Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 10
10 VISIR '; :M t*■* • ;; írhs^ Miðvikudaginn 13. janáar 1&60 Rosa Lund Brett: x * ^Jkstin -x sigrar - durtinn. legum þurrkuðum skordýrum, sjaldgæfum jurtum og pastel-litum skeljum. ,,Hvað hefur hann fyrir stafni?“ spurði hún forvitin. „Það er margvíslegt. Þetta er efnamaður og þarf ekki að vinna fyrir daglegu brauði, en samt stritar hann. Sumt af þessurn gripum, sem hann hefur fundið hérna, hefur hann sent náttúru- gripasöfnum um allan heim. Og hann gerir fólkinu hérna ómet- anlegt gagn. Hann hefur aukið söluna á flúruðu leðri fyrir það, og útvegað skip, sem flytur varning fólksins tii túristanna i Penleng." Sherlie hafði heyrt talað um flúrað leður, en .vissi ekki meir en svo hvað það var, og ekki kærði hún sig um það heldur. Nú var allt í einu orðið dimmt, því að röRkrið er stutt í hitabeltinu. og ékki dámaði henni þegar þjónninn kom inn með gamaldags steinolíuiampa. Það fór hröllur um hana og hún hneppti að sér jakkanum. teinninn dreypti á drykknum og lagði að henni að smakka á sherryglasinu, sem borið hafði verið fram handa henni. „Eg vona að Paul komi bráðum,“ sagði hann, „eg verð að komast til baka á ílóðinu, annars stranda eg á einhverju sand- rifinu." „Greig kapteinn....“ sagði hún hikandi, en hún vissi að það er til lítils að segja karlmönnum frá hugboðunum, sem kvenfólk fær á svona stað. Hann mundi ekki skilja að þetta hús þarna inni í risekrunum gæti orðið þýðingarmikið í lífi Sherlie. Svo aö hún sagði: „Hugsum okkur að herra Stewart geti ekki hjálpað mér aó' komast áfram. Eg meina....“ „IJann er neyddur til þess,“ sagði Greig brosandi. „Hann þekkir alla hérna — og hann skilur hve erfiðlega stendur á fyrir yður — og eftir dálitla stund eruð þér steinsofnuð og haflð gleymt öllum erfiðleikum. Annars vildi eg að hann færi nú að koma.“ Hann drakk glasið í botn og kallaði á þjóninn — jú, liúsbónd- inn hafði verið kallaöur eitthvað út eftir storminn, en mundi koma aftur í kvöld, fékk hann að vita. Ef til vill kæmu ein- hverjir gestir með honum, en honum mundi þykja vænt um að hitta kapteininn og ungfrúna — og sjálfur hann, Musi, skyldi sjá um, að nógur matur yrði handa öllum. Kapteinninn gekk um gólf, svo leit hann á klukkuna og sagði „Þvi, miður — flóðið bíður ekki eftir mér. Eg skrifa Paul nokkrar línur — það er bezt að þér hvilið yður á meðan.“ „Eg vil heldur fylgja yður niður að bátnum,“ svaraði hún um hæl/„Eg er ekki vitund hrædd við að verða yður samferða áfram." „Eg vil ekki hætta á það, því að ef þér yi’ðuð veik mundi eg missa skipiö mitt og aldrei eignast annað í staðinn. Mér þykii það leitt — þér verðið að bíða hérna.“ Hreimurinn í röddinni var þannig, aö hún þorði ekki að malda í móinn. Hann var maður, sem var vanur .að gefa fyrirskipanir, og í hans augurn var hún ekki annað en farþegi, sem hann varð að gera skyldu sína við- Hann bað um pappír og settist við að skrifa langan pistil. Svo stóð hann upp, braut blaðið saman og stakk því undir lampanm „Koffortið yðar veröur flutt í land og þér getið vitjað um það í fyrramálið,“ sagði hann. „Þér verðið að vera þolinmóð og bíða. Þegar þér hafiö hitt föður yöar gleymið þér fljótlega þessari fei’ð. — Góða nótt!“ Áður en Sherlie gat sagt orö var hann horfir.n, og hún sat agndofa og horfði á lokaðar dyrnar. Henni fannst hún vera lokuð inni — hún gat ekkert farið — engan hafði hún til að tala við og hún var svo þreytt að hún reyndi ekki að brjóta heilann um hvernig hægt væri að komast hina löngu leið til Panleng i myrkrinu. Hana fór að lengja eftir Stewart. Ríkur maður eins og hann, sem safnaði skrítnum munura og bár velferð hirína innfæddu fyrir brjósti, mundi vafalaust vera hjálpsamur og viðfeldinn maður, Þetta var hlægileg ímyndun hjá henni, að þetta hús væri geigvænlegt, stofan var björt og vistleg. Hún tók af sér hattinn og fór úr jakkanum og settist í einn hægindastólinn, hann var þægilegur og hún hagræddi sér sem bezt í honum. Nú fór hún að vona að Stewart kæmi ekki fyrr en undir morgun, því að hana langaði til að sofna þarna í stólnum og láta sér líöa vel, þangað til hún fengi fylgdai-mann til Pan- leng. Á morgun, hugsaði hún með sér, hitti eg föður minn og Dolores og Melissu og þá hverfur mér vonandi allur kvíði. Mikið var hún heimsk að hengja sig í æfintýratrúna, að allar stjúp- mæður væru vondar og stjúpsysturnar ráðríkar og hofmóðugar. í rauninni var hún stjúpsystir líka. Hana syfjaði, því að þetta hafði verið erfiður dagur, frá þvi að javanski þjónninn vakti hana í morgun og sagði henni, að hina fai’þegana yrði að flytja í land, út af einhverjum krakleik, en hún ætti að halda sig í klefanum sínum, skipstjórinn hefði i mælt svo íyrir. Hún mátti ekki umgangast skipshöfnina, en samt: varð hún þess áskynja hve órótt öllum var, og stafaði það af hjátrú. Hún hafði iðað af löngun eftir að skipið héldi áfrarn til Panleng. Klukkan fimm kom skipstjórinn með slæmar fréttir — hitasótt væri um borð, og þá væri skipið engin aufúsugestur til Panieng j og allra skemmtigestanna þar. Hann mundi verða sviftur rétt- | indum til að fá að koma við í Panleng ef hann kæmi þangaðj með veikt fólk. Og vegna þess að ungfrú Windgate var eini far- þeginn, sem átti að fai’a af skipinu í Panleng yrði hún að fara \ þangað landleiðis. eÞgar Sherlie hafði rakið söguna þangað, háliaðist höfuðið á henni til hliðar ög hún steirísofnaði. Ekki vissi hún hve lengi hún hafði sofið er hún glaðvaknaði allt í einu ög vai-ð þess áskynja að hún var elcki ein í stofunni. Hár maður i reiðbuxum og silkiskyrtu stóð með hendurnar í buxnavösunum við gluggann. Tekið hafði verið af borðinu en öskubakkinn vár fullur af vindlingastúfum. á matborðinu hjá lampanúirí var samanvafið pappírsblaö, sem sýndi að Stewart hafði ekki orðið glaður yfir bréfi kapteinsins. Hún varð hi’ædd og bærði á sér. Maðurinrí léitt snöggt við, og hún sá sólbakað andlit hans með arnarnef og dökk hvöss augu, sem horfðu fast á hana. „Þjónninn færir yður mat þegar yður hentar, og svo getið þér háttað,“ sagði hann stutt. „Þakka yður fyrir....“ hún þagnaði, ef ske kyrini að hann ætlaði að segja meira, en er hann þagði hélt hún áfram: „Eg skil að það er yður til mikilla óþæginda að eg skuli hafa komið hingað, en Greig skipstjóri hélt að þér munduð geta útvegað mér gististað — hjá einhverjum vinum yöar hérna.“ „Hér býr aðeins ein hvít fjölskylda, og húsið hennar hefur orðiö fyrir vatnsflóði. Eg hef verið aö hjálpa henni í allt kvöld viö að bjarga innbúi og dúkum.“ „Já, en ef þér búið hérna einn....“ „Verið þér ekki að hugsa um það,“ sagði hann stuttur í spuna. „Konan hans Musis sefur á bedda í herbei-gi yðar. Eg mundi koma yöur til Panieng í kvöld ef eg gæti, en flóðiö veröur að sjatna á vegunum fyrst.“ KVÖLDVðKUNNI BliiijlWil „Það er aðeins dæmalaus hreysti yðar, sem hefir hjálpað yður gegnum þenna sjúkdóm MacNab.“ „Jæja, læknir góður. Þér munið kannske eftir því þegar þér skrifið reikniginn til mín?“ ★ Herprestur fylgdi skozkri herdeild og dag nokkurn spurði hann einn af hermöpnunum hvaða bók hann notaði oftast. . „Biblíuna mína,“ svai'aði hann samstundis. Presturinn var ánægður við þetta svar og sagði: „Eg vona þá að þú lesir í henni kvölds og morgna.“ „Lesi hana! Nei! Eg nota leð- urbindið á henni til að hvetja í'akhnífinn minn.“ ★ Bæði í París og í Róm líta menn með miklum áhyggjum vaxandi þýðingu Madridar fyrir kvikmyndirnar. Það er sólin og hvað allt er ódýrt þarna, sem dregur að sér kvikmyndafélögin — og svo hin víðáttumiklu spænsku lands svæði, sem eru svo hentug þeg- ar um er að ræða ósnortið land. Gina Lollobrigida, Yul Bryn- ner og Georg Sanders eru varla komin í burtu eftir að hafa leikið í „Námar Salómons“, fyrr, en í stað þeirra hafa komið Debbie Reynolds,Glenn Ford og Eva Gabor og ætla að kvik- mynda leik, sem heitir „Það hófst með kossi“. Það eru ekki enn margar stjörnur til sýnis þanra, en á Gran Via í Madrid má sjá mörg ung smástirni. R. Burroughs - TARZAIM - Ljóð á bók og plötu. Út eru komin hjá Bókaverzl. Siglusar Evmundssonar úrvals- ljóð sex íslenzkra ljóðskálda. Nefnist bókin 6 ljóðskáld og fylgir talplata með upplestri höfunda. Þeir eru eftirfar- andi: áinar Bragi, Hannes Pétursson, Jón Óskar, Matthías Jóhannesen, Sigurður A. Magn- ússon, Stefán Hörður Grímsson. Útgáfuna hefur annazt Eiríkur Hi'einn Finnbogason. Hér er vegna talplötunnar um að ræða nýjung í íslenzkri bókagerð, og munu margir hafa ánægju af að geta hlýtt á upp- lestur skáldsins um leið og þeir lesa ljóð þess. 3169 AS TME PlttCSAUS ÚINAL'.Y l-:OVEKEt7 OV'ER ITS MEST. TARZAN STgUCK OUT WITM HI3 KNIPEI TME PTEKOPACTyL SCEEAMEP ANF COLLAPSEtt PKOPPíNG ITS PEEY-- Þegar eðlan var beint yfir hreiðrinu keyrði Tarzan hríífinn í hana. Hún rak upp ámátlegt vein og sleppti tak- inu á herfangi sínu. Tarzan féll á hreiðurbarminn og .... rmmmú 4 4 P'rtf. hy Unltgil F«»tuVe Syndicat*, lnc. '// .'SMh slapp naumlega frá þyí að lenda í hreiðrinu miðju þar sem hungraðir ungar biðu þess að tæta hann í sig. þér hafið ágóðavon feú allt árið! &, 9*2? Z? ö <7 o ifelíömííDL HASKOLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.