Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 8
8 V I S 1 R Föstudagur 16. júní 1961 ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGAFAN VÍSIR Ritstiórar: Hersteinn Pólsson. Gunnar G Schram. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 30,00 ó mónuði - í lausasölu krónur 3,00 eintakið. — Sfmi 11660 (5 línur) — Félagv prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Eddo h.t. _________________________________________________________________________________________/ Að lagfæra skýrslur. Sum blöð eru þeirri áráttu gædd að lagfæra opin- berar tölur og skýrslur máli sínu til framdráttar. I þeirra hópi er Tímmn. Heldur er þetta óskemmtileg iðja, enda árangurinn harla vafasamur, því oftast verða einhverjir til að benda á misfærslurnar. Þau eru ekki fá skiptin, sem blaðið hefir haldið því fram að lífskjörin hafi versnað um 15—20% í tíð núverandi stjórnar. Samt er blaðinu ugglaust kunn- ugt um það, að síðan efnahagsráðstafanirnar voru gerðar fyrir meir en ári hefir vísitalan aðeins stigið um 4%. Blaðið hamrar á því að verkamaður hafi aðeins 48 þús. kr. í árslaun og því verði að hækka kaupið um 20%. Samt veit blaðið að skv. eigin skattskýrslum verkamanna í Reykjavík eru meðaltekjur þeirra 75 þús. kr. Blaðið segir lesendum sínum að vextirnir séu að sliga atvinnuvegina. Samt mun ritstjórum Tímans full- kunnugt að sparifjáraukningin nam 150 milljónum kr. síðustu níu mánuðina 1960 borið saman við sama tima- bil árið áður, og að nú fyrst hefir hlutur sparifjár- eigenda verið tryggður. Jafnvel framsóknarmönnum • er sú hagfræði kunn að spariféð er undirstaða fjárfest- ingarinnar og þar með verklegra framfara í landinu. Ef jafnvægi á að haldast í þjóðarbúskapnum mega út- lánin aldrei fara verulega fram úr sparifjársöfnuninni. Það hafa þau þó í fjölmörg ár gert þar til nú á síðasta ári, að jafnvægi loks náðist. Því hefir vaxtahækkunin hér haft hin hagstæðustu áhrif, þótt skiljanlegt sé að fyrirtæki, eins og S.I.S., sem skuldar milljónir, sé ekki ofsakátt yfir slíkum viðreisnarráðstöfunum. Hagfræðingar jafnt sem leikmenn hafa verið um það sammála að uppbótafargangið hafi verið að sliga ríkisbúið allt frá stríðslokum og atvinnuvegina verði að reka styrkjalausa. Sjálfur hefir Tíminn lagt áherzlu á þessa staðreynd oftar en einu sinni. Ríkisstjórnin afnam styrkjakerfið og hætti að gefa með atvinnuvegunum. Samt deilir blaðið harðlega á ríkisstjórnina fvrir að hafa svo gert. Slík skrif dæma sig sjálf. Harður dómur. Nýjar rannsóknir sýna að kjaravísitalan er nú, eftir að áhrif gengisbreytingarinnar eru komin fram, 12% hærri en hún var 1958, eftir vinstri stjórnina. Þá kemur einnig í ljós að árið 1957 er eina árið frá 1952, sem lífskjörin hafa vernsað. Harðari dóm yfir vinstri stjórninni er vart unnt að finna en þessar hlutlægu tölur. MADURiNN MED PÍSKINN ER FORSETI S-AFRlKU Charles Robert Swart er stundum kallaður „maður- inn með p ískinn“. llann fékk nafngiftina sem dóms- málaráðherra S.-Afríku þeg- ar hann samdi hina ströngu kynþáttalöggjöf S.-Afríku, sem m. a. býður vandarhögg í refsingarskyni fyrir ýms afbrot, sem negrar eiga hlut að. Þegar hann varð dóms- málaráðherra árið 1948 kom hann á þingfund með ní- falda svipu í hendi sér og veifaði henni framan i við- stadda blaðaljósmyndara. Þegar hann féllst á breyt- ingartillögur við löggjöf sína sagði hann: „Hvaða máli skipta fimm vandar- högg meðal vina“. Síðan var refsingarhöggunum fækkað úr 15 í 10. Swart er talinn mesti Englendinga-hatari í S.- Afríku. Eins og venja er undir slíkum kringumstæð- um fer landstjórinn til Eng- lands og þiggur embættið beint frá enska þjóðhöfð- ingjanum persónulega. — Verkamannaflokkurinn gerði mikinn úlfaþyt út af málinu. Sögðu þingmenn flokksins að aldrei hefði nokkur forsætisráðherra Bretaveldis lagzt jafn lágt og Macmillan síðan Cham- berlain beygði sig i duftið fyrir Hitler. Swart, sem nú hefur ver- ið kosinn fyrsti forseti S.- HAIG Á TVÆR VIKUR EFTIR. Eins og menn rekur minni til, þá var brezkur maður að nafni H. Ilaig tekinn fastur á Seyðisfirði í vetur, fyrir að hafa í óleyfi komizt yfir nokkrar flöskur af viskíi. Haig er sjómaður, og var staddur á skipi sínu á Seyðis- firði, er atvikið átti sér stað.' Hann var síðan handsamaður, og fékk fjögurra mánaða dóm fyrir tiltækið. Dómurinn féll í marz, og samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem blaðið hefir afl- að sér, munu fjórir mánuðirn- ir vera á enda eftir tæpar tvær vikur. Mun hann því sennilega verða látinn laus um mánaða- mótin. ■Jr Franska póststjórnin ætlar að gefa út frímerki með mynd leikarans Gerard Philipe sem dó fyrir 2 ár- um, ásamt myndum Ieikara frá 17,—19. öld. Charles Kobert. Afríku, fæddist árið 1895 í Oranje. Faðir hans var Búi og starfaði sem bóndi. Swart var aðeins lítinn drengur, þegar Búastríðið braust út. Ásamt móður sinni varð hann að hafast við í eitt ár í fangabúðum Breta. Þar kviknaði Bretahatur hans. Þegar fram liðu stundir hóf Swart nám í lögfræði og var handtekinn þá einu sinni, árið 1914, fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn því að S.-Afríka stæði í fyrri heimsstyrjöldinni við hlið Breta. Eftir stríðið yarð hann gripinn ferðaþrá. Hann fór til Bandaríkjanna og nam blaðamennsku við Col- umbiaháskólann og skrifaði um tíma í bandarísk blöð í Washington. Upp úr því greip hann löngun til að gerast kvikmyndaleikari. Hann hélt því til Hollywood og tókst að koma sér í minniháttarhlutverk i kú- reka- og hryllingsmyndum. Þess á milli ferðaðist hann um Bandaríkin „á þumal- fingrinum" og varð þá oft að sofa í skemmtigörðunum um nætur. Hann átti þó eftir að leika stærra hlutverk í heims- stjórnmálum en kvikm>nd- um. Hann hélt heimleiðú ár- ið 1930 og hóf feril sinn í stjórnmálum sem einkaritari föður hinnar suður-afrík- önsku sjálfstæðishreyfingar, Hertzog hershöfðingja. Það varð Swart til nokkurs happs að hann sleit tengslin við þessa hreyfingu stuttu síðar. Árið 1933 varð Swart meðlimur þingsins og eftir að hann varð dómsmálaráð- herra tók hann til við að ! setja alls konar þungbærar ; refsingar í þá kafla hegn- ; ingarlaganna sem einkum j snertu negra. Hann gerði j kommúnismann ólöglegan í j S.-Afríku. Hann er strangur j „Kalvinisti“ og kallar sjálf- j an sig „verkfæri í höndum j Guðs“. Hann hefur sjálfur j skilgreint viðhorf sín á þenn • an hátt: „Hvíti maðurinn • getur ekki haldið áfram að • lifa, ef sá svarti fær sömu • tækifæri og hann. Þess • vegna lít eg á hvern, sem • prédikar jafnræði hvítra og • svarta, sem kommúnista. ■ Þegar við verjum herradóm i hvíta mannsins erum við að i eins að fara að Guðs vilja.“ i f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.