Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIB Föstudaginn 16. janúar 1959 beif SKALDSAGA EFTIR MARY ESBEX. sinni, leiðinlegri stelpu en forríkri. En annars var móðir hans bezta manneskja, sagði hann. Allt þetta sagði hann henni í fyrstu ökuferðinni þeirra — hann tæpti á því, að hún yrði að kynnasi foreldrum hans, og hún fann að hann gaf henni nánari gætur. Hún vonaði með sjálfri sér að hún kæmi ekki illa fyrir sjónir. Hún gat ekki vitað að Colin hafði oröið ástfanginn af henni við fyrstu sýn — ljósa hárinu og fallega hörundinu. Hún var svo hressandi ólík stúlkunum, sem hann umgekkst oftast. Þegar þau námu staðar fyrir utan húsið, sem hún átti heima i, var það ekki nema sjálfsagt að Candy byði honum inn. Þau komu dálítið flatt upp á frú Grey, hún hafði farið sér hægt eftir að Candy var farin. Hitinn hafði komið svo óvænt og frú Grey þoldi illa hita og hafði hvorki farið úr morgunkjólnum eða tekið til. Hún varð ringluð þegar hún sá Candy, sem hafði farið fyrir hálftíma, vera komna heim aftur með karlmanni, jem leit út eins og grískur guð. Áður'en hann fór aftur hafði henni dottið nokkuð í hug: Hún hafði lesið eitthvað um Colin í blaði, og séð mynd af honum á prenti. Faðir hans var barón, og vafalaust renndu margar ung- ar stúlkur hýru auga til piltsins! En nú leit hann Candy hýru ; auga. Hún minntist á þetta við Candy þegar hann var farinn. — Bull! sagði Candy. — Því ekki það? Mörgum finnst þú verulega lagleg með ljósa hárið og gráu augun, þær eru eflaust öðru vísi þessar, sem hann er vanastur. Það væri dásamlegt ef hann giftist þér! Candy varð blóðrjóð..Hún andmælti eindregið, en gat samt ekki annað en hugsað um þetta. Og svo var dyrabjöllunni hringt og inn kom ljómandi vöndur, ljósrauðar rósir með löngum leggjum j .... Þetta Var fyrsta skiptið sem karlmaður hafði sent Candy j rósir. Á spjaldið sem fylgdi hafði Colin skrifað að hann mundi lítaj inn síðdegis, til að frétta hvernig henni liði. Hann vonaði að hún mundi hafa jafnaö sig eftir áfallið og gæti ekið út með honum.' Þau gætu farið eitthvað út í sveit til að heyra í gauknum.... — Eg hef líklega talað of mikið um sjálfa mig á leiðinni heim, sagði Candy sneypt. Frú Grey var mjög áfram um að Candy færi með Colin, og þau óky langa leið. Gegnum skóg og meðíram beitilandi, trén voru Ijósgræn i fegursta skrúði, þau heyrðu í gauknum — annars var kvakið í honum öðru vísi en Candy minnti. Þau höfðu ávaxtakörfu með sér í bílnum, ferskjur, vínber og villijarðarber. Ef hún væri til í það gætu þau ekið út á morgun líka. Daginn eftir átu þau í gildaskála langt fyrir utan borgina. Candy varð að vera í bláa kjólnum enn einu sinni, hún átti ekki neitt annað sem notandi var. Hún átti hatt, sem átti við hann, en skildi hann eftir heima, hann var laglegur en ódýr, og hún j kunni betur við sig berhöfðuð, aðeins eina rós, gleym-mér-ei og liljukonvall, sem hún festi á kjólinn. Þetta mundi visna bráðum, en hún hafði aldrei séð fallegri blóm. Augun Ijómuðu þegar hún horfði á hann — enginn gat gefið henni gjöf, sem giaddi liana meira! — Hann er ástfanginn af þér, ságði móðir hennar, þegar hún kom heim um kvöldið. — Áður en þú fæddist sagði spákona mér, að dóttir mín mundi giftast ríkum manni — það var skráð í stjörnunum, sagði hún. Annars las hún það úr tebolla.... En íiún hefur vafalaust átt við Colin. Svona byrjaði nú þetta. Viku síðar, heitan sunnudagsmorgun er þau sátu við vatnið í forsælunni undir stórum gömlum víði, með matarkörfuna hjá sér, sagði hann allt í einu: — Candy •— giítstu mér. Eg elska þig, ofsalega, stjórnlaust! En þú segir nei, bind eg stóran stein við hálsinn á mér og fleygi mér í vatnið. Vertu ekki að hlæja að mér — þetta er full alvara! Getum við ekki gifst strax! Þú skalt aldrei þurfa að iðrast eftir það, Candy. Eg skal verða trúasti eiginmaður í heimi, það skaltu sanna. Kysstu mig, Candy — segðu að þú viljir giftast mér? — Þú mátt ekki tala svona — við þekkjum varla hvort annað! Henni fannst fullmikill flýtir á þessu. En þegar hann faðmaöi hana að sér og kyssti hana aftur og aftur, fann hún að þessi faðmur mundi ávallt vernda hana. Aðeins einn maður var til í heiminum, sem máli skipti fyrir hana, og hann mundi hún elska til efsta dags. — Elsku stúlkan mín, getum við ekki giftst áður en sumarið er úti? Eru sex vikur ekki nægur timi til undirbunings — þú veröur að eignast margt fallegt — og til þess að undirbúa brúo- kaup, eins og allar stúlkur langar til að hafa? — En ekki stórbrúðkaup, sagði hún. —' Hún mamma getur ekki lialdið stó.rt brúðkáup, skilurðu. — En það má ekki vera of lítið heldur — það verður að fréttast sem víðast hve heppinn eg hef verið! Eg vil að sem flestir öfundi mig. Og svo förum við brúðkaúpsferð t!l Venezia, — sem allra fyrst. Candy — er það ekki? Eg veit að það hefur venð dekrað við mig, það er kannske mest mönnum að kenna — en nú kemur til minna kasta að dekra við þig. Alla okkar æfi! Candý sundlaði. Hér var allt sem hana hafði dreymt um, maður sem elskaði hana og var stoltur af henni, hún átti hann — hún tók höndunum um hálsinn á honum og fann að hun mundi aeyja, ef hann hyrfi úr tilveru hennar núna. — Colin, eg elska þig. Og það veröur dásamlegt að láta þig dekra — svolítið — við sig. Þau sátu þarna viö vatnið langt fram á dag, og svo átu þau miödegisverð á litlum veitingastað á heimleiðinni. Þau höfðu rauðar rósir á borðinu, og þegar dimmdi var kveikt á kertum. Þau komu seint helrn. í meðvitund þeirra var tíminn hættur að vera til. Kvöldið gat aldrei orðið nógu langt, engu lá a — þessi dagur átti að verða endurminning, sem þau geymdu um ókomna æfi — endurminning um trúlofunina. Loks óku þau hægt heim, og hann raulaði fyrir hana ..All the things you are...." En mcð- ur Candy var orðin veik af hræðslu, hú'n ímyndaði sér að slys hefði komið fyrir — billinn oltið og þau bæði í sjúkrahúsi. En hún leyndi öllu slíku er hún heyrði fréttina miklu. Nú var himininn opinn hennar elskuðu Candy, nú var öllum leiðindum og mótlæti lokið. Nury og sparnaður hjáliðin saga og áhyggjurnar fyrir ínorgundeginum — þær höfðu lifað margt mótdrægt, en nú brosti lifið við þeim. Þegar Coiin var farinn og' hljóðið í stóra bílnum hans þagnað, fór hún að tala um húsbúnaðinn við Candy. Hún varð að gefa dóttur sinni sæmilega i búið, en hafði ekki hugmynd um hvar hún ætti að fá peningana til þess. Og svo varð hún að halda dálitla brúðkaupsveizlu líka. —■ erfiðleikarnir uxu lienni yfir höfuð aftur. .— Eg er svo glöð, Candy litla, sagði hún, en það er hræðilegt að vita ekki hvernig við getum klofið' þetta. Það þarf svo mik- ið til! — Það verða einhver ráð með það, sagði Candy. Hún gat ekki hugsað um neitt annað en að Colin elskaði hana, og að liún elskaði hann — hvaða máli skiptu peningarnir þá? Morgunin eftir komu nýjar rósir, og skömmu síðar kom bréf frá móður Colins í póstinum. Kannske ofurlitið þurrlegt, en þó vmgjarnlegt. Hún skrifaði að Candy yrði að koma undir eins og hún gæti, og m:ð bréfinu fylgdi ofurlítil demantsnæla — erfða- gripúr úr ættirni. Manuna Colins hafði verið með þessa nælu þegar maðurinn hennar bað hennar, og nú langaði hana til að Candy notaði hana. Þetta var undurfagur og dýr skartgripur, sem Candy gladdist mikið yfir, hún varð heit og glöö við tilhugsunina um það, sem fælist bak við þessa gjöf. Candy gat vitanlega ekki kcmist hjá að heimsækja Cameron Á XVÖLDYÖKUNNI lllil Þar sem löng og eyðileg auðn hefst í Ameríku eru sex benzínstöðvar í röð. Á fyrstu stcðinni risavaxin auglýsing, svohljóðandi: „Hér er síðasta tækifæri til að fá benzín — næstu fimm benzínstöðvar eru aðeins tíbrá.“ ★ Þegar eg var bai-n var eg' óvenju sterkur. Eg var svo sterkur, að fólkið mitt batt mig við rúmið þegar það fór út. Eg beið hálftíma — þá fór eg' með rúmið í kvikmynda- hús. ★ Það er hægt að leiða dreng að vatninu — en það er ó- t mögulegt að fá hann til þess að þvo sér um hálsinn. ★ Það datt svo mikið af tönn- um úr mér, að eg var eini krakkinn í skólanum, sem gat rekið út úr mér tunguna án þess að opna munninn. Á litlu kaffihúsi í Colorado hangir skilti á veggnum me'ð þessari áletrun: „Gerið svo vei ! að móðga ekki stúlkurnar, sem jganga um beina með því að bjóða þeim þjórfé.“ En þegar jveitingamaðurinn er ekki við- látinn stendur á borðinu lítil sparibyssa og ritað á hana: „Fyrir móðganir.“ ★ Skattheimtumaðurinn stöðv- aði litia drenginn. „Heyrðu, sonur sæll. Eg skal gefa þér heilan dal ef þú fylg- ir mér að eimingarkerinu hans föður þíns.“ „Eg skal fylgja þér,“ sagði drengurinn litli. „En þú verð- ur fyrst að gefa mér dalinn.“ ,.Nei,“ sagði skattheimtu- maðurinn. „Þegar eg kem aft- ur skal eg gefa þér hann.“ „Heyi'ið méi' nú góði maður.“ sagði krakkinn. „Ef eg fylgi yður að eimingarkerinu hans pabba, þá komið þéi' ekki aft- „Það lítur út fyrir að þér geðjist ekki að nýju kennslu- konunni,“ sagði móðir drengs- ins. ,.Eg hata hana,“ gargaði drengurinn. „Mig langar til að taka hana og bíta hana aftan á hálsinn eins og' pabbi gerir.“ ★ 'TI/AE FOK VvWAT?* PANTEÞ SUE AS SHE STLVASLEÞ A^TESÍ. THE MEN. 'TIME/GAPVEV KEFUB'P COLPLV *TO PKEVENT TONV FKCA /AUPPES'.NS HIS BPOTHEK ANF> TO CLEA!? VOJK CONSaEK.CE:' Tarzan sannfærði sig um hvarf Austin tvíburanna. „Þessa leið,“ sagði hann. ,,Ef við flýtum okkur, verðum við máske ekki of sein.“ „Of sein til hvers?“ sagði Sue þar sem hún klöngraðist : eftir mönnunum. ,;Of sein,“ svaraði Garvey kuldalega, „til að varna því að Tony myrði bróður sinn og losi big við samvizkubit.“ ..Þeir eru demókratar,“ sagði Ieb frændi ..En þú sagðir mér í síðast- liðinni viku að þeir væri re- públikanar.“ „Það var í síðastliðinni viku,“ svaraði Ieb frændi. „En í þessari viku haf-a augu .þ'eirra opnast.“ Föt barna haldast hrein marga daga — ef börnin eru ekki í þeim. * Eg hefi verið beðin um að ■ giftast þúsund sinnum. Hverjir bácu þig um það? TP cí"KKi m i rm n o' m o m m o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.