Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarcfni lieim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. — Sími 1-16-60., Munið* að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Unnið að uppsetningu nýrra götuvita. Ennfremur uiinið við að skifta um og koma upp nýjum umferðarmerkjum. Reykjavíkurbær hefur fest kaup á fjórum nýjum götuvit- um — eða umferðarljósum — og er þessa dagana unnið að því að setja f.vrsta vitann upp á horni Nóatúns og Suðurlands- brautar. Umferðarvitarnir eru nýlega komnir til landsins og enn- fi'emur talsvert af varahlutum í gömlu götuvitana, en nokkuð var tekið að bera á biiunum í þeim. | Ásgeir Þór Ásgeirsson verk- fræðingur «hefur tjáð Visi að þessir fjórir nýju götuvitar verði settir upp á gatnamótum Snorrabrautar og Hveríisgötu, mótum Klapparstígs og Lauga- vegar og á mótum Tryggva- götu og Kalkofnsvegar, auk þess sem nú er verið að setja upp á mótum Nóatúns og Suð- urlandsbrautar eins eg að framan er skýrt frá. Skrifstofa bæjarverkfræðings annast upp- setningu vitanna. Þá skýrði Ásgeir Þor blað- inu frá því að unnið væri stöð- Ugt að því að skipta um um- ferðarmerki og setja upp ný. Meðal nýrra merkja er alþjóð- legt bannmerki þ. e. vvart P á gulum fleti með rauðu skástriki yfir P-ið og rauðri jaðarrönd. Nýlega hefur fyrsta merkið af þessari gerð verið sett upp, en það er við Bræðraborgarstig. Búið er að koma upp hættu- merkjum við skóla. Það er gulur þríryrningur með svartri táknmynd af börnum sem leið- ast, og með rauðri jaðarrönd. Merkið táknar að sýna beri að- gæzlu vegna óvenju mikillar umferðar barna. Komið hefur verið upp ak- brautarmerkjum, hringlaga með hvítri pílu á bláum feldi. Koma þessi merki á eyjar við gatnamót og bendir pílan á þá akbraut sem nota skal. Fleiri umferðarmerki hafa vei'ið sett upp, eða verður komið upp á næstunni. Þriðjudaginn 7. marz 1961 Ægir meö samningum. l'undur haldinn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi í | Rvík, laugardaginn 4. marz 1961, lýsir samþykki sínu við sáttatillögu þá, sem lögð hefur verið fram af ríkisstjórn Is- lands á Alþingi út af fiskveiði- deilunni við Breta. ! Fundurinn teiur að eins og málið lá fyrir, þá hafi hverfandi litlu verið fórnað til að ná hag- stæðum sættum í miklu átaka- og vandamáli milli góðra við- skiptaþjóða, sem leysa þurfi <áður en verra hlytist af. S,jómenn kunna illa ófriði við störf sín á hafinu, og nú þegar friðvænlega horfir, þá hyggja þeir gott til þessara málaloka. Skorar fundurinn því á hæst- virt Alþingi að samþykkja til- dögu rikisstjórnarinnar við at- kvæðagreiðslu um málið á hinu I virðulega Alþingi. Drottningarheimsókn í Reykjavík. \íkintjatlmiin intjin ktttn ht>v viö t tjœrkvöldi. Það ,cr svo með flesta kon- ungsfjölskyldur og þeirra fjar- Iægustu meðlimi, að slíkt fólk má sig vart hræra án hess að blöð o<r útvarp hlauni ckki af sér tærnar til að skýra.frá því. Við erum blessunariega lausir við slíka persónudýrkun Fjallvegir ruddir í dag. Fjallvegir, sem lokuðust á norðurleið og á leiðinni vest- ur í Dali, verða opnaðir í dag. í morgun fóru vélar upp á Holtavörðuheiði, en þar er nú komin hláka og var búizt við að umferð um hana yrði opnuð fyrir kvöldið. Sama máli gegnir um Öxna- dalsheiði. Hana á að ryðja eftir hádegið í dag og loks verður Brattabrekka, á leið vestur í Dali, rudd í da'g. Fjórir bátar verða áfram á síldveiðum. þeim er nauðsyn að hafa síldarleitarskip. Ægir er nú hættur síldarleit og er því borið við, að ekki sé fé fyrir hendi að kosta síldar- leit. Er þetta vægast sagt mjög bagalegt sagði Baldur Guð- mundsson útgerðarmaður, er Vísir ræddi við hann nýlega, því að fjórir bátar verða gerð- ir út til síldveiða áfram; í þeirri von að takast megi að veiða sí'Id öllu lengur. Það er enginn vafi á því, að enn er síld fyrir austan Vest- mannaeyjar og væri það síld- veiðimönnum mikill styrkur að síldarleitarskip fylgdi bátunum til veiðanna. Ægir og Fanney veittu síldarbátum ómetanlega aðstoð í vetur og verður vart áætlað hve mikið aflamagnið jókst fyrir tilstilli þeirra. Væri það ákjósanlegt að fá Fanney í síldarleitina nokkurn tíma enn. Sýnist vera full ástæða til þess Vígður nýr konsert-flygill. Þrír ungir menn „debútera“ á tónleikum Musica Nova á morgun. Musica Nova heldur 2. tón- leika sína á þessum vetri ann- að kvöld, og verða þeir að þessu sinni á Hótel Borg, hefj- ast kl. 20,30. Þrír ungir tónlistarmenn koma þar fram í fyrsta sinn, þeir Sigurður Örn Steingríms- .son fiðluleikari, Kristinn Gests- son píanóleikari og Pétur Þor- valdsson sellóleikári. Flutt verða verk' eftir Schönberg, Sttavinsky -og. Shostakovits.- Á iónleikunum verður vígður. nýú flygill frá hinum frægu Pet- rof-verksmiðjum á Ítalíu. Áheyrendur geta notið veit- inga í hléum mili viðfangsefna, eins og tíðkazt hefir á tóneik- um þessa féags. Aðgöngumiðgr kosta aðeins 20 krónur og verða seldir eftir kl. 2 á rnorgun að Hótel Borg, við suðurdyr. ■jc Enn. hefir gin- og klaufa- veiki orðið vart í BrctlamK, að þessu sinni í Wales. að stuðla að því að auka fjöl- breytni í veiðunum, þannig að nokkur hluti fiskiskipanna geti verið áfram á síld, í stað þess að allir fari á þorskveiðar og leggi net sín á hin takmörkuðu netasvæði. Síldin sem veiddist fyrir nokkrum dögum austur af Vest mannaeyjum var 13 prósent feit og því nothæf til frystingar eða útflutnings í ís Eru nú tald ir góðir sölumöguleikar á frystri eða ferskri síld í Evrópu ] þar sem veiðar Norðmanna 1 hafa að miklu leyti brugðizt. Fjórir bátar, Guðmundur Þórðarson, íleiðrún, Sæljón og Eldborg munu jafnframt gera tilraun með að veiða þorsk i þorsknótina. Bridgekeppni í gærkvöldi. Fjórða umferð í tvímenn- ingskeppni mcistaraflokks í Tafl- og briclp'eklúbb Rvíkur var spiluð í gærkveldi. Að henni lokinni er staða 14 efstu tímenninganna þessi: Stig 1. Ingólfur—Guðjón .... 771 2. Gunnar—Sveinn .... 717 3. Ásmundur—Hjalti . . 703 4. Einar—Þorsteinn .... 699 5. Héðinn—Sigurbergur . 688 6. Björn—Elísabet .... 685 7. Ingólfur—Klemenz . . 678 8. Bernhard—Torfi .... 669 9. Gísli—Jón ........ 664 10. Björn—Hjörtur ..... 661 11. Sölvi—Þórður ...... 659 .12. Júlíus—Vilhjálmur . . 656 13. Rósmundur—Stefán ■ . 648 14. tárus—Zóphoníus .. 647 Víkingadrottningin við kom- una til Reykjavíkur i gær- kveldi (GK-mynd). Piltur banar skólafélaga. Særði sex a&ra. Einkaskeyti til Vísis. Kaupm.liöfn í morgun. Seytján ára piltur frá Kungaelv skammt frá Gauta borg fór í gær af frjálsum vilja til lögreglunnar og ját- aði að það hefði verið hann, sem hefði skotið á skólafélaga sína um 200 talsins. Pilturinn vissi ekki, að son ur skólastjóra Norræna lýð- háskólans í Kungaelv, 18 ára piltur að nafni Pelle Altvall, hafði beðið bana af völdum skothríðarinnar. — Nemar höfðu safnast saman til skóla dansleiks, er skothríðin hófst. Sex aðrir unglingar særðust. Pilturinn kvaðst enga grein geta gert sér fyrir hvers vegna hann hóf skot- hríðina, en hann var drukk- inn. — Honum er lýst sem að laðandi og efnilegum íþrótta- manni, og hugmyndaríkum, en reikulum. er hafði gam- an af að leika kúrekahlut- verk. hérna heima á íslandi, og lát- um okkur í léttu rúmi liggja hvar slíkt fólk er, hvað það segir eða gerir, enda er það ekki oft að það heiðrar okkur með heimsóknum sinum og' naérveru. Þó er það svo, að á hverju ári kemur hingað til lands di'ottning nokkur erlend, sem lítið lætur fyrir sér fara, læðist hér um bæinn án þess að blásið I sé i lúðra, og þess er vai't getið (— svona daginn eftir — að hún hafi verið hér á fei'ð. Samt eru þær mai'gar, alvörudxottning- arnar, sem ei'ú sýnu óásjálegri en þessi, enda breytir þessi um svip og persónu á ári hverju, klæðist nýjum ham og fasi. — Samt er þetta sama drcttningin hverju sinni, en þó allt önnur. önnur. Þessi heiðurskvinna nefnist „Víkingadrottningin" og er í rauninni aðeins drottning í nokkra daga eða vikur. Á þeim tíma keppast allir um að þjóna henni og gera til hæfis, enda hefur hún mikilvægu hlut- verki að gegna fyrir sínar tvær óskyldu þjóðir, Bandaríkja- menn og Norðmenn. Við íslend- ingar, sem búum mitt millum þessara þjóða, fáum hana í ör- stutta heimsókn tvisvar á ári, þegar hún fer frá Bandaríkj- unum til Noregs, og svo þegar hún fer heim aftur. Loftleiðir, okkar fræga flugfélag, flytur hana fram og til baka, og þakk- ar fyrir heiðui'inn. Hér stansar hún svo í um klukkutíma í hvert sinn og di'ekkur kaffi- sopa hjá ræðismanni Norð- manna hér, Othar Ellingsen. Sigurður Magnússon fultlrúi Loftleiða stjanar í kring um hana þennan tima og Ijósmynd- Framh. á 11. síöu. Hér að ofan getur að líta, hver viðbrögð Tímans og Þjóð- viljans urðu við úrslitum í Iðjukosningunum. — Eins og kunnugt er, þá bættu lýðræðis- sinnar vlð sig 137 atkv. og fengu nú 20% fleira atkv. en síðást.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.