Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 7
Föstudaginn 8. janúar 1960 V í S IR 7 „Tobías í tárum lá, og trúskap sínum aldrei brá...“ — Þetta er gamall bragur, sem ég man nú aðeins brot úr. Líklega er hann um Tobías nokkurn Tobíasson frá Skaga- firði, en dóttir hans fluttist til Ameriku og giftist norskum manni. Þau bjuggu í Utah og voru mormónatrúar. Son áttu þau, sem hét Nels Windsor og var pípulagningamaður. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum fyrir vestan á dálítið ein- kennilegan hátt, en það sýnir ef til vill bezt hvernig atvikin geta hagað því skringilega, að Islendingar hittast hér og hv'ar um allan heim. Ég var í minni atvinnu sem bakari hfá fyrirtækinu Van De Kamps í Los Angeles, Kaliforn- íu. Þetta er geysimikið fyrir tæki á íslenzkan mælikvarða og hefur t. d. 350 verzlanir í Suð- ur-Kaliforníu auk ýmiss ann- ars rekstui's. Ákveðið hafði verið að setja upp eldvarnakerfi í bakaríið, en það er mikið starf og voru margir menn að vinna við þetta innan um okkur bak arana. Ég hafði sérstaklega tekið eftir einum manni, há um og glæsilegum, dökkhærð- um og bláeygum, og virtist mér hann bera af öðrum um dugn- að og glæsileik. „Eldgamla ísafold.“ Einn daginn bar svo við,, að einhver hafði orð á því svo hann heyrði, að ég væri ís- lendingur. Hann vatt sér um svifalaust ,að mér og spurði hvórt það væri satt, og játti ég því auðvitað. Þá sagði hann mér, að hann væri einnig ís- lenzkur í aðra ættina, og virt- ist hreykinn af. Kona hans var af indíánaættum og þau áttu ein fjögur börn. Við tókum þarna tal saman, og það kom í ljós, að hann hafði aldrei til íslands komið, og ekki talaði hann málið heldur. Ég fór að spyrja hann hvort hann hefði ekki einhverjar minjar um ís- land eða skyldum málum. Jú, sagði hann, ég man eftir því að þegar ég var lítill drengui', þá hélt móðir mín stundum á mér í fanginu og söng með angur- værri röddu lag, sem hét „Eld- gamla ísafold“. Já, það hefur ýmislegt kom- ið fyrir á langri leið, en samt hefur allt gengið vel, mér og mínum hefur liðið prýðilega, og höfum það gott, enda hef ég ávallt haft örugga atvinnu. — Hvað er það kallað í Ame- ríku að „hafa það gott“? Veðrið og minn- ingin um ísland. — Við skulum nú sjá. Nú til dæmis þetta, að við höfum okk- ar eigið hús, og strákarnir okk- ar tveir eiga hvor sinn bílinn. Við höfum öll nóg að bíta og brenna og eium ánægð með líf- ið. Ég fæ rífleg eftirlaun, sem send eru til mín hvert sem er, — jafnvel hingað heim til ís- lands. Það er gestkvæmt heima hjá okkur, og við búum á góðum og fallegum stað, rétt hugsar maður ávallt með sjálf- um sér: „Ja, gott og dásamlegt er nú blessað veðrið“, og svo einhvern tíma dagsins þá skýt- ur ávallt upp í huga manns minningunni um ísland. — Minnistu þess á hverjum degi? — Já, á hverjum degi þessi undan farin 50 ár. — Þú býrð rétt við Holly- wood, segii'ðu. Systirin stundar stjörnumar. — Já, um fimm mínútna ferð þaðan. Systir mín býr í sjálfri Hollywood. Hún er þar hjúkr- unarkona, og það má ef til vill segja frá því til gamans, að hún hefur oft stundað ýmsa fræga leikara, eins og t. d. Virg- inia Mayo, Norma Shearer, Mary McDonald, Paula Stone og Gene Peters, sem er eigin- systur, segirðu. Hvað heitir hún? — Ólöf Ingibjöx-g. Svo á ég líka aðra systur þar, sem Ki'istín heitir. Hún er gift Kanada- manni, en þau eiga son, sem er glímumaður að atvinnu, og hefur verið búsettur í London, en er nú kominn til Indlands til að stunda glímu þar. Indvei’jar eru mjög hrifnir af þeirri íþrótt. — Þó ekki íslenzk glíma? — Nei, það er þetta, sem við köjlum „wrestling“. — Grísk-rómversk? Tveir bræðranna fóru í sjóinn. — Líklega. Svo átti ég tvo bi’æður, sem báðir fórust hér við land, áður en ég fór vestur. Bjai’na tók út af skipi 1903, en Þorvaldur drukknaði í mann- skaðaveðrinu 1907. — Þú ert annars fæddur hér stofnaði ég mitt eigið bakai'í, og rak það í átta. ár.. Það kallaði ég „Björnson’s Baking Comp- any.“ — Og hver var ástæðan fyr- ir því að þú hættir svo við það. Gekk það ekki vel? — Jú, það gekk ágætlega. Það var eiginlega veðráttan, sem varð til þess. Það var oft ansi hreint kalt í Vancouver, en suður í Kaliforníu var sífellt sumar. Ég ákvað því að taka mig upp og flytja suður. — Og fórst þá til Los Ange- les, eða hvað? — Til San Pedro, sem er hafnarbær L. A. Það má ef til vill geta þess til gamans að San Pedro mun vera sá bær, þar sem mest berst á land af fiski í heiminum. Einkanlega tún- fiskur, sem er síðan soðinn nið- ur. Ég hef séð hann í verzlun- um hérna heima. VeAturkeiw $abla& uií) SKÚLA G. BJARNASONj laíara, SEM HLEYPTI HEIMDRAGANUM FYRIR 53 ÁRUM við Hollywood. Þó ekki sé nema þetta dásamlega veður, sem þar er ávallt, þá er það ef til vill nóg. Já, það er tvennt, sem manni dettur í hug á hverjum eiasta drottins degi. Fyrst, þeg- ar maður keraur út ámorgnana, kona Howard Hughes. — Hvei'nig stóð nú á því að þú lagðir út í þetta ævintýi'i upphaflega, Sk’úli? — Það er eiginlega ekki svo gott að segja, en líklega hefur það verið vonin um að bera meii'a úr býtum, og ef til vill hefur útþrá unglingsáranna átt þar sinn þátt í. Annars var það ekkert flan út í bláinn, því mér var boðin atvinna í Kanada og greiðsla ferðakostnaðar, ef ég vildi koma. Ég var þá nýkom- inn frá Danmörku, þar sem ég var að fullnuma mig í bakara- iðninni. Hérna heima hitti ég kunningja minn Guðmund Þórðarson bakara frá Gróttu á Seltjarnai’nesi. Hann bjó í Kanada, en var hér á stuttu ferðalagi. Ég fór að forvitnasL um það hjá honum hvei’nig lífs-, skilyrði væru þar vestra, og hvort þar mundi hægt að fá at- vinnu í mínu fagi. Stuttu eftir að hann var farinn út aftur, skrifaði hann mér bi'éf, og sagði mér, að ég gæti fengið vel laun- aða atvinnu og fargjald greitt, ef ég kæmi þangað. Ég var lagður af stað eftir hálfan mán- uð, og tók Svein bróðir minn með mér. Víða fer íslendingurinn. — Til hvers varstu að taka hann með? — Jú, ég sagði við hann að úr því ég væri að fara, gætil hann alveg eins slæðst með, sem hann og gerði. Hann fékk síðan ágæta atvinnu sem banka- maður, og vann við það starf þar til hann dó í Toronto árið 1947. Hann var ókvæntur maður. — Sveinn hét sá, já. Svo áttu sunnanlands, er það ekki? — Jú. Að Litla Hrauni við Eyrarbakka 1888. — Þar sem nú er vinnuhæl- ið? — Nei, vinnuhælið er ekki í Litla Hraunslandi. Hælið er nokkru vestar en bærinn stóð, og stendur á stað, sem nefndur var Fæla og er í Háeyrarlandi. Fæðingarbærinn minn er nú horfinn með öllu. Foreldrarj mínir voru þau Gissur Bjarna- son frá Steinsmýri á Meðallandi; og Sigi'íður Sveinsdóttir frá| Valdalæk, Vatnsnesi. Á Litla- Hrauni vorum við, þar til ég varð 14 ára, en þá fluttum við til Reykiavíkur, og nokkru síð- ar út í Viðey. Það var á blóma- skeiði eyjunnar, og þar bjó þá Eggert Briem. Þar var geysi- mikið bú, yfir 100 kýr og ann— að eftir því. Faðir minn var| söðlasmiður að atvinnu, og mjög hagur í höndunum. Hafði hann það verk í Viðey að líta eftir öllum verkfærum og tækjum,' gera við þau og halda við. í Viðey vorum við í tvö ár, og fluttumst svo til Hafnarfjarð- ar, en þar dó faðir minn eftir eitt ár, 1907. Ég var þá að læra bakaraiðn hjá Böðvari Böðvarssyni, sem var þá eini bakai'inn þar. Ég var svo í hálft annað ár í Brörnsbakaríi í Reykjavík, en fór svo til Dan- merkur, eins og ég sagði þér áðan. Kom fyrir fimm máiiuðum. — Já, þú hefur komið hing- að oftar en einu sinni? — Þétta er í þriðja sinnið. Ég er búinn að vera hérna í eina fimm mánuði, að frádi'egnum þrem vikum, sem fóru i að skreppa til Danmei'kur og Eng- lands. Ég fer heim aftur núna á sunnudaginn kernur. — Þú býrð hérna hjá And- rési Andréssyni, klæðskera. Er- uð þið nokkuð skyldir? — Nei, við þekkjumst bai'a síðan við voi’um saman sem beitustrákar á Stokkseyi’i í gamla daga. Við vorum þá miklir vinir, og erum enn. Unx tíma lærðum við saman ensku hjá Jónasi frá Hi'iflu. Já, hér get ég setið við gluggann og horft út yfir bæinn, og hef hér líklega fegursta útsýnið í öll- um bænum — og það er ekki svo lítið sagt, skal ég segja þér, því að ég er á þeirri skoðun, að Reykjavík sé fegursta bæj- arstæði í víðri vei'öld. Það er í það minnsta bjargföst skoðun mín. Hér býr líka dásamlegasta fólk í heimi. Stofnaði sjálfur bakai'í vestra. — Já. Nú, varstu lengi í þess- um stað, sem þú fói'st fyrst til í Ameríku? — Ég var þar í tvö ár, en síð- an viða annars staðar. Svo Eftr langa útivist. .. — Ja, nú þykir mér týra, og að maður skuli ekki hafa sans fyrir þessum ósköpum. — Þú finnur þetta ekki, góði, því þú ert orðinn vanur þessu og tekur ekki eftir því. Maðurj finnur það bezt, þegar maður hefur vex’ið lengi að heiman. j — Og hvað finnst þér þá uin framfarirnar héi'na heima .. .? — Guð almáttugur. Það er nú hægt að tala um þær í heilan dag, eða meira. Svo stórkost- legt... eins lygilegt að segja frá og... maður trúir bara alls ekki sínum eigin augum, skal ég segja þér ... — Svo við snúum okkur aft- ur að þinni veru vestra. Þú ert hættur að stunda fasta vinnu? — Já. Það er ár síðan ég hætti því. i; i ,’i Hugsa meira f um að græða. — Hvað var það helzt, sem þú gei-ðir hjá þessu stóra fyrir- tæki. Bakaðir þú einhvei’ja sér- staka tegund brauðs ...? — Já, ég var aðallega við að baka vínarbrauð, eða „coffee cakes“ eins og þau eru kölluð vestra. — Og eru þau eitthvað svip- uð því, sem þau gerast hér heima? — Já, mjög svipuð. Það eru sömu efnin og svipað útlit. Þau eru samt bökuð á dálítið ann- an hátt en hérna, og það er ein- ungis vegna þess að Ameríkan- ar hugsa meira um að græða, en menn gera hér almennt. Hér eru bakaðar. lengjur, sem síðan eru skox-nar í sundur, og end- unum hent. Þar er hvert brauð bakað sérstakt, og ekkert má fara til spillis. Á því verða þeir ríkir. — Og nú ertu á förum aft- ur. .. — Já..Ég er nú búinn að vera héi'na í fimm rnánuði, eins og ég sagði þér, en hef samt ekki ennþá gefið mér tíma til að heimsækja mína nánustu ætt- menni. Nú er ég að hugsa um að skreppa til Eyrarbakka á eft- ir, ef hægt er vegna færðar- innar. Og svo beið bakari... — Já. Ég er víst búinn áð tefja þig nóg ... Við göngum niður stigann. Þegar niður kemur, er Skúlá sagt, að hans bíði maður. — Hvaða maður er það? — Hann segist vera bakai'i... Kannske það sé einhver, sem hugsar sér að feta í fótspor Skúla, og fara til vesturheims í ævintýraleit.. . eða kannske lang’ar hann b.ará til að fá upp- lýsingar um það, hvernig vín- ai’brauð eru bökuð í Los Angel- es . .. G. K. ; Bandarískir bankar opna upplýsinsastofur í París og London. Tvær kunnar bandarískar bankastofnanir liafa komið á fót upplýsingastöðvum í Ev- rópu. Segir í fregnum frá New York um þetta, að þetta fram- tak sýni aukinn áhuga banda- rískra kaupsýslumanna og iðn- fi'amleiðenda fyrir mörkuðum Evrópu. Starfsmenn hinna nýja stofnana eiga að stofna til nýri’a viðskiptalegra kynna, leiðbeina og fræða um fjárhags- og efnahagsmál. Bankastofnanirnar eru „Fii-st National City Bank of New York“, sem hefur opnað skrif- stofur í ofangi-eindum tilgangi í Pai’is, og „Chemical Bank New York Trust Company“, sem hefur opnað ski’ifstofur í aðalbankahverfi Lundúna. Bezt að auglýsa í VísL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.