Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 4
VÍSIR Miðvikudaginn 13. janúar 1960 íslenzkum virkfræöingum fer fjölgandi—erlendis. Par eru öS§ star fsskilyrði beftri eu laár. Eins og kom fram í viðtali — í hverju liggur þá mats- verklegra framfara. En hér hafa munur á launum verkfiæðing- við stjórn Læknafélags Reykja víkur í tilefni af afmæli félags- ins í haust, hafa ískyggilega margir íslenzkir læknar setzt að til starfa erlendis. Liggja að því ýmsar ástæður og ekki sízt sú, að þeim bjóðast þar betri kjör og aðstæður til starfa en hér heima. Það barst og í tal við sama tækifæri, að sama væri raunin um fleiri ís- lendinga með langa sérmenntun að baki, svo sem verkfræðinga. Því átti fréttamaður Vísis tal við framkvæmdastjóra Verk- fræðingafélags íslands, Hinrik Guðmundsson, og spurðist fyrir um, hvað hið sanna væri í þessu. —- Það er rétt, að talsverður hluti félagsmanna í Verkfræð- ingafélagi íslands eða 21, er nú búsgttur og starfandi erlendis og má búast við brottflutningi um 15 verkfræðinga í náinni framtíð. uk þess koma sumir verkfræðingar ekki heim að námi loknu, heldur ílendast er- lendis, þar gem verkfræðingum eru yfirleitt boðin miklu betri launakjör og starfsskilyrði en hér tíðkast. Ekki er vitað með vissu hversu stór hópur sá er, en líkur benda til, að það séu 10 menn á ári eða fleiri. Eftir- spurn eftir verkfræðingum er mjög mikil í ýmsum löndum, t. d. er talið, að Vestur-Þýzkaland vanti yfir 40 þús. verkfræðinga. t— Hvernig er þá samanburð- ur á launakjörum verkfræðinga hér .og t. d. í nágrannalöndun- um? — Launakjör íslenzkra verk- fræðinga hafa undanfarna ára- tugi verið lakari en til þekkist meðal menningarþjóða, eða nán- ast röskur helmingur af því, sem tíðkast í nágrannalöndun- um, þegar greiðsla fyrir um- samda yfirvinnu er meðtalin. Og afleiðingin er sú, að íslenzk- ir verkfræðingar eru farnir að segja upp störfum sínum og flytjast utan í vaxandi mæli. í haust hætti einn störfum hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og flutti alfarinn til Ameríku, annar er nýlega hættur hjá Landssíma íslands og mun ráð- inn til erlends fyrirtækis og fleiri mætti telja. Ungur ís- lenzkur verkfræðingur var ný- lega á ferð í Svíþjóð. Hann fékk þar óumbeðið tilboð um starf. Launakjörin voru um til handa hér og annars- staðar? — Flestum menningarþjóð'- um er orðið ljóst, að hin nátt- úruvísindalega og tæknilega þekking er undirstaða allra verkfræðingar ekki átt miklum skilningi að mæta. Eftir upp- sögn starfs hjá ríki og Reykja- víkurbæ 1954 voru fulltrúar ekki til viðræðu fyrr en á sein- asta degi uppsagnarfrestsins og voru þá engin boð að gagni af ríkisins hálfu, enda tókust samningar ekki fyrr en eftir hálft ár. Til samanburðar má geta þess, að' dánska ríkisvaldið samdi í bróðerni um allt að 21% launahækkun, og þuriti þar hvorki uppsagnir né vinnu- stöðvun. — Hvaða launakröfur hafa verkfræðingar sett fram? — Stéttarfélag verkfræðinga hefir nýlega sett fram kröfur. Þar er lagt til, að byrjunarlaun verði 9000 krónur á mánuði og að þau hækki á 18 árum upp í kr. 14.500 á mánuði. Þetta hlýt- ur að teljast hóflegt, með tilliti til þess, að kvæntur maður með 2 börn á framfæri og engar eignir greiðir t. d. um 25% af 9 þúsund króna mánaðalaunum í tekjuskatt og útsvar, en um 40% af kr. 14.500 mánaðar- launum. Þessar launakröfur eru í svip uðu hlutfalli gagnvart launa- kjörum almennings hér og laun almennra verkfræðinga í ríkis- þjónustu í Danmöi’ku og Nor- egi eru gagnvart sömu stéttum þar, en hins vegar allmiklu lægri en í Svíþjóð. Pinay og Debré deila. Agregningur þeirra getur valdið stjórnarkreppu. Það var sagt frá því í fregn- um í gærmorgun, að þegar De Gaulle nú kæmi aftur til París- ar, að lokinni jóla- og nýársdvöl á sveitarsetri sínu, verði eitt fyrsta viðfangsefni hans deila stjórnarinnar. Ágreiningurinn sem upp er kominn í er milli Antoine Pinay fjár- málaráðherra og Michel Debré forsætisráðherra. Það liggur jafnvcl við borð, að Pinay biðjist lausn- ar, °S yrði það alvarlegasta kreppan, sem stjórn De Gaulle liorfist í augu við. í lok s.l. viku komu þeir saman á fund Debré og Pinay, og að þeim fundi loknum neit- aði Pinay að láta í té nokkrar upplýsingar, en áður hafði hann gefið í skyn, að hann kynni að biðjast lausnar. Hann kvað þá svo að orði: „Ef eg neyðist til þess að hverfa frá stefnu minni og á- formum, verður sú ákvörðun mín óhagganleg, að taka ekki þátt í stjórnmálastarfsemi fram- vegis.“ Hafa ber í huga, að það er einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum Frakklands, sem svo mælti. Ekki sízt er honum efna- hagsleg skipulagning, sem Debré hefur til athugunar, þyrnir í augum. Breytingarnar sem Debré, studdur af all- mörgum ráðherrum, hefur í huga, eru þess eðlis, að stjórn- in fengi meiri yfirráð og hlut- deild í ýmsum fjárhags og iðn- aðarlegum fyrirtækjum, en þetta er algerlega andstætt þeirri stefnu, sem Pinay hefur trúlega fylgt alla tíð, stefnu hins frjálsa framtaks. Hann kveðst vera algerlega mótfall- inn því, að fulltrúar verka- manna fengju sæti í stjórnum einkafyrirtækja, sem hafa yfir 50 manns í þjónustu sinni. Framh. á 9. síðu. Fiqmlur lialdínn á vegnm Sþ. Alþjóða vísindamenn ræða auð hafdjúpanna. Nýlega afstaðin fyrsta al- þjóða haffræðiráðstefnan, sem háð hefir verið', var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York, og sóttu hana 1100 vísindamenn frá 45 þjóð- löndum. Meðal margra frólegra verkefna hennar var að kanna, á hvern hátt auðveldlegast mætti takast að gera hinar miklu auðlindir hafdjúpanna sem arðvænlegastar fyrir bætta afkomu og efnahag þjóðanna. í erindi, sem dr. Columbus O’D. Iselin, frá Harvard-háskólanum og áður forstöðumaður Woods Hole hafrannsóknastofnunar- innar í Massachusetts, flutti, lýsti hann því, hvernig hagnýta mætti hinar lítt þekktu, en ó- hemjumiklu matvælabirgðir hafdjúpanna 1 þágu sífjölgandi íbúa hnattarins. í stað núver- andi ,,rányrkju“ fiskveiðiþjóða myndi koma „ræktun“, sem með öruggum varnartækjum myndi viðhalda fiskstofninum og auka hann. Þá lýsti dr. Iselin fyrir ráðstefnunni, hvernig takast mætti að útrýma skað- legum tegundum úr þaragróðri hafsins og dýralífi, en auka jafnframt nytjagróður, fjöl- breytni nytjafiska og annarra verðmætra sjávardýra, hvernig hafa mætti umsjón með vexti og fjölgun dýrmætra fiskteg- unda, auka þær og bæta með viðeigandi frjóvgun og ræktun í uppeldisstöðvum þeirra o. s. frv. A ráðstefnunnl var einnig sýnt fram á gildi þess að gera kort af farvegum svifsins um höfin, þessai’a örsmáu jurta og sævardýra, sem svífa um í sjón- um og eru undirstöðufæða allra hinna stærri fisktegunda. Með slíkum kortum væri hægt að staðsetja beztu fiskimiðin. Eitt- slíkt kort hefir Skozka hafrann- sóknastofnunin þegar látið látið gera yfir Norðursjóinn, og, eftir því hefir flutningur á nytjafiski átt sér stað til betri uppeldistöðva en áður. Ráð— stefnan lagði eindregið með því,. að gert yrði heimskort yfir svifgöngur í sjónum, til að auð-- velda það verk að auka fisk- magnið, en í hafinu eru stór svæði, sem telja má með réttu. reglulegar eyðimerkur, að því er snertir lífsskilyrði nytsamra. lagardýra. (Fréttabréf um efnahagsmál skv. The Unesco Courier, des- ember 1959). Siivæðingin og ## Hr. ritstjóri! Viðvíkjandi grein í „Þjóð- viljanum“ 17. des. sl. um Sið- væðingarhreyfinguna og ávarp það, er hún sendi öllum heim- ilum á íslandi, vill undirritað- ur, sem staddur War í Reykja- vík rétt fyrir jólin, gjarnan segja þetta: Það er ósatt, sem blaðið segir, Ji Mótfallinn stefnu Debré. Pinay kvaðst vera mótfallinn ýmsum efnahagslegum , áform- um 2500 um Debré. Hann er og óánægð- sænskar krónur á mánuði, sem j ur með stjórnina að ýmsu öðru svara eigi minna en 17000 ísi. | leyti. — Pinay hefur stutt De kr. Það eru venjuleg launakjör Gaulle, en til árekstrá hefur þó í Svíþjóð fyrir verkfræðinga oft komið þeirra milli, og með um 8 ára starfsreynslu. Jafngamall verkfræðingur á ís- landi fær kr. 7,255:38 í fasta- kaup á mánuði og að jafnaði kr. 1,234.51 fyrir umsamda yfir- vinnu á mánuði. Þessi ungi | verkfræðingur tók tilboðinu og flytur til Svíþjóðar í næsta mánuði. —- Hve langt er verkfræði- námið? j ; — Það tekuri6-j-7 ár /hð loknu gtúdentsprófi. \ ; / óánægju sína hefur hann lát- ið í ljós með því að vera oft fjarverandi frá umræðum um mikilv’æg mál á þingi og oft eklii sótt stjórnarfundi. Hann liefir margsinnis hótað að bifjast lausnar á undan- gengnum mánuðum vegna efnahagslegra áforma, sem hann telur þess eðlis, að með framkvæmd þeirra væri ver- ið „að stytta sér leið til sosialisma.“ Richard Jensen, þjónn í Árósum, hefur safnað um 100,000 mið- um af eldspýtustokkum, og á tvö eintök af um það bil helm- ingnum. Vrerðmætasti miðinn er af norskum eldspýtustokki frá 1893, enda um 2000 d. kr. virði. Verðmætið stafar af 'því, að eldspýturnar voru seldar á tvöföldu verði til að afla fjár handa Grænlandsleiðangri Friðþjófs Nansens, og ritaði hann naf sitt á hvern miða. að ávarpið sé kostað af ame- rísku fé. Það var eg, sem kost- aði það, og það var prentað í Kaupmannahöfn á met- tíma, svo að það gæti komið út á íslandi samtímis og í hin- um norrænu löndunum. Og, ef satt skal segja, þá er eg kaupsýslumaður og aflaði pen- inganna með því að selja ein- býlishús mitt en flytja inn í leiguíbúð í staðinn. Eg ver tíma mínum og fé í þágu hugsjóna Siðvæðingarinnar vegna þess, að eg er sannfærður um, að þær séu það sem heimurinn í austri. og vestri þarfnast til að snúa fólki frá efnishyggju og öllu j illu. Og auðvitað læt eg mér mest annt um sigur þessarra. hugsjóna á Norðurlöndum, en þær eiga engu að síður að sam- eina allar manneskjur í öllum löndum til baráttu fyrir bættum siðum. Eg átti lengri dvöl á íslandi fyrir nokkrum árum, og síðan gleymi eg aldrei því landi og mér rennur til rifja það, sem land mitt hefir gert íslenzku þjóðinni rangt til. Okkur fjölg- ar sífellt hér í Danmörk, sem óskum þess heitt að bæta fyrir það og vinna að því að ísland heimti handritin heim. Poul Sangill-Nielsen, Strandvejen 32, D. Köbenhavn Ö. Þing Kýpurs kemur saman 19. febrúar. Athöfnin hefst með því, að samveldisfáni brezka lýðveldisins verður dreginn niður og fáni Kýpur- Iýðvcldisins dreginn -að hún í hans stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.