Vísir - 14.01.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 14.01.1959, Blaðsíða 11
•Miðvikudaginn 14. janúar 1959 VÍSIR Þau gistu Frón (Frh. af bls. 7) þann minnisvarða, þegar sjó- menn í hafsnauð hétu því að láta byggja kirkjuna þarna, ef þeir kæmusí að landi. Strandar- kirkja var síðan byggð fyrir þá peninga að einhverju eða öllu leyti. Já, það var sannarlega gam- an að vera þarna. Maður kemst í svo náið sarnband við íslenzka náttúru og hugsunarhætti al- mennings. Það er mikils virði fyrir mig.“ ,,Hvaða mat fenguð þér að borða?“ „Hangikjöt og baunir á að- fangadagskvöld. Og amerískan ávaxtakokteil á eftir. Það var skemmtilegt en ánægjulegt sambland. Ég fékk svo nýtt steikt kindakjöt á jóladag. Skyr borðaði ég einnig.“ „Er þetta í fyrsta sinn, sem þér eruð ekki heima á jólun- um?“ „Nei, ég var í Sviss á jólun- um 1948. Ég hef ferðast nokkuð víða um Evrópu undanfarin ár.“ „Þér eruð frá Chicago. Voruð þér þar á háskóla?“ „Já. Ég lærði á háskólanum þar (University of Chicago). Þegar ég kem aftur til Banda- ríkjanna, fer ég til Texashá- skóla, sem er í borginni Austin. Þar er ég ráðin til að kenna á jéíum — Norrænu, eða forn-íslenzku.“ „Eru margir bandarískir há- skólar, sem kenna forn-ís- lenzku?“ „Þeir eru ellefu talsins. Að- sókn að kennslunni er dálítið misjöfn. Þar sem ég var -— við Chicagoháskóla — voru venju- lega um 10 nemendui' í senn.“ „Ég sé, að þér hafið setið við ritstörf. Er það eitthvað skemmtilegt, sem þer eruð að skrifa?“ „Ég er að þýða Laxdælasögu á ensku. Ég legg þar sérstak- lega áherzlu á hið sögulega og listræna gildi bókarinnar, frek- ar en málfræðilegt. Ég vonast til, að bókin geti komið út bráð- lega. Njáls saga var þýdd af prófessor við Texasháskóla, og vona ég, að Laxdæla verði svip- uð að frágangi. Ég á að taka við kennslu af þessum prófess- or.“ „Eigið þér mörg systkini, ungfrú?“ „Ég er einbirni. Nei, ekki trú- lofuð.“ „Þér hljótið að hafa fengið jólapakka að heiman.“ „Já, heldur betur. Og það sem bezt var — tollverðirnir voru svo elskulegir, að þeir slepptu mér alveg við að borga toll af honum. Það hefði líka kostað, að ég hefði ekki getað leyst hann út . . .“ Tasso A. Englesos. heima, svo ég er orðinn vanur því. Annars .var ég ekki hérna í bænum um jólin. Ég var svo, heppinn, að mér var boðið upp í sveit yfir liátíðirnar, og þá ég: það með þökkum, því ég hafði áhuga á að kynnast íslenzku sveitalífi.“ „Hvar voruð þér?“ „Uppi í Borgarfirði. Að Hamraendum í Stafholtstung- um, hjá Sigurði Sigurðssyni bónda þar. Þar leið mér prýði- lega um jólin.“ „Þar hafið þér auðvitað feng- ið al-íslenzkan mat að borða. Hvernig finnst yður hann?“ „Ef ég á að segja yður allan sannleikann, þá er ég ekki mjög hrifinn af honum, — en það er ekki vegna þess að ég sé hon- Emkennilegast við sviðaát, að heilinn er ekki etinn, um óvanur eða þekki hann ekki. Það er nefnilega þannig, að við borðum eiginlega alveg sams- konar mat í Grikklandi. Hangi- kjöt, kindakjöt og skyr — já, {skyr, alveg eins og hér á ís- segir Grikkinn Tasso A Engfesos. „Góðan daginn, gjörið svo vel að ganga inn fyrir,“ sagði Tasso Anastasios Englesos á prýðilegri tslenzku, og benti mér að koma inn í herbergi sitt -á Nýja Garði. „Þér munuð vera grískur, hr. Englesos?“ Spurningin var í rauninni alveg óþörf, þvi ef ég hef nokkurn tíma séð grísk- an Grikkja, þá var það hann — fyrir utan það, að ég vissi það fyrirfram hvaðan hann var. Hann er hár og myndarlegur maður, með hreinan og höfð- inglegan svip, ekta grískt nef og enni, hárið hrafnsvart, stutt- klippt og hrokkið, greitt niður í enni og endar þar með dálitl- inn krullum, sem sagt ósvikinn Grikki. „Já, ég er ættaður frá Pire- tss, hafnarborg Aþenu.“ „— og gengið þar á háskóla?“ „Nei, ég var á háskólanum í Vínarborg og síðar á Stokk- hólmsháskóla. Aðalfag mitt er þýzka, en ég hefi einnig lagt mikla stund á norrænu og önn- ur germönsk mál. Hér er ég við norrænunám.11 „Hve lengi hafið þér verið hér á íslandi?“ „Síðan í september síðastliðn- um.“ „Og talið svona góða ís- lenzku! Höfðuð þér lært hana áður en þér komuð hingað?“ „Nei, en áð sjálfsögðu var ég vel kunnugur forn-íslenzkum bókmennum áður.“ „Hvernig kunnið þér við að vera hér á íslandi á jólunum?" „Alveg prýðilega. Þetta eru fimmtu jólin, sem ég er ekki !andi.“ Mér brá dálítið í brún, því mér virtust öll vopn vera sleg- in úr höndum mér, þegar ekki var liægt að búa til dálítinn brandara úr hinum fræga, ís- lenzka mat, — en bíðum samt við . . . „En hafið þér nokkurn tíma smakkað sviðin svið?“ „Svið? Já, það er nú líklega. En það, sem mér finnst ein- kennilegast við sviðaát íslend- inga er, að þeir skuli ekki borða bezta hluta þeirra — heilann.11 „Heilann? Borðið þið svið í Grikklandi? Og borðið heilann úr hausnum þar?“ „Ójá, það gerum við reyndar, enda er hann ljúffengas.ti bit- inn . . .“ Ég gafst alveg upp á matn- um. „Hvernig liðu jólin annars í Borgarf irðinum? “ „Við fórum til Stafholts- kirkju kl. 2 á jóladag. Það var mjög hrífandi stund. í sambandi við þá kirkjuferð varð sorgleg- ur atburður, sem fékk nokkuð á mig. Orgelleikari kirkjunnar, sem var fullorðinn maður og hafði leikið á orgel í 65 ár, and- aðist skyndilega um tveim dög- um síðar. Ég hafði einmitt tekið sérstaklega eftir leik hans og var hrifinn af . . . og svo kom dauðinn og sótti mannninn. Ég heimsótti skólann að Varmalandi og skoðaði gróður- húsin þar. Það er stórfenglegt, hvernig heita vatnið er nýtt. — Nei, við höfum ekki heitt upp- sprettuvatn heima, aðeins öl- kelduvatn — kalt. Jú, ég hafði mjög gaman af að vera þarna um jólin. Þarna voru 11 manns saman komin. Ég var að leika mér við litlu börnin, skreytti með þeim fyrir ( jólin, og ég held, að við höfum öll skemmt okkur konunglega.“ | „Ætlið þér að vera lengi hér, á landi?“ „Ég býst við að vera hér þar til í maí í vor. Þá langar mig til að skoða mig' dálítið um á landinu. Svo verð ég að fara.“ G. K. Framhald af 3. síðu. að vita ekki hver Eggert ( Stefánsson er. Röddin aftur (og Benni sagði okkur að eigandi radd- arinnar héti María — en hvort hún heitir það í alvöru eða bara í leikritinu kom- j umst við aldrei að raun um): j Nei,. gvuð, hvaða gæ er þessi Eggert? Nú hefur Ólafur (sá er fyrr var nefndur) upp raust ina og kyrjar lag, sem helzt aldrei er sungið nema á rétt- ardansleikjum. Hann byrjaði í C dúr og var fallinn niður í G dúr eftir sex, sjö tóna og gafst upp. Enn kemur ný persóna í ljós; Ómar Ragnarsson kem- ur niður stigann, hann könn- umst við þó lítillega við. Með hárrautt hái’, stuttklipptara en í þrýstiloftsflugmanni. Hann þiúfur hanjó og i’eynir að stilla það, en hleypur síð- an aftur upp stigann og enn- þá í kuldaúlpunni. Piltur hefur setið á móti okkur við borðið í dx-ykklanga stund og teiknað. Hvern ertu að teikna, segir einhver. Ég er að teikna Eddu, seg- ir hann. Edda kemur: Af hverju teiknai’ðu mig alla í pörtum? Pilturinn: Af því að ég er að teikna þig samkvæmt upp- mælingu. Ólafur: Nei, heyrðu góði. Hvenær sástu þennan part af henni? Benni sagði okkur að pilt- ui’inn sem var aö teikna h,éti Þorsteinn. Við flettum upp í leilcskránni til að sjá hvers son, en þar voru þá tveir Þorsteinar. Klókur hann' Benni. Ómar kemur hlaupandi niður stigann, úlpulaus- . en ennþá með banjóið: Nú verð- ið þið að standa ykkur. Þjóð- leikhússstjóri verður hér í kvöld og Guðni. Þrjár, fjórar raddir: Guðni, usss .... Ómar: Já, og hann verður á öðrum bekk. (Og ennþá skýring: Þjóð- leikhússstjóra þarf ekki að útskýra nánar, en fyrrgreind- ur Guðni mun vera einn kennaranna við skólann). Nú eru ílestir komnir í búninga og það ætlar að verða lítið úr þessu viðtali hjá okkur. Ein stúlkan getur ekki haldið upp um sig und- irpilsinu af því að hana vant- ar sikki’isnælu (sem að heit- ir í’eyndar öi’yggisnæla). Einn piltanna vantar sikkrisnælu til að festa beltið saman. Annar hrópar eftir sikkris- nælu til að halda uppi hné- háurn sokkunum og sá þriðji þai’f sikkrisnælu í skyrtu- ermina. Við röltum út og reynum að gei’a okkur í hugarlund, að sikkrisnaslulaus. Sjeikspír væri sennilega hai'la ómerki- legur Sjeikspír .... höfðum reyndar aldrei fyrr látið okk- ur til hugar koma, að ein leik- sýning gæti staðið og fallið með nokkrum sikkrisnælum. essg. Þrettándakvöld - Framh. af 9. síðu. Ágústsson og Ómar Ragnarsson. Einnig halda þær Edda Óskars,- dóttir og Vilborg Sveinbjarn- ardóttir mjög myndarlega á hlutverkum sínum, og er fram- sögn Vilborgar svo skýr, að til fyrirmyndar er. Þetta er í fyrsta sinn, sem Herranótt tekur til sýningar leikrit eftir Shakespeai’e. En það er að flestu leyti svo af hendi leyst, að ekki er ástæða til annars en ætla, að þetta sé ekki í síðasta sinn sem Mennta- skólanemendur færist mikið í fang. G. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR iieldur fimd í SJáífslæSishúsinu í kvöld miðvikudag'nn 14. jan. kl. 8,30 e.h. Umræouefni: KQSNiNGAR FRAMUNDAN - ÞÁTTASKIL í ÍSLENZKUM STJÓRNMÁLUM Fmmmælandi: BJARNí BENEDIKTSSON, varaformaÖur Siálístæðisflokksins. Allt Siáifstæðisfóík velkomið meðan húsrúm Ieyfir. Lrancl&inálafélaffið Varður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.