Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 7. marz 1961 VÍSIR 3 LOLITA Myndir úr atriðum kvikmyndarinnar, sem verið hefur í smiðum með íeynd í fimm mánuði. Þeir eru margir sem þekkja söguna „Lolita“, eftir Nabokov. Nú sem stendur er verið að gera kvikmynd eftir þeirri sögu, og hefur kvikmyndatakan farið fram í London við hina mestu leynd síðan í október. Éins og alkunna er, þá er erfitt að gera kvikmynd án þess að blaðamenn og aðrir frétta- gráðugir aðilar reyni að komast . inn í kvikmyndaverin til þess að fá frásagnir og nokkrar myndir „fyrirfram“. Og venju- lega er kvikmyndaframleiðend- unum það ekki eins leitt og þeir kannske vilja vera láta, því að slíkar frásagnir eru e. t. v. þær auglýsingar sem eru þýðingar- ( mestar. Þeir sem standa að því að gera kvikmynd eftir þessari frægu og umdeildu sögu, eru Stanley Kubrick, og félagi hans James Harris. Þeir völdu James Mason til þess að fara með ann- að aðalhlutverkið, en með hlut- verk hinnar ungu stúlku, fer 15 ára gömul bandarísk stúlka, Sue Lyon. Eins og að líkum lætur, þá mátti gera ráð fyrir að sú stúlka sem með það hlut- ' ina. verk færi, yrði góður frétta- matur, þar sem hún yrði að hafa allmarga óvenjulega hæfi- leika til að bera. Til þess að firra hana vandræðum, var heimilisfangi hennar í Banda- Þeir félagar, Kubrick og Harris, skýra svo frá, nú um' það bil 5 mánuðum eftir að taka myndarinnar hófst, að ( Warner Brothers hefðu boðið. þeim milljón dali fyrir að fá að gera myndina, en þeir höfnuðu því boði, þar eð þeir óttuðust, að handritshöfundarnir fyrir vestan, og aðrir, kynnu að vilja breyta einhverju, til þess að auka markaðsgildi myndarinn- ar, á kostnað hins listræna gila- is. Því drógu þeir sig í hlé og héldu af landi brott. Sue Lyon hefur gengið mjög vel að fara með hlutverk sitt, og það er fullyrt, af þeim félög- um, að hún muni verða ein eft- irsóttasta kvikmyndastjarnan í heiminum, að tökunni lokinni, þótt ung sé. James Mason fær hér mjög Sue Lyon, eins og hún Iítur g0^ tækifærj til þess að sýna venjulega út — sjá myndina til hæfileika sína, og er það sann- vinstri. arlega gleðiefni þeim sem til 1 þessara frábæra leikara þekkja. ríkjunum vendilega haldið Sumir minnast e. t. v. myndar- leyndu. Og síðan var haldið til innar „Odd Man Out“, sem var London, til að gera kvikmynd- sýnd hér fyrir mörgum árum. Svona lítur hún út sem hin óvenjulega unga stúlka í kvikmyndinni. Frammistaða hans var frá- bær, en svo hélt hann til Holiy- wood, og þótt hann hafi fengið mörg allsæmileg hlutverk, þá er óhætt að fullyrða, að þessi ágæti listamaður hefur aldrei notið sín þar sem skyldi. E. t. v. er það dálítil kaldhæðni. að hann skuli aftur þurfa að fara til Englands til þess að fá tæki- færi til þess að losna undan hinum fégráðugu framleiðend- um vestra, sem eru svo gjarnir að fórna listinni á altari pen- inganna. Eftir því sem þeir félagar, Kubrick og Harris, segja, þá hefur verið haldið allfast við efni bókarinnar, og megin- áherzla lögð á hina listrænu hlið myndarinnar. Um Petsr Sellers cg Presfey. Þetta er eitt atriðið úr hinni óvenjulegu mynd, „Lolita“. Til vinstri Mason, til hægri Lyon. „Töffum“ fer hríðfækkandi í New York. „THE WEST SIDE STORY" á simi þátt í því. „The West Side Story“ hefur ast slcóla, velsæmi, og allt ann- vakið mikla athygli víða um að sem talizt getur kostur á lönd, þar sem leikritið hefur einum manni. verið tekið til meðferðar, og nú | Um það bil er „West Side nýlega hefur verið gerð kvik- Story“ kom fyrst fram var talið, mynd eftir því. En það sem er að í fátækrahverfum New York- e. t. v. enn athyglisverðara við borgar væru um 180 slíkir hópar þetta ágæta „stykki“, er sú Nú hefur þeim fækkað um 80, staðreynd, að tilkoma þess hef- ur dregið stórlega úr starfsemi þeirra aðila sem myndin fjallar um, þ. e. hópa „smágangster- anna“, þessara vesælu afvega- og er talið, að meðferð sú sem þessi „hugsjón töffanna“ hefur fengið, hafi orðið til þess að draga úr vinsældum hennar. Að vísu kemur það til, að nú hefur leiddu ungmenna, sem halda verið gengið duglegar til verks að tilgangur lífsins sé að ganga í þrörigum verkamannabuxum, með hníf að vopni, og að forð- en nokkru sinni við að reyna að leiða þessum ungmennum fyrir sjónir, að það er til annað eftirsóknarvei’ðara en að ganga um og stinga menn, skjóta þá,' ræna þá, og lifa af sparifé vin- konunnar í næsta húsi sem selur sig. i Margir þeirra sem áður höfðu það að starfi að vera meðlimir í slíkum hóp, hafa nú fyrir tilstilli lögreglu og annarra sem láta sér annt um þessa hálf- stálpuðu óvita, lagt fyrra líf- erni á hilluna og farið í skóla. j En eins og áður segir, eru enn „starfandi" um hundrað slíkir hópar í New York. Aðalsmerki þeirra er að hafa komizt í kast r Frh. á 11. s. „The Millionairess“ nefnist ný mynd, sem stjórnað er af j Anthony Asquith, og gerð eftir söguþræði sem tekinn er að Iáni frá Bernard Shaw. Söguþráð- urinn fjallar um Epifaniu Ognisanti di Parerga, sem leik- ^ in er af Sophiu Loren, en sú sögupersóna er einkaerfingi mikilla auðæfa. Þau hjálpa henni til að 1) kaupa sér eigin- mann, 2) kaupa sér skilnað, 3) kaupa sér elskhuga (Dennis Price). Þess vegna er henni ýað mikið undrunarefni, að hún skuli ekki á sama hátt geta eignast hjarta og hug læknis nokkurs, sem leikinn er af Pet- er Sellers. Hann tjáir hinni ríku stúlku að hann sé þegar kvæntur, — vísindunum, og því þurfi hann enga ástmær, enda sé löngun hans einungis að þjóna mann- kyninu á þann hátt sem bezt megi verða. Hún, á hinn bóg- inn, býður honum allt. Það næsta sem hún kemst honum — til að byrja með, er að láta hann 1 taka á sér þúlsinn, og þessu get- ur vísindamaðurinn ekki neitað. Sellers hefur fengið frábær- lega góða dóma fyrir leik sinn í þessari mynd. Jafnvel Alastair Sim, sem leikur hér lögfræð- ing Loren, tekst ekki að stela „senum“ frá Sellers — og þá þykir mörgum mikið sagt. í dómi sem myndih fékk fyrir nokkru í ,.Time“ (þessi frásögn er byggð á honum), segir að Sellers sé leikari í þessa orðs fyllsta skilningi. Ekki maður sem reynir að vekja á sér at- hygli með misjöfnum aðferðum, heldur leikari sem sífellt sýni á sér nýjar hliðar. Til stendur, að Elvis Presley, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir hina sérstæðu mjaðmargrindarbyggingu sína, og fáguðu hljóð, fari að leika í kvikmynd. Vcrkefnið sem við honum blasir er ekki neitt smá- ræði, þar sem handrit myndar- innar mun gert af Tennessee Williams. Richard Brooks á að stjórna tökunni, og sagan er ,Sweet Bird of Yoúth“. > ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.