Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 6
6 VISIR Föstudagur 16. júní 1961 HJÓNABÖND y FYRR OG NÚ Þótt f jöldi manns tali sýknt og heilagt um hina tíðu hjónaskilnaði, og hristi höf- uðið yfir þessari spillingu, er það staðreynd, að hjónabönd ná nú betur tilgangi sínum en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til þess, að vér gefum gaum að hinum betri hliðum hjónabandsins, í stað þess að einblína á það, sem miður fer í því efni. Hinn mikli fjöldi hjóna- skilnaða sannar það ekki, að hjónabandið sé að verða úr- elt, og muni hverfa úr sög- unni er tímar líða. Hjónaskilnaðimir eru sönn- un þess, að nýtízku fólk krefst meir af hjónabandinu en forfeður þess gerðu. Þegar afi giftist fyrir fimmtíu árum, var hann ekki fyrst o gfremst að leita ham- ingjunnar. Markmið hans var að fá maka, sem gæti hjálpað hon- um í baráttunni fyrir tilver- unni, og til þess að stofna heimili og eignast f jölskyldu. Fengi hann hamingjuna í kaupbæti yrði það vel þegið. Að Ííkindum kæmi hamingj- an á óvart. I dag krefjumst vér þess framar öllu öðru, að vér verð- um hamingjusöm í hjóna- bandinu. Aldrei áður hefur markið fyrir nauðsyn á góðu hjónabandi verið sett eins hátt og nú, og aldrei fyrr hefur verið svo erfitt að ná markinu. Af hverjum fjórum hjóna- böndum vara þrjú ævilangt. Ekki er hægt að sanna það, að öll hin ævilöngu hjónabönd hafi verið snurðulaus, og hjónin í öllu og ætíð haldið giftingarsáttmálann. En rannsóknir hafa sann- að, að 75% allra hjóna eru hamingjusöm eða mjög ham- ingjusöm. Rannsóknimar eru ekki einungis byggðar á ummæl- um hjónanna. Það hefur einn- ig verið talað við vini þeirra og nágranna. Vér erum orðin vitrari í þessu efni en fólk var fyrr- um. Vér væntum þess ekki framar að finna eða fá ham- ingjuna umbúna eins og brúð- kaupsgjöf. Hamingjuna þarf að vinna sér inn, og tekur það oft Iangan tíma og mikla fyr- irhöfn. Vér erum raunsærri en for- feðumir hvað hjónaböndum viðvíkur. Vér álítum ham- ingjusamt hjónaband ekki fáanlegt án erfiðis. Oft slitna hjónabönd vegna þess að of miklar kröfur era gerðar. Kröfumar geta verið óuppfyllanlegar. Hinn heimsfrægi enski rit- höfundur Somerset Maug- ham hefur sagt, að amerísk- ar konur geri svo miklar full- komleikakröfur til eigin- manna sinna, að það líkist kröfum enskra heldri kvenna til þjóna. En þær kröfur em afar miklar. Nútíma eiginmaður krefst þess, að konan sé aðlaðandi og töfrandi sem kvenmaður, ágæt húsmóðir og géstgjafi. Tilfinningalíf hjónanna, bæði konunnar og eigin- mannsins þarf að vera auð- ugt og margbreytilegt, svo það verði fullnægjandi fyrir makann. Vér, nútímamenn, skiptum oft um dvalarstaði. Skiljum við ættingja vora og missum samband við gamla vini. Nágrannamir eru margir, og samneyti vort við þá alla jafna ópersónulegt. Jafnvel þeir, sem búa í næstu íbúð, geta verið oss algerlega ó- kunnir. Vér getum ekki vænzt vin- gjamleika og lipurðar af ná- grönnum vomm nú á dögum líkt því, sem afar vorir og ömmur áttu við að búa. Á þeirra dögum var miklu færra fólk, hvar sem verið var. Vér þurfum að umgangast menn. Án þess finnum við til einmanaleika. 1 dag þurfa hjónin að bæta hvort öðm upp þá hjarta- hlýju og lagsmennsku, er fólk áður varð aðnjótandi hjá ættingjum og nágrönnum. Þetta gerir meiri kröfur til hjónabandsins en fyrmm. Að ýmsu leyti höfum vér nú réttari skilning á hjóna- bandinu en áður var. Sú var tíðin, að ungum stúlkum var kennt það, að þær yrðu að þola hin kyn- ferðislegu mök eiginmannsins án þess að gera athugasemd- ir. Hvort konan fengi nokkra ánægju af kynmökunum eða ekki, var álitið aukaatriði og ekki umtalsvert. Nú á dögum lærir unga fólkið um það, að báðir aðil- ar þurfa að fá kynferðislega fullnægingu, ef hjónabandið á að verða hamingjusamt. Fyrr á tímum kröfðust menn þess af konunni, að hún ætti að hugsa um heill og velferð eiginmannsins, ein- beita sér að því að hjálpa honum til þess að hann fengi óskir sínar uppfylltar. Henn- ar eigin óskir var ekki mik- ið fengist um. Heimilið, eiginmaðurinn og bömin var allur hennar heim- ur. Þetta átti að nægja handa henni. Nú er markmiðið að hjón- in séu jafn rétthá. Það leiðir til þess, að giftar konur kom- ast í margskonar trúnaðar- stöður í þjóðfélaginu. Efnalega séð gengur þró- unin í rétta átt. 1 borgum, kaupstöðum og kauptúnum er vinnutími miklu styttri dag hvem, en áður var. Kon- ur nú á dögum þurfa ekki að þræla eins mikið og fyrrum. Þær fá tækifæri og mögu- leika til þess að vinna utan heimilisins, sækja skemmtan- ir og taka þátt í félagslífinu. Þetta hefur þau áhrif, að konur þroskast og verða betri eiginkonur og mæður en ella hefði orðið. Konan gleðst af því að leggja höndina á plóg- inn í þjóðfélagsmálum, og gleði hennar bætir hjóna- bandið. Fyrrum var kvenmönnum nauðsynlegt að giftast til þess að tryggja hag sinn og fram- tíð. Nú á dögum eru konur miklu frjálsari og óháðari en áður var. Konur þurfa ekki að giftast til þess að láta sjá sér farborða. Þær geta sjálf- ar unnið fyrir sér. Bezta sönnun fyrir því, að hjónabandið sé hamingju- samt 'er hægt að fá með því að kynna sér líðan barnanna. Sé ubömin hamingjusöm er hjónaband foreldranna gott. Við rannsókn, sem fór fram fyrir skömmu við State Col- lege of Washington vom bæði kvenstúdentar og mæður þeirra spurðar um það, hvort þær hefðu verið hamingju- samar á bernskuheimili sínu. Helmingi fleiri af ungu stúlkunum en mæðrunum kváðu bemskuheimilið hafa verið ágætt og þær mjög hamingjusamar á uppvaxtar- áranum. Það er eðlilegt, að æsku- lýðurinn nú á dögum hafi smitazt af svartsýni manna viðvíkjandi hjónabandinu. En þrátt fyrir það giftir fólk sig nú yngra að árum en nokkra sinni fyrr, og gift- ingum hefur fjölgað á síðari áram. í USA giftast nú 92% allra karla og kvenna. En svo há giftingartala hefur ekki áður þekkzt. Satt er það, að hjónaskiln- aðir eru margir. En kröfurn- ar til hamingju í hjónaband- inu hafa vaxið, og vér viður- kennum rétt giftra karla og kvenna til þess að slíta sam- vistum við maka sinn, ef ham- ingjan í hjónabandinu er af skomum skammti, og tilraun- ir til samlöðunar á nýjan leik hafa ekki borið árangur. En þetta sannar það ekki, að hjónaband sé úrelt lífs- form eða fyrirkomulag. Flestir þeirra, sem skilja við maka sinn, giftast aftur. Þrír fjórðu af þeim giftast innan fimm ára frá skilnað- inum. Níutíu og fjórar af hverj- um hundrað fráskildum Nú í vor á Némendasam- band Menntaskólans í Reykjavík 15 ára afmæli. Það var stofnað á aldarafmæli skólans hér í Reykjavík, árið 1946. Markmið sambandsins er að vinna að hagsmuna- málum skólans, stuðla að auknum kynnum meðal eldri nemenda og efla styrktarsjóð nemenda, Bræðrasjóð. Fyrsta verkefni sambands- ins var að ljúka við f jársöfn- un þá, sem fram fór meðal eldri nemenda skólans í til- efni aldarafmælisins. Þeirri söfnun var lokið árið 1947 og nam hún 200 þús. kr. Með þessari fjárapphæð var stofnaður nýr styrktarsjóður, Aldarafmælissjóður, og er hann deild úr Bræðrasjóði. Sambandið hefur leitazt við að efla þennan sjóð af fremsta megni bæði með tekjuafgangi af árshátíðum sambandsins og öðrum fram- lögum. Hann nemur nú 300 þús. kr. og á síðastliðnum vetri var úthlutað úr honiun konum um þrítugt giftast aft- ur. En einungis 48% ógiftra kvenna á þessu aldurskeiði giftast um síðir. Fráskilið fólk virðist „ganga vel út“. Álíka margir fráskildir karlar og konur giftast aftur. Þrátt fyrir það, að fráskil- ið fólk hefur orðið fyrir von- brigðum í hjónabandinu, ger- ir það aðra tilraun til þess að „höndla" hamingjima. Það er staðreynd, að margir þeirra, sem ekki fundu hamingjuna í fyrra eða fyrsta hjónabandinu, finna hana í því næsta. Alltof margt ungt fólk gengur í hjónabandið reikult í ráði og fáfrótt í ástamálum. Það er kominn tími til þess, að vér undirbúum æsku- lýðinn undir giftinguna. Hún er alvarleg ákvörðun og á- bvrgðarmikil. Það er vand’ að ala upp börn, og til þess þarf þekkingu meiri en al- mennt gerist. Frá elztu tímum hafa karl- menn fengið sér konur, og getið við þeim böm. Án fjöl- skyldulífs nýtur fólk ekki þeirrar lífsfyllingar og ham: ingju, sem lífið hefur að bjóða. Hinar dýpstu og inni- legustu tilfinningar manna koma í ljós í sambandi við giftingar og bameignir. Hjónabönd munu ætíð verða til. En þau hafa breyzt og það má búast við þvi, að svo verði í framtíðinni. Von- andi verða fleiri og fleiri hjónabönd eins og bezt verð- ur á kosið. Það er á valdi þeirra, sem í hjónabönd ganga. kr. 12.500,00 til nemenda skólans. Annað verkefni var að ganga frá kvikmynd þeirri, sem tekin var af hátíðahöld- unum í tilefni aldarafmælis- ins. Var fyrst gerð gangskör að því að safna saman öllum kvikmyndum er teknar vora, og síðan valið úr þeim það bezta. Þessi kvikmynd er nú fullbúin fyrir alllöngu og er hún eign Bræðrasjóðs. Sambandið hefur haft töluverð afskipti af bygginga- málum skólans og reynt eftir mætti að þoka þar nokkra á- leiðis. Á tímabili var afstaða sambandsstjómar til bygg- ingarmálsins önnur en þeirra er höfðu forystu skólans með höndum og henni legið nokk- uð á hálsi fyrir. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur sam- bandið ekki fengið fulltrúa í byggingarnefndum skólans. Þessi viðleitni sambandsins hefur af þessum orsökum ekki borið æskilegan árang- Framhald á bls. 10. Eftir Paul H. Landis prófessor i þjóðfélagsfræði við State College of Washington. NEMENDASAMBAND MENNTASKÚLANS 15 ÁRA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.