Vísir - 30.05.1960, Blaðsíða 1
12
síður
12
síður
80. árg.
Fregn um það frá
Israel.
Sá kvittur hefir gosið upp,
að Martin Bormann, stað-
gengill Hitlers, sé enn á lífi.
Almennt var talið, að Bor-
mann hefði beðið bana eða
svift sig lífi í Berlín fyrir 15 |
árum, þegar ríki Hitlers var |
lirunið í rúst og barizt var í
borginni. Eftir að upplýst
varð um handtöku Gyðinga-
morðingjans Adolf Eich-
manns í Israel, barst það ein-
mitt út um lönd frá Israel,
að Bormann væri á lífi og
sömu fregnir herma, að hann
muni hafa verið búsettur í
Bahia í Brazilíu fyrir nokkr-
lun árum. Mun nú verða
reynt að ganga úr skugga
um, hvað hæft sé í þessu.
„Duflar vii)
Breta.
Brezkt herskip var í gær
beðið að aðstoða íslenzkan
togara, sem hafði fengið tund-
urdufl í vörpuna, og urðu sjó-
liðar þegar við beiðninni og
gerðu duflið óvirkt.
Varðskipið Þór sendi í morg-
un skeyti til Landahelgisgæzl-
unnar, þar sem skýrt er frá því
að togarinn Steingrímur Trölli
sem staddur var út af Húnaflóa
1 gær, hafi fengið tundurdufl í
vörpuna. — Brezka herskipið
Dainty, sem statt var þar
skammt frá, var beðið um að-
stoð til að gera duflið óvirkt.
Varð skipherra þegar við þeirri
beiðni, og fóru sjáliðar um borð
í toearann og gerðu duflið ó-
virkt. Að því loknu var Bret-
um þökkuð aðstoðin, og her-
skipið hélt á brott. .
Rhee til Hawaii og
Bandaríkjanna.
Syngman Rhee Kóreuforseti
og kona hans lögðu af stað frá
Seoul í gær áleiðis til Banda-
ríkjanna.
Þau komu til Honolulu í gær-
kvöldi og hafa.þar viðdvöl sér
til hvíldar og hressingar.
Mánudaginn 30. maí 1960
120. tbh
Máðstehia A.. S. I.:
■ H
m aKvoroun
in um aðgerðir.
Þó á ah hefja „undirbúning baráttu/#.
Þetta er meirihluti hinnar ungu skipshafnar á „Auði“. Hinir
voru niðri í káetu svo önnum kafnir við að búa um rúmin sín,
þar sem þeir eiga að sofa næstu 20 nætur, að þeir máttu ekki
vera að því að stilla sér upp fyrir myndavélina.
(Sjá frétt á 12. síðu)
Breyting á upphæð ferða-
gjaldeyris væntanleg.
Innflutningsskrifstofan hættir
á miðvikudag.
f framhaldi af fregnum um
mikla aðsókn í farseðla með
flugvélum og skipum til ann-
arra landa í sumar, sneri
fréttamaður Vísis sér til Inn-
flutningsskrifstofunnar og
Landsbankans í morgun, og
spurðist fyrir um úthlutun og
aðsókn ferðamannagjaldeyri.
Það virðist ekki hafa verið
áberandi, að fleiri sæki urrt
slíkan gjaldeyri í ár en endra-
nær, þótt mikið sé að gera við
þessa afgreiðslu, enda hefur
mikið verið um ýmiskonar mót
erlendis, og má m.a. nefna
bridge-mót, sýninguna í Hann-
over, Olympíuleikana o. fl.
Annars eru þessi mál frekar
í lausu lofti þessa dagana, því
að nú mun Innflutningsskrif-
stofan verða lögð niður núna
um mánaðamótin, og bankarn-
ir sjálfir hafa afgreiðslu þess-
ara mála. Hingað til hefur það
verið regla hjá Innflutnings
nefnd, að hver maður fái sem
svarar 40 sterlingspundum í
farareyri, en heyrzt hefur — í
ræðu viðskiptamálaráðherra
fyrir skemmstu — að úthlutað
muni1 verða 70 sterlingspund-
um á hvern farseðil í framtíð-
inni. Engin reglugerð eða fyrir-
mæli hafa enn borizt bönkum
um þetta, og er beðið eftir því
að slík fyrirmæli berist nú síð-
ar í vikunni.
Eins og getið var í Vísi fyrir
helgi, boðaði stjórn Alþýðusam-
bands Islands til ráðstefnu að-
ildarfélaga sinna um launamál
um þessa helgi. |
Hófst ráðstefnn á laugardag
og lauk s'íðdegis í gær. Voru
skoðanir manna nokkuð skipt-
ar um það, hvernig Alþýðusam-
bandið og félög þess ættu að
bregðast við þeim ráðstöfunum,
sem ríkisstjórnin gerir 1 efna-
hagsmálunum, en úrslit ráð-
stefnunnar urðu sú, að engin
ákvörðun var tekin um að láta
til skarar skríða gegn stjrón-j
inni.
Fundurinn samþykkti að end-
ingu eftirfarandi ályktun:
„Frá því að verkalýðsfélögin
hækkuðu almennt kauptaxta
sína á árinu 1958 hafa kaup-
gjaldsákvæði í samningum
þeirra tvívegis verið skert með
lagaboði, og nú síðast með því
að afnema með öllu rétt laun-
þega til að fá kauphækkanir
eftir vísitölu í vaxandi dýrtíð.
Ráðstefnan telur, að með
þessum ráðstöfunum hafi samn-
ingsbundinn réttur verkalýðs-
félaganna verið freklega skert-
ur og mótmælir því harðlega.
Afleiðing gengisfellingar og
annarra ráðstafana eru þær, að
nýju dýrtíðarflóði hefur verið
hleypt af stað. Verðhækkanir
á flestum sviðum eru nú meiri
Meðvitundarláus
í tvö ár.
f Oxford liggur stúlka í
sjúkrahúsi. Hefur hún legið
þar meðvitundarlaus í 2 ár.
Hún heitir Veronica Wise og
er 22 ára. Meðvitundina. missti
hún í bifreiðarslysi.
en dæmi eru til, að komið hafi
í einu, og þegar sjáanlegt, að
þær verða meiri en gert vr ráð
fyrir í byrjun.
Allt launafólk hefur því orðið
fyrir mikilli kjaraskerðingu og
augljóst, að sú skerðing muni
enn aukast mikið. Hætta er á,
að ríkjandi stefna muni, ásamt
minnkandi kaupmætti, leiða til
samdrattar í framleiðslu og
framkvæmdum og þar af leið-
andi minnkandi atvinnu og' jafn
vel atvinnuleysis, verði ekki að
gert í tíma.
Launakjör verkafólks hafa
um langt skeið verið með þeim
hætti, að ókleift hefur verið að
lifa af 8 stunda vinnudegi og
er kaupgjald íslenzkra verka-
Framh. á 11. síðu.
Tuttugu gulir káiómetrar í bænum.
Þar sem slikur litur er á gangstéttarhrún, má ekki skilja bifreið eftir.
Það eru orð að sönnu, að
það er verið að úthýsa bifreiða-
eigendum úr miðbænum með
bifreiðir sínar. Hvar sem þeir
koma og ætla að leggja bifreið
sinni, blasa við þeim bann-
skilti eða gular gangstéttar-
brúnir.
Verkfræðingur umferðar-
nefndar, Ásgeir Þór Ásgeirss.,
upplýsti nýlega við fréttamann
Vísis, að um 20 kílómetrar af ■
gangstéttarbrúnum væru gul
málaðar hér í bænum, með 15
sm. breiðum borða á gang-
stéttarbrún, og að allar líkur
bendi til þess að þessi litur
muni aukast á næstu árum.
Yfirleitt mun stefnt að því,
að banna bifreiðarstöður við
gangstéttarbrúnir, en í þess
stað reynt að auka fjölbifreiða-
stæði að sama skapi.
Við málun á gangstéttum er
notuð amerísk málning, og hef-
ur einn maður nóg að gera við
þetta starf allt árið um kring,
en þess utan sér liann einnig
um uppsetningu og viðhald’um
ferðamerkja. Gangstéttir erti
yfirleitt málaðar einu sinni á
ári hverju, nema þær sem mest
mæðir á.
Ásgeir benti á, að sumsstaðar
væru gangstéttarbrúnir málað-
! ar með brotnum gulum strik-
' um, en það 'þýðir að þar mega
. strætisvagnar hafa viðdvöl —
i aðeins.
Það er ástæða til að spyrja: Er
þetta verðandi skipstjóri? —
Hann er líklegur til, blessaður
karlinn. Hann er nú reyndar
ekki enn nema 12 ára og fór í
fyrstu sjóferðina á laugardag.
Dagbjartur Þór Sigurbrandsson
heitir hann og er yngsti skip-
verjinn á, skólaskipinu „Auði“.
(S.íá frétt á 12. síðu)