Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. júní 1961 V I S I R 15 11 Virginíu fannst dvölin í Skotlandi með Charles meira og meira óþolandi, eftir því sem dagblöðin létu ver út af því, sem þau kölluðu Max Easton-hneykslið. Charles hefði helzt viljað, að kunn- ingsskapur þeirra Max væri dulinn fyrir fjölskyldunni, en því miður hafði systir hans það gott minni, að hún mundi að Charles hafði verið að grobba sig af kunningsskapn- um við stríðshetjuna Max Easton fyrir mörgum árum, og þess vegna gat Charles1 ekki neitað því, að hann þekkti hann. Sneiðarnar, sem systir hans, böm hennar og maður hennar beindu til hans j þegar blöðin urðu æ æstari í Max Easton-hneykslinu voru að verða óþolandi. „Virginía, þetta verður að taka enda“, sagði hann dag einn, þegar þau voru ein sam- an. „Ég fæ ekki séð, hvað við getum gert“, svaraði hún. „Þó að það sé óþægilegt og leiðinlegt, þá verðum við að koma upp um Max“. Virginía hafði fyrir löngu farið að óttast, að Charles mundi taka málið upp á nýj- an leik. „Gætum við ekki lát- ið, sem við vitum ekkert, bara nokkra daga í viðbót?“ Charles var hugsandi á svipinn. „Hvað gerist ef þú að lokum neyðist til þess að skýra frá öllu. Hvemig ætl- ar þú að útskýra það, hvers- vegna þú hafir ekki sagt frá þessu áður“. „Ég segi bara, að ég hafi ekki verið alveg viss“. Charles þrammaði ergileg- ur fram og aftur um gólfið. Hann braut heilann um, á hvern hátt þetta allt saman gæti skaðað framamöguleika hans. ,,Ég vildi óska, að ég hefði aldrei hitt þennan ná- unga“, sagði hann allt í einu. „Það væri óskandi, að hann dræpi sig á þessu ævintýri sínu“. Þessi orð höfðu mikil áhrif á Virginíu, þar sem hún hafði nú í nokkra daga óttazt, að einmitt þetta hefði gerzt. Hún hafði brotið heilann endalaust um það hvers vegna Max hefði ekki látið heyra neitt frá sér, þegar þetta hafði nú allt tekizt eftir áætlun og öll blöðin voru full af hinum sví- virðilegustu ásökunum í hans garð. Einasta skýringin var, að Max sæti hjálparlaust á skerinu sínu og gæti ekki komið neinum skilaboðum í land einhverra hluta vegna. Um leið og hún með góðu móti gat losað sig við Char- les náði hún sér í kort og fann skerin á kortinu, svo að engu skeikaði, síðan fékk hún lánaðan bíl fjölskyldunnar undir því yfirskyni, að hún ætlaði í hárgreiðslu. Max var sannfærður um, að hann mundi aldrei gleyma þessum dögum á skerinu án 1 nokkurrar varnar gegn veðri og vindum, sem að gagni kæmi, án matar og drykkjar og án nokkurra möguleika til þess að kveikja í bálkestin- um, sem hann hafði hlaðið efst á skerinu. Það einasta, sem hann fékk að borða voru hrá mávaegg, sem voru með fiskbragði og dálítið af skelfiski. Að vísu var dálítið regnvatn í skor- um og holum í berginu, en það var svo lítið, að hann mundi deyja úr þorsta áður en langt um liði. Björgunin kom, þegar hann var búinn að gefa upp alla ! von. Hann heyrði reglubund- inn sláttinn í vélbáti og spratt á fætur eins og óður maður og baðaði út öllum öngum og hrópaði sem mest hann mátti til þess að vekja á sér athygli. Sér til mikils léttis sá hann, að vélbáturinn setti stefnuna á skerið, þar sem hann var. Maður stóð i stafni og hróp- aði: „Við erum búnir að sjá yður, Easton yfirforingi". Gleðisvipurinn á andliti Eastons hvarf. „Hvernig í ó- sköpunum gátu þeir vitað, að þeir myndu finna einmitt hann á þessum afskekkta stað? Var ekki hver einasti Englendingur sannfærður um að hann væri kominn yfir jámtjaldið. Auk þess var hann svo ólíkur sjálfum sér með þetta vikugamla sltegg, að hann þekkti vart andlitið á sjálfum sér, þegar hann speglaði sig í pollunum, — hvernig gat þá þessi ókunn- SK YTTURIM AR J Á R Porthos og Aramis gáfu sig fram og stóöu teinréttir, meðan de Treville þrammaði fram og aftur um herbergið, þangað til hávaðinn úti byrjaði aftur. Þá hrópaði hann: „Hvern fjandann eruð þér að þvælast í einkennis- búningi, Aramis, hempan fer yð- ur mikið betur og Porhos, hvað eruð þér að gera með gullskreytt- an skúf á þessu leikfangasverði yðar?“ Það sem olli reiði de Trevilles var, að nokkrir af skyttuliðum hans hátignar, hafði lent saman við hirðmenn kardlnálans og ver- ið settir í fangelsi. Yfir taflborð- inu þá um kvöldið hafði kardi- nálinn notið þess að segja kon- ungi þessar fréttir, og konungur- inn hafði kallað de Treville til sín og gefið honum áminningu. Þegar foringinn hélt skömmum sínum áfram með þrumuraust, lagðist hlustandi eyra þéttar upp | að dyrum herbergisins: „Ég er á- kveðinn í að segja af mér sem yfirmaður þessa hóps og gerast lautinant hjá kardínálanum — verði mér neitað um það — bið ég guð um að -hjálpa mér". „En foringi", heyrðist Porthos segja, „sannleikurinn er sá, að við vor- um jafnmargir, sex á móti sex, en vorum siðan beittir brögðum og tveir okkar voru drepnir áður en við gátum rönd við reist, og Athos var þar að auki alvarlega særður. ugi maður í vélbátnum þekkt hann og það úr þessari fjar- lægð. Max fékk það skyndi- lega á tilfimv'nguna, að það hefði komizt upp um hann og þessi tilfinning jókst þeg- ar maðurinn í bátnum kynnti sig sem Gregson, umsjónar- mann frá Scotland Yard. „Mikið skrambi hafið þér leikið illa á okkur alla“, sagði Gregson hlæjandi, er hann hiálpaði Max upp i bátinn. ,,Ég verð að viðurkenna það, að jafnvel ég lét bleklcjast, og hélt, að þér væruð kom- inn austurfyrir járntjald“. Hann hellti tei i bolla fyrir Ma,x og bauð honum vindling. Max gætti þess vandlega, að svara þessu engu. Hann fann sig staddan á yztu nöf. Hvað mikið vissi Gregson ? Hann braut heilann um það, hvernig þeir hefðu grafið hann uppi þarna á skerjun- um. Virginía var eina mann- eskjan, sem hann hafði sagt frá áætlun sinni. Hún hlaut að hafa skýrt frá þvi, að hann væri þama, en hvað hafði hún sagt þeim mikið? „Viljið þér ekki meira te?“ spurði Gregson, hann tók bollann úr hendi Max og hellti í hann. „Þér hafið lík- lega ekki haft það sérlega gott, en við komum um leið og við fengum skilaboðin frá yður“. Max brá illilega. Skilaboð? Hvað í ósköpunum var mað- urinn að tala um? Hann tók stóran reyk af vindlingnum og flýtti sér að fá sér sopa af teinu til þess að þurfa ekki að tala við Gregson, sem fannst þögli hans mjög eðlileg eftir svo langa og erf- iða einveru á skerinu. Þegar vélbáturinn lagði upp að bryggjunni, stóð þar hópur manna og beið, þ. á. m. voru nokkrir blaðaljósmynd- arar, blossarnir frá mynda- vélunum beindust allir að Max, begar ha.nn gekk á land umvafinn ullarteppi og studd- ur af Gregson og öðrum lög- reglumanni. Þeir ruddu sér braut gegnum mannþröngina til bílsins, sem beið þeirra og örfáum mínútum seinna sat hann i bægilegu gistihúsher- bergi. Læknir hafði verið j kvaddur þangað og rannsak- , aði hann nú hátt og lágt, en ; Gregson sat í stól og horfði á. j „Þetta er furðulegt“, sagði læknirinn eftir nokkra stund. „Þér berið ekki nokkur merki j eftir þessar miklu mannraun- | ir, sem þér hafið gengið í gegnum“. , „Ekki það ?“ sagði leynilög- reglumaðurinn og leit á Max. „AIls ekki“, sagði læknir- inn. „Þár hljótið að vera mjög I S T .... og hér sjáið þér rúmið, sem Kristján fjórði átti að sofa ?, ef hann hefði einhvem tíma komið hingað í heimsókn. Þegar við segjum, að regnkápumar okkar séu vatns- þéttar, þá ERU þær vatnsþóttar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.