Vísir - 13.01.1960, Síða 6

Vísir - 13.01.1960, Síða 6
6 VÍSIR Miðvikudaginn 13. janúar 1960 ^KSXIL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Samvirk stjórnarandstaða. Tíminn heldur áfram iðju sinni fyrir kommúnista. Er engu líkara en samráð séu höfð um lýgina og útúrsnúning- ana, sem stjórnarandstaðan lætur málgögn sín bera á borð fyrir lesendur. Allir, sem nokkuð hafa fylgzt með afstöðu stjómmála- flokkanna hvers um sig til launamála, vita það, að Framsóknarflokkurinn hefir alltaf staðið gegn kjarabót- um launafólks, eins lengi og hann hefir séð sér fært. Og þegar sá flokkur er í ríkis- stjórn, sjá forustumenn hans yfirleitt aldrei aðrar leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en hækkaða skatta eða kaup- lækkanir, og stundum hvort- tveggja. Það er því sennilega ekkert áhlaupaverk fyrir Tímann að fá fastlaunafólk og verkamenn til þess að trúa því, að Fi'amsóknarflokkurr inn sé nú allt í einu orðinn bi'jóstvörn þessara stétta í hagsmunabaráttu þeirra. Tíminn segir að menn hafi orðið sérstaklega undrandi yfir þeim orðum í nýársræðu forsætisráðherra, að 5—6% kjararýrnun yrði óhjá- kvæmileg í bili. Út af þessu hefir Tírninn veiúð að leggja meira og minna flesta daga síðan. Segir blað- ið, að ,,ekki verði annað séð , en að ríkisstjórnin sé að leita eftir ýmsum tylliástæðum til að knýja hér fi'am samdrátt- , arstefnu í amei’ískum stíl — samdráttarstefnu, sem myndi draga stórlega úr framfara- sókn þjóðarinnar, skerða lífs- kjör almennings, en bæta hag einstakra gróðamanna.“ Flestir, sem ættu að gizka á, hvar þessi setning væri upp- runnin, myndu án efa eigna hana Þjóðviljanum. En svona náið er sambandið milli rit- stjóra Tímans og sálufélaga hans við Þjóðviljann, að hann vílar ekki fyrir sér að eta upp fáránlegustu blekk- ingar kommúnista, til þess að æsa fólk gegn ráðstöfun- um, sem varða fjárhagslega afkomu og fi-elsi þjóðarinn- ar um ófyrirsjáanlega fram- tíð. En hvernig stendur á því.að þau úrræði, sem núverandi ríkis- stjórn er að undirbúa til við- reisnar, eru nú fyrirfram skírð „samdráttarstefna“ í Tímanum? Var það þá ekki líka samdráttarstefna, sem vinstri stjórnin tók upp og lióf valdaferil sinn með? Byrjaði ekki sú sæla stjóm á því, að lögbinda kaupið? Var það þá ekki líka „tylli- ástæða til að knýja fram samdráttarstefnu í amerísk- um stíl“? Það situr sízt á Tímanum að ráðast á aðra fyrir kjara- skerðingu launafólks. Hefðu Framsóknarmenn fengið að ráða launamálum lands- manna, myndi slíkt ranglæti ríkja hér í þeim efnum, aðl sambærileg dæmi væru vandfundin meðal vesti'ænna menningarþ j óða. Stubbur (Ragnar G. Guðjónsson) og Massi Pedersen (Aðal- björg M. Jóhannsdóttir). Leikfélag Hveragerðis sýnir Stubb. Manni hálfleiddist lestur jóla leikritsins í útvarpinu og mikl- ar sögur fara af leiðindum Reykvjkinga á sýningum jóla- leikrits Þjóðleikhússins að und- anförnu. Öðru máli gegnir sannarlega um „jólaleikrit" þeirra Hver- gerðinga, sem var gamanleik- urinn Stubbur eftir Arnold og Bach og farið hefur mikla sig- urför hér austanfjalls að und- anförnu. Emil heitinn Thoroddsen mun á sínum tíma hafa þýtt þetta leikrit, og eru það sannai'- lega meðmæli, því hann var einn af okkar ágætustu leik- húsmönnum og enginn íslend- ingur mun hafa haft næmari skynjun fyrir því skoplega á senunni en einmitt hann. Margir af okkar ágætustu rithöfundum hafa þegar ritað leikdóma um Stubb þeirra Hvergerðinga, og Agnar Boga- son hefur vakið athygli á leikn- um, sem þeir munu kunna hon- um beztu þakkir fyrir. Það ætti því að vera ástæðulaust að fjölyrða um hina ágætu leik- meðferð að þessu sinni, en ég vildi aðeins, með línum þess- urn, vekja athygli á leiknum, í tilefni af því að nú hugsa Hvergerðingar sér að halda vestur yfir fjall, leika i Hlé- gai'ði í Mosfellssveit, á Suður- nesjum og ef til vill víðar. Það leika 13 Hvei'gerðingar í Stubb og má segja að allir leysi þeir hlutverk sín pi'ýði- lega af hendi. Flestir eru þeir líka þaulvanir leikarar og sumt afbui'ðaleikarar, sem fullyrða má að vart mundu „stinga í stúf“ eða rnissa marks i léttum leikritum á sjálfri Þjóðleikhús- senunni, með alli'i vii'ðingu fyr- ir þeirri mei'ku stofnun. Sumt eru afburðaleikarar af þessu fólki. Má í því sambandi nefna Ragnar Guðjónsson, Geirrúnu ívarsdóttur og Aðalbjörgu Jó- hannsdóttui', Eg fullyrði að hvoi’ki Guðlaugur Rósinkranz né Agnar Bogason mundu bíða tjón á sálu sinni við að horfa á leik þessa ágæta leikfólks. Magnús Pálsson er leikstjóri og hefur hann unnið starf sitt af mikilli prýði. En andi for- manns Leikfélags Hveragerðis frá Magneu Jöhannesdóttur svífur yfir vötnunum. Þessi á- gæta leikkona hefur um langt árabil verið stoð og stytta þessa litla leikfélags og vissulega saknar maður hennar á sen- unni. Það mun engum leiðast, sem sér þessar leiksýningar og fast- lega má gera ráð fyrir „rauðri lukt“ á hverjum stað, nú þegar Leikfélag Hvei-agei'ðis leggur land undir fót og heldur suður í þéttbýlið og menninguna. Stefán Þorsteinsson. Hvar á að fá lán? Nýr sendiherra ísraels til íslands í dag. Þeirri staðreynd verður ekki hnekkt, að á undanförnum 5 árum hafa íslendingar eytt 1000 milljónum meira en þeir öfluðu. Það er líka óvé- fengjanleg staðreynd, að á næstu árum þarf að nota um 11% gjaldeyi-isteknanna til þess að greiða vexti og af- borgun af erlendum skuld- um, og er það tvöfalt há- mark þess, sem talið er að nokkur þjóð geti með góðu móti ráðið við. í þi'iðja lagi er það staðreynd, að láns- traust okkar erlendis er þrotið og vonlaust að þar verði breyting á, nema við breytum tafarlaust um stefnu í efnahagsmálum. Það má furðulegt heita, að Tíminn skulj ekki fást til að viðurkenna þessar staðreynd ir á sama tíma, sem hann er að halda því fi’am, að ástand efnahagsmálanna hafi stór- vei’snað síðan vinsti'i stjórn- in fór frá, en þá var, að sögn forsætisráðherrans, Her- manns Jónassonar, í slíkt ó- efni komið, að ríkisstjói’nin ti'eysti sér ekki til að stöðva verðbólguölduna, sem skollin var yfir. Nú er helzt að skilja á blöðum stjóxmarandstöðuxinar, að bezta ráðið sé að gera ekki neitt, láta allt reka á reiðan- um, eins og í tíð vinstri stjórnarinnar, enda sé nú allt í bezta lagi og væntan- legar tillögur ríkisstjórnar- innar aðeins sprottnar af ill- girni og löngun til þess að skerða kjör almennings. Getur nokkur heilvita maður tekið mark á slíkri stjornar- andstöðu? Kominn er nýr sendiherra ísraels á Islandi. lir. Arie Aroch, sem jafnframt er sgndiherrs Israels í Svíþjóð og búsettur í Stokkliólmi. Sendiherrann er fæddur í Rússlandi, en hefur átt heima í ísrael síðan ái'ið 1924. Frá árinu 1950 hefur hann verið í þjónustu Utanríkisráðuneytis Israels, fyrst sem forstjóri ræðismannadeildar þess, en árið 1951 var hann skipaður fyrsti sendiráðsritari við sendii’áð fs- raels í Moskva. Árið 1953 hvarf sendiherrann aftur til ísi’ael og gegndi ýmsum menningai’- störfum í utanríkisráðuneytinu í Jerúsaléín. Árið 1956 var hann svo skipaður sendiherra Israels í Rio de Janeiro og ambassador þar í lándi ái’ið 1958. ,*ei)diherra fsra- els á"ÍMandi, Ðr. 'Chain Yahil lét af þeim störfum á s.l. ári og var þá hr. Arie Aroch skip- aður í hans stað. Er þetta í fyi'sta skipti, sem hr. Aroch kemur hingað til lands og mun hann því afhenta skilríki sín foi'seta íslands einhvei'n næstu daga. „Varnarsk,jalið“. Eins og getið var í blöðum i gær hefur maður nokkur sent blöðum nafnlaust bréf varðandi hafmeyjuna. Kveðst hann vera frumkvöðull þess, að listavei'k- ið var sprengt í loft upp o.s.frv. Flestum eða öllum mun virðast sem þetta bréf muni raunveru- lega frá þeim koma sem óhæfu- verkið unnu, þar sem það er eins konar vai’narskjal, fram ið til að réttlæta skemmdarverk- ið. Skal þó ekkert um það fullyrt. Einn af lesendum Bergmáls hefur óskað eftir, að stungið væri upp á þvi hér í dálkinum, þar sem menn þeir, er unnu þetta verk, telja sig sýnilega hafa unnið vei’kið í þágu lista og fegurðar, að þeir játi nú hreinlega á sig verknaðinn, og verði þeir svo aðnjótandi þess heiðurs, sem þeir til hafa unn- ið, og taki allt ómak af rann- sóknarlögreglunni, sem hafi æmu að sinna við að hafa upp á öðrum afbi'otamönnum, sem fara huldu höfði. Fordæmið. Þessu er hér með komið á framfæri, þótt ósennilegt sé, að tilmæli eða áskorun í þessa átt, beri árangur. Vei’a má, að hér hafi verið drengskaparmenn að verki í raun og veru, er fóra villu vegar í blindu ofstæki, en hvort sem svo er eða ekki væri allt af hægt að virða við þá hugrekki og drengskap, ef þeir játuðu á sig verknaðinn. Og enn frekara, ef þeir játuðu um leið, að þeir hefðu ekki átt að vinna þetta illa verk og gefa með því stór- hættulegt fordæmi, en fráleitt mundinokkur fai'a fram á, að þeir afneituðu sinni skoðun á listaverkum, því að hver maður á*að vera frjáls að sinni skoðun, hvort sem um listir er að ræða eða annað. Andlega frjálsirmenn telja sjálfsagt að virða rétt ann- arra til skoðana, — og er það ekki lágmarkskrafa, að menn fremji ekki myrkraverk til fram- dráttar eigin skoðunum eða stefnu? Framfei-ði unglinga. Um fi’amferði unglinga í mið- bænum — og raunar viðar —- er mikið rætt manna á meðal. Sem betur fer mun það ekki nema brot unglinga, sem haga sér ósæmilega. Þetta er mikið vandamál hvaraetna í menning- arlöndum nú á tímum og mikil- vægt, að hér sé gripið í taum- ana, áður en í óefni er kornið. Hér ber að koma fram af lempni og fostu. broði af foreldr- um og lögicglu, og af skilr.ingi á þein'i nútimóeii'ni, sem marg- ir unglingar eru haldnir af. Og getum við litið í eigin barm og hugleitt hvað við kurmum að hafa vanrækt eða skort skiln- ing á, er við reynum að ala börn- in okkar vel upp. — I. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 92., 93. og 94. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959 á xk húseigninni nr. 87 A, (neðri hæðinni), við Suðurlandsbraut, hér í bænum, þingl. eign Steinólfs Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 18. janúar 1960, kl. 3V.x síðdégis. Borgarfógetinn í Reykjarfk.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.