Vísir - 30.05.1960, Blaðsíða 4
4
V t S I R
Mánudaginn 30. máí 1960
Ein a£ mósaik-myndunum á sýningu Ferrós.
Lisfsýninig Ferrés.
ur hér, að sjá eitthvað af þess-
ari tegund málaralistar og
mikla vinnu og kunnáttu þarf
til að gera slíkar myndir.
Nokkrar af teikningunum,
sem gerðar eru með penna,
munu vera frumdrættir að at-
riðum í martraðarmyndir og
tkortir því á að þær séu sjálf-
stæð verk. Aðrar hitta í mark
og er það ekki vandalaust, þeg-!
ar gerðin er einföld og þær eru !
líka nokkuð smellnar sumar.
Enn aðrar ná tæplega því, að
hægt sé að taka þær alvarlega.
Mosaikmyndirnar eru næst-
um allar mjög smáar. Að vísu
glitra steinarnir fagurlega og
margar góðar hugmyndir má
sjá þarna, en þar sem efnið er
gróft er tæplega hægt að gera
þeim skil á svo litlum fleti. Þá
notar listamaðurinn stundum
skeljar og kuðunga, sem eru
fallegir hlutir, en framandi í
slíkri myndgerð, þótt vel geti
farið á að nota þá og aðra slíka,
ef hófs er gætt.
Þegar á heildina er litið er
ekki hægt að segja að sýningin
sé jafn góð og með nokkrum
rökurn mátti gera ráð fyrir.
Stóru olíumálverkin eru þunga-
miðja hennar og er ekki nema
eðlilegt að um þau verði skipt-
ar skoðanir, en ekki er ólíklegt
að listamaðurinn kjósi fremur
að synda gegn þeim straumi,
sem margir láta fleyta sér.
Felix.
____•_____
Þegar hinn ungi og ötuli lista-'
maður Ferró kom hér fram á
sjónarsviðið fyrir þremur árum
síðan, þá þótti sýning hans for-^
vitnileg og var hún því mjög
fjölsótt. Við gerðum ráð fyrir
að sjá eitthvað nýstárlegt, eitt-
hvað utan við troðnar götur
Parísarskólans, þar sem lista-
maðurinn hafði stundað nám á
Ítalíu, en þar voru forðum daga
miklir snillingar í myndlist. En
ítalskir listamenn lifa líka í
nútímanum, allt frá því að
futuristarnir skrifuðu sinn
stutta kapítula í listasöguna
með miklu brauki og bramli,
og hafa því sitt af hverju í poka-
horninu, jafnvel í bókstaflegum
skilningi, því aðallega mun
strigapokaisminn vera ítalskur.
Ferró hefur numið margt af
gömlum sem nýjum meisturum,
og þá einkum þeim ítölsku, og
nú er hann kominn aftur, eftir
að hafa farið um lönd og álfur
í þeim tilgangi, að vinna sér
frægð og frama í þeim stóra
h’eimi myndiistarinnar, hvað
honum vonandi heppnast. Þetta
er mikil sýning og óvenjuleg.
Víða í verkum þessa listamanns
birtist athygligáfa, hugmynda-
flug og leikni og er þetta þrennt,
mikil og gcð undirstaða, en
fyrst og fremst undirstaða.
Sýningin skiptist í deildir,
gpíðarstór málverk, teikningar,
bæði með bleki og litum, og svo
mosaik. í stóru málverkunum
vakir ekki fyrir listamanninum
að skapa áhrifamiki' litasoil,
heldur mætti 1 íta á þau sem
einhverskonar prédikun og get-
ur hver túlkað mininguna á sitm
hátt. Mörg ótrúleg hugarfóstur
hafa málarar selt á léreft rðn
pappír, allt frá Bosch gamla W
surrealista vorra tíma, en við-
fangsefni samtíðarinnar er efni-
viðurinn, svo framarlega sem
hann er raunverulegur. Tækni,
vélvæðing og vísindi eru áhuga-
mál nútímans, bæði af nauð-
syn á bættri lífsafkomu, en einn-
ig vegna þess hve æsilegt getur
verið, að prófa alla möguleika
og alltaf opnast nýjar leiðir, en
hvert liggja þær? Hafa ekki
vísindi og tækni smí'öað það
beitta sverð, sem nú hangir á
Listamaðui'hm.
veikum þræði yfir allri heims-
byggðinni? Þegar áhugi er orð-
inn mikill og almennúr fyrir
ferðalögum um geiminn í ein-
hverjum þokukenndum til-
gangi, hvað sem það kostar, þá
er ástæða til að spyrja hvað
raunverulega . sé að ske. Það er
sjálfsagt ekki vanþörf á að
prédiká um rangsnúinn hugs-
unarhát.t og virki'egan eða
hugsanlegan skepnuskap mann-
fólksins. en ger-i mynd’istin það
hlýtúr hún að fór'na nokkru eða
miklu frá sjá’fri sér, allt eft'ir
því hvernig mrð er farið. Þess-
'aí’ síófu mvndir Ferrós eru ekki
róandi fyrir taugarnar, ekki
það, sem Matisse. vildi láta sína
list vera, lílct og góðan hæginda-
stól, er veitir þreyttum hvíld.
Þó’skal það viðurkennt að fróð-
legt og nýstárlegt er fyrir okk-
Frá iðnrek-
endum —
Framli. af 3. síðu.
þessu sambandi framlag úr rík-
issjóði auk útvegunar á lánum 1
á innlendum eða erlendum
markaði, sem næmu ekki minna
en 30 millj. kr. til að byrja með.
Erlend lán til iðnaðarins.
Ársþing iðnrekenda 1960
skorar á ríkisstjórnina að setja '
hið fyrsta almennar reglur um
erlendar lántökur iðnaðarfyrir-1
tækja til lengri tíma en eins
árs, þannig að iðnaðurinn geti
hagnýtt sér hagkvæma láns-1
möguleika erlendis til véla-
kaupa og annarar fjárfestingar.
Geymslufé og viðskiptalán.
Ársþing iðnrekenda 1960
krefst þess, að geymslufé það,
sem bankarnir taka vegna inn-
flutnings á efnivrum til iðnað-
ar verði fellt niður. Þar sem
engir vextir eru greiddir af
geymslufé, en þeir hafa hækkað
um eða yfir 50%. auka ákvæðin
um það stórlega á fjárhagserfið-
leika fyrirtækjartna. Auk þess
dregur geymslufé úr því hag-
ræði, sem innlend iðnfyrirtæki
geta haft af erlendum viðskipta-
lánum til stutts tíma, en eðli-
l°gt er að slík viðskiptalán séu
frjáls.
Verðbréfamarkaður.
Ársþingið telur það mjög að-
kallandi nauðsyn að stofnaður
verði' frjáís vérðbréfamarkaður
þar sem hann er þýðingarmikill
grundvöllur heilbrig'ðs atvinnu-
lífs.
| Vill ársþingið fela stjórn
F.Í.I. að leita samstarfs við
Verzlunarráð Islands um að
hrinda máli þessu af stað.
Austurbæjarútibú tekið til starfa
í stýjatæ hússkyimwn.
Einiúg Vcgamótaútibú.
Landbankiim stofnaði, sem
kunpugt er, fyrsia útibú sitt í
Reykjavík 20. júní 1931. Hef-
ur það starfað til þessa dags
í Kiapparstíg 29. Útibú þetta,
sem frá upphafi hefur verið
nefnt AUSTURBÆJARÚTIBÚ
hefur nú verið opnað í nýjum
og tók til starfa s. I. laugardag.
Samdægurs var opnað útibú í
húsi L. Storr gegn Vegamóta-
stíg og nefnist það Végamóta-
útibú.
Salarkynni á Laugavegi 77
voru nýlega sýnd ýmsum gest-
um Landsbankans, þeirra á
meðal fréttamönnum. Til þess
er ætlast, að viðskiftamenn
Landsbankans geti hér fengið
alla þá sömu almennu banka-
þjónustu og aðalbankinn í
Austurstræti veitir nú, að því
undanskildu, að ákvarðanir um
ný lánaviðskifti, sem viðskifta-
maður óskar, að útibúið annist
um, munu áfram verða í hönd-
um aðalbankans — að minnsta
kosti fyrst um sinn.
Jósef Sigurðsson, sem í mörg
ár hefur veitt Austurbæjarúti-
búinu forstöðu tekur nú við
hinu nýja Vegamótaútibúi, en
Sigurbjörn Sigtryggsson, sem
undanfarið hefur starfað sem
fulltrú.i í gjaldeyrisdeild aðal-
bankans og fjöldi viðskifta-
manna þekkir af störfum hans
í gjaldeyrismálum, hefur verið
ráðinn útibússtjóri Austur-
bæjarútibús. Bókari verður
Sveinn Elíasson og gjaldkeri
Jón Júl. Sigurðsson.
Nánara verður sagt frá þeim
breytingum, sem hér um ræðir,
í næsta blaði.
Svanbjörn Frímannsson
bankastjóri skýrði svo frá, að
bankastjórnin hefði um nokk-
urra ára bil gert árangurslausar
tilraunir til að fá fjárfestingar-
leyfi til byggingar á bankaúti-
búi, og fest kaup á húsgrunni
á Laugavegi 77 til að reisa þar
útbú til allrar venjulegrar
bankastarfsemi. Fyrri eigend-
ur höfðu látið Sigurð heitinn
Pétursson byggingarfulltrúa
gera teikningu að húsi, fengið
fjárfestingarleyfi og hafið fram
kvæmdir. Vegna gerbreýtingar
á hagnýtingu hússins varð að
endurnýja uppdráttinn að
verulegu leyti. Skarphéðinn Jó-
hannsson tók að sér það með
samkomulagi við Sigurð heit-
in, sem um það leyti hafði tek-
ið sjúkdóm þann, er leiddi hann
til bana, og hefir Skarphéðinn
síðan haft aðalumsjón með
byggingu hússins.
Húsið er 4361 rúmm., gólf-
flötur afgreiðsluhæðar 202
ferm. Er þess vænzt, að bygg-
ingin uppfylli fyllstu kröfur
hvað allan útbúnað snertir, sem
gera má til bankahúss, þar sem
alla greinar bankastarfsemi
fara fram.
Þeir, sem einkum hafa unnið
við bygginguna og að verkum
henni viðkomandi eru:
Járnteikningar gerði Benedikt
Sigurðsson verkfræðingur. Raf-
: magnsteikningar Sigurður Hall-
dórsson verkfræðingur. Teikn-
ingar af hita- og loftræstilögn
annaðist fyrirtækið Einarsson
& Pálsson h.f.
Byggingameistarar við húsið
hafa verið þeir Júlíus Jónsson
húsasmiður, er sá um fyrri hluta
framkvæmdanna, og Magnús K.
Jónsson húsasmiður, er sá um
síðari hluta þeirra. Múrarameist
ari hefur verið Sigurður Helga-
son. Raflagnir hefir Sigurðui"
Bjarnason rafvirki annast, en
Geislahitun h.f. hita- og hrein-
lætislagnir. Blikksmiðjan Vog-
ur smíðaði og setti upp loft-
ræstikerfið. Gluggar og útidyra-
hurðir eru frá Málmgluggum
h.f. Hafnarfirði. Osvaldur
Knudsen og Daníel Þorkelsson
sáu um málningarvinnu, en
Ágúst Markússon annaðist
dúklagnir. Terrazzolögn gerði
Ársæll Magnússon. Lampar eru
frá Raftækjaverksmiðjunni h.f..
Ýmsa járnsmíði hefir járn-
smiðja Páls og Gríms annazt.
Allar teikningar af innréttingu:
, eru gerðar í teiknistofu Skarp-
héðins Jóhannssonar.
j Smíði afgreiðsluborða, vegg-
I þilja o. fl. hafa þeir Guðmund-
ur Breiðdal og Gottskálk Gísla-
I Frh; á 9. s.
Austurbæjarútibú hefur stórar og öruggar neðanjarðar-
geymslur til geymslu á eigin fé og piöggum og til varðveizlu á
verðbréfum og öðrum verðmætum, sem viðskiptamenn óska að
láta bankann geyma og annast um. Auk þess leigir útibúiSf
geymsluhólf og afnot næturhólfa. Myndin sýnir hurðir að
peninga- og verðbréfageymslu og eru þær rammlegar mjög og
þarf sérstaka kunnáttu til að opna þær sem að líkum lætur.
Allar hurðir fyrir slíkar geymslur, svo og viðskiptamanna-
hólfin, næturhólf og peningatöskur, eru frá fyrirtækinu Chubb
& Son’s Ltd., London, og kom sérfræðingur frá fyrirtækimii
hingað til þess að sjá um uppsetningu.