Vísir - 22.01.1960, Síða 6

Vísir - 22.01.1960, Síða 6
e Föstudaginn 22. janúar 1960 VÍSIR VÍ8IE D A G B L A Ð Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ráðstefnan í Genf. Nú eru aðeins tveir mánuðdr þangað til alþjóðaráðstefn- an um stærð landhelgi á að ' hefjast. Er þegar farið að i segja frá undirbúningi ráð- stefnunnar í erlendum blöð- um og spá um niðurstöðu , hennar. Fulltrúar 86 ríkja , munu koma þarna saman, og aðalmálið verður ákvörðun um stærð fiskveiðilandhelg- innar. Búist er við að tillögurnar frá 1958 komi fram aftur nú, ó- breyttar, þ. e. a. s. tillaga Kanada um 12 mílna fisk- veiðilandhelgi og tillaga Bandaríkjanna um 6 mílna landhelgi og 6 milna belti, þar sem strandríki hafi einkarétt til veiða, með þeirri undantekningu, að þjóðir sem lengi hafa stund- / að fiskveiðar við strendur hlutaðeigandi landa, hafi rétt til þess framvegis á ytra 6 milna svæðinu. ‘Talið er að tillögu Kanada hafi aukist fylgi síðan 1958 og jafnvel að hún hljóti nú , - tilskilinn meirihluta at- kvæða. Framkoma Breta 1 ■ gegn íslendingum, eftir að vér færðum út fiskveiði- ! landhelgina, hefur orðið til þess að sumar smáþjóðirnar, sem studdu bandarísku til- löguna 1958, hafa nú áttað sig betur á eðli málsins og nauðsyn þess, að standa æv- inlega saman gegn ágangi stórvelda, þegar lífsafkomu einhvers smáríkis er ógnað. Slík samstaða hinna smáu er sterk, eí enginn skerst úr ieik. Fregnimar um aukið fylgi kanadisku tillögurnar eru mikið gleðiefni fyrir oss ís- lendinga. Ekki aðeins vegna þess, að þær auka líkui’nar fyrir sigri í miklu hagsmuna- máli, heldur einnig, og ekki síður, vegna hins, að sigur vor væri siðferðilegur stór- sigur, sem myndi marka mikilvægt spor í áttina til jafnréttis þeirra smáu í sam- skiptum við hina stóru. Bíði Bretar ósigur í þessari deilu, sém réttlátt og mak- legt væri, er ósennilegt að þeir eða önnur stórveldi myndu stíga hliðstæð spor aftur í ágreiningsmáli við aðra smáþjóð, sem ætti lífs- afkomu sína að verja. Ríkisstjórn Bretlands er eflaust orðið það ljóst fyrir löngu, að þetta herhlaup inn í land- helgi fslendinga hefur magn- egn Bretum víðs- vegár um heim. Þess vegna er nú talið að þeir myndu helzt kjósa að ná einhverjum bráðabirgðasamningum, áður en ráðstefnan í Genf hefst, en ósennilegt er að þeim verði að þeirri ósk. Þó má gera ráð fyrir að her- skip þeirra hafi sig lítt i frammi í íslenzkri landhelgi meðan á ráðstefnunni stend- ur, því ekki myndu fregnir um ofbeldisverk hér við strendurnar, þá dagana, létta róðurinn fyrir bandarísku tillögunni. Allir íslendingar hljóta að bíða þessarar ráðstefnu og þeirra samþykkta, sem þar verða gerðar, með mikilli eftir- væntingu. Sigri málstaður vor þar, véi’ður það bæði efnahagslegur ávinningur og vegsauki fyrir þjóðina. Reykvíkingar rækta kartöflur fyrir hátt á 4. miilj. króna. Er um 10. hluti af heildarkartöflu- uppskeru landsmauna. Láta mun nærri, að kartöflu- uppskera Reykvíkinga á sl. hausti hafi verið sem næst 12.375 tunnur eða um 10% af heildar kartöfluuppskeru lands- manna á árinu, og að verðmæti hennar nemi hátt á 4. millj. kr. Samkvæmt upplýsingum frá garðyrkjustjóra Reykjavíkur- bæjar var uppskera garðávaxta á bæjarlandinu vel í meðallagi. Lítið bar á sjúkdómum, og hnúð orms í kartöflum varð hvergi vart svo vitað væri, hinsvegar bar talsvert á skordýrum, en með úðun vai’narlyfja tókst að bægja þeim frá. Áburðareitrun- ar varð vart í nokkrum garð- löndum, þar sem áburðurinn leysist ekki upp vegna skorts á raka. Leiguhæf garðlönd voru 1,789 en nytjuð lönd á árinu 1.204, og er það 52 löndum færra en árið 1957. Nauðsynlegt var að taka úr leigu 846 garðlönd. Garðlöndin í Vatnsmýri, við Þvottalaugar, Sogamýri og í j Borgarmýri hafa reynzt mjög | blaut og var því gerð tilraun til | að bæta úr því með því að kýl- ] I ræsa löndin, þannig, að 8—10 m. voru milli kýlræsa. Aðal- skurðir þessara- svæða voru jafnhliða stórlega endurbættir. | Aðalverkefnin við matjurta- garðlöndin voru viðhald á veg- um og girðingum. Teknar voru uppskeruskýrsl- ur hjá um það bil 10. hverjum ræktanda, svo unnt yrði að fá sem gleggsta mynd af ræktun- arstarfi bæjarbúa. Þessar skýrslur gefa til kynna, að kartöflurækt fari fram á 49.5 ha. í bæjarlandinu. Útsæðiskartöflur nema um 990 tunnum. Af tilbúnum áburði var notað um 250 tonn, en húsdýraáburði og öðrum áburði 150 tonn, og virðist þessi áburðarnotkun ó- hóflega mikil. Meðal uppskera reyndist vera 250 tunnur af ha. og er það 50 tunnum meira en meðaltal af ha. 1957. Heildar kartöfluuppskeran hefir því verið 12.375 tunnur og mun það vera nálega 10. hluti af heildar kartöfluuppskeru landsmanna. Eins og kunnugt er, eru kart- öflur verðbættar til framleið- enda og sé gert ráð fyrir að uppskera Reykvíkinga lendi í I. flokki (sem er II. verðflokkur) þá er verðmæti þessarar upp- skeru kr. 3.836.250.00, en út- söluverð kr. 1.831.500.00 frá Grænmetisverzluninni. Gera má ráð fyrir, að tiltölulega mjög lítið magn af kartöfluuppskeru Reykvíkinga sé selt til Græn- metisverzlunarinnar, og mætti trúlega ætla, að þessi tómstunda ræktun bæjarbúa spari því rík- issjóði um 2 millj. kr. Geimfiaug Rússa fór 13 þtís. km. vegarSengd. Bandaríkjamenn senda apa í 14 km. geimferð. Enn bóta Rússar. Samkvæmt síðustu fregnum ætla Rússar ekki að flana að fækkuninni í hernum. Þeir hafa að sönnu ákveðið fækk- un, eftir því sem þeir segja, en hún á þó ekki að vera komin að fullu til fram- kvæmdar fyrr en í árslok 1961. En mikil áherzla er lögð á það, af valdhöfunum, að eyðingarmátturinn verðd óskertur og haldið áfram að smíða æ kraftmeiri sprengj- ur. Þegar fregnin barst fyrst um fækkunina í hernum, var það haft eftir Krúsév, að hann hefði vopn, sem væri hægt að eyða óvinum Rússa með, hvar sem þeir væru á hnettinum. En við nánari at- hugun mun þetta ekki hafa þótt nægilega sterkt að orði kveðið, því að í útvarpsfregn í fyrrakvöld, var sagt frá ummælum einhvers háttsetts rússnesks embættismanns, á þá leið, að þeir hefðu vopn sem væru þess megnug, að þurrka heil lönd út af yfir- borði jarðar og hvar sem þau væru á hnettinum. Þetta hefur eflaust hljómað sem fagur friðarboðskapur í §yrum margra íslenzkra kommúnista, og sjálfsagt á Þjcðviljinn eftir að birta margar hjartnæmar greinar um friðarást Rússa. En mundu ekki rnargir aðrir telja það meiri sönnun fyrir friðarvilja, að ónýta eitthvað af þessum eyðingartækjum og hætta framleiðslu þeirra, heldur en þótt nokkrir tugir þúsunda af hermönnum séu látnir hafa fataskipti? í Bandaríkjunum eru teknar fyllilega til greina staðhæfingar Rússa um geimflaugarskot þeirra út á Kyrrahaf. Rússar tilkynntu í gærkveldi, að þeir hefðu skotið geimflaug nærri 13 þúsund kílómetra veg-j arlengd og hafi trjónan, sem notuð var sem síðasta þrep j ! flaugarinnar, komið mður inn- an við 2 km. frá settu marki á, Kyrrahafi. Tekið er fram, að þetta sé fyrsta tilraun af mörgum með flaugar, er eigi að geta flutt geimför. Bandaríkjamenn segja, aðj með tilliti til þess árangurs, sem ’ náðst hafi með Atlasflaugun- um þurfi ekki að efa þetta, en þeim hefur verið skotið 15 sinn- um með þeim árangri, að þær komu niður í námunda við sett mark, eða m. ö. o. árangurinn svipaður og hjá Rússum, en þeir hafi að vísu skotið nærri 3000 km. lengri leið. Hins vegar sé þetta fyrsta tilraun þeirra með svo langdrægar flaugar og hér um ræðir, en Bandaríkjamenn 15, sem að ofan segir með At- lasflaugar. raun. Þeir hafa sent flaug með hylki, sem í var lifandi kven- api, ungfrú Sam, 14 km. út í geiminn. Þar var hylkið losað með sams konar útbúnaði og notaður verður, er mönnuð geimför eru send út í geiminn, og sveif hylkið, sem vegur um 1 smálest, til jarðar í fallhlíf, en þar tókst einni af þyrlum Bandaríkjaflotans að ná því — og var ungfrú Sam bráðlifandi. Var vel um hana búið í kassa innan í geimhylkinu og virtist henni ekk.i hafa orðið neitt meint við ferðalagið. — Eld- flauginni var skotið frá Wall- ops-eyju í Virginiu. Ungfrú Sam í 14 km. geimferð. En Bandaríkjamenn hafa samtímis gert merkilega til-1 ilætt 8i'sii Aisar' i Paris. Franska stjórnin hefur stað- fest, að Iiún haldi fast við ó- breytta stefnu í Alsír. í dag hefst í París ráðstefna um Alsír og verður De Gaulle í forsæti. Helztu hershöfðingj-. ar Frakka i Alsír sitja fundinn,' fimm ráðherrar og tveir em-! bættismenn. Meðal hershöfðingjanna er Massu, sem neitar að hafa átt viðtal við þýzkan fréttamann og gagnrýnt stefnu De Gaulle í Alsír. í Það hefur lítið verið minnst á útvarpsdagsskrána í þessum dálki í háa herrans tíð, en nú Hefur einn af lesendum dálksins skrifað honum pistil um dag- skrárefni, og getur um sumt, sem hann er ánægður með, og annað, sem hann er óánægður með, og viðurkennir jafnframt, að smekkurinn sé misjafn, og lengi megi um slíkt deila, en fleiri ættu samt. að láta til sin heyra um hversu þeim fellur dagsskrárefni en gera það, og er það alveg rétt, en við lestur alls slíks beri þó að hafa i huga, að sínum augum líti hver á silfr- ið. í framhaldi af þessu segir pistilshöfundur: Sögurnar. „Skáldsögurnar, sem hafa ver- ið lesnar í útvarp í vetur, hafa verið misjafnar, eins og geng- ur, og sannast að segja virðist mér, að það tilheyri liðnum tima, að lesnar séu sögur í útvarpi hér svo að menn heilíist af og bíði óþreyjufullir framhalds. 1 fyrsta lagi eru sögurnar ekki vel lesnar. Það er list fyrir sig, að segja söguna eða lesa, svo að áheyréndur liafi unun af. Það fer t.d. alls ekki allt saman — ef til vill sjaldan — að góður skáldsagnarhöfundur lesi vrel sög ur, en þá ætti að velja annan til lestm-sins. Helgi Hjörvar las allt af sögur ágæta vel og fleiri mætti nefna frá liðnum árum. Engum framúrskarandi lesanda man ég eftir í vetur, nema síra Sigurði i Holti, hann las afbragðs sögu eftir Kielland fram úr skarandi vel. Þar fór sam- an snjöll saga og snjall lestur og hafi klerkur þökk fyrir. — Stef- án Júlíusson las sína sögu þokka- lega en ekki meir en efni sögðú hans var athyglisvert i fyllsta máta. — Valið. Væri nú ekki hægt að vanda bet- ur til vals á sögum og lesurum? Væri ekki ráð að fá góðan les- ara til að lesa Heiðarbýlissög- ur Jóns Ti’austa, til dæmis að taka, eða fleiri úrvalssögur eft- ir noi’ska höfunda, Davíð skygna eftir Jonas Lie eða Á guðs veg- um eftir Björnstjerne Björnson, svo að eitthvað sé nefnt af því góða.Báðar eru tii i ágætum þýð- ingum. Tónlistin. Mér finnst vera öllu minna en áður af músik þeirrar tegundar sem Björvin Guðmundsson segir vera klám og vita allir hvað hér er átt við. Mun mlkill meiri hluti hlustenda þvi féglnn að þarna er breyting til bóta. Enn heyrist kvai’tað yfir, að of mikið sé af háfleygri músik, sem fari fyrir ofan garð og neðan hjá almenn- ingi, sem alls ekki hlusti á sin- foniurnar, en ekki ætla ég að fylla flokk þeirra , sem stöðugt nöldra út af þessu. Margt af þessu lsétur þó vel i eyrum, ef menn nenna að hlusta, jafnvel þótt eitthvað skorti á um skiln- inginn, en yfir hinu vildi ég kvarta, að ekki skuli gert meira að því er verið hefur, að útvarpa alþýðusöngvum undir ljúfum lög um 1 stuttu máli: Það vantar meira af ljúfum lögum frá ýms- um þjóðum mönnum til ununar á hvíldarstundum, — og hefi ég að vísu stundum heyrt slík lög í útvarpinu, í miðdegistónleikum og eftir kl. 7 fyrir auglýsinga- lestur, en það er stór hópur manna í landinu, sem ekki get- ur hlustað á öll fallegu lögin 1 Framh. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.