Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 8
Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson). SMÁSAGAN verður til með svipuðum hætti og ljóðið. Gera má frumdrög áð henni á næðis^ samri dagstund. Eigi að síður krefst hún skáldíegrar hug- kvæmni og listrænnar hnitmið- unar. Er þess vegna ærinn vandi að semja snjallar stuttar smásögur. Slíkt reynist á fárra færi. Þórir Bergsson er sennilega sá samtíðarhöfundur, er náð hefur mestum árangri í þessari íþrótt sagnaskáldskapar. Smá- sagan er sérgrein hans. Sögur eins og Sigga-Gunna, Brosið, Stökkið, Sakrament, Fjallganga og sér í lagi Flugur hljóta að teljast afrek. Sigga-Gunna er elzt þeirra og birtist upphaflega í Skírni 1911. Þórir Bergsson hafði þá strax byggingarlag sög- unnar á valdi sínu, svo og þann sérstæða tón, sem er einkenni hans. Önnur sagnaskáld þykja honum orðsnjallari, en stíll Þór- is Bergssonar er samt áleitinn og minnisstæður í hógværð sinni og hófsemi. Tilgerð kennist naumast í frásögn hans og túlk- un. Allt er slétt og fellt á yfir- borðinu líkt og lognstrokinn vatnsflötur, en þó undir niðri ólgandi kvika, sem lyftir sögunni í æðra veldi, þegar höfundinum tekst bezt. Hann kann að segja LI'DÓ - kjör ALLT i JÓLAMATINN Kjúklingar Endur ■5, Gæsir =3 „ . , u- Rjupur SÉRRÉTTIR EFTIR PÖNTUNUM Fyllt læri ÚtbeinaS læri Útbeinaðnr frampartur J3 Lamb chops* Fylltar lamhakótilettur* London lamb Hangikjöt, útbeinað Hangikjötslæri og frampartar Roastbeef 'S? Schnittzel Gordon Bleu* «3 -tj Fille og morbrad z Tornedos og T-boue steak* Smurt brauð og snittur Brauðtertur Heitur og kaldur matur Grísakjöt, nýtt ■M :2. Grísalæri Af- g Grísahryggir c5 Grísakótilettur Hamborgarhryggur Hamborgarlæri Hamborgarkótilettur * SÉRRÉTTIR, frain reiddir af 'agmönnum. LÍDÓ - kjör Skaftahlíö 24. _ Sírnar 36374 og 36373 — Kvöldsími 35935. margt og mikið fáum orðum, gefa í skyn, samræma atvik og örlög. Þetta sannast kannski bezt af Flugum. Sú saga hefði gert hofund sinn víðfrægan á heims- máli. Sumum finnst fátt gerast í sögum Þóris Bergssonar og mál- farið hversdagslegt, en þetta er einmitt sigur hans. Honum læt- ur sú aðferð að leyna á sér, rekja söguþráðinn snöggum en öruggum gripum og koma svo lesandanum á óvart. Slíkar smámyndir verða ekki til af handahófi. Þær eru árangur mik- illar vandvirkni og fjölbreyttr- ar kunnáttu. Þórir Bergsson er sigurvegari smámunanna í ís- lenzkum sagnaskáldskap. Hann gerir lítið stórt. 'ísafoldarprentsmiðja hefur gefið út ritsafn Þóris Bergsson- ar í þremur bindum. Flytur það smásögur hans, tvær skáldsögur og ljóð. Smásögurnar bera þar af og helzt þær, sem stytztar eru. Raunar ieynir sér ekki, að höfundurinn er lærisveinn er- lendra sniilinga, og Bréf úr myrkri geldur til dæmis saman- burðar við Knut Hamsun. Samt orkar naumast tvímælis, að Þór- ir Bergsson hafi valið skynsam- lega. Heimsbókmenntimar munu íslenzkum rithöfundum nauðsyn- leg viðmiðun, og víst er eigi sið- ur ráðlegt að læra af þeim en því, sem heima gefst. Og Þórir Bergsson hefur þolað mætavel strangan skóla. Áhrifin fara ekki dult, en þau stafa af hollu námi. Þórir Bergsson er þegar í fyrstu sögu sinni persónulegur og sjálfstæður höfundur. Hann. keppir að sama marki og meist- arar sínir, en rekur aldrei spor þeirra blindandi, þó að slóðin stytti honum leið. Þórir Bergs- son kemst langt af þvi að hann * veit, hvert förinni er heitið. Ljóðagerð Þóris Bergssonar sætir varla tíðindum. Samt slær hann þar fimlega einstaka tóna. Ég vel því til sönnunar kvæðið Nú er vegurinn góður------: Nú er vegurinn góður og brautin bein, nú berum við fæturna rótt og stillt, þar sem áður var vegleysa, steinn við stein, í stórkrókum farið um landið villt. Og lognmolla síðdegis sveipast rótt um síðfrakka dökka og gljáandi skó. En fram undan óðfluga nálgast nótt, þar náðir vor bíða — í friði og ró. Að baki er æskan með öil sín hlaup um urðir og klungur, um tún og skóg, þegar fjörið og gleðin úr glösum saup görótta drykki, en lifði þó! Við andvörpum snöggvast. Á grænni grein gaukurinn syngur og aftur er hljótt. Nú er vegurinn góður og brautin bein, og bráðum segjum við góða nótt. Og skynnæm er túlkunin í ljóð- inu Kvöld: Nú dregur nóttin dökka voð á dagsins hvílurúm, og eftir sólar geislagnoð um geiminn siglir húm. Ég heyri út við hlein og sker að bafið varpar önd, er liðni tíminn fram hjá fer í fjarlæg myrkurlönd. Svo hvarf mér þessi kæra stund og kemur aldrei meir. Með vinum átti’ eg fegins fund, en farnir eru þeir. Sem snöggvast ljómi leiftur bjart er litið dægurskeið, svo breiðist myrkrið, mjúkt og svart, á mina og þeirra leið. Skáldsðgurnar „Vegir og veg- Jeysur” og „Hvítsandar” ná engan veginn tilgangi sínum í iikingu við snjöllustu smásög- urnar. Þó er fyrri sagan harla athyglisverð og skemmtiieg við- leitni. Þar vantar aðeins herzlu- muninn, sem Þórir Bergsson gerir iðulega að galdri smásög- unnar. Hann er einnar myndar maður, og þess vegna lætur hon- um smásagan bezt. Guðmundur Gíslason Hagalín 3 22.: des. 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.