Vísir


Vísir - 16.01.1959, Qupperneq 9

Vísir - 16.01.1959, Qupperneq 9
Föstudaginn. 18. Janúar 1958 vlsix Afmælis GT-reglunnar minnst á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Mikil hátíðarhöld voru á -Akureyri um síðustu helgi vegna 75 ára afmælis Góð- templarareglunnar. Eins og kunnugt er var .stúkan ísafold — Fjallkonan nr. 1 stofnuð á Akureyri fyrir '75 árum. Var afmælisins minnst af báðum stúkum bæj- arins með hátíðlegri athöfn og •að viðstöddu miklu fjölmenni. Aðalræðumar við það tækifæri fluttu þeir Hannes J. Magnús- son skólastjóri, síra Kristján Róbertsson sóknarprestur, Jón Þorsteinsson kennari og Eirík- ur Sigurðsson skólastjóri. — Fleiri fluttu þar og ávörp. í þessum umræðum var rakin saga góðtemplarareglunnar. I sambandi við afmælið var samþykkt að reglan á Akui-- eyri gæfi einhverri menningar- eða mannúðarstofnun 10 þús. krónur. Einnig var samþykkt að verja 2 þús. kr. í minningar sjóð Friðbjörns Steinssonar stofnanda stúkunnar. Verðiag heiztu nauðsynja. Til þess að almennirgur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði, birtir skrifstofan eftirfaiandi skrá yfir útsölu- verð nokkurra vörutegunda í Reykjavík, eins og það var hinn 1. þ. m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna, stafar af mismunandi tegundum og /eða mismunandi inn- kaupsverði. Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. Lægst. Hæst. IVIatvörur og nýlenduvörur. Kr. Kr. Rúgmjöl pr. kg 2.90 3.10 Hvéiti pr. kg 3.25 4.10 Haframjöl pr. kg 3.10 4.00 Hrísgrjón pr. kg 6.80 6.85 Sagógrjón pr. kg. 4.95 5.65 Kartöílumjöl pr. kg 5.85 6.05 Te 100 gr. pk 9.55 10.3Q Kakaó, Wessanen 250 gr. pk... 12.85 14.05 Suðusúkkulaði (Sírius) pr. kg. 97.40 99.80 Molasykur pr. kg ; 5.85 7.10 Strásykur pr. kg 4.35 4.70 Kandís (hæst) 10.00 Púðursykur pr. kg 5.50 6.20 Rúsínur (steinlausar pr. kg.) 29.40 36.55 Sveskjur 70/80 pr. kg 30.55 32.25 Kaffi, br. og malað pr. kg .... 43.00 Kaffibætir pr. kg 21.00 Smjörlíki, niðurgr 8.50 — óniðurgr 15.20 Fiskbollur 1/1 ds 12.75 15.00 Kjötfars pr. kg 21.00 Þvottaefni (Rinso) 350 gr. .. 9.20 10.20 Þvottaefni (Sparr) 250 gr. .. 4.40 Þvottaefni (Perla) 250 gr 4.40 Þvottaefni (Geýsir).250 gr. .. 3.95 4.05 Landbúnaðarvörur o. fl. Súpukjöt 1. fl. pr. kg 23.40 Saitkjöt 1. fl. pr. kg Mjólkursamlagssmjör, niðurgr. 24.25 pr, kg Mjólkursamlagssmjör, óniðurgr 46.60 pr. kg 77.00 Heimasmj., niðurgr. pr. kg. .. 34.75 Heimasmj., óniðurgr. pr. kg. . . 65.10 Egg, stimpluð pr. kg 40.00 Egg, óstimpluð pr. kg. 36.80 Fiskur. Þorskur, nýr nausaöur pr. kg. 3.80 Ýsa, ný, hausuð pr. kg '4.90 Smálúða pr. kg ! 9.00 Síórlúða pr. kg 14.00 Saltfiskur pr. kg 7.35 Fiskfars pr. kg. 12.00 Nýir ávextir. Bananar 1. fl 31.0 Epli, Delicius 17.50 Jonatan 11.50 Appelsínur, ýmis merki .... 22.50 Vítamín 23.80 Perurð Blue Bird 27.80 Ýmsar vörur. í Olía til húsakyndingar, ltr. .. 1.08 Kol, pr. tonn Ivol, ef selt er minna en 250 kg. 710.00 pr. 100 kg 72.00 Reykjavk, 3. jan. 1959. Auk ræðuhalda var fjöl- breytt skemmtiskrá um kvöld- ið. Stóð mannfagnaður þessi fram til kl. 2 um nóttina. Á sunnudaginn var svo hátíð arguðsþjónusta á Akureyri, sem helguð var afmæli regl- unnar og prédikaði, síra Róbert Kristjánsson. Templarar gengu í sk -ðgöngu til kirkjunnar. Æðstu templarar stúknanna erv. þeir Kristján Róbertsson og Gaðmundur Magnússon. Isienzkt asperantotímarit. Arin 1949—1950 gaf Sam- band íslenzkra esperantista út myndarlegt ársfjórðungsrit á esperanto, Voco de Islando, þ. e. Rödd fslands. Timarit þetta, sem var myndskreytt og í stóru broti, flutti fræðandi greinar um land og þjöð og sögur og kvæði íslenzkra skálda í esperantoþýðingu. Hafði það kaupendur viðs vegar um heim óg hlaút viðurkenningu sem eitt hið merkasta kynn- ingarrit. Sökum fjárhagsörð- ugleika og síaukins kostnaðar varð að hætta útgáfu ritsins í árslok 1950. Nú hefur Sam- band íslenzkra esperantista hafið útgáfu þess að nýju, en í minna broti og látlausara bún- ingi. Eru tvö tölublöð 3. ár- gangs nú komin út. Efni blaðs- ins er með svipuðu móti og áður, og eru í þessum tveimur heftum m. a. sögur eftir Guð- mund G. Hagalín og Jón Dan, greinar um landnám fslands og ýtarleg grein um landhelgis- deiluna eftir ritstjórann, Ólaf S. Magnússon kennara, þar sem málstaður íslands er skýrður erlendum esperanto- lesendum og greint frá helztu atburður deilunnar. Frumsam- in ljóð á esperanto eftir Baldur Ragnarsson eru í báðum heft- unum. Sambandið hyggst halda útgáfu ritsins áfram í þeirri trú, að hér sé þárft 'verk unn- ið til kynningar á islenzkum efnum erlendis. Esperanto- tímarit eru nú á annað hundrað útgefin í heiminum og fer stöðugt fjölgandi. Prentun Voco de Islando annast Offset- prentsmiðjan Letur s.f., Rvk. Makarios bjartsýnni. Makarios erkibiskup er nú far- inn frá New York áleiðis tM Aþenu. Til New York kom hann fyrir tveim mánuðum. Hann sagði við burtförina, að hann væri bjart- sýnn á, að hann gæti farið til Kýpur bráðlega, og bætti þvi við, að Kýpur-G'rikkir vildu ekki semja að sér fjarverandi. — Brezk blöð segja fólk á Kýpur biða þess með óþreyju, að sam- komulagsumleitanir verði hafn- ar á ný, en kvíði undir niðri, að eitthvað komi fyrir til þess að spilla samkomulagshorfum. JS'annar áöcjur — ejtir \Jer uá- Frumkvöðuil að atomvirkjun. SAGAN AF DR. ENRICD FERMI 1) Dr. Enrico Fermi, sem kallaður hefir vcrið frumkvöð- ull að beizlun kjarnorkunnar og einn fremsti vísindamaður sem uppi hefir verið, var fæcld- ur á Italíu. Rannsóknarstörf | hans á kjarnorkunni epnuðu leið hins nýja tíma í kjarn- ! orkuvísindum. Aðsíoðarmenn llians og samverkameiyi, sögðu ium hann 'ao jafningja hans væri ekki að finna í manngrúa jarðarinnar nema einn á hverri öld. Otímabær dauðdagi hans ;á 53ja aldursári var mikið á- |fall fyrir vísindaframfarir í jliinum frjálsa heimi. Hann ,fæddist í Rómaborg árið 1991. Faðir hans var járnhrautar- starfsmaður. Strax ’ á unga aldri beinclist áhugi háps að stærðfræði og cðlisfræði. Þeg- ar hann hafði lokið mennta- skólanámi hafði hann krufið íil mergjar allar bækur um þesss efni og kunni skil á hinnE frægu afstæðiskenningu AÍ- berts Einstein. Árið 1919 inn- ritaðist Fermi í háskólann f Pisa. Hann komst fljótlega að því að í fyrrnefndum fræði- * greinum gat liann litlu bætt við j þekkingu sína, því að hann var frcðari en kennarar hans. Ilann | tók þá að fást við orku sara- eindanna. Verðlagsstjórinn. 2) Tutíugu og eins árs gam- j all hlaut hann dokíorsnafnb ót; j Hann heimsótti þýzka háskóla þar sem hin geysilega þekking I hans samfara frumlégri hugs- un skipaði lionum í flokk af- burðamanna. Frá Þýzkalandi barst frægð lians til heima- lands lians Ítalíu og var honum hoðin prófcssorsstaða við há- skólann í Flórens. Djúptækar rannsóknir á elektrónum gerðu hann á svipstundu lieimsfræg- ann. Háskólinn í Róm lieiðr- aði Ferini með þvi að veita honum nýtt prófessorsembætti í eðlisfræðikenningum. — iSkömm síðar varð hann með- jlimur Hins konunglega ítalska alcademis, sem er nokkurskon- iar liayfirréttur ítalskra menn- ingarlífs. Þrátt fyrir margs- Ikonar opinher störf sóttist hon ;um vel í rannsóknum sínum. jErlendir vísindamenn flykkt- ■ust til Rómar að nema hjá hon- um. Enda þótt hann væri önn- um kafinn við rannsóknir sín- ar og öhnur störf náði ástin að brjótast gegnxun erilsamar starfsstundir og skömmu síðar kvæntist hann Láru Capon. Þau eignuðust tvö börn og það seni honum var ekki síður mik- ilvægtvar að konahans fylgdist af áhuga með vísindastörfum hans og studdi hann af ráðurn og dáð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.