Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 22. janúar 1960 VÍSIR Það er eins gqtt að eg hefi góða æfingu í að hátta mig, því ef eg væri ekki eldfljótur að því, þá er ekkert að vita nema mér hefði verið stungið á bóla- kaf í Sundhöllina í öllimi föt- um, núna um daginn, þegar eg fór þangað undir því virðingar- verða yfirskyni' að horfa á kennslu í dýfingum. Mér fannst algjör óþarfi að vera að gutla neitt í vatni á Annars er mér hálfilla við það, því mér er sagt að ristarbeinin séu í hanöarbakinu á mér, og eg er alls ekki ánægður með það. Jæja, hvað um það, úr föt- unum fór eg, batt utan á mig hvíta Bikini-skýlu og setti blátt gúmmíband utan um vinstri öklann til öryggis, ef eg skyldi týnast, Þegar eg kom inn (þetta minnir mig alltaf á vísuna: Hver var að hlæja, þegar eg á brettinu og hossaðu þér upp og niður. Bara nógu lengi, þang- að til þú finnur hreyfingar þess og viðbrögð. Hoppaðu með brettinu. Svo, þegar þú ert til- búinn, — alveg tilbúinn, þá skaltu stökkva eins hátt og þú getur upp í loftið, og eilítið framávið. Vertu alveg beinn, og beygðu þig ekkert í mjöðm- unum. Horfðu beint fram — ekki niður í vatnið. Hoppaðu svo eins hátt og þá getur, og Efnskttlofft híískólanátn. Má ekki skeika tommu, svo nefiö fari ekki af. ■*» * Ímóífsson, —-——.............— íþróttakennara. þessum tíma áfs, því eg man ekki betur en konan hafi rekið mig í bað fyrir jólin, og nú ekki komið nema fram í miðjan jan- úar. Skárra væri það ólukkans vatnsgutlið! Hann var samt ekki á sömu skoðun, hann Valdemar Örn- ólfsson íþróttakennari, sem stjórnaði kennslu í dýfingum fyrir Sundhallargesti þetta kvöld, og ....... „Skelltu þér ofaní, maður, og vertu með. Þú fylgist líka mik- ið betur með kennslunni, og hvað raunverulega er um að vera, ef þú stingur þér nókkrum sinnum sjálfur.“ ,,En ef eg drukkna?“ . „Það er engin hætta. Þú kannt altént hundasund.“ Og svo endaði það auðvitað með því að eg var rekinn úr görmunum, og varð að sýna beinagrindina opinberlega. Valdemar Örnólfsson íþróttakennari. kom inn? .... o. s. frv) var Valdemar búinn að stilla sér upp við stökkbrettið, og kropp- arnir stóðu í langri röð til að k'omast að að henda sér ofan í kolblátt dýpið. Furðanleg á- stríða. Eg stakk stórutá hægri fótar ofan í lögin, og ætlaði að láta það nægja í bili, en þá vatt Valdemar sér að mér og mælti stundarhátt: „Jæja, upp á brettið með þig, og lof mér að sjá hvort eg get kennt þér eitthvað.“ Eg athugaði það ekki fyrr en eg st'óð fremst frammi á brett- inu, hvað það er ægilega hátt niður í vatnið fyrir neðan, lík- lega hátt á annan meter. Valde- mar sagði mér að hoppa nokkr- um sinnum upp og niður á brett- isendanum, og reyna að finna hreyfingar brettisins, og fylgj- ast með þeim í stökkunum. Eg ætlaði að fara að ráðum hans,- en áður en eg kom mér til þess hrópaði hann: „Ágætt, prýði- legt, fyrirtak!“ Eg hafði ekki hugmynd um hvað hann var að tala um, en þegar eg fór að hugsa og skoða minn gang, sá eg að minn eðlilegi tauga- skjálfti, ásamt nýtilkomnum hræðsluskjálfta, hafði komið brettinu á töluverða hreyfingu. |Og svo loksins — þegar eg jmissti ballansinn — var eg iauðvitað á hæsta punkti, og steyptist á hvínandi hausinn of- an í helblátt hyldýpið fyrir neð- an. „Elegant!" „Fyrirtak!“ Eg var svo nábleikur. þegar eg kom upþ úr, að eg gat ekki ’ einu sinni roðhað af monti. Orð ! gat eg ekki heldur sagt, því önd- unarfærin voru full af vatni og .... „Gúlp .... gúlp .... blúbb .... flúbb .... ha? .... i ja, þetta er svo sem ekki i fyrsta ! sinn.“ Og aftur kom eg að brettinu. „Vertu nú bara rólegur,“ sagði Valdemar. „Stattu fremst láttu þig detta á fæturna niður í vatnið. ! Þannig áttu að æfa þig til að byrja með, þangað til þú heíur fengið fullt vald yfir brettinu, og hreyfingum þess. Þetta eru undirstöðuatriði, sem þú verður örugglega að læra til fullnustu, áður en þú ferð lengra. Ef þú hefur ekki algjört vald á brett- inu, getur þú aldrei stokkið vel, og lærir það ekki síður. Svo getur þú farið að taka „tilhlaup“, eða réttara sagt ganga fram eftir brettinu, því að maður á ekki að hlaupa. Þá hreyfist brettið ekki á réttan j hátt. Þú átt næstum því að læð- ! as — méð hælana fyrst -— þang- iað þú getur tekið síðasta stökk- jið, þá hoppar þú i loft upp, nið- ur á enda brettisins, fylgir því upp aftur, setur undir þig stökk, I og þýtur upp á við. Þegar þú ert kominn svo j langt upp, að þú finnur að þú kernst ekki lengra, réttirðu ann- ' an — eða báða — fæturna upp í loftið — teygir þig fram, og þá kemur það af sjálfu sér að hausinn verð'ur á undan ofan í vatnið . . . . “ 1 „Eg held að eg þurfi ekki að gera neinar sérstakar kúnstir S til þess. Hausinn er alltaf á undan, jafnvel þó eg hrasi um j þröskuldinn heima hjá mér. j Hann er svo þungur, blessað'ur. j Hvar hefur þú annars stúd- érað dýfingar?" ,,Eg var um tírrta á íþróttahá- skóla í Þýzkalandi, og lærði þá m. a. dýfingar, og kennslu í !þeim.“ „Nú, það er ekkert annað. jBara háskólanám. Eru dýfingar i virkilega svona erfiðar, að mað- jur þurfi að fara á háskólann, til ■að læra þær vel?“ „Nei, eg átti nú ekki bein- línis við það. En dýfingar eru kenndar í erlendum íþrótta- háskólum, ásamt öðru. Eg fór utan til að fullnuma mig í j íþróttakennslu, og til þess að Það náðist engin mynd af rnér sjálf- um svo bessi verð- ur að nægja. —■ hafa réttindi til að kenna íþróttakennurum, þarf maður að hafa háskólanám að baki sér. Eg tók svo nokkrar aðrar náms- greinar um leið, eins og t. d. frönsku, og hefi eg kennt hana dálítið síðan.“ „Og hvar kennirðu?" „Eg kenni íþróttir í Mennta- skólanum í Reykjavík. Svo er eg með morgunleikfimina í út- varpinu ....“ „Nei — ert það þú, sem vek-, ur mig alltaf á morgnana . . . . ? „Það er þó gaman að heyra að þú skulir taka þátt í morg- unleik „Nei. Þá væri eg ekki svona| sprækur. En það er afskaplega | þægilegt að vita um fjöldaj manns spriklandi lrammi á gólfi, baðandi út öllum öngum, en snúa sér bara í róíegheitum aftur upp í horn....“ Valdemar hafði nú fengið nóg af viðræðunum í bili, og fór sjálfur fram á brettið, flaug uppí loftið og renndi sér á nef- ið niður með brettisendanum ofan í vatnið. Sveimér þá, að eg hélt hann mundi reka nefið í brettið, svo nálæg't fór hann því á niðurleið. „Komstu nokkuð við brett- ið?“ spurði eg hann. „Nei. Þetta' er einmitt eitt afl því, sem maður þarf að læra, Að vera ekki hræddur viff brettið. Horfa á það á niður- leið, og renna sér rétt við það.“ „Eg loka alltaf augunum.." „Það skaltu ekki gera. Þú verður að fylgjast vel með öllu, og ef þú sérð ekkert, geturðu ekkert lært.“ „Eg held bara aff eg fari ekki að læra svona kúnstir á full- orðinsaldri." „Það er aldrei of seint, og alltaf gaman að geta stungið sér laglega. Hugsaðu þér bara að fullt af fallegu kvenfólki. væri að horfa á . . . . “ „Þá mundi eg alls ekki stinga mér. Það væri mikið meira gaman uppi. Og þó. Kannske eg komi annars í nokkra tima til þín, svo eg geti þá drukknað skammlaust. Hvenær eru tímar hjá þér?“ , „Til að byrja með á miðviku- dagskvöldum kl. 8.30 til 10. Það kostar ekkert, og þú — og’ aðrir eru velkomnir að reyna.“ „Nú, þá er auðvitað sjálfsagt að koma, ef maður fær það frítt . ... “ Karlsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.