Vísir - 16.02.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir osr annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
lrfSI
Þriðjudaginn 16. febrúar 1960
Munið, að Jjeir sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
/
Hver er maðuriiin?
Hér byrjar nýja getraunin, scm sagt var frá í blaðinu í
gær, og fjallar um mcnn, sem eru eða hafa nýlega verið
ofarlega á baugi. Myndirnar hafa allar birzt í Vísi á undan-
förnum árum — flestar fyrir tiltölulega skömmum tíma —
en til þess að léta mönnum raunina enn, mun jafnan verða
látin í té dálítil leiðbeining varðandi það, sem maðurinn
hefur verið þekktastur fyrir.
1) Hann er heimsfrægur 2)
vísindamaður.
Hann samdi geysi-
vinsælt lag.
Mynd nr. 1 er af................
Mynd nr. 2 er af................................
(Geymið svörin, unz allar myndirnar hafa verið birtar).
Siglfirðingar stunda
vetrariþróttir af kappi.
Samt hamlar snjóleysi skíðaæfingum
nema hæst uppi í fjöllum.
Frá fréttaritara Vísis. —
Siglufirði í gær.
í Siglufirði ríkir mikill á-
hugi fyrir vetraríþróttum um
þessar mundir, enda stendur
landsmót skíðamanna fyrir dyr-
um, og verður haldið í Siglu-
firði um páskana.
Hefur skíðalyftu verið komið
upp neðst í Hafnarhyrnu sunn-
ánvert við Hvanneyrarskál. Var
þetta gert í sambandi við æf-
ingar svigmanna og er brautin
raflýst. Hinsvegar hamlar snjó-
leysi æfingum því heita má að
autt sé í Siglufirði um þessar
mundir og fátítt að jafn snjólétt
hafi verið þar á miðjum vetri
sem nú. Verða skíðamenn að
halda langt upp í fjall til þess
að komast á nægilegan snjó til
æfinga.
Tveir Siglfirðingar, þeir
Skarphéðinn Guðmundsson, nú-
verandi íslandsmeistari í skíða-
stökki, og Jóhann Vilbergsson
svigkappi, eru sem stendur við
æfingar í Aspen í Colorado, en
þeir munu fyrir hönd íslands
taka þátt í 8. Vetrarólympíu-
leikunum í Squaw Valley á
næstunni. Það mun og í ráði að
þeir taki þátt í skíðamótum þar
vestra bæði á undan og eftir
Ólympiuleikunum.
En jafnhliða því sem Sigl-
íirðingar hafa áhuga fyrir
wskíðaíþróttum stunda þeir einn-
ig skautaíþróttina af miklu
kappi.
Skömmu eftir áramótin var
skautasvell sprautað á iþrótta-
leikvangi bæjarins. Síðan hefur
verið einmuna veðurblíða
nyrðra og svellið haldist í ágæt-
asta lagi fram til þessa. Hefur
múgur og margmenni safnast
saman til skautaiðkana á svell-
inu, einkum á kvöldin, en þá er
það raflýst. Komið hefur til
mála að útvarpa þar hljóm-
list á kvöldin ef veðráttan helzt
óbreytt og svellið líka, en fram
til þessa hefur það ekki verið
gert.
flirúsév notaði Indlandsheim-
sókn til árása á vestrænar þjóðir
FÍUÍÍÍ ÍÍMtlMtt ÚM'ÚðlMM'S’*
M'tW’ÖMBM' IM ÍjjÚM'MlSMt dÖtJUMMB-
Framkoma, sem seint gleymist
á Indlandi.
Krúsév hefur lokið Indlands-
heimsókn sinni. Hún stóð 4 daga
og flutti hann 5 áróðursræður
gegn vestrœnum þjóðum. Þá
seinustu í Kalkútta í gær.
Þar kallaði hann það góð-
gerðastarfsemi einvörðungu, er
aðrar þjóðir sendu hveiti og
annað til þurfandi þjóða, en þeg-
ar Sovétríkin veittu aðstoð væri
það til raunverulegrar efnahags-
legrar viðreisnar, svo sem með
því að koma upp verksmiðjum
og iðjuverum til aukinnar fram-
leiðslu. Og allt sem vestrænar
þjóðir hefðu látið í té nýlendu-
þjóðum og fyrrverandi nýlendu-
þjóðum, væri í rauninni ekkert
annað en endurgreiðsla fyrir
það, sem tekið hefði verið frá
þeim.
Þessi framkoma Krúsévs, að
nota sér Indlnadsdvölina til á-
rása á vestrænar þjóðir, hefur
mælzt ilía fyrir á Indlandi, og
fréttaritarar síma þaðan, að
margir Indverjar muni seint
gleyma þessu. Margt bendir og
til, að áhrifin verði öll önnur
en Krúsév hafi búizt við, til
dæmis geti blöðin alls ekki enn
sem komið er um þetta.
Gat ekki
miðlað málum.
Aður en Krúsév fór, svaraði
hann fyrirspurnum, m. a. um
það, hvort hann teldi til bóta,
að Nehru hefði boðið Chue En-
Nýr sendiherra.
Arabíska sambandslýðveldið
hefir sent sendifulltrúa (charge
d’affaires) til þess að gegna
sendiherrastörfum í London.
Er þetta í fyrsta sinn eftir
Suezárásina, sem Egyptar hafa
sendimann í London. Sendifull-
trúinn starfar sem settur sendi-
herra, unz sendiherra hefur
verið skipaður.
Færeyingar láta smíða
10 báta í Noregi.
Létu smíða 8 báta þar í fyrra.
Frá fréttaritara Vísis. —
Oslo í gær.
Færeyingar eru stórtækir í
bátakaupum í Noregi. í fyrra
voru smíðaðir 8 bátar fyrir þá
og á þessu ári eru 10 bátar í
smíðum.
Nú fyrir nokki'u voru fær-
eyskir útgerðarmenn í Noregi
að semja um smíði á tveimur
nýjum stálbátum til viðbótar
og tókst það þrátt fyrir að
skipasmíðastöðvarnar eru flest-
ar með eins mikil verkefni og
þær geta framast annað á þessu
ári.
Sívaxandi viðskipti Færey-
inga við norskar skipasmíða-
stöðvar eru dönskum skipa-
smiðum þyrnir í augum, en fá
þó ekki rönd við reist. Færey-
ingum geðjast vel að norsku
bátunum og fá þá með góðum
kjörum.
lai að koma til Indlands í næsta
mánuði. Svaraði Krúsév því ját-
andi og kvaðst vona, að góð
sambúð kæmist aftur á milli
Kínverja og Indverja. í brezk-
um blöðum í morgun kemur
fram sú skoðun, að hvað svo
sem Krúsév hafi sagt einslega
við Nehru, sé það lýðum ljóst,
að hann eigi í of miklum örðug-
leikum með kínverska valdhafa
sjálfur til þess að geta tekið að
sér að miðla málum í landa-
mæradeilunni.
Nehru sagði í bréfi sínu til
Chou, að þótt enginn grundvöll-
ur væri sem stendur fyrir sam-
komulagi, gætu viðræður þeirra
reynst gagnlegar. — Times í
London telur í morgun, að sumt
bendi til, að Chou muni þekkj-
ast boðið.
Drengur eða telpa?
Beðið fregna frá
Buckinglianiliöfll.
Talið er, að Elisabeth drottn-
ing Breta, verði léttari í dag
eða á morgun, og mun þá létta
þungum áhyggfum af þegnun-
um, sem eftir blöðum að dœma
hafa beðið í ofvœni eftir að
barnið fœddist.
Margmenni bíður við hliðið á
garði Buckinghamhallar, dag og
nótt. Fólk kemur vel nestað,
sumt fer en kemur aftur og
aftur, — allt vill fólk þetta vera
þarna, er fyrsta tilkynning kem-
ur. Og blöðin hafa haft úti allar
klær til þess að svala frétta-
þorsta almennings og gengið svo
langt, að fjölda manns blöskrar
smekkleysið. Eitt þeirra gat þess
t. d., að sega mætti út sýnis-
horn af legvökvanum og með
rannsókn á honum komast að
raun um, hvort drottningin
mundi eignast dreng eða telpu,
annað ræddi hve litlar líkur
væru fyrir, að barnið yrði and-
vana fætt og nefndi tölur í því
sambandi. Og þetta voru tvö
meðal hinna kunnari blaða
blaðsins, Daily Herald og Daily
Express. Efst í huga allra er
spurningin: Verður það dreng-
ur eða telpa?
Og drottningin? Hver er af-
staða hennar, — hver áhrif hef-
ur allur þessi gauragangur á
hana. „Drottningu hefur mislík-
að sumt, sem birt hefur verið,“
sagði talsmaður í höllinni, en
gafn jafnframt í skyn, að hún
tæki það ekki nærri sér, —
„hún vandist við að horfa upp
á þetta í uppvextinum".
Norðlæg átt
og frost.
Norðlæg átt var yfirleitt
hér á landi í morgun, 2—5
vindstig. Á láglendi var víð-
ast 6—12 stiga frost, en 14 á
Egilsstöðum og 18 í Möðru-
skýjað í dag, en norðan
norðanlands.
Yfir Norðurlöndum er
lægð, en hæð yfir Græn-
landi.
Veðurhorfur í Rvk og ná-
grenni: Norðaustangola og
dal. Snjókoma sumstaðar
kaldi og léttskýjað í nótt.
Frost 6—10 stig.
60 eldflaugar
Búið er að koma fyrir 45 eld-
flaugxun af Thor-gerð í brezk-
um eldflaugastöðvum og von á
15 til viðbótar.