Vísir - 30.05.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 30.05.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Lfitið hann færa yður fréttir og annað lcstrarefni heim — án fyrirliafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 30. maí 1960 AthygSisver5ast úr ræðu Krúsévs: Minntist ekki á Beriín - en rædcSi nauðsyn aðildar Kína að fundi æðsfu manna. Bandaríkjastjórn hefur til athugunar ræðu, sem Nikita Krúsév flutti fyrir síðustu helgi. Hún er mikið umræðu- efni í blöðuin. Yfirleitt þykir góðs viti, að Krúséf talar nú ekki cins digurbarkalega og í París og Berlín. Sum blöð telja þá uppá- istungu hans, að Kína fái aðild að næsta fundi æðstu manna benda til, að ein meginorsök þess, að hann splundraði fundi æðstu manna í París hafi ver- ið sú, sem margir héldu þegar| 'fram, að hann væri að þóknast kínverskum kommúnistum,1 teldi það ráðlegr og þyrði jafn-| vel ekki annað. Nú sé þetta að koma í ljós. Nehru kominn heim. Nehru er kominn til Dehli að afstaðinni fjögurra vikna burt- veru. Hann sótti samveldisráð- stefnuna í London, heimsótti Arabíska sambandslýðveldið og Tyrkland. Hann vildi ekkert segja um horfur á alþjóðavett- vangi við heimkomuna, — kvaðst þurfa að átta sig betur á því sem gerst hefði. Sprenging í farþegaþotu. í fyrri viku varð sprenging í farþegaþotu af gerðinni Con- vair 880. Þetta gerðist, er hún var að hefja sig til æfingarflugs frá borginni Atlanta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum. Áhöfnin brann til bana. Engir farþegar voru í henni, þar sem um æf- ingarflug var að ræða — en til stóð að taka flugvélina í not- kun til farþegaflutninga eftir nokkra daga. Sum brezk blöð taka því annars vel, að Kína verði með, svo sem Guardian og Daily Herald og' önnur blöð, sem lengi hafa gagnrýnt Bandaríkja- stjórn fyrir að beiýa höfðinu við steininn og neita að viður- kenna Pekingstjórnina sem rétta stjórn Kína og sess þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ýmis blöð eru andvíg því, að fleiri þjóðir en stórveldin fimm sitji fund æðstu manna, — sjónarmið þessara blaða er, að fundurinn eigi ekki að vera þing eða samkunda fjölda þjóða, en verði farið út fyrir þann hring, að taka fleiri en stór- veldin, verði eilífar deilur og þras um aðild. Einn f leiðtogum demokrata í Bandaríkjunum hefur látið í ljós þá skoðun, að fundur æðstu manna eigi að koma saman til að staðfesta það, sem utanrákis- ráðherrar hafi komið sér saman um með viðræðum eftir diplo- matiskum leiðum eða á fund- um. Butler varaforsætisráðherra Bretlands og innanríkisráð- herra flutti ræðu á flokksfundi í Birmingham í gær og sagði tvennt góðs viti (eftir Parísar- fundinn og ræðu Krúsévs), að í ræðunni hefði Krúsév ekki minnst á Berlín, en gerði ráð fyrir nýjum fundi æðstu manna, — og að haldið væri áfram fundinum í Genf um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Kvikmyndasýning í borðsalnum á Þormóði goða. Áhorfendur eru auðvitað oftast fleiri en hér sjást. Sýningastjórinn er staðsettur inni í éldhásinu og beinir vélinni gegnum matargatið, þar sem matarílátin eru handlönguð inn í borðsaliun. Kvikmyndasýningarnar þarna kunna menn mjög vel að meta, ekki síður c.i á 3-sýningum • Gamla bíó. Hálf milljón lesta af vikri seld til Þýzkalands. Vikurinn fluttur út frá Hafnarfirði. Rússar athuga Golfstrauminn. Kússar hafa gert út mikinn leiðangur til þess að rannsaka Golfstrauminn. Eru sjö skip lögð af stað í því skyni út á Norð-vestur At- lanzhaf. Meðal annars verður rannsakað hver áhrif Golf- straumurinn hefur á veðurfar- ið. Á þessu ári mun hefjast út- flutningur á vikri frá Hafnar- firði til Þýzkalands. Hið þýzka firma sem kaupir vikurinn hef- ur gert samning við Hafnar- fjarðarbæ um byggingu mann- virkja við höfnina og aðstöðu til útskipunar á vikrinum sem nurninn verður 1 Obrynnishól- um í landi bæjarins. Er hér um að ræða útflutning í stórum stíl. Samningurinn er til 10 ára og hefur hið þýzka firma skuldbundið sig til að greiða andvirði a. m. k. 50 þús- und lesta af vikri á ári, enda þótt útflutningurinn verði ekki svo mikill árlega. Verðið á vikrinum er 10 krónur fyrir smálestina, er andvirði árs- útflutnings hálfs milljón króna, en hafnargjöldin 750 þús. krón- ur miðað við það magn árlega. Þá hyggst fyrirtækið reisa verksmiðju á lóð þeirri er það fær. Verða þar smíðaðir bygg- Slátrað var nær 700 fsús. fjár s. I. haust. Meðalfallþungi dilka var álíka og 1958. í nýútkominni Árbók land- búnaðarins er birt yfirlit yfir sauðfjárslátrunina árið sem leið, en fyrri tölur um þetta voru bráðabirgðatölur. Samkvæmt yfirlitinu var slátrað alls 691.280 fjár (10.021.167 kg), þar af 651.069 dilkum (9.188.824 kg.), geldfé 9.137 (233.653), ám og hrútum 458 (6.349 kg.). Meðalfallþungi dilka s. 1. i haust var nákvæmlega eins og • næsta haust á undan 1958), en ^ bæði haustin nokkru minni en tvö næstu haust þar á undan. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti slíkt er árferðinu að kenna. En síðast liðið sumar var áfallasamt á Norðurlandi og veðrátta óhagstæð s^pðfé síðari hluta sumarsins á Suð*- urlandi. „Kommunfst" skammar Tito. Blað kommúnista í Moskvu, málgagn miðstjórnar Kommú- nistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna, er aftur tekið til við að gagnrýna stjórn Titos í Júgo- slavúu. J Segir blaðið þar allt ganga ; á afturfótunum. Stoðir efna- hagskerfisins séu bilaðar, pen- ingagildi rýrni, verðlag óstöð- ugt og atvinnuleysið vaxandi. Ægileg sprenging í Toulouse. Sprenging varð í gær í Tou- louse, Frakklandi. Varð hún í sprengiefnaverk- smiðju og var hin ægilegasta og hlaust af henni mikið tjón. í fyrstu fregnum var ekki greint frá manntjóni. Tveir svifflugur rákust á í lofti yfir Ghent í Belgíu ný- lega og beið annar fiugmað- j urinn bana, en hinn slasaðist. ingarhlutar til húsa. Útskipun á vikrinum fer fram við syðri hafnargarðinn, sem verður breikkaður og tekur firmað þátt í kostnaðinum við það. Stefán Gunnlaugsson bæjar- stjóri og Friedrich Karl Lúder verkfræðingur frá Kiel undir- rituðu samninginn í Hafnarfirði s.l. föstudag. Yfir 160 farast á FiEippseyjum. Seinustu fregnir frá Filips- eyjum herma, að þar hafi a. m. k. 160 manns farist í flóðurn ( grennd við Havana. Þessi flóð komu í einhverju mesta úrfelli, sem vitað e'r um að nokkurn tíma hafi kom- ið á Filipseyjum. Var þar sem skýfall væri í 18 klst. samflevtt. Meðal þeirra sem fórust voru mörg börn, er voru í svefni er ósköpin dundu yfir. Þeir voru ekkert beygju- legir — en þó bara 13 ára. Skólaskipið ,,Auður“ lagði af stað í briggja vikna sjóferð á laugardag með 16 drengi, sem langflestir fara nú á sjóinn í fyrsta sinn. Fréttamaður Vísis skrapp niður eftir ásamt ljósmyndara til að horfa á piltana halda úr höfn. Þeir voru svei mér boru- brattir, strákarnir, og hugðust draga drjúgan afla á land. Það vottaði aðeins fyrir einhverju í líkingu við sjóveiki hjá ein- urn eða tveim, en það hefur sjálfsagt verið farið af um leið og þeir komu út og byrjuðu að renna fyrir „þann gula“. — Hvar búist þið við að leggja aflann á land? — O, ætli við förum ekki í Jökuldjúpið og leggjum svo upp einhversstaðar við Breiðafjörð, sögðu þeir roggnir, það er ekki svo gott að segja maður, þetta fer allt eftir því, hvar við fáum hann. — Já, þeir voru ekkert beygjulegir, þessir karlar, þó að þeir væru flestir bara 13 ára. Það verður einhverntíma lið að þeim. Fyrstu kvikmyndasýningar á íslenzkum togara. Þormóður goði sigldi „á“ Grænland með bíó á hverjum degi. Skipverjar á Þormóði goða voru i sjöunda liimni, þegar þeir komu af Grænlandsmiðum fyrir helgina. Eins og kunnugt er þetta með glæsilegustu skip- um íslenzka fiskiflotans, og i þessar ferð voru í fyrsta sinn sýndar kvikmyndir um borð í íslenzkum íogara. Fréttamaður Vísis skrapp um borð með ljósmyndara á laug- ai'dag, þegar þeir voru aftur að leggja á miðin, og þeir voru búnir að birgja sig upp með kvikmyndum, því að þeir ætl- uðu að fara aftur á bíó alla leiðina út. Þeir voru útbúmr með kvikmyndavél. í síðustu ferð voru þeir út- búnir ágætri kvikmyndásýn- ingarvél og fengu að láni kvik- myndir hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjannai Á leiðinni út var „bíó“ á hverjum degi. Sýn- ingarstjórinn var staðsettur inni í eldhúsi, en bíógestir, skipverjar allir sátu inn í hin- um glæsilega borðsal og horfðu á hverja myndina á fætur ann- arri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.