Vísir - 09.02.1959, Side 10

Vísir - 09.02.1959, Side 10
10 VlSIR Mánudaginn 9. febrúar 1959' 21 t keit y BKALD5AC3A EFTIR MAHY ESSEX. að leggjast á eitt um að gera Diönu heilbrigða aftur? Eigum við að lofa hvort öðru því? Var það tilviljun að hafmeyjamyndir voru mótaðar í glasið hennar? Hún horfði lengi á þær en hann fór að segja henni sitt aí hverju af sínum högum. Hann talaði um Cambridge með söknuðarhreim í röddinni, og um hve vænt föður hans hefði þótt að hann lagði stund á lög- fræði. Þegar faðir hans varð veikur og dó, bar misserinn móð- ur hans ofurliði og hún dó skömmu síðar. Hann taldi að úr því að þau hefðu lifað svo lengi saman i hamingjusömu hjónabandi, hefði hún ekkert að lifa fyrir eftir að hann var fallinn frá, jafnvel þó að þau ættu börn. Þegar hann var orðinn einn lagði hann sig allan fram um að ná prófi sem fyrst. — Eg hef veriö heppinn, sagði hann. — A5 maður nær áliti sem málaflutningsmaður er mest undir því komið að maður sé heppinn með það sem maður gerir. Hann þuklaði á stéttinni á glasinu og varð hugsi. I fjarska glitruðu ljósin í Monaco og blikuðu í sjónum. Kannske var það svona kvöld, sem gerði honum svo auðvelt að tala um trúnaðar- mál sín, eða ef til vill langaði hann að Candy vissi meira um sjálfan hann. Að minnsta kosti hélt hann áfram: — Eg tók mér nærri að missa foreldra mína. Um tíma var eg beygður af sorg, en svo gaf eg mig allan að lestrinum og reyndi að umgangast fólk meir en áður. Eg eignaðist marga nýja .vini, og gegnum þá kyntist eg fólki, sem eg hafði engin kynni haft af áður. Eg varð ástfanginn upp fyrir eyru — eg er líklega ekki einn um það, því að flestir lenda í því. Hún hét Amanda — eg held það hafi verið nafnið, sem heillaði mig fyrst, eg hafoi aldrei kynnst neinni Amöndu áður. Hún var há og glæsileg og ótrúlega grönn. Hárið eins og rauðagull, og augun voru græn. — Lafði Cameron er líka græneygð — það var líkast og Candy hugsaði þetta hátt. — Eg veit það. Það var eitt af því fyrsta sem eg tók eftir þeg- ar hún stóð í vitnastúkunni. En okkur er bannað að tala um þetta, muniö þér! Candy hló titrandi. — Þá strikum við yfir síðustu árin. Hann kinkaði kolii og hélt áfram: — Eg hitti hana á dans- skemmtun. Eg hafði gaman af að dansa þá — síðan hef eg ekki haft mikinn tíma til þess. — Það getur veriö að Amanda hafi skilið mig betur en eg skildi hana. Hún var foreldralaus og síkvikandi af spenningi — og verkaði mjög eggjandi á unga menn, sem ekki höfðu séð þess konar kvenfólk áður. Við vorum oft úti saman, og hún kunni að klæðast smekklega. Hún var alltaf glæsilega til fara, og eg hef’ alltaf verið veikur fyrir smekklegum klæðaburði. Hana langaði til að komast að leikhúsi, hafði leikið nokkur smáhlutverk en aldrei kveðið að henni á sviðinu. Við trúlofuðumst og henni var áfram um að giftast strax, en einmitt þá átti eg að taka að mér bráðabirgðastarf sem dómarafulltrúi. Meðan eg var burtu hugsaði eg mikið til hennar, en var nú ekki alveg viss um tilfinningar mínar lengur. En þegar eg var meö henni var eg alltaf gagn- tekinn af hve hrífandi og glæsileg hún var. Hún var orðin óþolinmóð og sagði að annaðhvort yrðum við að giftast núna eða .aldrei — og svo giftumst við, — Og svo? — Við fórum hingað í brúðkaupsferð. Þess vegna skyldi maður halda að staðurinn minnti mig á hana — en það gerir hann aldrei. Hún varð ekkert glöð þegar Diana fæddist, tíu mánuðum síðar. Hún hafði óskað sér að eignast dreng, sagði hún — en sannleikurinn var'sá að henni fannst'barnið vera til byrði. Við jöguðumst oft. Hún fór oft ao heiman og var fjarverandi í marga daga án þess að láta nokkurn vita hvar hún væri. Hún var svona gerð. Það er hálft þriðja ár síðan okkur kom saman um að skilja. — Þar var hræðilegt fyrir Diönu. — Já. Eg vildi óska að við hefðum getað komist hjá þessu — barn þarf á báðum foréldrum sínum að halda, það verður aldrei það sama ef aðeins annars þeirra nýtur við. Og svo fékk Diana lömunarveikina. Hann tók málhvíld. Gítar nágrannans þagði líka, svo að kyrrðin var alger. Svo hélt Jackson áfram: — Þér og eg verðum að reyna að leggjast á eitt um að Diana fái heilsuna, og móta framtíð hennar. Mér er annt um að hen»i liði sem allra bezt, hún er það eina sem eg á, og úr því að eg er að skilja verða börnin 'ekki fleiri. Eg er stoltur af henni, og eg vil að hún verði stolt af föður sínum. — Það verður hún áreiðanlega, sagði Cándy með áherzlu. Dagarnir liðu í rauninni fljótt. Þau fóru langar ferðir í bil Hughs, þrjú saman. Þau fóru til Grasse og kornu heim aftur með smáglös af undarlegustu ilm- vötnum, og þau fóru til Cannes og Nice. Þau sigldum í litlum bát, sem Hugh var afar montinn af og lauguðu sig í bláum sjón- um, sem alltaf var hlýr, og lágu fyrir og hvíldust þegar heitast var á daginn. Candy fannst þetta eins og ævintýri og óskaði að það tæki aldrei enda. Stunduih reyndi hún að skilgreina tilfinningar sínar gagnvart Hugh. Hvernig líst ungri stúlku á töfrandi mann á bezta aldri, urigan þó hann sé farinn að grána í kollvikunum? Hann var alltaf nærgætinn og alúðlegur, hagaði sér alltaf rétt. Hún varð að játa að hénni féli betur við hann með hverjum deginum sem léið. Kannske var hún í því hugarástandi, er hún kom hingað, að henni hætti til að hrifast af slíkum manni — þó aldrei kæmi h’enni til hugar að hún gæti hrifist einmitt af hon- um! Var það eingöngu það, að henni geðjaðist vel að honum vegna þess að þau áttu heima undir sama þaki, eða — hún mátti ekki láta hugann fara með sig í gönur.... Þegar Diana næði heilsú aftur mundi hún fara með henni til Englands aftur, kannske liti allt öðru visi út þá? En þangað til gat hún nbtið lífsins.... • Monica hjúkrunarkona kom á hverjum morgni.-og lét Diönu iðka sjúkraleikfimi, og ’allir voru sammála um að Diana væri ástundarsöm og æfði sig vandlega. Einn daginn sagði hún Candy að hjúkrunarkonan hefði sagt sér að skammt mundi verða þangað til hún gæti farið að leika á píanó aftur og gera allt sem hana langaði til. — Eg verð alveg, alveg heilbrigð aftur, Candy! sagði hún hugfangiri. Nanny gekk gegnum herbergið í „sömu svifum og brosti ánægð til telpunnar. — Þú ert heppin, Diana, sagði hún ástúðlega. — Eg er heppin líka, að fá að vera hérna með þér, greip Candy fram í. Diana sneri sér að henni. — Mér þykir ofur vænt um þig, Candy, sagði hún og tók höndunum um hálsinn á henni. — Pabba þykir vænt um þig líka, bætti hún við. P Candy sotroðnaði í kinnum þegar Nanny leit a hana, og gljai kopi á augun. Hvað átti Diana eiginlega við? Þetta var svo skritið -— hún- hafði kynnst allt annari hlið á þessum manni en að henni vissi í réttarsalnum. Hún vissi ekkert hvað hún átti að nalda um hann. Hvor þeirra var eiginlega sá rétti Hugh Jackson? Einn daginn gerðust þau stórtíðindi að Candy og Diana fóru með Jackson að horfa á blómaskrúðgöngu. Ungur, dökkeygur Frakki vildi endilega gefa henni þrjár hvítar gardeniur til að hafa í hárinu — hann gafst ekki upp fyrr en hann fékk að festa þær í hárið á henni sjálfur og horfði hreykinn á verk sitt. Hugn var skemmt og hann erti Candy með því að hún hefði roðnað ■þegar Frakkinn Var að slá henni gullhamrana. — Það snýst allt um ástina hjá Frakkanum — toujours l’amour —■ sagði hann. — Þeir eru ekki gerðir úr klaka eins og norrænu þjóðirnar. — Ekki allir! — Ætli það sé ekki svo um flest okkar — því miður! • •**/• ••'/• •túa •*•/■ •«'/• •• E. R. Burroughs TAH!2 AN •«'/••»•/••«»/1 2813 PlCtf 1 N/«riBusts>4 ZyZ* oCrtJ ^ Czj-zpO ' ra.'ii.«'7iö ------------------------- Dlstr by t’nited peature Syndicuts. Inc. u Nú byrjaði bardaginn. Hann stóð ekki lcngi því fyrr Ansturver h.f. Til viðbótar frétt í Vísi s.l. laugardag um Austurver h.f. skal eftirfarandi tekið fra.rn: Ijramkvæmdarstjóri Austur- vers og kjörbúðarinnar er Sig- urður Magnússon. Austurver h.f. rekur jafnframt Melabúð- ina, sem stofnuð var og starf- rækt af Sigurði Magnússyni. Veggur li.f. reisti húsið, svo sem fyrr var getið. Það var í september 1954, sem ýmsir kaup menn hér í bæ komu saman, til þess að ræða samtök til að reisa verzlunarhús með nútíðarfyrir- komulagi, á leigu eða til kaups, til reksturs smásöluv7erzlana. Veggur h.f., sem þannig kom til hóf svo framkvæmdir 1956. Arkitekt Austurvers var Skarphéðinn Jóhannesson. Bygg ingarfélagið Brú reisti húsið. Byggingameistarar: Ólafur Árnason og Digrik Jónsson. Múrverk innan húss: Hallgrím- Ur Magnússon múrarameistari. Innanhússinnréttingu önnuðust Valdimar Qlafsson og Enst Mik- halik ljóstæknifræðingur. Innrétting í kjödbúðina smíð- aði Kaupfélag Árnesinga. Kæli- skápar aru smíðaðir hjá Heklu. Allt tréver annað en það, sem nefnt var, annaðist Byggingafé- lagið Ösp. Málun: Kjartan Gísla- son. Dúklagningu: Einar Þor- varðsson og Sæmundur Kr. Jóns son. Pípulagningar: Guðmund- ur Finnbogason. Smíði og upp- setning: kæli- og frystiklefa Sveinn Jónsson. Þess skal getið um fiskbúð Sæbjargar, að fiskvinnsla fer þar ekki fram. Sæbjörg hefur sem kunnugt er, fiskmóttöku og frysti- og klæiklefa í Verbúðum 41 og 42 og þar fer fram öll vinnsla. Sæbjörg hefur, sem kunnugt er, aðalbúð á Lauga- vegi 27 og útbú við Hjarðarhaga. Hjá fyrirtækinu vinna 11 manns, en eigendur eru Björgvin Jóns- son og Óskar Jóhannesson. RIMLATJÖLD en varði hafði hnífur Tarz- ans murkað lífið úr skepn- unni, en þáð munaði minnstu að þeir yrðu öðrum krókódíl að bráð. (jhujcjaijMd Lind. 25. — S: 13743. PASSAMYNDIR teknar í dag — tilbúnar á morgun. Annast myndatökur á ljósmyndastofunni, í heima- núsum, samkvæmum, verksmiðjum, auglýsingar skóiamyndir o. fl. Pétur Thomsen, kgl. iurðljósm. Ingólfssiræti 4. Sími 10297.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.