Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 6
6
'FÖstudaginn 1-6. janúar 1959
VÍSIR
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
^ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðslac Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið i lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Einstakyr hringlandaháttur.
Fyrir utn það bil þrem árum
fundu Framsóknarmenn
upp þá kenningu, að ógern-
ingur væri að vera í stjórn
með Sjálfstæðismönnum.
Skýringin var sú, að það
yrði að leysa öll vandamál í
samvinnu við hinar vinn-
andi stéttir, og Sjálfstæðis-
menn væru ekki fulltrúar
þeirra -— það væri nú eitt-
hvað annað. Svo var gert
bandalag við Alþýðuflokk-
inn í þeim tilgangi að fá
sem flesta þingmenn út á
sem fæst atkvæði, og eftir
að búið var að sverja fyrir
alþjóð, að aldrei skyldi
starfað .með kommúnistum,
var samt samið við þá um
stjórn landsms allt þetta
kjörtímabil. Ekkert minna!
En Adam Framsóknarflokks-
ins var ekki lengi í paradís.
Vist hans þar entist ekki
.heilt kjörtímabil, eins og
menn höfðu gert sér nokkr-
ar vonir um. Kjörtímabilið
var varla liðið að fjórða
hluta, þegar stjórnin var
búin að svíkja hvert loforð,
sem hún hafði gefið í heild,
er hún tók við völdunum,
og einstakir flokkar, er þeir
gerðu hosur sínar grænar
fyrir kjósendum í vordögum
1956. Eftir sem áður var þó
haldið áfram að ,,stjórna“,
en því miður varð það æ
berara, að þessi dæmalausa
stjórn hafði á því annan hátt
en venja hafði verið hér á
landi og eðlilegt gat talizt.
Vinstri stjórnin fór nefnilega
þannig að, að hún stjórnaoi
af kröftum en ekki viti. Hún
hafði vald til að koma mái-
um fram, en hún hafði ekki
vit til að sjá, hvernig bezt
væri að stjórna til' þess að
þjóðinni vegnaði vel. Þess
vegna hlaut iíka að fara,eins
ÞjélstfárÉsæ
Framsóknarmenn hafa beðið
um þjóðstjórn, því að ef
þeir fengju Sjálfstæðdsmenn
til að gerast þátttakendur í
stjórn nú, mundi vera hægt
að klína á þá einhverju af
ábygðinni af því, hve illa
hefir farið undanfarið. Þetta
sýnir, að Framsóknarmenn
eru hræddir við afleiðing-
arnar af verkum sínum, og
kemur það engum á óvart.
Hugrakkari menn rnundu
skelfast. .
Eii þótt Framsóknarmönnum
hafi ekki tekizt að koma á
þjóðstjórn að þessu sinni,
, mun hún þó koma, áður en
og nú sést í öllum áttum.
Áhuginn til að stjórna nægði
ekki til þess að gera það vel,
þvert á móti, því að allar
ráðstafanir stjórnarinnar
hafa orðið til þess að meira
hefir sigið á ógæfuhliðina,
en aldrei fór þó eins illa og
þegar stjórnin ætlaði að
kippa sér og þjóðinni upp úr
kviksyndinu á hárinu.
Stjórnin var ekki búin að sitja
lengi að völdum, þegar ljóst
var, að hún mundi auka
vanda þjóðarinnar en ekki
leysa hann. Reiknað hefir
verið út, að verðbólgan hef-
ir aukizt um 10% árlega
á landi hér síðustu 13 ár,
en núverandi stjórn hefir
staðið sig svo vel, að hún
hefir aukið verðbólguhrað-
ann um 100—200%, því að
fyrirsjáanlegt er, að aukn-
ingin verður 20—30% ár-
lega á næstunni, ef allt
verður látið reka á reiðan-
um. Og þegar svo er komið,
þá rekur Framsókn skyndi-
lega upp kvein. „Þjóð-
stjórn! Það þarf þjóðstjórn
til þess að bjarga málun-
um!“ hrópar maddaman.
Og hvað táknar þá neyðarópið?
Það táknar, að flokkurinn,
sembarðist manna mest fyr-
ir því fyrir þrem árum, að
Sjálfstæðisflokkurinn væri
dæmdur óalandi og óferj-
andi, af því að ekki væri
hægt að vinna með honum,
gengur nú fram fyrir
skjöldu og vill fyrir alla
muni fá að starfa með hon-
um í ríkisstjórn. Ef þetta
er ekki alger uppgjöf Fram-
sóknarforingjanna, þá er
ekkert til sem því nafni
heitir. Slíkir menn ættu
ekki að móðga þjóðina með
því að bjóða henni upp á
forustu sína oftar.
mjög langt líður. Það.er ó-
hætt að gera ráð fyrir henni,
þegar kosningar hafa farið
fram samkvæmt nýjum
kosningalögum, sem vænt-
anlega verða sett innan
tíðar. Þá getur þjóðarvilji
komið í Ijós, og þá verður
hægt að stofna raunveru-
lega þjóðstjórn. En í þeirri
þjóðstjórn verða Fram-
sóknarmenn tæpast. Þeir
ha"a dæmt sig úr ieik með
lélegri frammistöhu í ríkis-
stjórn og síðan mun þjóðin
undirstrika þann dóm við
þær kosningar, sem fram-
undan eru.
Vf SIR
rfðu reiður um öxl,
sýnt utan Reykjavíkur.
Þjóðleikhúsið sýnir á næst-
unni leikritið „Horfðu reiður
um öxl“ í nágrenni Reykjavík-
ur, og verða fyrstu sýningar á
þessu leikriti utan Reykjavík-
ur í Keflavík n. k. sunnudag
kl. 3 og 8.30. í næstu viku
verður svo sýnt í Hafharfirði,
síðan á Akranesi og væntan-
lega verða fleiri sýningar í ná-
grenni Reykjavíkur.
Það hefur frá upphafi verið
einn liður á stefnuskrá Þjóð-
leikhússins að senda einhverja
af beztu sýningum þess út á
land, til þéss að leikhúsunn-
endum í hinum dreifðu lands-
byggðum gefist kostur á að
njóta þess bezta, sem þar er á
boðstólum. Það hefur og komið
greinilega í ljós, að leikhús-
gestir úti á landi kunna vel að
meta þessar leikferðir Þjóð-
leikhússins, því að aðsókn er
þar alltaf eins og húsrúm leyf-
ir, og stöðugt berast fyrir-
spurnir til Þjóðleikhússins um
að senda leikflokk út á land.
Á undanförnum árum hefur
aðeins unnist tími til 'að fara
þessar leikferðir að vorinu, en
að þessu sinni mun Þjóðleik-
húsið breyta út af þeirri venju.
Sýningum á „Horfðu reiður
um öxl“ er nú lokið í Reykja-
vík og var leikurinn sýndur 22 j
sinnum á leiksviði Þjóðleik-|
hússins við ágæta aðsókn, og
hefur þetta umdeilda leikrit
vakið mikla og verðskuldaða
athygli.
Eftirtaldir leikarar leilia í
„Horfðu reiður um öxl“:
Gunnar og Kristbjörg.
Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg
Kjeld, Bessi Bjarnason, Jón
Aðils og Þóra Friðriksdóttir.
Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson, en leiktjöld eru gerð
af Magnúsi Pálssyni, en þýð-
inguna gerði Thor Vilhjálms-
son. (Frá Þjóðleikhúsinu).
„Á. S.“ skrifar:
Móðurmálsþætt i r.
„Móðurmálsþættir útvarpsin.9
eru hinir fróðlegustu, og ofí:
skemmtilegir, en er ekki gerfc
fullmikið að því í þessum þátt-
um, að spjalla um fágæt orð,
skýra uppruna þeirra o. s. frv.?i
Eg á alls ekki við, að þetta sé
ekki góði’a gjalda vert, og margt
fróðlegt komi þarna fram, og
furðu mikill er áhugi margra útí
á landi fyrir þessum fróðleik*,.
enda verða margir til þess að.
skrifa þeim, sem þættina flytja,
og fræða þá, og mun þetta offc’
gagnlegt málvísindamönnum.
Það, sem ég á við, hvort ekki sé
í þessu þáttum vikið um of frá
því, að veita öllum almenningi
nauðsynlegar, auðskildar bend-
ingar um hvað sé gott mál og
vont. Á þessu er mikil þörf, og
þetta er líka gert, en að mínu á-
liti ekki nægilega. Annars kanit
ég flytjendum þessara þáttat
beztu þakkir fyrir þá, Og — með
al annarra orða: Visir flutti umi
skeið móðurmálsþætti, sem voru
ágætir, og voru þar bendingar
oft og tíðum af því tagi, sem ég!
á við. Ef til vill hafa birzt slíkir
þættir í fleiri blöðum. Eg held,
að blöðin ættu að flytja svoná
þætti við og við. Eg man eftir,
þvi, að löngu áður en farið van
að flytja svona þætti í blöðun*
og útvarpi, var stungið upp á þ\i
í Vísi, að farið væri út á þessá
braut. Mér þótti hugmyndin góð,
en menn daufheyrðust við henni,
en svo komst þetta á dagskrá
aftur, og hugmyndin var fram-
kvæmd.
Dæmdur ölvaður víð alkstur.
Mikil auðlegð.
Greiði 1000 kr. sekt, 5000 kr. máiskostnað,
ökuleyfssmissi s 3 nnánuði.
Nú í vikimni var kveðinn upp
í Hæstarétti dómur í málinu Á-
kæruvaldið gegn Arnþóri Ein-
arssyni fyrir brot á umferðarlög-
um og áíengislöggjöfinni.
Tildrög málsins eru þau, að á-
kærði ók bifreið sinni suður
Reykjanesbraut og var kominn
til móts við heimili sitt að Kópa-
vogsbraut 2, ætlaði að beygja
inn á þá götu, en lenti í áreksti’i
við aðra bifreið, sem ætlaði að
aka fram úr í þeim svifum. Þetta
gerðist aðfaranótt 22. september
1957. Lögregluþj ónar 3 komu á
staðinn, og var ákærði fluttur á
lögreglustöðina í Reykjavik.
Kvaðst hann ekki vera undir á-
hrifum áfengis og andmælti því
að tekin væri úr hon.um blóð-
sýnishorn, og va'r það ekki gcrt.
Við yfirheyrslu hjá rannsókn-
arlögreglunni daginn eftir lýsti
kærði því yfir í fyrstu, að hann
hefði hvorki neytt áfengis á
dansskemmtun þeirri, sem hann
var á umrætt kvöld, né áður en
hann fór þarigað. Félagi hans á
skemmtuninni, Haraldur Haralds
son, upplýsi við yfirheyrslu, að '
kærði hefði neytt áfengis, drukk. |
iö eitt glas af ginblöndu áður en
þeir fcru á dansleikinn. Viður-
kenndi kærði þá þetta og að
hann hefði haft með sér gin-
blöndu í vasafleyg, sem hann |
neytti af á skemmtuninni. tlafði:
hann fundið lítilsháttar á sór, cn
þau áhrif hafi verið borXi'1. ev
hann tók að aka bifreiðirmh enda
hafi þá verið 2—3 klukkustund-
ir, frá því að fleygurinn var j
tæmdur.
Lögreglumenn þeir, er komu
á árekstursstaðiiin á meðan á-
kærði var þar enn staddur, bera
það allir og vinna eið að, að á-
kærði 'hafi verið undir áhrifum
áfengis, hann hafi verið reikull
í spori og áfengislykt af honum.
Tveir þeirra kveða málfar hans
hafa verið óskýrt og einn kveður
hann hafa verið voteygðan. Varð.
stjórinn á lögreglustöðinni þetta
kvöld hefur borið og staðfest fyr.
ir dómi,að hann telji ákærða hafa
verið undir áfengisáhrifum,
hann hafi verið voteygður og
jafnvægi óstöðugt, en málfar
skýrt. Þá hefur fyrrgrcindur
I-Iar. Har. lýst því fyrir clcmi, að
hann telji ákærða hafa verið und
ir áhrifum áfengis. Ákærði hef-
ur viðurkennt áfeiigisr.eyzlu, on
neitað því, að honum væri tckið
blóð til rannsóknar. Sarnkvæmt
og með skýrskotun til vitna-
skýrslna vorður að telja sannað,
að ákærði hafi ekið hifreið i um-
rætt skipti undir áhrifufn áfeng-
is.
Dómsorð Hæstaréttar eru á þá
leið, að ákærði, Arnþór Einars-
son greiði 1000 króna sokt til
ríkissjóðs og komi varðhald 6
daga í stað sektarinnar, ef hún
greiðist ek'ki innan 4 vikna frá
birtingu dómsins. Hann skal og
sviptur ökuleýfi 3 mánuði. Á-
kærða ber og að greiða allan I
kostnað sakarinnar í héraði óg,
fyrii’ Hæsta’ étt-', þ. á m. ir.r.n - ’-'r
aos sækjanda hér fyrir ITæ=ta-
rétti, Kr:sti~>s Ónrn2tí"0'>r’-
hrlm. 2 þús. kr. og laun skipað.s
verjanda í héraði og fyrir dómi,
Ragnars Jónssonar hrlm., sam-
tals kr. 3000.00.
Oft hef ég hugleitt hversu
skemmtilegt það er, að fá upp í
hendurnar bækur eða rit, sem
eru hreinustu gullnámur, að því
leyti, að þar er að finna sérkemií
leg orð og fágæt og örnefni.
Eg var að blaða í nýkomnu Eim-
reiðarhefti í gærkvöldi, og varð
mér fyrst að lesa ágæta greini
eftir Sturlu Friðriksson, ,,Á ferð
um Fjallabaksvegi“, þar kenndi
margra góðra grasa. Þessi stutta,
vel ritaða grein, mun áreiðanlega
verða til aukningar orðaforða'
margra. Eg skrifaði mér ti£
gamans niður eftirfarandi, og
geta nú unglingar og jafnvel
, fullorðnir athugað sér til dægra-
i styttingar hve góð skil þeir,
kunna á þessum orðum og orða-
, tiltækjum: Uþpblástursgeiri, blár
umfeömingur, selflutningur,
skýjahjúpur, hrauntaumar,
brunasandur, loðsilungur, hráfn-
tinnuhraun, sprengigígur, iaug-
arylur, gróðurvin, ljósgrýtis-
aurar, gullið flos, svöðusár,
skænishúð, rofabakkar o. m. fl.
Örnefni: Hrosshylur, Merkihvoll,
Riúpnahylur, Tröllkonuhlaup,
Sölvahraun, Krakatindur, Sau.ð-
leysur, Dómadalsháls, Tiörva-fell,
Laugahraun, Hattver, Rótargil,
Eldgil, Skuggafjöll, Strangakvísl,
Lambatunguhólar, Hánipufit,
Gjátindur, Búlandsheiði, Réttar-
fcll, Tólfahringsbæir, Meltur.a'u-
gljúfur, Atley, Öldufell, Axiir.
Örnefni jafngirnilég til fróðleiká
eru iangtum fleiri en hér er tal-
ið. Mikil er þessi auðiegð. Rit-
gerðin, þótt hún sé ekki nema
nokkar blaðsíður, cr gullnáma..
Gamall liestamaður.
Eg vil ekki skiljast svo við
þetta, að ég minnist _ ekki á
snjallt kvæði eftir Kr-istján i:-i
Djúpalæk, í þessu samn. E
reiðarhefti. Það nefnist „Gamall
hestamaður", og er þar sögð
þjóðlífssaga. Seinasta erinclið
hljóðar svo: