Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir off annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að þei. sem gerast áskrifendur
Vísis cftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta,
Sími 1-16-60.
Föstudaginn 16. janúar 1S59
liikela
Skautamót íslands háð á
Akureyri um mánaðamótin.
á
iikli! áhy|i
VII! enn fund æðstu manna. - Bezt
fngnað vestra af auðvaldssinnum.
Erct23SiErs* laases erg Eiseaalass’iycrs
er á mni'iSun.
Anastas Mikojan ræðir í dag
<nið John Foster Dulles og ut-
«nríiksmálanefnd öldungadeild
»r þjóðþings Bandaríkjanna,
cn á morgun ræðir hann við
Eisenhower i'orseta.
Mikojan kom í gær í heim-
Sókn í höfuðstöð Sameinuðu
|)jóðanna í New York, þar sem
( Dag Hammarskjöld tók á móti
Iionum. Mikojan sagði við þetta
tækifæri, að sovétstjórnin teldi
«nn nauðsynl., að haldinn yrY
fundur æðstu stjórnmála.cfé-
toga stórveldanna til *þess að
fjalla um Þýzkalándsvandamál-
Sð. Hann vék að uminælum
ÍDullesar varðancli leiðir til þess
að ná samkomulagi um Þýzka-
land, kvað þau athyglisverð en
|>au myndu ekki grundvöllur ti)
|>ess að reisa á samkomulag
Hann kvaðst vera sömu skoðun-
ar og áður urn ágæti sovézku
Jillagnanna.
f hópi
Cyðinga.
Mikojan ncytti hádegisverða '•
aneð leiðtogum Gyðinga i New
York og notuðu þeir tækifærið
■ (Dg lýstu áhyggjum sínum út af
íregnum urn, að í Sovétríkjun-
tim stæði til að senda alla Gyð-
Snga landsins til Sibiríu, til þess
að láta þá setjast að í héraði
nokkru. Mikojan neitaði, að
þetta hefði við nokkuð að styðj-
ast.
Mikojan og
handaríska
auðvaldið.
f brezka blaðinu Daily Tele-
graph o. fl. er vikið að því, að
verkalýður Bandaríkjanna hafi
ekki orðið uppnuminn við komu
Mikojans, látið sér nægja að
stara á þennan mann úr fjar-
lægð með nokkurri undrun, og
sé þetta í rauninni ekkert
furðulegt, því að bandarískur
verkalýður viti vel um kjör og
frelsi rússnesks verkalýðs við
stjórn kommúista. Þá hafi fá-
mennur hópur, aðallega flótta-
, menn, látið í ljós gremju og
andúð, en það hafi verið inn-
an vébanda bandaríska auð-
valdsins, i hópi kapítalista,
iðjuhölda, kaupsýslumanna og
forstjóra stórfyrirtækja, að
honum hafi verið fagnað af
innileik og hann unað sér bezt.
og sé þetta heldur ekkert
furðanlegt. — Blöðin ' te!ja
ekkert við það að athuga, 'þótt
þeir ræðist við Eisenhower og
Mikojan; á það verði ekki liíið
sem tviveldafund, eftir skýr-
ingu Eisenhowers, að mikil-
vægi fundarins lægi í tækifær-
inu til að skyggnast hvor í
annars hug. -— Manchester
Guardian víkur að Mikojan
sem „Armeníumanninum bros-
andi“ og telur talsver við það
unnið, ef honum takist að auka
viðskipti milli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna.
Akisreyri issn fsessar nsusidir.
Tito var fyrir skemmstu í heimsókn hjá Nasser, forseta Sam-
cinaða Arabalýðveldisins, og er myndin tekin við komu Titos
á flugvöllinn í Port Said.
Akureyri, í gær.
Akveðið hefir verið að svo
fremi sem veður og aðrar á-
stæður leyfa verði skautamót
Islands háð á Akureyri dagana
31. jan. og 1. febrúar næst-
komandi.
Mikill áhugi er fyrir skauta-
íþróttinni á Akureyri og hefir
fjöldi fólks verið á skautum á
Akureyrarpolli eftir að hann
lagði. Nú er Pollurinn lágður
innan til landa á milli, en nær
kaupstaðnum hafa skip, sem
lagst hafa við Torfunefs-
bryggju, brotið rennu i ísinn
og fyrir bragðið .myndast
nokkur hætta fyrir skauta-
fólkið, einkum eftir að dimma
tekur á kvöldin.
Til þess að koma í veg fyrir
þessa hættu hefir íþrótta-
bandalag Akureyrar — með
tilstyrk bæjarins — sprautað
skautasvell á æfingasvæcinu
á Oddeyri og var svellið tekið
til almennra afnota í gær. Sótti
það fjöldi fólks, jafnt ung-
lingar sem fullorðnir. Svellið
er upplýst eftir að dimma tek-
ur og hljómlist útvarpað. Það
er 40X60 metra stórt og opið
daglega kl. 2—6 e. h. og aftur
frá kl. 8—10 á kvöldin. Að-
gangur er seldur á 1 krónu
fyrir börn og 3 krónur fyrir
f ullorðna.
Rétt ofan við skautasvellið
er skíðabrckka, sem einnig er
upplýst og geta mennt rennt
sér þar á skíðum að vild
Gert er ráð fyrir að innan
skamms hefjist bæði skíða- og
i skautakennsla á Akureyri og
Akureyringar sem kenna. —
Kennslan fer fram á vegum
íþróttabandalags Akureyrar.
f morgun var 14 siga frost
á Akureyri.
340 lestir af 30 kátum
í Eyfum í gær.
Fjoldi sÍBiiskevta sení til Fœr-
eyja í gœr.
Mikil aðsókn að skauta-
sveOmu á MelaveOinum.
Hlest bör-n og uogfingar, sem
iðka skiðaíþróttina.
Kristján frá Birnings-
stöðum jarðsunginn.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær.
I gær fór fram á Akureyri
útför Kristjáns Kristjánssonar
eldri frá Birningsstöðum.
Kristján heitinn fæddist
1875. Hann fluttist árið 1904
til Akureyrar, tók þá strax að
sér viðgerðir hjá Landssíman-
«m og vann síðan óslitið í 40
ár á vegum símans, ýmist við
lagningar, viðgerðir eða verk-
stjórn.
Sonur Kristjáns heitins er
Kristján „bíiákongur“ á Akur-
eyrí.
Skautasvellið á Melavellinum
hefur verið mikið sótt frá því það
var opnað skönunu eftir áramót-
in og suma dagana hafa þeir
skipt hundruðiun, sem sótt hafa
svcllið.
Mest eru það unglingar og
krakkar, sem stunda skautaí-
þróttijia, en einnig talsvert af
fullorðnu fólki. Svellið er opið
öllum almenningi írá kl. 2 e. h.
daglega til kl. 10. 30 að kvöldi.
Eftir að dimma tekur er svellið
lýst upp og jafnframt er útvai-p-
að hljómlist í gegnum gjallar-
horn.
Svellið er ca. 80x100 metra
fleti og er það daglega hi-einsað
og sprautað til þess að halda
því við. Allir jafnt unglingar
sem fulloi-ðnir, hafa látið óskerta
ánægju sína í ljós og það fer
ekki milli mála að þessi ráðstöí-
un nýtur óskerti-a vinsælda. Þess
skal getið að aðgangur að svell-
inu er ókeypis.
íþi-óttavallarvörðurinn hefur
tjáð Visi, að mikil brögð %*æru
að því, að krakkar skildu eftir
ýmis konar dót þegar þeir yfir-
gæfu svellið á daginn eða kvöld-
in og þetta dót þein-a, þ. á m.
treflar, vettlingar, sokkar o. fl.
lægi eins og hráviði í kring um
svellið eftir að lokað væri á kvöld
in. Taldi vörðurinn ástæða fyrir
foreldra að minna börn sín á
hirðusemi og að skilja föggur
sínar ekki eftir í reiðuleysi.
Þá gat vallarvörur þess einnig,
að smávegis meiðsl eða óhöpp
hefðu komið fyrir á svellinu, en
yfirleitt hafi þau orsakast af því
að smáki-akkar legðust á svellið
en síðan rækist skautafólkið á
þá og af því stöfuðu meiðslin.
Kvað hann brýna nauðsyn vera
til að áminna krakka um að
Ieggjast ekki á svellið.
Svellið verður sprautað áfi*am
sv'o lengi sem frost haldast.
^ Tító forseti Júgóslavíu er
nú í heimsókn í Nýju
Dehli,
Frá fréttaritara Vísis.
Vestm.eyjum í morgun.
Bátunum fjölgar á sjónum á
hverjum degi og nú munu yfir
30 bátar vera byrjaðir róðra.
Það er sama hvar lagt er hér í
kringum Eyjar alls staðar er
afli. Flestir voru með 10 lestir.
Bátarnir eru samt dreifðir,
bæði fyrir austan og vestan
Eyjar og enginn munur er á
aflabrögðum. Alls bárust hér á
land 340 lestir af fiski í gær.
Hin þekktu aflaskip Ófeigur
og Gullborg eru byrjuð róðra.
Ófeigur fékk tíu lestir í fyrsta
róðrinum í gær.
Björg frá Eskifirði lagði línu
sína á leið suður og fékk 30
les.tir.
Útgei'ð margra báta í Vest-
mannaeyjum byggist að mestu
á aðkomusjómönnum. Þess
vegna eru yfirvofandi vand-
ræði ef Fæi'eyingar fást ekki
hingað á vertíðinni. í gær sendu
útgerðai'menn skeyti til þeirra
Færeyinga sem höfðu ráðið sig
hingað að segja afdráttarlaust
hvort þeir kæmu eða ekki, ella
yrðu aði'ir menn ráðnir í þeirra
stað.
Svarskeyti höfðu engin borizt
til Eyja í morgun. Hins vegar
fréttist frá Færeyjum í gær-
kveldi að Fiskimannafélagið
hefði ítrekað bann til félag-
anna að ráða sig á íslenzk skip.
Fór því enginn færeyskur sjó-
maður með Dronning Alexand-
rine, sem fór frá Þórshöfn til
Reykjavíkur í gær.
Gaitskell hjá
De Gaulle.
Hugh Gaitskell ræddi við
De Gaulle í gær.
Aðalumræðuefnið var kjarn-
orkumál og sambúðin. við
Rússa, en aðeins vikið að Alsír.
500.000 kr. á
heilmiða hér.
Hálfrar milljóna króna vinn-
ingurinn í 1. flokki Happ-
drættis Háskóla íslands féll á
nr. 38896, en það er heilmiði
seldur í umboði Guðrúnar Ól-
afsdóttur og Jóns Arnórssonar
í Bankastræti.
Dregið var í 1. drætti happ-
drættisins í gær um 412 vinn-
inga, samtals að upphæð kr.
1,015,000,00.
Næsthæsti vinningurinn, 50
þúsund ki'ónur, kom á númer
16189, sem er hálmiðar, seldir ■
á Hofsósi og Siglufirði.
Tíu þúsund ki'ónur féllu á
þessi númer: 23568, 40790 og
46712. Fimm þúsund krónur
fengu númerin 933, 4481,
37759. Fjórir aukavinningar
að upphæð kr. 5000,00 komu á
númer 3088, 38895, 388897 og
40406.
Gefin voru út 5 þúsund ný
númer nú um áramótin, og
seldust þau öll upp, eins og
búzt var vð.