Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 10
10 VISIR Þriðjudaginn 7. marz 1961 JENNIFER AME5: amica- 37 en kallað yður Janet. — Má ég bjóða yður vindling. Og xná ég reykja hérna sjálf? , — Gerið þér svo vel. Eg reyki líka, en afar sjaldan. ' — Okkur pabba langar til að þér dveljið hjá okkur, hélt hún 'áfram. — Og það eru margir skemmitlegir gestir hjá okkur um þessar mundir, svo að ég er viss um að yður leiðist ekki. i Hún virtist segja þetta í einlægni og Janet varð hræð. Hún svaraði innilega: — Þetta er ákaflega fallega boðið, en ég hef tekið boði um að verða hérna meðan ég stend við i Salthöfn. i — En.... Heather leit kringum sig og það virtist fara hrollur um hana. — Búa hérna....? Það getið þér alls ekki. Og hún endurtók: — Nei, það getið þér alls ekki! , Janet heyrði sig segja: — Hvers vegna ekki? Bæði dr. Kurtz Og hr. Lawton hafa verið einstaklega alúðlegir við mig. Eins og þér kannske vitið er það ég, sem á þennan stað. Er nokkur ástæða til þess að ég búi ekki hérna? / — Ekki önnur en sú, aö ég held aö það hljóti að vera drep- leiðinlegt fyrir yður. Heather stamaði ofurlítið. — Hér eru engir nema sjúklingar — þó aö það sé hinsvegar skrítið, að maður skuli aldrei sjá þessa sjúklinga. Dr. Kurtz hefur aldrei gesti og enginn býður honum heim. Þér hljótið að vera hræðilega ein- angruð hérna. Skiptir það nokkur máli? Það er ljómandi fallegt hérna og ágæt baðfjara. l Janet laut fram. — Var það Jason, sem stakk upp á að þér kæmuð hingað og byðuð mér heim? Heather leit undan. — Hann sagðist halda að þér hefðuð mis- skilið heimboð mitt í gær, og haldið að það v.æri ekki alvarlega meint. — Og svo stakk hann upp á að ég skyldi heimsækja yður yður og endurtaka heimboðið, ef mér léki hugur á að þér kæmuð. Og ég er áfram um • að þér komið. Eg held að við gætum átt skemmtielgar stundir saman, jafnvel þó.... Hún blés úfc úr sér reykhringum. — Jafnvel þó svo að sjá, sem við séum keppinautar, að því er karlmennina snertir, bætti hún við. — Eigið þér við Jason? — Eg á ekki aðeins viö Jason, sagði Heather hægt. — Það leggst í mig að þér séuð keppinautar um annað kunningja minn lika. — Ferdy Clinton? Hannsa gði mér að þið hefðuð verið trú- lofuð? — Já.... En.... Nú varð rödd stúlkunnar allt í einu hörð. Hann á ýmist ólært. Hann þyrfti að læra, að þeir hlutir eru til, sem ekki er viðeigandi að kjafta frá. — En það er hlutverk blaðamannsins að segja frá öllu, sem til frétta getur talist. — Þér þurfið ekki að afsaka hann. Hve mikið hefur hann sagt yður? i — Ekkert. Nema hann sagði aö þið heíðu verið trúlofuð. — En hann var fljótur aö finna huggun annarsstaðar! Heather brosti beiskjubrosi. — Fyrsta skipti sem ungri laglegri stúlku skýtur upp, byrjar hann. Þér og ég hljótum að eiga eitthvað sameiginlegt. Það er svo að sja að bæði Jason og Ferdy finnst yíð vera aðlaðandi. Janet sagði ekkert og Heath hélt áfram eftir stutta þögn. , — Eg ætti ekki að tala svona. Og þér komið til okkar, úr því að ég bið yður um það. — Eg er hrædd um að ég geti ekki komið því við, sagði Janet. Heather stóð upp. — Þér verðið að minnsta kosti að reyna það. Eins og ég sagði, gleður það bæði pabba og mig, og Jason.... — Hvað haldið þér u mJason? sagöi Janet og reyndi að látast vera gamansömu. —. Eg veit svei mér ekki, svaraði Heather og hnyklaði brúnirnar. — Eg held að minnsta kosti að hann verði reiður mér, ef mér tekst ekki að fá yður til að koma. Hann sagði að ég yrði að gera þaö. — Er — er hann gamall kunningi yðar? — Já, við þekktumst talsvert lengi í Englandi. — En þér verðið að minnsta kosti að koma og drekka kokkteil hjá okkur síðdegis í dag. Um sex-leytið. Við eigum von á gömlum vini okkar frá Englandi. Sir John Harcourt Graham. Hann kemur í bíl frá Kingston. Hann er að hugsa um að stofna íyrirtæki hérna. — Eg kom hingað með sama skipi og harín. Þakka yður fyrir — mig langar mikið til að koma. Hún fylgdi gestinum til dyra og sá bilinn aka með hana burt. Þegar hún kom inn í forstofuna aftur stóð faðir hennar þar og beið. — Hvað vildi ungfrú Wyman? spurði hann. Hún reyndi að haga orðum sínum sem gætilegast. — Mér fannst þetta nánast vera kurteisisheimsókn. Eg hef hitt hana áður, og þá var hún svo alúöleg að bjóða mér að búa hjá sér. — Langaði þig til þess? Vildurðu heldur vera þar en hérna. — Eg vil helst vera hjá þér, pabbi. — Barnið mitt! sagði hann og þrýsti höndina á henni. — En .... hélt hann áfram — mér finnst þaö í rauninni góö hugmynd að þú yrðir hjá Wyman. Eg vildi nauðugur, að þú flæktist í neitt. Hún spurði ekki hvað hann ætti við með þessum orðum. — Mér er boðiö í kokkteil þangað siðdegis í dag. Mig langar til að fara. Það kemur þangað maður, sem ég varð samskipa, Sir John Harcourt Graham. — En hvað er með hin nmanninn, sem þú varst samferða — hét hann ekki Brown? — Hann býr enn hjá Wyman. — Hvers vegna kom hann inn í klefann til þín um miðja nótt? — Eg.... það var misgáningur, pabbi! — Mér finnst það undarlegur misgáningur. Hafirðu beðið hann um að koma? — Nei, vitanlega ekki. — Var hann nærgöngull við þig? Var hann.... ág skal drepa hann ef hann hefur gert þér eitthvað! Með mínum eigin hönd- um. j Henni datt í hug að svona mundi hann hafa litið út þegar^ hann drap föður Jasons. Hann kreppti hendurnar og augun voru blóðhlaupin. — Þú mátt ekki tala svona, pabbi! Það var ekkert Ijótt í þessu. Jason mundi alarei detta í hug að.... — En hvaða erindi átti hann inn til þín um miðja nótt? — Eg sagði þér að það hefði verið af misgáningi. — Hvers vegna tekur þú svari hans? Hvers virði er þessi ungi maður? Ertu ástfangin af honum? Hún forðaði'st að líta á hann. — Við vorum góðir vinir. — Það er ekkert svar. Elskar þú hann? Hún beit á vörina en svaraði engu. — Þú elskar hann þá, ég skil það. Bara að ég gæti talið mér trú um að þetta væri myndarlegur maður. — Hann er það, pabbi! —Hvaða erindi átti hann þá inn í klefann þinr? — Eg held að hann hafi ætlað sér inn í klefa.... hún þagnaði. — Inn í klefa Greermans, áttu við? Nú var svo að sjá, sem hann hefði talað af sér. — Gleymdu þessu nafni, gerðu það fyrir mig.... Hann strauk ennið þreytulega. — Ertu að hugsa um að giftast honum? Hún vætti varirnar, sem allt í einu höfðu orðið þurrar. Hún varð fyrir hvern mun að eyða öllum grun hans á Jason. — Eg — ég veit ekki, pabbi, sagði hún og fó.r undan í flæmingi. — Hvers vegna veistu það ekki? — Þú ert ástfanginn af hon- um. — Það þarf tvennt til að giftast, pabbi. Hún reyndi að brosa. — Áttu við að hann vilji ekki giftast þér? Hefur harín svikið KVÖLDVÖKUNNi l&..^ - r-Í!ií#1iilii-)< R. Burroughs — TARZAM — 3753 Doktor Batés hafði aldrei j vitað annað eins. Fyrst var það hjörturinn og svo sebra- [ dýrið. Hvernig í ósköpunum gat staðið á því að dýrin höfðu svona mikið afl. Eg veit svei mér ekki, sagði Tarzan, þetta hefi ég heldur *I TON'T ICNOW/ASUS67 THE JUNGLE L0IC7, "SUT IP WE COUL7 FIN7 A NATIVE OP THIS LAN7—* aldrei séð áður, en ef við hittum nú menn scm eiga hér heima.,.. Hann hætti ASfCUP’TLY, AS IF IN ANSWEIC. TO THE TKOSLEM, A NEW' SCENT ASSAILE7 TASCZAN'S NOSTgiLS— MAN! 1Q.25.g57 2 við að segja meira því mannaþefur barzt að vitum hans. Prófessorinn hittir gamlan kunningja sinn á götunni_og spyr: — Hvernig líður konunni yðar? Maðurinn: — Eg er alls ekki kvæntur. Prófessorinn: — Nú-jæja. Svo þá er frúin bara laus og liðug'. ★ Læknirinn: — Nú verðið þér að borða mestmegnis eintómt grænmeti og muna að bragða ekki vín. Sjúklingurinn: — Fyrst þér segið þetta læknir góður, þá verður það víst að vera svo. En má eg ekki gera það með minni aðferð? Læknirinn: — Yðar aðferð? hvernig er hún? Sjúklingurinn: — Eg læt bara naut éta grænmetið og et svo kjötið af því á eftir. Og vínið skal eg stötra gegnum hvann- frænt strá. ★ Tveir litlir piltar voru að koma úr sunnudagaskólanum og ræddu lexíu dagsins. — Heyrðu, trúir þú þessu um djöfulinn? — Nei-nei, láttu þá ekki narra þag. Þetta er alveg eins og með jólasveininn á jólunum. Það er bara hann pabbi, sem leikur hann. Jón: — Þú virðist ekki vita á hvorri hlið brauðið þitt er smurt. Jóhannes: — Er það ekki sama? Eg et báðar hliðar. * Sam, einkaspæjarinn, var að lýsa störfum sínum fyrir hús- bónda sínum, sem var hnellin kona í þetta sinn, — Eg elti bónda yðar fyrst inn í fjóra bari og svo inn í einkaíbúð piparsveins, sagði hann. — Einmitt það! sagði konan. — Haldið þér áfram! Haldið áfram! Hvað var hann að gera þar? — Já, frú, eftir því, sem eg komst næst, sagði einkaspæjax-- inn dálítið vandræðalega, — þá var hann að elta yður. ★ Eiginmaður býst við að kona sín sé fullkomin — og að hún skilji hvers vegna hann er það ekki. ★ Stöðugur gestur á nætur- kiúbbum (staulast út kl. 4 um nótt): — Drottinn minní hver er þessi furðulegi hnyss, hérna úti fyrir? Dyravörðurinn: — Það er ferskt loft, herra íninn, Móðir Orvilles litla innritaði sitt dýrmæta barn í einkaskóla og gaf kennaranum ráð af fyrii’- mælum. — Sonur minn er svo afskap- lega viðkvæmur, sagði hún til skýringar. — Þér megið aldi’ei refsa honum. Þér skuluð bara slá drenginn, sem situr við hlið hans. Það hræðir Orville.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.