Vísir


Vísir - 05.05.1961, Qupperneq 10

Vísir - 05.05.1961, Qupperneq 10
30 VtSIR 'Fösltudaginn 5. maí 1961 ★ J. HARNALL: til ISTANBUL 12 ekki. En úrslítin verða þau sömu. — Eg skil ekki um hvað þér eruð að tala, sagði Eric. — Þá skal ég skýra þetta betur, sagði Rudy storkandi. — Hér er um peninga að ræða. Allir vita að nóg er til af þeim í skápun- um hans Thomasar P. Aston. Og pabbi er eflaust fús til að borga góða fúlgu fjuir að fá drenginn sinn aftur. óskemmdan. Eric sagði ekkert. Hann var ekki búinn að jafna sig eftir von- ‘brigðin af því, að Jill var ekki þarna. — Við getum rætt um upphæðina, sagði Rudy. — Þér getið eflaust gefið okkur bendingu. Og ef við fáum peninganá án þess að lögreglunni sé blandað í málið, þá sleppið þér héðan óskadd- aður. En ef við fáum þá ekki — eða ef faðir yðar fer til lögregl- unnar — þá finnst líkið yðar 'á sínuih tíma i skolpræsinu undir Pucker Lane. Ef það finnst þá nokkumtíma! Og ég skal bæta því við, að bannið við því að fara til lögreglunnar, gildir lika eftir að þér eruð orðinn frjáls — ef þér á annað borð vérðið frjáls. Þér haldið kannske að þér getið orðið óhultur eftir að þér losnið héðan. En þar skjátlast yður. Við höfum einhver ráð með að ná í yður aftur — ef þörf gerist. Eric lá við að springa af vonsku yfir derringslega yfirlætis- tóninum, sem bófinn talaði í. En hann sá að hyggilegast mundi að stilla sig. Hann hafði gengið í gildru — og nú var vandinn sá að losna úr henni. — Og hvað Jill snertir, hélt Rudy áfram, — þá er hún á örugg- um stað. Við höldum henni. Mér skilst að hún sé yður inikils .virði. Og ef þér aðhafist eitthvað eftir að við höfum sleppt yður fyrir hæfilegt lausnargjald, þá verður það hún, sem lendir í skolpræsinu í staðinn. Skiljið þér mig? Fúlmerinskan skein úr augunum á Rudy og hann bætti glott- .andi við: — Annars hafið þér kannske gamann af að heyra, að Jill er aíls ekki óafvitandi um þetta.... Eric beit á jaxlinn og andaði djúpt. • — Við skulum binda endi á þetta. Hve mikið heimtið þór? — Ef Jill hefði grunað hvað gerðist í Puckers Lane — já, ef hana hefði órað fyrir því að nafn hennar yrði notað til að þvinga . íé af Eric, mundi hún hafa orðiö óhuggandi. En auðvitað vissi . hún ekkert, þarna á „Bradbury" — glæsilega hressingarhælinu, sem faðir Erics hafði látið flytja hana í, eftir að þau höfðu talað saman. Það var að minnsta kosti eins fallegt á „Bradbury" og verið hafði á „Sólheimum“, og líkamlega leið henni vel. En sorg henn- • ar og vonbrigði voru jafn sár fyrir þvi. Röksemdir Astons liöfðu verið sanníærandi og hún sá fram á, ao hún gæti aldrei orðið samboðin Erie. Hún yrði honum aöeins fjötur um fót. Og .auk þess var hann trúlofaður annari! Hvers vegna hafði hann ekki sagt henni það. Ef hún hefði vitað það fyrr, þá hefði hún aldrei gert sér neina tyllivon. En samt var hún alls ekki gröm Eric og því síður hataði hún hann. Hún þráði hann sí og æ. Henni leið illa, og ekki bætti það úr skák að Thomas Aston borgaði dvöl hennar þarna. Það hafði verið öðru vísi á „Sólheimum". Þar hafði Eric borgað fyrir hana og þar hafði henni liðið vel.... Nei, hún vildi ekki vera þama áfram. Hún vildi komast burt — því fyrr því betra! Þegar hún talaði við yfirlæknirinn næst, spurði liún hvenær hann teldi að hún yrði nógu hress til að fara. En yfirlæknirinn hafði fengiö fyrirskipanir frá Thomasi Aston og hristi bara höfuðið. — Þér verðið ekki heilbrigð nærri strax, ungfrú Day, sagði hann. — Þér getið fengið afturkipp þá og þegar, þó yður finnist þér vera hress núna. Þér verðið að vera hérna að minnsta kosti viku ennþá.... Thomas Aston hafði afráðið að Jill yrði á „Bradbury" þangað til Eric væri farinn íil Istanbuí. Hann vildi afstýra þvi að þau hittust áður, því að það gæti kollvarpað áætlunum hans.i Og Jill varð að hlýða lækninum. Meðal dvalargestanna var fullorðin kona, sem hét frú Pringle. Það var erfitt að giska á hve gömul hún væri, því að hárið var silfurhvitt, en hörundið var bjart og unglegt, og eins gráu augun. Hún dvaldi að jafnaði tvo mánuði ársins á „Bradbury" — ekki vegna þess að hún v.æri veik, heldur aðeins af því að henni þótti gott að vera þar. Jill hafði ósjálfrátt hallast að frú Pringle eftir að hún kom til „Bradbury". Hvíthærða konan var svo vingjamleg og tilgerðar- laus að fólk hlaut að heillast af henni. Og Jill hafði ekki haft af mikilli alúð að segja um æfina. En frú Pringle hafði meinloku, sem hún gat ekki losnað við. Plún lýsti sér í því, að frúin tortryggði alltaf fólk, sem lagöi sig fram um að gera henni til geðs. Hún var á verði gagnvart öllu, sem gat túlkast sem smjaður, það var líkast og hún væri hrædd um, að það væru eingöngu peningarnir hennar, sem fólk vildi vingast við. Þess vegna var frú Pringle mjög einmana. Þeir fáu ættingjar sem hún átti höfðu fyrir löngu fjarlægst hana, af því að viðhorf hennar hafði sært þá. En hún gat án þeirra verið. Jill var ein af þeimjfáu, sem frú Pringle fékk ekki illan hifur á. Frá\fyrstu stundu varð henni ljóst að þessi unga stúlka hafði ekk- ert vit á peningum og virtist ekki meta það nokkurs að frú Pringle var rík. Frúnni fannst þetta svo óvenjulegt og skemmti- legt, að hún fór að veita Jiil athygli og sá fljótt að hún mundi hafa vanist öðru umhverfi en þama var. Raunasvipurinn í failegu augunum vakti lika athygli hennar, og áður en varði hafði hún aíráðið að komast fyrir ástæðumar til þess að unga stúlkan dvaldi þama. En það reyndist verða talsvert erfiðara en hún hafði haldið. Jill var mjög treg til að tala um sjálfa sig, og forðaðist að svara nokkru jákvæðu, þegar talið barst að henni sjálfri. En það gerði frú Pringle enn forvitnari. Eg skal kcmast að hvað það er, sem gengur að henni, sagði hún við sjálfa sig. Það er eitthvað, sem legst þungt á hana, ég er viss um það. Og hún þarf að trúa einhverjum fyrir vanda- málum sínum, annars losnar hún aldrei við þessa byrði. Og hvers vegna ætti hún ekki að gera mig að trúnaðarmanni sín- um? Jæja, kannske leitar hún til mín sjálfviljug áður en lýkur. Og við höfum heila viku upp á að hlaupa ennþá. Frú Pringle átti kollgátuna. Jill fannst að- hún mundi missa vitið ef hún héldi áfram og stúra yfir óleysanlegu vandamálun- um sínum — hún varð að tala við einhvern um þau. Einn daginn síðdegis hafði frú Pringle sest undir uppáhalds- tréð sitt í garðinum með vikublað. Jill hefði átt að vita að frúnni var illa við að vera trufluð um það leyti, en í dag hafði hún gleymt því. Hún var mjög miður sín er hún kom með striga- stólinn sinn og setti hann við hliðina á stól frúarinnar. Frú Pringle tók af sér gleraugun. — J.æja, eruð það þér, sem voruð að koma, sagði hún. — Skelfing eruð þér aumingjaleg. Hefur eitthvað sérstakt komið fyrir yður? — Eg þoli þetta ekki lengur! glopraðist út úr Jill. Frú Pringle lagði vikublaðið saman. Nú vissi hún að þetta mundi korna. — Hvað er að, væna mín? spurði hún lágt. Jill andaði djúpt. — Þér hafið verið svo alúðleg og nærgætin við mig, frú Pringle, byrjaði hún. — Og ég held að þér getið gefið mér gcð ráð áður en ég fer héðan. Eg á engan annan að til að ráðfæra mig við, og.... Frú Pringle kinkaði kolli. — Það er hugsanlegt, væna mín, sagði hún. — En það er spurningin hvort þér viljið fara að ráð- um mínum.... En ég skil að þér eigið erfitt með að komast á sporið, svo að ég skal reyna að hiálpa yður....- Jæja — þegar góð úng stúlka er stúrandi og aumingjaleg, er ástæðan venjulega ógæfa í ástum. Get ég rétt? Já, hvíslaði Jill og leit undan. KVÖLDVOKUNNI -“ = = = =!!: R. Burroughs —TARZAN 3796 — Ekki skil eg hvernig þú ferð að því að vera alltaf svona rólegur og ástúðlegur. Það er sama hvað á gengur, sagði öf- undsjúkur maður við vin sinn_ — O, þetta er bara æfing, svaraði vinurinn rólega. Mundu, að eg á konu, fimm börn, tvo hunda og þar að auki vindlinga- kveikjara. ★ 1 því að komast í hina konung- legu fjölskyldu. Það er nefnilega svoleiðis að hver maður af fjölskyldunni er undir vernd einhvers leyni- lögregluþjóns. Og Scotland Yard var ekki lengi að útnefna mann til að gæta Tonys. Það er vitanlega nokkur trygging í þessu, en það er líka óþægilegt. Nói getur Tony ekki fengið sér göngutúr án þess að láta vita hvert hann ætli að fara. Og skarpt auga fylgir honum allt- af eftir hvert sem hann fer. Ekki er víst að Tony Arm- strong hafi glaðzt mikið yfir ★ — Hvað segið þér um skömmtunarsérf ræðinginn ? I — O, hann var rekinn eftir i viku. Jú, hann byrjaði að tak- marka stjórn fyrirtækjanna. ★ ! — Pétur, sagði kennarinn. — Sex aRpelsínur á kr. 2.70 stykk ið og tvö kíló sykur á kr. 5.60 kílóið, hvað gerir það? | — Ávaxtahlaup, svaraði Pét- ur. I * | Dulmálsskeytið. —? Ungur amerískur liðsforingi var með- al margra sendur .yfir hafið meðan stríðið stóð sem hæst. I Foreldrarnir biðu árangurs- laust vikum saman í ofvæni eftir fréttum af syni sínum. Loksins barst þeim skeyti frá honum, sem hljóðaði á þessa leið: — Kominn aftur þangað, sem eg hóf ferðina. | Foreldrarnir skildu hvorki upp né niður í skeytinu, þar til allt í einu rann upp ljós fyr- ir þeim: Þau höfðu verið í brúðkaupsferð í Egyptalandi fyrir 25 árum. •4r Skoti var á ferð milli hafna og var sjóveikur. Kunni hann engin ráð til að lina sóttina. Hann vék sér að skipstjóran- um og spurði hann ráða. Skip- stjórinn kunni gott ráð. Hann j gaf Skotanum einn shilling og sagði honum að hafa hann uppi (í sér. Eftir þetta læknaðist Skotinn af sjóveikinni. SNAKUKJ6 LIK.E TIVO FIEIÍCE ANIA\ALS,50e CO<X ASi£7 THE STKONS OME CLASHEí7! ............... _ DiíU. ty Uniud Ftktur* Byndlctu. ] ......" " . . 1 ■ ■ ■ Þeir urruðu eins og grimm dýr og skullu svo saman. Þeir börðust upp á líf og dauða en hvorugur vapn á hinum vegna þess að nú stóðu þeir jafnt að vígi því báðir höfðu drukkið töfra- lyfið. , » Vöruhappdræfti ^SÍBS 12000 vinningar á ári! ? 30 krónur miðinn

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.