Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 07.03.1961, Blaðsíða 6
VfSIR Þriðjudaginn 7. marzr 1961 ■ ..............— ■■■ ■ I ■!. I +-■ irisis. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. 5§l Ferðafélagið efnir til Þórsmerkurvöku. Endurtekin kvöldvaka frá í fyrra á fimmtudagskvöldið. Fréttimar frá Bretfandi. Þeir, sem hlustuðu á fréttapistil séra Emils Björussofiar i útvarpiuu fyrir helgina, nnmu hafa lekið eftir því, að það sem presturimi sagði um aí’stöðu hlaða í Englandi til sam- komulagsins i fiskveiðadeilunni, stingur mjög í stúf við I rásagnir Tímans og Þjóðviljans. Bæði blöðin hafa haldið ])\í fram, eins og ræðumenn stjórnarandstöðunnar í út- varpsumræðunm, að Bretar væru mjög ánægðir með lausn- ina, en létu hlöð sín segja þveröfugt, til þess að blekkja ís- lendingal Almenningur í Bretlandi, utan útgerðarborganna, veit sáralítið uni bessa deilu, en að svo miklu leyti sem hann hefur látið sig hana einhverju varða. mun hann hafa óskað þess, að hún yrði leyst með friðsam- legum hætti. En tcgaramennirnir og aðrir, sem beinna hagsmuna hafa að gæta, óskuðu vitanlega eftir miklu , hagkvæmari lausn fyrir sig en þeirri, sem samið hefur verið um. Þetta stafar, eins og séra Emil sagði, ekki af óvild til íslendinga, heldur er það aðeins skiljanleg umhyggja fyrir eigin afkomu. Frásagnii’ Iiinna brezku hlaða af afstöðuuui til sam- komulagsins eru þvi fyrst og fremst um viðhrögð þeirra, sem mest áttu undir því, hvernig lausnin yrði. Þær eru þvi enginn tilbúningur hrezkra stjórnarvalda eins og stjórnar- andstaðan hér vill vera láta, heldur sönn lýsing á \iðhorli jieirra, sem lausnin bitnar á. Enginn vafi leikur á jjví, að ínezkir togaraeigendur og sjómenn eru mjög óánægðir við ríkisstjórn sína og að rétt er hal’t eftir jjeim, að jieir telji hreytingu grunnlinanna mikið áfall fyrir sig og veiðileyfið innan 12 mílnanna jæssi þrjú ár ófullnægjandi. Það er engin uppgerð þegar Bretar segja, að sam- komulagið sé stórsigur fyrir íslendinga. Þeir meina það l’ullkomlega. Og hver sem íhugar hlutlausl, hvað Islendingar láta af hendi í þessi þrjú ár fyrir fulla við- urkenningu á 12 mílna landhelginni strax og einræði yfir henni eftir það, hlýtur að sjá að þetta er mikill sigur. Allar fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um það, að ekkert hefði þurft að gera eða átt að gera af íslendinga hálfu, til þess að leysa deiluna, bera vott um svo mikinn vanþroska og ábyrgðarleysi í stjórn- , málum, að sambærileg dæmi munu tæplega verða fundin hjá nokkurri lýðræðisþjóð, sem á skilið að heita því nafni. Hlutverk Framsóknarí'lokksins í þessu máli er eitt hið ömurlegasta, scm nokkur lýðræðisflokkur hefur Icikið fyrr og síðar. Allar móthárur hans gegn samkomulagiiui hafa vcrið hraktar lið fyrir lið, enda nákvæmlega j>ær sömu og rökleysur kommúnista. Aðal lögfræðiiigi flokksins var jjröngvað til jicss að taka j>átt í útvarþsumræðunum, cn íiánn treysti sér ekki til j>ess að taka mcð einu orði undir J>au meginatriði, sem formaðurinn taldi lausninni til foráttu! Fcrðafélag íslands hefur á- kveðið að endurtaka Þórsmerk- ur-vökuna, sem félagið efndi til í fyrravetur, þá fyrir troðfullu húsi svo að fjöldi fólks varð frá að hverfa. Kvöldvakan verður næstk. fimmtudagskvöld í Sálfstæðis- húsinu, og húsið opnað kl. 8 eins og venja hefur verið í vet- ur. Efni kvöldvökunnar verður nær óbreytt frá í fyrra. Jóhann- es skáld úr Kötlum flytur Þórs- merkurhugleiðingar, Sigurjón Jónsson úrsmiður sýnir lit- skuggamyndir eftir rjálfan sig og fleiri. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ræðir um skóga í Þórsmörk, dr. Sigurður Þórarinsson jarðfr. stjórnar Þórsmerkursöngvum, en á eft- ir verður myndagetraun með verðlaunum og loks stiginn dans til kl. 12 á miðnætti. Kvöldvakan er endurtekin vegna fjölmargra áskorana, þar eð miklu færri komust að í fyrravetur heldur en óskuðu. Þórsmörk er líkl. einn mestur dálætisstaður Reykvíkinga, og enginn staður, sem Ferðafélag- Ljósmyndarafélag íslands opnar samsýningu. Uvn 150 myndír sýndar í Listamannaskálanum. Ljósmyndarafélag íslands opnaði Samsýningu á Ijósmynd um meðlima sinna s.l. laugar- dag í Listamannaskálanum. Til sýningarinnar er efnt í . tilefni 35 ára afmælis félagsins jog er þetta fyrsta sjálfstæða 'sýningin sem Ljósmyndarafélag íslands hefur haldið, en áður hefur það tvívegis tekið þátt í Samsýningum Ijósmyndara á Norðurlöndum. I Á sýningunni’ í listamanna- skálanum eru um 150 ljós- myndir sýndar, þ. á m. eftir ýmsa kunnustu og helztu fram- ámenn innan stéttarinnar. — [ Kennir þar margra grasa, ekki aðeins mannamynda heldur og landslagsmynda, — auglýsinga- mynda, leikhúsmynda o. fl. Þar ' eru ennfremur sýndar litmynd- ir og handlitaðar myndir. j Á þeim hálfa fjórða tug ára sem Ljósmyndarafélag íslands hefur starfað hefur Sigurður jGuðmundsson lengst af verið formaður þess, en fyrsti for- maður var Magnús heitinn Ól- afssftn. ið efnir til-ferða á er-jafn eft- ii’söttúr. Það undrar engiyi sem á Þórsörk hefur komið, því hún ér eitt fegursta djásn sem til er í íslenzkú landslagi, og raunar þótt víðar sé leitað. Enn má því búast við húsfylli á Þórsmerkurkvöldvökunni á fimmtudagskvöldið. Liz Taylor hættu- lega veik. Kvikmyndaleikkonan Elisa- beth Taylor liggur hættulega veik á sjúkraliúsi í London. Hún veiktist af inflúenzu og fékk svo lungnabólgu og hefur legið í sjúkrahúsi rúma viku. Var gerð á henni aðgerð vegna öndunarerfiðleika og eftir hana var hún talin í lífshættu, en þó heldur á batavegi í gær, en ekki úi’ hættu. Bólga er í báðum lungum. Vestmannaeyjar — Framh. af 1. siðu. 8 vindst. á Stórhöfða, og má því búast við að ekki veiðist mikið á línu á meðan. Hins vegar er farið að verða vart fiskjar £ net, og a. m. k. einn bátur fékk dá- góðan afla í gær um 2000 kg., en aðrir minna. Milli 10 og 20 bátar hafa ekki komizt á sjó enn frá Eyjum vegna fólkseklu, en nokkuð kemur nú af aðkomufclki. og er von til að brátt rætis úr. Von mun á einhveriu af Færeying- um með Gullfossi næst, en hann er væntanlegur þann 9. Útgerðarlíf í Eyjum ber enn merki verkfallsins, þótt heldur sé nú að færast líf í starfsem- ina. Er það vön manna, að veð- ur lagist og þót verði ráðin á fólkseklunni innan tíðar. BERGMAL isEitíir foringjar. Forystumcnn Framsóknarflokksins vita eins vel og I’orustumenn hinna lýðræðisflokkanna, hvað fyrir kommún- islum hefur vakað í landhelgismálinu frá uppháfi. Samt sem áður tekur fonnaður flokksins og helztu áhrifamenn hans á Aljnngi höndum saman við kommúnista um að hindra j>ann stórsigur, sem ríkisstjórnin og þjóðin öll er nú að vinna með þeirri lausn, sem samist hefm^ inn. Þetta glæfraspil hlýtur að verða foringjum Fram- sóknarflokksins örlagaríkt ævintýri. Hvaðanæva af landinu berast fregnir um ánægju manna og þakklæti til stjórnarinnar fyrir þennan mikla stjórnmálasigur. Og sú ánægja nær langt út fyrir raðir stjórnarflokk- anna. Fjöldi Framsóknarmanna um land allt íagr.ar samkomulaginu og lýsir undrun sinni og vonbrigðum yfir afstöðu foringjanna í Reykjávík. Það er þó eim ekki komið í l.jós nema að litlu leyti, hver dómur þjóðariunar yfir Hermanni Jónassvni verður fyrir ]>elta tiltæki hans. En líklegt er að J>að verði sá pólitíski dauðadómur, sem liann hefði verðskuldað miklu fyrr. ísak Jónsson, skólastjóri, hinn kunni skólamaður hefur ritað Bergmáli eftirfarandi bréf: „Kæra Bergmál. Miðvikudaginn 1. marz s.l. birtist hjá þér frásögn eftir ein- hvern ,,Ó. E.“ um heimsókn hans á Landspítalann, og er [ ritsmíð þessi svo ósvífin og ó- sanngjörn, að ég get ekki orða- bundizt. Kom utan heim- sóknartíma. „Ó E.“ kveðst hafa verið að sækja konu sína á lyfjadeild sjúkrahússins og það kostaði þessar líka dylgjur um einstak- ling og „einkunn" um stofnun- ina auk neikvæðs samanburðar við aðrar hliðstæðar stofnanir. En þegar betur er að gáð, þá er þetta greinarkorn býsna athygl isverð upplýsing um manninn sjálfan, höfundinn. Hann virð- ist koma utan heimsóknartíma. Hann bíður ekki.eftir að ná tali af „vakthafandi" hjúkrunar- konu til að segja erindi sitt, sem honum bar að gera, sam- kvæmt sjúkrahúsreglum, held- ur vippar hann sér fyrirvara- laust inn í sjúkrastofu. „Hraust að sjá.“ Þar gerist hann atháfnasam- ur og upphefur neyðarhring- ar. Honum verður skapbrátt, ; þegar hringingunni er ekki j svarað fyrirvaralaust Aðrir j vita þó, að sjúkrarúm skipta tugum á þessari deiid, og sú ■ sem svara á, getur verið í þjón- ■ ustu, þegar kallið berst. Enda | getur „Ó. E.“ þess — svo sem : til afsökunar fyrir „innrásinni" ’ — að sér hafi virzt stofufélagi | konu sinnar „hraust að sjá“. Og | vitanlega hefur hjúkrunarnem- I inn vitað betur en „Ó. E.“ að í þessari stofu voru ekki sárþjáð ir sjúklingar. I , : Hogværð og stilling. | Loks hefur ,,Ó E.“ sterk orð . yfir það, að hann skuli ekki fá viðhlæjandi hjúkrunarnéma, þegar hún sér í stofunni að- sk-otaaðila, sém hún hvorki þekkir, né veit, í hvaða erind- um er. Enginn skyldi lá hjúkr- unarnemanum, þó að hún kynni að hafa talið sér naúð- syn, að maður ekki segi skvldu, að sýna nokkurn myndugleik við slíkar kringumstæður. En samkvæmt reynslu minni gæti ég samt bezt trúað því, að hjúkrunarneminn heíði tekið þessu með einskærri hógværð og stillingu. j Skotið hæfir „Ó. E.“ sjálfan Já, það eru ekki allar ferðir til fjár, jafnvel þó að minnst sé á „hunda“, eins og „Ó. E.“ gerir af svo sérstakri háttvísi. 1 Þeir sem senda skeyti með fullum vilja til að skaða einstak linga og stofnanir, verða oft fyrir þeim ósköpum, að skotið hittir þá sjálfa Og'svo hefur farið hér. j Eg vil leyfa mér að ráðleggja „Ó. E.“ að gefa sér tíma til að taka nokkra reynslutíma hjá hjúkrunarnemum til að læra mannasiði. Teldi ég það ekki sök leiðbeinenda, þó að það kynni að bera lítinn árangur. Þakkir fyrir tvær legur. En fyrst ég er á annað borð farinn að skrifa um Landspít- alann, vil ég nota kærkomið tækifæri til að bera fram þakk- ir og árnaðaróskir þeirri stofn- un til handa. Eg hef tvisvar leg- ið þar, öðru sinni (fyrir 17 ár- um) um sex vikna skeið,, og nú um s.l. áramót í rúma viku. í sem fæstum orðum sagt er þetta einstök stofnun að mynd- arbrag og til jafns við það bezta sem ég þekki til vesturs og aust Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.