Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 22.01.1960, Blaðsíða 4
4 VÍSIB Föstudaginn 22. janóar 196® - _________________ i >>*"TT"ra . "■ íþrótti Spjallað um íþróttamann ársins 1959: Martin Lauer er enargt til iista lagt auk mikitla yfirbria í íþróttum. Hann leikur á ntörg hgjóðlærl, er góöur söngmaöur og lærlr til verkfræötngs. Þessi mynd var tekin af Lauer í London í sumar. Eins og sagt var frá í sl. viku var íþróttamaður ársins 1959 kjörinn á vegum málgagns brezku olympíunefndarinnar nú fyrir skömmu. Brezkir frétta ritarar völdu Marin Lauer með 32 stigum af 40 mögulegum. Úr því að svo fór í Bretlandi, gat vart á annan veg farið í lieimalandi Lauers sjálfs, Þýzkalandi, og þar fékk hann 3912 stig, eða rúmlega 1000 stigum meira en nokkur annar íþróttamaður. — Það er því AViIlie May tekur í höndina á Lauer eftir að heimsmetið cr i'allið. ekki úr vegi að minnast nokkuð á Lauer og afrek hans, og ef til vill eina eða tvær sögusagnir Kém gengið hafa um hann. Lauer varð 23ja ára 2. jan. fil., en hálfu ári áður, að kvöldi hins 7. júlí s.l. aflaði hann sér á einni kvöldstund þeirra frægðar sem halda mun nafni hans á lofti meðal frjálsiþrótta- manna um langan aldur, jafn- vel þótt hann geri aldrei neitt meir á því sviði. Hann leggur stund á verk- fræði og sækir tíma við tækni- háskólann í Múnchen. Að morgni hins 7. júlí sótti hann tvo tíma, flýtti sér síðan út á flugvöll og komst þangað rétt í tæka tíð til þess að ná í síð- ustu flugvélina þann daginn til Zúrich í Sviss. Síðari hluta dagsins eyddi hann með vini sínum og keppinaut, Walter Pensberger á seglbáti á Zúrich- vatni. Um kvöldið voru þeir mættir til keppni á Letzigrund- leikvanginum. Það var fyrst þá, að LTauer tók eftir því hve hentugt veðrið var til þess að vinna mikil af- rek. Hitinn var um 32 stig á Celcius, svo lítil hætta var á því, að hánn „kólnaði upp“ fyr- ir hlaupið. Kann reyndi hlaUpa- brautina, sem hefur orð á sér fyrir það að vera ein bezta í heimi. Honum fannst hún góð að öðru leyti en því, að það var eins og gaddarnir á skónum ; vildu ioða í henni. Vindhraðinn I (meðv.) var rétt undir 2m/sek, j sem er hið leyíða hámark. Eitt var það enn s :m vakti þá hug- myrid méð Lauer, að nú væri réttur tími til að reyna að slá heimsmet Bandaríkjamannsins Jack Davis í 110 m grinda- hlaupi, og það var, að nú hafði hann harðari keppinaut en venjulegt getur talizt í Evrópu. — Sá var blökkumaðurinn Willy May, frá USA. Hugmyndin varð að veru- leika. Innan 51 mínútu hafði Lauer hrifið til sín tvö heims- met, 13.2 sek í 110 m grindahl. og 22.5 se kí 200 m grindahl. Þetta var í sjálfu sér merki- legt augnablik. Hann hafði bætt sinn bezta tíma um 0.3 sek, og það sem meira var, ekki var hægt að gefa afreki hans stig eftir tugþrautartöflunni — hann hafði sprengt hana. Einhverjum hefði dottið í hug, að Lauer kynni að hafa slegið upp veizlu í tilefni þessa. En svo var ekki. Morguninn eftir var hann enn kominn að borði sínu í skólastofunni í Múnqhen. Próf var yfirvofandi og það ekk fyrir. Vegna þess af- salaði hann sér og réttinum til Japansferðar og S.-Afríku- ferðar, en þangað hafði honum verið boðdð. Þeir sem bezt þekkja Lauer segja að það sé erfitt að gera sér í hugarlund, þegar menn horfa á hann hlaupa jrfir grind- urnar, að hann sé með „platt- fót“ — að hann sé svo slæmur í fæti, að hann eigi erfitt að standa uppréttur langan tíma í einu og að hann verði aldrei kvaddur til herþjónustu vegna þessa líkamsgalla. Það er líka erfitt að trúa því, að fyrir átta árum síðan hafi honum verið sagt, að hann myndi aldrei aft- ur taka þátt í íþróttum. Sem drengur reyndi Martin Lauer sig við flestar greinar íþrótta, jafnvel hnefaleika, þótt flestir séu sammála um að nef hans sé ekki þannig að talizt geti heppilegt fyrir þá íþrótt. Hann lék einnig handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu og Hér sést Lauer við „engisprettuæfingu“. Sumir kynnu að halda að myndin væri af afskræmingaratriði í sirkus. tennis. Hann var allgóður á skíðum og sæmilegur á skaut- um. Hann átti eftir að gjalda fyrir kunnáttu (eða vankunn- áttu) sína á skautum. Einu sinni datt hann og fannst með- vitundarlaus eftir hálfa klukku- stund. Árið 1952 braut harin á sér hnéskelina í knattspyrnu og læknarnir sögðu honum að nú gæti hann lagt íþróttirnar á hilluna. Ef hann yrði skorinn upp, myndi hann ef til vill fá stífan hnjálið. Hann hætti við uppskurðinn. Nákvæmlega ári eftir að hinn þungi dómur læknanna var kveðinn upp, tók Lauer ásamt þremur jafnöldrum sínum á móti verðlaunum fyrir sigur í 4X100 m boðhlaupi á þýzka unglingameistaramótinu. 1954 og 1955 vann hann sjö unglinga- meistaratitla, og árið 1956 meistaratitil fullorðinna í fyrstu tilraun. Síðla það ár var hann valinn til þátttöku í Ol-leikjunum í Róm, sem tugþrautarmaður. Hann keppti í þeirri grein og 110 m grindahlaupi. í tugþraut* inni varð hann fimmti, en fjórði í grindahlaupinu. Nokkrum mánuðum áður hafði hann tek- ið þátt í sinni fyrstu tugþraut. Þá náði hann 6.892 stigum. f annarri tilraun setti hann nýtt- þýzkt met, 7.201 stig. Hann vann hvern sigurinn af öðrum. 1958 vann hann Evrópumeist- aratitilinn i 110 m. grindahl. Tíminn þá var 13.7 sek. í maí í fyrra bætti hann Evrópumetið í 13.5 sek og tveimur mánuðum siðar komu svo heimsmetin. í 27 ár höfðu Bandaríkja- menn verið beztir í grinda- hlaupunum. Frh. á 11. síðu. Sjalfstraustið er sagt nálgast gort — en hann sigraði Bandaríkjaau. unina í þeirra sergrein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.