Vísir - 16.02.1960, Blaðsíða 1
W. árg.
Þriðjudaginn 1G. febrúar 19G0
Óltiíítr Thtprs í fgevM'k vibítliz
„Á þessari braut getum
við ekki gengið áfram".
Efnahagsmálafrumvarp
rikissfjórnerinnar samþ. í Wd.
„Hvað sem menn segja hlýtur öllum að skiijast, að á þessari
braut getum við ekki gengið áfram.
Við verðum að stöðva okkur, byrja að greiða eyðsluskuld-
irnar, í stað þess að auka þær og létta með því af okkur ofur-
þunga vaxta og afborgana. Þetta vita allir og vilja flestir hafa
að leiðarljósi.
En þá rekum við okkur á Jjá óþægilegu staðreynd, að það er
ekki hægt, nema gerbreyta öllu efnahagskerfinu, vegna þess
að bótakerfið hefur einmitt byggst á erlendum lántökum til
kaupa á hátollavörum.
Þetta er kjarni málsins.“
Þannig fórust forsætisráð-
herra, Ólafi Thors m. a. orð í
útvarpsumræðunum í gser-
kveldi, en ræða hans er birt á
öðrum stað hér í blaðinu.
í síðari umferð talaði dóms-
málaráðherra, Bjarni Bene-
Benediktsson f. h. Sjálfstæðis-
flokksins. Ræddi hann um þró-
un efnahagsmála og lífskjara
almennings, og leiddi rök að
því að núverandi öngþveiti væri
vinstri flokkunum að kenna —
þeir hefðu haldið æ lengra eftir
foraut verðbólgu, uppbóta og
lántöku, sem leitt hefði af sér
beina verðfellingu krónunnar,
en þeir aldrei þorað að viður-
kenna það.
„Það dugar ekki hvað eftir
annað, með fárra ára millibili
að taka afleiðingunum af því að
búið er að fella gengið, en gera
ekki jafnframt ráðstafanir til!
að koma í veg fyrir að gengis-
fellingin haldi áfram, heldur
leggja jafnvel grundvöll að
framhaldi hennar með ráðstöf-
unum, sem gerðar eru, jafn-
skjótt og viðurkennd er afleið-
ing hins fyrri ófarnaðar.
Það er sú stefnubreyting að
koma í veg fyrir síendurteknar
ráðstafanir ár frá ári, fyrst
bráðabirgðaráðstafanir og síðan
viðurkenningu undanfarinna
gengisfellinga á nokkurra ára
fresti, sem hér er ætlunin að
gera.“
Aðrir ræðumenn í gærkveldi
voru: Gylfi Þ. Gíslason, Sig-
urður Ingimundarson, Eðvarð
Sigurðson, Lúðvík Jósefsson,
Einar Olgeirsson, Skúli Guð-
Raftnagnslaust
í stundarf jérðung
í morgun varð ráfmagns-
laust í Reykjavík, Hafnar-
firði og um Suðurnes í um
það bil stundarfjórðung.
Astæðan fyrir biluninni
var ekki komin í ljós, en hún
mun hafa verið einhvers-
staðar á línunni sunnan-
fjalls. Öröggisrofinn í Ell-
iðaárstöðinni slóst út og rauf
strauminn á kerfinu. Var tal-
ið að um smávægilega bilun
liafi verið að ræða.
mundsson, Gísli Guðmundsson
og Þórarinn Þórarinsson.
Að umræðum loknum var
gengið til atkv.gr. í deild, og
það samþykkt með 22 : 18 atkv.,
og vísað til efri deildar.
Innbrot var framið í þrjár
verzlanir í sama húsi í nótt er
leið og stolið á öllum stöðun-
um meira eða minna, ýmist
peningum eða öðru verðmæti.
Innbrotið var framið í verzl-
anirnar Kjötborg, Eyjabúð og
sælgætisverzlun sem er á milli
þeirra í Herskálahverfi.
Var skiptimynt stolið á öll-
um stöðunum, en auk þess hafði
iýófurinn á brott með sér nokk-
ura sviðakjamma, nokkuð af
blönduðum ávöxtum í dósum og
af blönduðu grænmeti niður-
soðnu og loks 4 pakkalengjur af|
Camel- og Chesterfield-vindl-
ingum.
Það eru vinsamleg tilmæli
raninsóknai'lögreglunnar til
þeirra, sem kynnu að hafa orð-
ið mannaferða varir á þessum
slóðum í nótt, eða hafa grun um
sölu þessa varnings t. d. vindl-
inganna, að láta hana vita þeg-
ar í stað.
■pr Tilkynnt er í Peking, að allt
sé í bezta gengi í Tíbet og
þjóðin hafi aðhyllzt komm-
únismann!
Hagur Frakka liefur
batnað stórlega sl. ar.
litflutnlngurlnn meirí en Innflutnmgur í
fyrsta skipti um langt skeið.
Hagur Frakka er betri nú en
hann hefir verið um áratuga
bil, segir í fregnum frá París.
Hagskýrslur, sem gefnar hafa
verið út fyrir skemmstu, sýna,
að utanríkisviðskipti Frakka
jukust um 28% — eða meira
en fjórðung — á síðustu fjórum
mánuðum síðasta árs, miðað
við meðaltal alls ársins 1958.
Iðnaðai’framleiðslan í landinu
jókst á sama tíma um 8% —
átta af hundraði.
Þessar framfarir hafa orðið
til þess, að verzlun Frakka við
aðrar þjóðir varð meiri á sL ári
en nokkru sinni fyrr. Verðmæti
útflutningsins í „þungum
frönkum11 varð 1.900 milljónir
í október, 1810 milljónir í nóv-
ember og 2060 millpónir í des-
ember. (Þungi frankinn sam-
svai'ar um það bil 80 ísl. kr„
eins og gengi hér er nú).
Innflutningurinn var minni
en útflutningurinn í október og
nóvember, en aðeins meiri í
Frh. á bls. S.
38. tbl.
Bandarískir vísindamenn hafa fengið aðstoð til að framkvæma
rannsóknir á geiingeislum. Senda þeir gríðarstóra loftbelgi upp
í háaloft til mælinga, og er myndin tekin af einum, sem sendur
var upp í 35 km. hæð fyrir nokkru. Geimgcislaáhrifin koma
fram á mjög næmum filmum.
Enn óvissa um kaf-
bátana á Nuevoflóa.
Argenflnustjólrrs sendir 25
þjóðuim fyrirspurnir.
Argeníuustjórn hefúr sent
25 þjóðum fyrirspurnir um
það hvort kafbátar frá þeim
séu við strendur Argentínu.
Herskip og flugvélar eru
áfram á verði á Nuevo-flóa. —
Talið er víst, að tveir kafbátar
hafi verið á sjávarbotni á fló-
anum í gær, en ekki er talið
fyrir það girt með öllu, að þeir
komist undan, a.m.k. sá, sem
talinn er ólaskaður.
Flokkur manna frá Banda-
ríkjaflotanum er sagður vænt-
anlegur til leiðbeiningar sjóliði
Argentínu um notkun tækja
þeirra, sem Argentínufloti fékk
í Bandaríkjunum og flogið hef-
ur verið til Nuevoflóa.
Bornar hafa verið til baka
fregnir, sem birtar voru í gær
þess efnis, að lík froskmanns
hefði rekið við Nuevoflóa. Var
sagt, að ekki yrði séð á líkinu
af hvaða þjóðerni maðurinn
hefði verið. Getgátur voru um,
að hann hefði beðið bana, er
djúpsprengjum var varpað. —
Ymsar lausafregnir eru á
kreiki, sem menn eru varaðir
við að trúa. •
Heimsækir ekki
Norðurlönd.
Mjög ólíklegt er talið, að því
er hermt er í fregnum frá
Washington, að Eisenhower for-
seti heimsæki Morðurlönd á
þessu ári.
í Finnlandi, Noregi Sviþjóð
og Danmörku hafa ríkisstjórnir
látið í ljós vonir um, að Eisen-
hower gæti komið í slikar
heimsóknir, fyrir eða eftir fund
æðstu manna.