Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 13.01.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áslcrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 13. janúar 1960 Sex ára verk að gera göiag iindir Hrmarsœnd. Kosfnaður er áæflaður um 100 milljénir punda. Álit sérfræðinganefndar verður lagt fram í febrúarbyrjun. Álit sérfræinga varðandi göng undir Ermarsund verður bráðlega lagt fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands. Gert er ráð fyrir tveimur járnbrautum efti-r göngunum. Ekki aðeins telur nefndin verk- ið tæknilega framkvæmanlegt, heldur standi það á styrkum stoðum, að hér er fjáhagslega skoðað um heilbrigt fyrirtæki að ræða. Það er nefnd alþjóðasérfræð- inga, sem hefur haft málið til athúgunar, og er Síra Ivone Kirkpatrick formaður. Hann er sem stendur á heimili sínu í Kildare á Irlandi og hefur hann staðfest þar, að álitsgerð nefnd- arinnar verði afhent ríkisstjórn- unum innan tíðar, sennilega í byrjun febrúar. I nefndinni eiga sæti jarð- fræðingar og fjármálasérfræð- ingar ýmissa þjóða. Þeir ræða ítarlega í álitinu eldri uppá- stungu um brú yfir sundið, jarð- göng o.s.v., allt frá þeim tíma er uppástungur byrjuðu að koma fram á tíma Napoleons III., er franski verkfræðingur- inn Mathieu kom fram með til- lögur sínar. En af efnahags- og framkvæmdaástæðum mun koma til greina að grafa göng í kalklaginu undir Ermarsundi og hafa þar tvær járnbrautir. Göngin yrðu grafin gegnujn þétt og hart kalklag, sem ligg- ur milli tveggja rnýkri kalk- laga. Göngin yrðu 57.6 km. á lengd. Ekki bílvegir. Ekki þykir fært að ráðast í að hafa bílabrautir í göngunum, vegna erfiðleika og kostnaðar við loftræstingakerfið, sem yroi að vera mjög víðtækt, vegna eiturefnanna, sem eru í út- blástri bílanna. Lestir á járn- brautunum yrðu rafknúnar. Lestirnar myndu geta farið með 110 km. hraða á klukkust. og 100 lestir farið um göngin á dag — í hvora átt. Viðhalds- kostnaður á göngunum yrði lít- ill. Þótt leitað yrði nokkurs fjár- hagslegs stuðnings frá ríkis- stjórnum Bretlands og Frakk- lands myndi samsteypa með Alþjóða Suezfélagið í broddi fylkingar legga fram féð. Enn- fremur félög í Bretlandi og Frakklandi, sem unnið hafa að málinu og bandarískir auðmenn munu einnig fúsir til að leggja fram fé. Áður hefur allt af eitthvað og oftast margt orðið til þess, að allar ráðagerðir hafa verið lagðar á hilluna. Verður svo Afli togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur varð árið sem leið 34.480 lestir. Lagðar voru upp 27,372 lestir af ísfiski í Reykja- vík en 2.280 lestir erlendis. í salt fóru 4827 lestir. Afli togaranna var sem hér segir: nú? Þvi er ekki hægt að svara, en líkurnar hafa aldrei verið betri en nú, þrátt fyrir þá skoð- un sumra, að Bretlandi væri minni hagur að göngunum, ef viðskipti Bretlands við megin- landið minnkuðu vegna sam- markaðsáformanna í Vestur- Evrópu. m söngstjarna í Lido. Lido hefur fengið nýja söng- stjörnu, sem mun skemmta gestum næstu vikurnar. Heitir hún Birgit Falke, er dönsk, og hefur bæði sungið á grammófónplötur og komið fram í sjónvarpi,en til slíks eru þær einar valdar, sem orðið hafa vinsælar hjá almenningi. Ungfrú Falke mun skemta gestum í Lido í fyrsta skipti annað kvöld, og síðan daglega næstu vikur. Ingólfur Arnarson 4.399 1. Skúli Magnússon 4.680 1. Hallveig Fróðadóttir 3.918 1. Jón Þorláksson 3.839 1. Þorsteinn Ingólfsson 4.738 1. Pétur Halldórsson 4.674 1. Þorkell Máni 4.643 1. Þormóður Goði 3.585 1. Þekkiriiu landiii jritt ? 2 ☆ T din er aj- Lögðu upp 34,480 lestir í Reykjavík. Bv. Þorsteinn Ingólfsson, aflahæstur. Sex ár — 100 millj. punda. Framkvæmd verksins mundi taka 6 ár og kostnaður áætl- aður 100 milljónir punda. — Geymið svarið, þar til allar myndirnar hafa verið birtar. Frost og þoka. Varla ratfært í Reykjavík. Undanfariiuv sólarhring hef- ur Reykjavík verið hulin þoku, og í gærköldi um tíuleytið var hún svo þykk og ógagnsæ að sjaldan hefur slíkt sézt á þeim slóðum. Bifreiðaumferð um úthverfi bæjarins var mjög hæg, enda var víða ekki hægt að sjá nema 10—20 metra framundan bif- reiðinni, og ef ekki hefði grillt í götuljósker og önnur kenni- leiti með vissu millibili, hefði sumum þótt öruggara að láta man'n ganga á undan bílnum með hníf til að skera rauf í þok- una. Það þótti niörgum skrýtið að jafnframt því að rök þokan lagðist að jörðu, var örlítið frost á, og er það nokkuð sjald- gæft fyrirbrigði hér á landi að frost og þoka sé samtímis á ferðinni. Skýring á þessu er sú, að undanfarið höfum við búið við anga af meginlandsloftslagi sem hefur teygt sig til okkar hér á norðurhjara heims, og hafa hlýindin verið mjög ó- venjuleg, en jafnframt velþeg- in. í gær læddist kalt loft yfir hlýja jörðina, og myndaðist við það loftþoka, sem kólnaði síð- an, féll til jarðar -— og fraus. Nú er aftur komið bjartviðri og frostmarkið á næsta leiti, enda nú orðið alíslenzkt veður- far að nýju. Vegna þokunnar í gær, var Reykjavíkurflugvöllur lokaður mikinn hluta dagsins, og varð Viscount-vél frá Flugfélaginu að lenda í Keflavík af þeim sökum, og mun það óalgengt að skyggni á Keflavíkurvelli sé betra en í Reykjavík. Menn og dýr fórust. Óvenjulegt bílslys varð fyrir fáeinum dögum í Ari- zona, þegar árekstur varð milli stórrar langferðabif- reiðar og vörubifreiðar, sem var fullhlaðin nautpeningi. Við áreksturin dóu 9 menn — þar af báðir ökumenn nautgripabílsins — og 32 slösuðust, en auk þess dráp- ust 30 nautgripir þegar, en öðrum varð lögreglan að lóga vegna meiðsla. Neyöarráðstafanir felldar úr gildi í Kenya. Mau-Mau hreyfingin bæld niður, en framtíð Kenya enn ómótuð. Stjórnin í Kenya hefur fellt úr gildi neyðarráðstafanirnar, sem stofnað var til 1952, til þess að uppræta Mau-Mau hreyfinguna. Er nú ekki lengur heimilt að kyrrsetja menn, einstaklinga og hópa, og flytja nauðungar- flutningi, eins og til þessa, né heldur er heimilt að setja hömlur á ferðalög manna um landið. Búist er þó við, að þeir Mau-Mau-menn, sem nú eru í haldi, fái ekki fullt frelsi þeg- ar í stað. Brezku blöðin í morgun segja, að fagna beri því, að tími neyðarráðstafananna sé r.ú liðinn, og segja megi, að tekist hafi að uppræta Mau- Mau-hreyfinguna, en eftir sé að móta framtíð Kenya. Ráðstefna hefst eftir nokkra daga um hana og er það megin- atriði, að samkomulag náist milli hvítra rnanna og þel- dökkra, en í landinu eru blökkumenn fjölmennastir, margt hvítra landnema og af- komenda þeirra, og einnig er par margt Indverja. Dillon vill koma á fót nýrri við- skipta- og efnahagsstolnun. jYorður-Ænteré/ug- oy Evrópu- löntl tjrðtt uðilur. A Vesturveldaráðstefnunni í París um viðskipti og efnahags- aðstoð hefir Dillon aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna stungið upp á nýrri viðskipta- legri samstarfsstofnun, er Norð- ur-Ameríka og Evrópa verði að- ilar að. Gert er ráð fyrir, að aðilar yrðu Bandaríkin og Kanada, löndin, sem standa að Efna- hagsstofnun Evrópu OEES, og flest löndin í samtökum Sam- markaðslandartan og Sjöríkja- samtakanna. Einnig hefir Dillon vikið að nauðsyn þess, að nokkrar þjóð- ir, sem miðlað hafa fjármagni til annarra þjóða, hafi nánara samstarf sín á milli og við Al- þjóðabankann og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Dillon kvað það mikilvægast, að á fundinum yrði tekið fyrir: 1! Viðskipti Evrópu. 2) Efna- hagsaðstoð. 3) Viðræður unv efnahagsmái á breiðum grund- velli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.