hrcinlátur, en það er mikill kostur við vél gæzlumann. Hann var rólyndur maður, átti mótaðar lífsskoðanir og grundvallaða afstöðu til mála. Hann hafði fengið strangt uppeldi og lént í mannraunum á sínum yngri árum, verið meðal annars með Snæbirni í Hergilsey og stund að sjó af Breiðafjarðareyjum. Það Magnús Jónsson var góður skóli og minntist hann þess oft. Ég þakka þessum ágæta vini mín um og félaga og kveð hann með söknuði. Aðalsteinn Björnsson. EBE löndin fimm önnur en Frakk land eiga tillöguna að fundinum cg vilja að hann verði haldinn 13. jan en ekki er víst hvort Frakkar geti fallizt á að fundurinn verði hald ; inn svo snemma, aðeins fimnv dögum eftir að de Gaulle forseti j hefur hið nýja kjörtímabil sitt. Þar ; sem vitað er, að endurskipulagning j verður gerð á stjórninni er vafa í samt hvort Frakkar geti tekið þátt í fundinum aðeins fimm dögum síðar af stjórnmálaástæðum. •OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO POOOOOOOOOOOOdOPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOPOOOOOOOOOOOOOOOO* BÓK ER BEZTA BÓKABÚÐ VINARGJÖ FIN LAUGAVEGI 18. ALÞÝÐUBLA0I0 QiQAJ8Ú8Ý<UA - 22. des. 1965 7 s ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.