Vísir - 14.01.1959, Blaðsíða 6
6
Miðvikudaginn 14. jatiúár 1959
VÍSIB
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn FáLsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjóráarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm linur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Engir Færeyingar.
Það er nú fyrirsjáanlegt, að
engir eða svo til engir Fæ -
eyingar munu stunda sjó
frá íslenzkum verstöðvum
í vetur. Gullfoss kom að
visu við í Þórshöfn í Fær-
eyjum á sunnudaginn til að
taka þar sjómenn, er hefðu
hug á að ráða sig á íslenzk
skip, en vegna skilyrða sjó-
mannafélagisns færeyska
varð ekki af því, að menn
flykktust um borð til þess
að komast til starfa hér, og
ekki virðast horfur á, að
nein breyting verði að þessu
leyti. Mun því ekki verða
leyst úr manneklu bátaflot-
ans að þessu sinni á sama
hátt og áðou' og mun það
baka margvíslega erfið-
leika.
Fiskimannafélagið færeyska
gerði þá kröfu, að ýfir-
færslugjaldið, sem greiða
verður af öllu fé, sem sent
er til annarra landa, væri
lækkað úr 55 af hundraði í
30. Auk þess gerðu Færey-
ingar kröfu til þess, að
skattar á þeini yrðu lækk-
aðir frá því, sem var í fyrra.
Tslenzk Istjórnarvöld töldu
þessi skilyrði Færeyniga
óaðgengÉfcgii með öllu, og
þar með var sú von úti, sem
margir höfðu gert sér um,
að enn mundi unnt að haida
fullum afköstum á útgerð-
inni með hjálp útlendra
sjómanna. Leikur ekki vafi
á því, að framleiðslan mun
dragast mjög saman víða af
þessum ástæðum.
Það er vel hægt að skilja það,
að færeysku sjómennirnir
vilji fá lækkun á yfirfærslu-
gjaldinu, en alveg eins eðli-
legt er, áð ríkisstjórnin geti
ekki látið þá beygja sig í
þessu efni. Á það er einnig
að líta, að kjör færeyskra
sjómanna munu vera svo
gcð liér á iandi, að þeir
munu hvergi komast betur
af, ef um reglumenn er að
ræða ,svo að hagur þeirra
skerðist ekki tilfinnanlega
af 55% yfirfærslugjaldinu.
Er heldur enginn vafi á þvi,
að flestir þeirra færeysku
sjómanna, sem hér hafa
verið, mundu vilja koma
hingað aftur upp á þau
kjör, sem í boði eru, ef þeir
mættu fyrir stjórn Fiski-
mannafélagsins, sem mun
beita þá hörðu, ef þeir vilja
ekki hlýða fvrirmælum
hennar.
Margir íslenzkir útvegsmenn
munu hafa gert ráð fyrir.
að þeir mundu geta fengið
það vinnuafl, sem þá skortir
á vertíðinni, frá Færeyjum.
Verða þeir nú fyrir von-
brigðum, en ef til vill er
hægt að fá vinnuafl annars
staðar, ef þess þykir knýj-
andi þörf. í V.-Þýzkalandi
er nú mikið árstíðabundið
atvinnuleysi, og gæti verið,
að unnt væri að fá fiski-
rnenn þaðan, ef skjótt er við
brugðið. Við« höfum fengið
landbúnaðarverkamenn
þaðan, og sjómenn ættu að
vera fáanlegir líka.
Það, sem fyrst og fremst þarf
að gera, er að komast að
þeirri niðurstöðu, hvort við
viljum heldur nokkurn
samdrátt í framleiðslunni
um skeið, til þess að þurfa
ekki að leita á náðir út-
lendinga, eða að reyna að fá
þá annars staðar, þar sem
ekki eru gerðar sömu kröf-
ur og í Færeyjum. Það ætti
ekki að vera svo ýkja erfitt
að gera upp við sig, hvort
við viljum, en taka þarf á-
kvörðun um þetta sem
fyrst, því að ef afla á manna
erlendis, þá verður að
hefjast handa án tafar, ef
þeir ciga að geta komið að
einhverju gagni á þeirri
vertíð, sem er rétt að hefj-
ast.
Geirs Zoega minnst í
dönskum blöðum.
Prófessor dr. phil Einar And-
ersen forstjóri Geodætisk Insti-
tut í Kaupmannahöfn liefo" rjt-
að minningargrein imi Geir
Zoé'ga vegamálstjóra og birtist
liér úrdráttiu- úr grein hans:
Þi'átt fyi'ir 20 ára aldursmun
tengdust með okkur vináttubönd
sem áttu rót sína að rekja til
samstarfs i' verkahring okkar
beggja. Mig langar því til þess
að senda honum hinztu kveðju
og minnast um leið samveru-
stunda á Islandi sumarið 1956 er
ég hafði umsjón með landmæl-
ingum, sem gerðar voru í sam-
vinnu Dana og íslendinga og
Bandaríkjamanna.
Eg hafði áður heimsótt sögu-
eyna og vegamálastjórinn fór
með mig um vegi sem lagðir
voru að hans fyrirsögn. Hann
þekkti allt og alla, vegi bæi og
næstum allt fólkið. Þetta var erf-
ið ferð en þrátt fyrir aldur og
lasleika var hann næstum eihs
og ungut' maður, fjörmikill, glað-
lyndur og næstum óþreytandi.
Eg minnist líka flugferðar yfir
landið, þar sem hann gekk
glugga úr glugga til að missa
ekki neins af landinu, sem hann
þekkti svo vel og unni svo heitt.
Hann þekkti líka Danmörku og
þótti vænt um landið. Við vitum
öll það, að ágreiningur hefur
átt sér stað milli þessara tveggja
þjóða og þrátt fyrir sjálfstæða
skoðun og óskir var samstarf
okkar ávallt hið bezta því vegna
þekkingar á Danmörku gat hann
skilið sjónarmið Dana.
Eg mun sakna reglubundinna
heimsókna hans á skrifstofu
mína í Provinatgarden. Eg sé
hann ennþá fyrir hugskotssjón-
um mínum þegar hann kom til
min síðast, bilaðan að heilsu, en
eins og hann vildi dylja sjúkleika
sinn. Hann virtist haldinn eirðar-
leysi, hann stóð upp og gekk að
málverki Norlund prófessors,
fyrrum yfirmanns stofnunarinn-
ar. Þeir höfðu þekkzt vel. Þá
gekk hann yfir að málverki írá
Islandi, sem íslenzka ríkið hafði
gefið og að lokum gekk hann að
litlu silfurvörðunni, sem Island
hafði gefið Geodætisk Institut á
200 ára afmæli stofnunarinnar
fyrir aðeins tveimur árum síðan.
Nú hefur hinn eirðarlausi fengið
hvíld.
Eg hef misst góðan vin, en Is-
land hefur misst einn af beztu
sonum sínum.
Heiðruð sé minning hans.
Delgado fær „mak-
leg málagjöíd".
Umberto Delgado, hershöfð-
ingi í Portúgal, hefir nú verið
settur á eftirlaun.
Hann bauð sig fram gegn
skjólstæðingi Salazars við for-
setakjörið í Portúgal á síðasta
I ári, en varð undir, eins og
margir gerðu ráð fyrir. Hann
hefir nú fengið refsingu fvrir
þessa dirfsku sína, því hann
jVar að hálfu rekinn úr hernum,
,má t. d. ekki bera einkennis-
búning framar. Delgado er
52ja ára gamall.
Regía, sem breyta þarf.
Mikið er um það talað, að við
eigum að búa svo um hnút-
ana, að við þurfum ekki að
íá nokkurn útlending til að
hjálpa okkur við fram-
ieiðslustörfin. Þetta er svo
eúlilegt og sjálfsagt, að ekki
þarf um það að ræða, en svo
kemur spurningin, hvernig
eigi að afla manna á skip og
báta. Margir halda, að við
höíum ekki nægan mann-
aíla á allar slíkar fleytur
1 eða í fiskiðj uverin, af því
að þjóoin sé ekki nægilega
fjölmenn.
Sannleikurinn mun hinsvegar
vera sá, að þegar ungling-
ar leita fyrir sér um skips-
rúm, eru þeir oft spurðir,
hvort þeir sé vanir og verði
þeir að svara neitandi, vilja
fæstir taka við þeim. Það
bætast aldrei menn i sjó-
mannastéttina, ef aldrei má
koma óvaningur um borð í
skip til að læra handtökin.
Ta'að hefir verið um að
skylda unglinga til að
stunda sjómennsku ein-
hvern hluta árs. Hvernig
væri að skylda útvegsmenn
Norrænt biaða-
mannanámsketi.
m
Annað norræna blaðamensku
námskeiðið við blaðamensku-
deildina við Árósaháskóla
hefst þann 1. febrúar n.lt. og
stendur yfir í þrjá mánuði.
Til þessa námskeiðs var
stofnað af Norðurlandaráði og
standa öll Norðurlöndin fimm
að því fjárhagslega. Stjórn
námskeiðsins skipa fulltrúar
frá blaðamannafélögum á Norð
urlöndum.
Fyrsta námskeiðið var hald-
ið í fyrravetur. Þar var meðal
annars farið yfir samtíðarsögu
Norðurlandanna, því einn höf-
uðtilgangur með námskeiðum
þessum er einmitt að starfandi
blaðamenn fái tækifæri til þess
að kynna sér hvað er að gerast
hjá frændþjóðunum.
Þátttakendur í námskeiðun-
um verða að hafa haft nokkra
reynslu í blaðamensku og vera
starfandi blaðamenn. Rúm í
heimavist blaðamenskudeild-
j arinnar takmarkar þátttakend-
ur við 15. Að þessu sinni verða
þátttakendur 6 frá Noregi, 4
frá Danmörku, 4 frá Svíþjóð og
1 frá Finnlandi. Engin umsókn
barst frá íslandi frekar en í
fyrra.
Kennaralið verður næstum
hið sama og í fyrravetur. Þó
hefir sú breyting orðið, að for-
stjóri námskeiðsins, Troels
Fink prófessor, lætur af störf-
um, en við tekur Jörgen Dich
prófessor. ívar Guðmundsson
ritstjóri og blaðafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum verður
aftur í vetur kennari á nám-
skeiðinu. Hann er einnig full-
trúi Blaðamannafélags íslands
í stjórn námskeiðsins.
í lok s.l. viku sáu'brezkir
vísindam.enn sólblett, sem
var um 2,5 milljarðar fer-
km. að stærð.
Hundruð erabættismanna
sett af á Kúbu.
Tekur Sangan téma að setja msnn á siaðmn.
Mikill fjöldi manna hér í bæ
neytir máltíða í matsölustofum,
margt bæði hádegis- og kvöld-
verðar, auk þess sem þeir
skreppa inn í matstofu til þess að'
fá sér síðdegissopa, en fjölmarg-
ir neyta hádegisverðar í slíkum
stofnunum, eða skreppa frá
vinnustað og kaupa sér heitan
bita í matvöruverzlun. Og nú
heyrast fjölmargai’ radd-
ir manna úr þessum flokki, sem
kvarta yfir því, að þeir verði að
kaupa máltíðir jafndýru verði
og áður, t. d. kjötrétti, þrátt fyr-
ir verðlækkunina.
Ekki eru tök á að birta um-
kvartanir allra, sem sent hafa
Bergmáli bi'éf um þetta, eða
geta þess hverju sinni, er beðið
er um það, að á þetta sé minnzt.
En hér er nú ein rödd frá „Borg-
ara“, sem spyrj
Hvár e1' verksvið
’ verðlagsstjóra ?
„Borgari“ skrifar:
„Hin nýja ríkisstjóm er nýbú-
in að lækka verð á innanlands:
neyzluvörum, allt að 2091, með
niðurgreiðslum (auðvitað), svo
sem á kjöti, mjólk, kartöflum,
smjöri o. fl. Þetta er nú gott og
blessað það, sem það nær. En
fólk, sem verður að borða i mat-
söluhúsum verður litið vart þess-
ara lækkana. Þar kostar kjötmál-
tíð með molakaffi eða mjólk allt
að 30 kr. með þjónustugjaldi og
fiskmáltið með sama allt að 20
^ krónur.
M.j ólku rpottu r i n n
10 krónur.
Mjólkurlítrinn er seldur á 10
' krónur eða kr. 2.50 pelinn, enda
| þótt lítrinn sé seldur á kr. 3.40 í
mjólkurbúðum. Molakaffi er selt
á 5 og 5,50 kr., enda þótt kílóið
af kaffinu sé selt á kr. 35,30.
Það eru margir kaffibollar í einu
kílói. — Svo mætti lengi telja.
En ég spyr: Er ekkert verðlags-
eftirlit til? Er matsölum og hin-
um svokölluðu sjoppum leyfilegt
að selja mat og aðrar veitingar
eins háu verði og þeim sýnist,
þrátt fyrir verðlækkanir hins
opinbera? — Borgari.“
Rúm fyrir svar er heimilt.
Spyr sá, sem ekki veit, segir
máltækið, og það er sannarlega
von, að þeir, sem hér um ræðir,
telji réttmætt, að þeir njóti verð.
lækkananna á matvörum í réttu
hlutfalli við aðra. — Tækifærið
skal annars notað til þess aö
taka það fram, að ýmsir hafa,
fyrr og síðar sett Borgari undir
bréf sín. Og endurtekið skal, þótt
óþarft ætti að vera, að í þessum
dálki eru engin bréf birt, nema
blaðið viti full deili á bréfritara.
| Menn ættu að gera meira að
| því, en þeir hafa gert, að senda
j Bergmáli línu um það, sem þeim
finnst umhugsunarvert, um
margvísleg áhugamál, og seinast
en ekki síst um það, sem þeir
tslja aðfinnsluvert og þörf lag-
færingar á, og er þeim, sem fyr-
ir gagnrýni cða aðfinnslum
verða jafnan heimilt rúm til að
gera sínar athugasemdir.
Stjórnin á Kúbu hefur ekki
enn skipað menn í stað allra
þeirra embættismanna, sem af
voru settir í s.l. viku.
Ein fyrsta tilskipun, sem
Urrutia forseti gaf út. var á
bá leið, að þingið væri ieyst
til að afla sér starfsmanna í
framtíðinni með því að ráða
óvaning á hvern bát?
upp, cg allir héraðsstjórar,
borgarstjórar og öldurmenn í
borgum og bæjum settir af
vegna þjónkunar við Batista
og baráttu gegn hagsmunum
kúbönsku þjcðarinnar. Jafn-
framt gaf Urrutia cit tils'.<ipun
um, að afnumdir skyldi bráða-
birgðadómstólar þeir, sem Bat-
ista lét setja á stofn til þess a'ð
hægt væri að dæma andstæð-
inga hans með meiri hraða en
áður. Urrutia var sjálfur for-
seti- slíks dómstóls, þegar hann
kallaði yfir sig reiði Batista
með því að sleppa öllum hin-
um ákærðu með þeim ummæl-
um, að byltingarstarfsemi leld-
ist til forréttinda Kúbubúa.
Það mun taka mai'gar vikur
að koma aftur fullkominni
reglu á í stjórnarfari Kúbu, og
kosningar fara varla fram fyrr
en að ári.