Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Litið hann færa yðnr fréttir og annað leatrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WXSXlt Munið, að þeir sem gerast áskrifendor Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Föstudaginn 22. janúar 1960 Michiko tekur við fæðing- arlindanum á morgun. Hún er a$ byrja sí5asta mánuð meðgönguiímans. Þegar líður að jjví að drottn- ingar eða drottningaefni verði léttari, bíða þegnarnir óþreyju- fullir fregna af því. Nú er mikið símað um tvær konur af ofannefndum ástæð- um, og er önnur Elísabet II. Bretadrotting, en hin „jap- anska öskubuskan", sem fékk prinsinn sinn, malaradóttirin 'Michiko, sem varð drottningar- "efni í Japan. Michiko á von á sér eftir mánuð, en Elísabet mun verða léttari innan hálfs- mánaðar, að því er Lundúna- blöðin segja. Hún ætlar að eiga barnið í höllinni, og verða þar engar sérstakar sermóniur", en- þegar barnið er fætt, verður fest upp tilkynning á stólpa við hliðið á hallargarðinum og skotið 41 fallbyssuskoti. Crönilum siðum fylgt í Japan. En í Japan er fylgt gömlum „keisaralegum siðum“, þegar fæðing er fram undam hjá drottningarefni — og er fyrsti hlekkur þeirrar siðakeðju, að 'drottningarefni lætur vefja um isig belti eða linda, sem er gagn- legur til stuðnings á erfiðásta hluta meðgöngutímans, og .þar að auki til aukinna hlýinda. Það hefur þegar verið tilkynnt, að þessi athöfn fari fram 23. janúar, er 9. mánuðurinn geng- tir í garð. Háttsettur embættismaður við hirðina sækir hinn keisara- lega fæðingarlinda, sem er 10 —11 metrar á lengd, um 35 sm. á breidd og gerður úr silki, og færir drottningarefni á heimili hennar i Tokiwamatsu-höll. Drottningarefni fer þar næst með hirðmeyjum nokkrum, er aðstoða hana við að vefja um sig lindanum Það eru um 20 i ár síðan hann var seinast not-! j aður. 1 Heimskunnur vísindamað- ur sakaður um morð, Það var vinkona hans, sem myrt var. Hin myrta. Kynning bandarískra skáida og verka þeirra. Fyrir forgöngu Yale-háskól- ans geta skólar, bankasöfn, fé- lög og einstaklingar fengið keyptar grammófónplötur, sem 50 bandarísk skáld hafa lcsið á verk sín. Nefnast þau „Yales Series of Recorded. Poets“, I rauninni kom fram hug- myndin að þessu fyrir 10 árum og átti hana skáldið Lee And- erson, en fjárhagslegan stuðn- ing veitti stofnunin Blue Hill Foundation. I þessum mánuði komu út fjórar grammófónplötur, sem Allen Tate, Robert Lowell, Stanley Kunitz og Dudley Fitt hafa lesið inn á. Hverri plötu fyl^ir prentaður texti, ummæli gagnrýnenda, listi yfir verk höfunda, æviágrip, og stundum athugasemdir höfunda. Þetta er talin hin ákjósan- legu aðferðir til þess að stofna til nánari kynna milli nemenda og almennings annars vegar og höfunda hins vegar. Þekkirðu landið hitt ? 8 ☆ T din er afí Geymið svarið, þar til allar myndirnar hafa verið birtar. Gæftír og afii á Hiísavík. Frá fréttaritara Vísis Túsavík í gær. Tíðarfar hefur verið ágætt á Húsavík fram að síðustu helgi. Róðrar hófust 2. janúar. 5. þil- farsbátar og 7 trillur íóa. héð- an og hefur af-li verið góður og gæftir góðar. Þrír bátar fóru héðan um- áramót tii Suður- nesja og verða þar yfir vertíð- ina. 2 nýir bátar eru væntan- leigr til Húsavíkur, í vetur og vor, báðir smíðaðir í Noregi. Annar er smíðaðaur úr eik, rúmlega, 100 tonn, og er eign h.f. Svanur. Hinn er stál- bátur 140 tonn,, eigandi. h.f. Hreifi. Fjöldi manna fór héðan frá Húsvík og nágrenni eftir áramót til verstöðva sunnan- lands. I fyrri viku var framið hrylli- legt morð í grennd við Baton Rouge í Louisiana-ríki, Sanda- ríkjunum. Flokkur vegavinnu- manna kom þar að líki konu, sem reyndist vera dr. Margaret Rosamund McMillan, 38 ára. Var líkið blóðugt og augljóst, að hún hafði verið barin til bana. Morðið vakti hroll og furðu í hugum manna, ekki sízt í Louisianaháskólanum í Baton Rouge og háskóladeildinni í New Orleans, þar sem konan var aðstoðarprófessor í líffræði. En ekki vakti minni furðu það, sem síðar komí ljós. Kona þessi var ógift og lifði kvrrlátu lífi í húsi sínu í New Orleans, bjó þar ein og hafði tvo ketti fyrir félaga. Eng'um varð að sögn meira um fráfall liennar en dr. George H. Mickey, 49 ára, heimskunnum vísinda- manni og deildarforseta vi'ð há- skólann. Kvað hann svo að orði, að það væri von allra við háskólann, að hinn seki ívndist hið fyrsta. Fjórum dögum síðar var hann sjálfur handtekinn, sakaður um að hafa myrt kon- ima. Þessu virtist enginn ætla að geta trúað í byrjun. Hér var um kunnan vísindamann að ræða,' kvæntan mann, föður tveggja barna. Hann hafði þekkt konuna árum saman, hafði m. a. aðstoðað hana við að fá starfið við háskóla Louisi- ana. Lögreglan sneri sér við rann- sóknina til vina hennar svo sem eðlilegt er og fyrst og fremst | til hans, en grunur kviknaði í fljótt um sekt hans,.Hann flækt- ist í nét, sem vafðist þéttara og þéttara um hann. Blóðhlettir fundust á bíl hans, og bréf frá honum á heimili hennar. Dr. Mickey gaf rangar upplýsingar um hvar hann var og með hverjum, um það leyti, sem morðið var framið. Þrátt fyrir allt þetta neita margir enn að trúa því, að dr. Mickey sé morðinginn, en hann neitar öllu. Fangaverðirnir segja, að hann gráti mikið á nóttum. Samtök gegn S. - Afríku. Stjórn landssambands sam- vinnufélagann á Bretlandi hef- ur skorað á samvinnufélögin, að taka ekki þátt ísamtökunum um að kaupa ekki suður-afrísk- ar vörur frá 1. marz ,að telja um eins mánaðar bil. Varar stjórnin við afleiðing- um þátttöku þar sem samvinnu- félögin kynnu þá að verða skot- spónn í alvarlegum deilum. Kunnugt er, að sumar sam- vinnuverzlanir bjuggu sig und- ir þátttöku í samtökunum, en að þeim standa m.a. Verkalýðs- flokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn, auk ýmissa félagssam- taka og einstaklinga. Til sam- takanna er stofnað til að mót- mæla kynþáttstefnu Suður- Aríkustjórnar. Nýtt stökk í radar-tækni. í ným* bandarsskri fSaugar handan I fregn frá Washington segir, að smíðuð hafi verið í Banda- ríkjunum ratsjá, sem hægt sé að greina í eldflaugar og flug- vélar handan sjóndeildarhrings ins eða í allt að 4160 km. fjar- lægð. Ratsjáin er smíðuð að undan- gengnum rannsóknum og til- Meial vikukaup kr. 2250,00. Atvinnuieisingjum fækkaði i Bandaríkjunutn utn 93.000 í desetniber. Þeir voru í desemberlok 3.577.000. — Meðal vikulaun starfsmanna .1 verksmiðjuhi í Bandaríkjunum erá nú rúmiega' 2250 kr. ratsjá má greina eid- sjóndeiidarhrings. raunum í Rannsóknarstöð Bandaríkjaflotans (Naval Rese- arch Labratory) og er litið svo á, að hér sé um eitt hið stærsta skref fram á leið í radar-tækn- inni á undangengnum tíma. Ratsjáin var smíðuð hjá Gen- eral Electric. Hún er kölluð Madre (þ. e. Megnetic Drum Receiving Eauipment). Verið er að koma upp Madre- stöð fyrir 4 millj. dollara á strönd Chesapeke Bay, Mary- land. Aðalhöfundur hinnar nýju ratsjár er dr. Robert M. Page forstjóri ofannefndrar stofnun- ar. Hann var einn þeirra manna, sem gat sér mest orð á þessu sviði þegar fyrir síðari heimsstyrjöld. Ratsjáin hefur þegar verið reynd margsinnis, er skotið hefur vérið eldflaug- um frá Canaveralhöfða, og þarf ekki að efa gagnsémi hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.