Vísir - 25.03.1959, Side 10

Vísir - 25.03.1959, Side 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 25. marz 1959 -££☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ SUSAN INGLIS: * & & Hj l\öclcl aR T aN '☆ ☆ ☆ ÁBTAR5AGA ☆ ☆ ☆ " " Ö * ‘^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆’ 21 Penny sat þegjandi. Þá yrði hún að vera heila nótt með hon- um. „Auðvitað get eg labbað af stað, ef yður finnst öruggara að vera hérna ein,“ sagði hann. „Ef eg kveikti stórt bál áður en eg fer....“ Hann horfði á hana alvarlegur, og hún roönaði er hún fann hve greinilega hann gat lesið hugsanir hennar. „Æ, nei, gerið það ekki,“ sagði hún samstundis, og á þessu hugnabliki vissi hún ekki sjálf, hvort hún sagði þetta aí hræðslu við bergljónin eða af þvi að henni var að aukast traustið á Andrew Brand. Hvernig sem á því stóð var helzt að sjá að orð hennar gleddu hann. „Jæja, einmitt," sagði hann nærri því glaðlega. „Þá er bezt að við komum okkur eins haganlega fyrir og hægt er. Það var leitt að við skyldum flýta okkur svona mikið að ganga frá hnakktöskunum okkar. Eg er hræddur um að við verðum að vera án kvöldverðar, en verðum að láta okkur duga vindlinga og vatn! En við getum gert okkur stórt bál.“ Hann fór að tína saman kvisti og gerði stóran köst úr þeim. Penny hjálpaði honum, þrátt fyrir mótmæli hans, þangað til nóg var komið af eldsneyti fyrir alla nóttina. Svo fór hann að reita þurra sinu. „Moldin verður hörð ur.dir eins og kólnar,“ sagði hann. „En hérna er ágætt rúm handa yður, senorita." En hann sjálfur þá? Hann hló. Hann var alvanur að liggja úti, undir beru lofti. Penny hallaöi sér upp að trénu og hafði vafið heitum ullar- j frakka utan um sig. Hún var þreytt og þakklát fyrir þecta mjúka sínu-rúmi, en ekkert syfjaði hana samt. Líklega var það umhugsunin um bergljónin, sem geröi henni orótt — það hlaut að vera hún, hugsaði hún með sér — þó að Brand hefði hvaö eítir annað sagt henni að engin hætta væri á að þau gerðu meiri óskunda. Og það lá við að henni þætti verra, að hann haföi hreiðrað um sig svona langt frá henni. Hann leit til hennar og brosti, og hún sá skína í hvítar tennur hans í bjarmanum. frá eldinum. „Það er leitt að við skulum ekki hafa gitar,“ sagði hann í gamni. „Hann hefði átt vel við bálið og stjörnurnar. Þér verðið að fá að sjá reglulegan varðeld einhverntíma, ungfrú Mayne, og lieyra hvernig gaucho-arnir syngja. Þeir hafa ágæta söngrödd, margir hverjir.“ Og svo fór hann, eins og í leiðslu, að raula vísuorð, og Penny titraði, þó ekki skildi hún orðin. „Hvað var þetta?“ Penny gat ekki stillt sig um að spyrja. „Þetta var ein af gömlu vísunum þeirra. Eg var oft með þeim þegar eg var strákur, og þá lærði eg mikið af þessurn vísum.“ „Syngið þér dálítið meira fyrir mig,“ sagði hún, og'hann gerði það. Við og við tók hann hvíld og seildist eftir kvistum til að kasta á bálið. Sum ljóðin þýddi hann fyrir hana, — þau fiölluðu nær öll um búskap, hesta og karlmannleg þrekvirki. En það voru ljóðin ssm hann þýddi ekki, sem komu ólgu í blóð hennar. Henni fannst þaö á sér fyrir. Ótti — og eitthvað annað, sem ekki var ótti — greip hana. Hún lyfti höfðinu eins varlega og hún gat og skimaði kringum sig. Kafði hann farið leiðar sinnar og skilið hana eina eftir? Kvistur datt ofan í glóðina og logarnir dönsuðu. Nei, hann var þarna ennþá. ! Hann stóð spölkorn frá með krosslagða handleggina og starði út í nóttina. Hann var ekki langt undan, en þó svo fjarlægur. Og allt í einu þyrmdi einstæðingskenndin yfir hana, og einhver þrá, sem hún gat ekki fundiö skýringu á. Ilún þráði að nefna nafnið hans og biðja hann um að koma, þráði að rétta fram höndina og láta hann taka i hana, þráði að finna til arma hans faðma sig.... Hún lét höfuðið síga niður á sinubinginn. Var einhverskonar seiðmagn fólgiö í þessum suðrænu nóttum, hugsaði hún ringluð. Það hlaut að vera galdur, eða þá vitfirring að hún gat hugsað til kvöldsins á Casinosvölunum án þess að reiðast eða blygðast sín — tiPveiku ómanna frá hljómsveitinni,1 faðmlaganna, kossins.... Hún gat ekki sofnað aftur. Hún lá grafkyrr og tók eftir hverri smáhreyfingu hjá Andrew Brand, er hann fleygði sprekum á bálið eða krosslagði hendurnar þarna undir trénu. Svona lá hún þangað til fór að birta af degi. j Meðan hún lá svona og gaf honum gætur, sá hún hann stansa1 allt í einu, miðja vegu milli bálsins og sprekahrúgunnar. Hann rétti úr sér og hlustaði. Svo blístraði hann. Hún settist upp. Nú' hlustaði hún aftur, og svo blístraði hann á ný. Og nú gat hún líka heyrt hófadyn nálgast. Eftir nokkrar mínútur sást Mandinga koma fram milli trjánna. „Jæja, æringinn þinn,“ sagði Brand og rétti fram höndina. „Ertu þá kominn aftur til að sækja okkur?“ Mandinga var auðsjáanlega þreyttur og virtist vera sneyptui\ því hann hengdi hausinn ofur aumingjalega, eins og hann væri að biðja fyrirgefningar. Hann heygði fram hausinn móti hend- inni, og dinglaði taglinu.- Andrew tók þegar í tauminn og fór að skoða hestinn. Penny stóð upp og gekk til þeirra. „Eg sé ekki betur en að við komumst til Los Quebranchos hjálp- arlaust, ungfrú Mayne! En fyrst verðum við að fá okkur bita, ef nokkuð er þá eftir í hnakktöskunum.“ Sólin var komin á loft, eins og glóandi rauð kúla, og töírar næt- urinnar horfnir. Penny var hissa á hve hnuggin hún var, einmitt núna, er hún hafði ástæðu til að gleðjast yfir því, að ævintýrið væri bráðum á enda. KVÖLOVÖKUNNI Trúbcði tiikynnti nýlega að 726 mismunandi syndir væri til. Hann fckk þúsundir bréfa með beiðni um lista yfir synd- irnar frá fólki, sem vildi vita deili á því hvaða syndir því væri tamastar. ★ Mann rak á land af skipi,. sem hafði farist og mannætur náðu í hann. Á hverjum degi var skorið í handlegg hans og; villimennirnir drukku blóð hans. Loks kallaði hann höfð- 'hgja þeirra fyrir sig. — Þér geti,ð drepið mig og etið ef þér viljið, sagði hann, — en eg er orðinn leiður á því að láta stinga mig og sjúga úr mér blóðið. ★ Telpan kemur grátandi heim.. Mamman: — Hvað er að? — Hann Egon sló mig. Mamman: — Slóst þú hann ekki aftur? Telpan: — Jú, eg sló hann aftur — fyrst. * Gift stúlka við ógifta: —- Brúðkaup er ákaflega skemmti- legt. Og eg verð að segja að fyrst gekk allt afskaplega vel fyrir okkur. Vandræði okkar hófust fyrst seinna, þegar við fórum á burt úr kirkjunni. Hún fór niður að ánni og þvoði sér í köldu vatninu. Hún var ekkert svöng núna, því að þau höfðu etið leifarnar frá í gær. Þegar hún kom til baka hafði Brand dreift öskunni eftir bálið, hnýtt saman slitrin af beislistaumunum og stóð nú og beið eftir henni. i „Nú er allt til reiðu,“ sagði hann. „Ekkert annað en fara á bak.“ Hún var í þann veginn að gegna þegar henni datt allt í einu nokkuð í hug. Þá stansaði hún og spurði: „En hvað ætlið þér að gera?“ „Eg?“ Hann hló. Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af mér. Eg gæti vel gengið þessa leið tvisvar, ef því væri að skipta.“ „Já-á.... en....“ Hún hikaði. „Getur Mandinga ekki borið okkur bæði?“ Andrew Brand hleypti brúnum. Penny varð hrædd. Ef hann færi að hlæja.... ef hann segði eitthvað.... • „Eg meina,“ flýtti hún sér að bæta við, „að við yrðum miklu fljótari með því móti.“ Andrew Brand hló ekki. Hann svaraði mjög alvarlegur: „Það er satt. Ef þér amist ekki við því. Eg þorði ekki að stinga upp á því.“ Röddin í Penny var ekki nema hvískur þegar hún sagði: „Nei, eg hef ekkert á móti því.“ Eftir á furðaði hún sig á hvort hún mundi hafa getað setið eiri í hnakknum, jafn þreytt og hún var. Mandinga stóð kyrr eins og stoinn, þegar Andrew vatt sér á £., R. Burroughs TARZAM AN7 LAVEE KECEIVEP S5MTENCES APTEK SOSITD'S 'POiSOM' TKIAL'. OUIC<LV NOW, THEV WEKE BCUWP AM? THKOWN INTO A HUT FOK THE COMPt'ANE? 2S55 THE APE-A\AM WAS GKIAV *OF COUKSE, YOU KEALIZE THAT WE HAVE AN API7ITIONIAL AAyST-EKY— * Tarzan og Laver voru dæmdir eftir að þeir stóð- ust ekki eiturlyfspróf, og nú voru þeir bundnir og þeim ( var kastað inn í dýflissu hinna dauðadæmdu. Apa- maðurinn var svartsýnn. •— Auðvitað gerðirðu þér það ljóst, að nú verðum við að ráða fram úr öðru dularfullu máli. Charles kinkaði kolli CHAKLES MO??E? SAPLV. ‘yES-WHY A\y WIFE WAS NOT AFFECTEC? BV THE [7KINK 1-24-4825 dapurlega. Já, hvers vegna konan min varð ekki líka veik af eitriðinu. Kona nokkur þurfti að verja son sinn, sem var ákærður fyrir afbrot. Fyrir réttinum sagði hún, að hann hefði ekki getað drýt þetta afbrot á hinum til— tekna stað, hann hefði verið heima og hún sór, að heima hefði hann verið og unnið allt frá fæðingu. — Þér berið það frammi fjmir dómstólnum, að sonur yðar hafi unnið við búskapinn allt frá fæðingu, sagði lögfræð- ingurinn. — Já, eg leyfi mér að halda því fram, svaraði konan. — Hvað gerði sonur yðar fyrsta ár ævinnar? spurði lög- fræðingurinn. — Hann mjólkaði, svaraði konan hiklaust. * Þegar grasið virðist grænna hinum megin við girðinguna getur verið að það sé betur hirt þeim megin. ★ Maður sem bjó‘á sumrin í Norður-Karólínu hitti þar fyrir svo heimspekilega hugsandi fjallabúa, að um jólin sendi hann honum bók eftir Plato.: Iiann heyrði ekkert frá honum, svo að sumarið næsta spurði hann manninn hvort hann hefði ekki fengið bókina. -— Já, það held eg. — Lásuð þér hana? ■—■ Eg las nokkrar. síður, sagði fjallabúinn, — en þegar eg sá að maðurinn var alveg á sömu skcðun og eg, fannst mér ekki ástæða til að lesa meira. * Móðirin eyðir 15 árum í að kenna syni sínum að hann sé karlmaður, en hann eyðir næstu 15 árum í að kenna henni að hann sé orðinn það. 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.