Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 1
II. árg.
Þriðjudaginn 7. niarz 1961
54. tbl.
síður
12
síður
Fimmtánda ailsherjarþmg
S. þj. komiB saman á ný.
Rætt um afvopnunarmál, Kongó,
S.-Afríku o. fl. - en ekki um U-2.
Fimmtánda allshei’jarþing
Sameinuðu þjóðanna kemur
saman til fundar í dag í Nevv
York og heldur áfram ströfum
sínum þar sem frá var horfið.
Eitt höfuðmála á dagskrá
verður Kongómálið, m. a. fjár-
framlög til starfs Sameinuðu
þjóðanna þar.
Nkrumah forseti Ghana er
kominn til New York og á-
varpar þingið. Mun hann hvetja
til þess, að samþykkfar verði
tillögur Ghana, þ. e. að Afríku-
þjóðirnar leysi það mál og að í
Kongó verði alafrískt gæzlulið
undir alafrískri hei’stjórn, en
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Talið er, að sumar Afríkuþjóðir
muni fylgja Nkrumah i einu og
öllu í þessu máli, en aðrar
munu tregar til að fallast á
nema sumar tillögur hans.
Dag Hammarskjöld hafði boð
inni til heiðurs Nkrumah í gær.
Nkruma ræddi við afríska
leiðtoga. Þá var hann góða
stund hjá Adlai Stevenson,
ambassador Bandaríkjanna hjá
S.Þ., og einnig ræddi hann við
Gromyko utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, sem er formað-
ur sovézku sendinefndarinnar.
U-2 njósnaflugið
ekki á dagskrá.
Það hefur vakið athvgli, að
sovétstjórnin hefur óskað að
U-2 njósnaflugið yfir Sovét-
ríkin verði tekið af dagskrá, og
segir Isvestia það gert til þess
að fjarlægja hindranir á leið
að því marki, að allar þjóðir
geti sameinast um lausn v'anda-
málanna á þinginu.
Onnur mál.
Meðal mála á dagskrá eru:
Afvopnunarmálin, S.-Afríka
(kynþáttavandamálin), Ung-
verjaland, Tibet o. fl.
John Denson, ritstjóri banda
ríska vikuritsins NEWS-
WEEK, sem margir hér
kaupa og lesa, hefur verið
ráðinn ritstjóri The New
York Herald Tribune. Den-
son hefur verið ritstjóri
Newsweek frá árinu 1953.
Þegar ameríska kafbátabirgðaskipið Proteus kom til Helguvíkur
(Holy Loch) í Skotlandi fyrir helgina, reyndu menn að tefja
för þess með því að róa smákænum í veg fyrir það. Hér sést
brezk flotasnekkja sigla að tveim mönnum, er froskmenn hafa
farið til hjálpar, er smábáti þeirra hvolfdi og þeir fóru í sjóinn.
Þrír slasast.
A laugardaginn varð drengur,
sem var að leika sér í búnings-
klefa í Sundlaugunum fyrir því
óhappi að handleggsbrotna.
Þessi drengur, sem mun vera
12—14 ára gmall, hlaut opið
brot og var fluttur í sjúkrabif-
eið í slysavarðstofuna.
Annað slys varð á laugardags
kvöldið. Maður, sem eitthvað
var undir áhrifum áfengis, varð
fyrir bifreið á mótum Fríkirkju-
vegar og Skálholtsstígs. Hann
mun ekki hafa brotnað, en
marðist illa á læri og víðar.
Hann var látinn hvíla sig í
slysavarðstofunni um nóttina.
í gær hafði 3ja ára stúlku-
barn dottið á höfuðið i Glað-
heimum 14 og meiðst svo að
flytja varð það til læknis.
Súdan kallar nú lið sitt frá Kongö.
Bandarísk herskip á leið til
Bíongóstranda.
Kongófundi á Madagascar frestað, meðan
beðið er eftir Gizenga, arftaka Lumumba.
Þorðu ekki að stöðva
hreyflana vegna frosts.
Stjórnin í Sudan hefur kvatt
heim herlið sitt frá Kongó.
Er það afleiðing atburðanna í
Matadi, en svo virðist sem
Kongóhermenn hafi sérstaka
Douglas-flugvél frá F. í. flaug
í gær til Meistaravíkur með 8
farþega, en sökum frosts, sem
þar var 35 stig, var ekki talið
þorandi að stöðva lireyflana.
Flugvélin flaug héðan kl.
13.30 og lenti í Meistaravík og
hafði þar rúma klukkustundar
dvöl. Kom hún hingað aftur kl.
22.30. Flugstjóri var Ingimund-
ur Þorsteinsson, Rúnar Guð-
bjartsson flugm., Rafn Sigur-
vinsson leiðsögumaður og Hall-
dór Jónsson vélamaður.
I dag er erfitt um flug, lokað
á Vestmannaeyjuar og til Vest-
urlands.
Norski Rauði krossinn safn-
aði mili 5 og 6 millj. n. kr.
til að lijálpa nauðstöddum í
Kongó.
■Jc SEATO (Suðaustur-Asíu
bandalagið) efnir til her-
æfing 8.—19. maí í Thai-
landi og er það í fyrsta
skipti sem slíkar æfingar
fara fram þar.
urströnd Afríku til Suður-Afr-
íku, var snúið við og sagt að
stefna til Kongóstranda. Lincoln
White blaðafulltrúi bandaríska
utanríkisráðuneytisins sagði í
andúð á súdönsku hermönnun- Washington, að þetta hefði ver-
ið gert til þess að geta orðið
Enn vantar fólk í Eyjum:
Milli 10 og 20 bátar hafa
því ekki komizt á sjó.
Um helmingur báta veiðir í net — binir á
línu. Færeyingar koma með Guilfossi.
Er Vísir spurðist fyrir um
aflabrögð *' Vestmannaeyjum í
morgun, var fátt tiðínda. Flest-
ir bátar eru nú famir á sjó, þeir
tsem komizt hafa fyrir fólks-
eklu,i en áHi Hefur ekki verið
mikill enn sem komið er. Um
það bil helmingur þeirra báta
sem á sjó eru, veiða á net, hinir
á Hnu.
Veðúr var vont í morgun. um
Frh. ó 6. EÍðu.
Hér var um fremur fámennt J
lið að ræða. Tókst Kongóher-
mönnum aðsigraþað og afvopna
eftir bardagana, en þar næst
var föngunum leyft að hverfa
til Leopoldville. Talsmaður S.
þj. sagði í gær síðdegis, að sam-
tökin myndu vissulega fá aftur
sömu aðstöðu og áður í Matadi
og Banana, en í þeim báðum er
skipað á land nauðsynjum
handa gæzluliði S. þj.
Herskip á leið
til Kongóstranda.
Það vakti að vonum eigi litla
eftirtekt í gær, er það fréttist
að fjórum bandarískum her-
skipum á leið suður með vest-
Sameinuðu þjóðunum að liði í
i Kongó ef þörf krefði, en þær
) befðu ekki óskað þess, að her-
skipunum væri snúið við, og
I þau myndu enga aðstoð veita,
nema Sameinuðu þjóðirnar færu
fram á það.
Kyrrð og ró?
En þrátt fyrir þessa frétt um
herskipin, sem þótti benda til,
að horfur væru ískyggilegri
jafnvel en áður, mátti sjá,
að nokkur kyrrð og ró kynni nú
að vera að færast yfir, vegna
j’áðstefnunnar á Madagascar,
þar sem rætt verður um fram-
tíð Kongó.
Hún var sett í gær, en var
frestað um sólarhring með-
an beðið er arftaka Lum-
umba, Gizenga forsætisráð-
herra Stanleyvillestjórnar-
innar. Þátttaka lians í fund-
inum þykir hin -mikilvæg-
asta, og þykir nú fullvíst, að
reynt verði að að minnsta
kosti að ná samkomulagi sem
tryggi framtíð Kongós sem
sjálfstæðs n'kis.
Menn gera sér meiri vonir í
þessu efni en áður og að núver-
andi landamæri haldist, en
spurningin sé um skipulagið
innanlands. Ágreiningurinn er
Framh. á 8. síðu.
367 bjargað
ór háska.
í nýbirtri ársskýrslu Brezka
slysavamafélagsins segir, að
árið sem leið hafi 367 manns
verið bjargað úr sjávarháska
við strendur landsins.
Björgunarbátum var hrundið
á flot yfir 700sinnum. — Bjarg-
að var áhöfnum 23 erlendx’a
^skippa. • 4
IUálþóf — og ekk-
ert annað!
Rauðliðar tefja þingstörfin.
Barátta stjórnarandstæð-
inga í umræðunum á Al-
þingi um landhelgismálið er
orðin að hreinu málþófi og
snýst ekki lengur um aðal-
atriði málsins.
Á fundum Alþingis í gær
og í nótt héldu þcir uppi
hinu lengsta þófi, sem þar
hefur þekkzt. Þingmenn úr
stjórnarandstöðuflokkunum,
menn, sem aldrei hafa látið
sig neinu skipta sjávarút-
yegsmál eða fyrr tekið til
máls um landhelgi íslands,
röðuðu sér á mælendaskrá
hver á fætur öðrum, og er
tilgangurinn sýnilega sá einn
að tefia störf þingsins svo,
að hví verði ekki lokið fyr-
ir páska, eins og áformað
var að gera. Einn þeirra, er
fremstir standa í málþófs-
flokknum, er Lúðvík Jósefs-
son, sem setti met á ‘þing-
fundi í nótt — talaði í 3 —
þrjár — klukkustundir sam
fleytt og sagði ekkerí nýtt
um málið! Vilja kommúnist-
ar sýnilega hindra að þing-
haidi Ijúki fyrir þessn.