Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. júni 1961 V I S I R 7 Fgórir Ímuiiispjjít llanuenn cftit' fíarald Sif/urðssoa. Við vitum ekki með fullum sannindum, hvenær prent- smiðja var fyrst sett á fót- á fs- landi, né heldur hver var hin fyrsta bók prentuð eða hvenær hún kom út. Um eitt ber þó öllum saman, að það hafi ver- ið Jón biskup Arason, sem þar átti frumkvæði að, en ekki eru menn á einu máli um, hvenær þetta hafi verið og nefna til ár- in 1525—1535. Fyrsti prentari var sænskur prestur, Jón Matt- híasson að nafni. Enn meiri óvissa ríkir um bækur þær, sem Jón biskup lét prenta. Aðeins ein þeirra, Bre- viarium Holense, er kunn með nokkurn veginn fullri vissu. Síðasta eintak þeirrar bókar fórst í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Átti Árni Magnússon bókina, og er hún ein þeirra bóka, sem ekki hefir reynzt „framar fáanleg nokkurs staðar í veröldinni til dómadags", eins og Árni komst sjálfur að orði, þegar hann leit í síðasta sinn yfir raðir bóka sinna, sem eldtungurnar sleiktu. Um aðrar bækur, sem Jón biskup lét, prenta, er enn færra vitað. Frásagnir hinna eldri manna, sem helzt áttu að kunna skil á þessum málum, eru furðu ruglingslegar og ó- ljósar. Þeir geta að sönnu um ýmsar bækur, en orð þeirra eru svo óákveðin, að ógerningur er að henda reiður á þeim, enda eru engin þessi rit lengur til. Á síðustu árum virðist þó hulan vera að lyftast af ann- ai'ri bók, sem Jón biskup hefir líklega látið prenta. Sú bók er Fjórir guðspjallamenn, senni- lega þýðing á guðspjöllunum. Jón Halldórsson í Hítardal getur þess í ævisögu Guð- brands biskups, að Jón Matt- hiasson hafi prentað „Guð- mjallabók í 4° fyiúr Jón bisk- up Arason“. Heiti bókarinnar er að vísu óljóst, og vel má hér vera um einhverja tíðabók að í'æða, en ekki guðspjöllin sjálf. Fyrir rúmlega þrjátíu árum, þegar Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður var að gefa út síðai-a bindi af Biskupasög- um Jóns frá Hítardal, rakst Kalli frændi hann á handrit frá lokum 18. aldar. Á handrit þetta var rit- uð áður ókunn ævisaga Brynj- ólfs biskups Sveinssonar eftir bróðurson hans og erfingja, Torfa prest Jónsson í Gaul- verjabæ. Ævisagan er raunar líkræða, sem hann flutti yfir moldum biskups. Segir þar meðal annars frá andláti bisk- ups, og að hann var „kistu- lagður með hans N. T. Græso (Nýja testamenti á grísku), Davíðs psaltara og Fjórum guð- spjallamönnum, er biskup Jón gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja, sem hans formáli útvísar, ef þar af finnst nokk- urt exemplar“. Hér er að ræða um frásögn þess manns, sem var biskupi handgengnastur á efri árum hans og bjó lík hans til grafar. Verður tæplega ef- að, að Torfi hefur sjálfur hand- leikið bókina, lesið formála hennar og vitað, að bókin var svo fágæt, að það var borin von um að annað eintak henn- ar kæmi í leitirnar, enda hef- ur sú raunin orðið á. Þó að margir hafi fallizt á frásögn síra Torfa. hafa þó sumir dregið hana í efa. og má í þeim hópi nefna nrófessor Halldór Hermannsson. sem var allra fs’endinga fróðastur um fornar hækur ís'enzkar Hann neitar að ciá'fsögðu ekki. að bókin kunni •’C hafa veríð til, en hyggur að hér sé um einhvern misskilning að ræða. annað hvort hiá síra Torfa eða síra Markúsi Eyjólfssyni presti í Dýrafjarðarþingum, en eftir hann er uppskrift sú, er varð- veitzt hefur og ein var kunn- ug til skamms tíma. Það jók heldur ekki á traust handrits- ins, að afritai'inn hnýtir eft- irfarandi athugasemd aftan við uppskrift sína: „Eftir rangt skrifuðu exemplari uppskrifað, og svo víða sem orðið gat betri forskrift“. Tvö eða þi’jú ár eru liðin síð- an kom í leitirnar í einkaeign hér í bænum handritskorn, sem rituð er á ævisaga Bi’ynjólfs, sú hin 'sama, er áður greinir frá. Aftan við hana er ævisaga Þórðar Daðasonar, dóttursonar biskupsins, Jón Torfasonar frá Gaulverjabæ, prests að Breiða- bólstað í Fljótshlíð, og Sigríðar Björnsdóttur konu hans. Þau hjónin önduðust bæði árið 1716. Ekki hefur handrit þetta verið lengra, því að þrjár öft- ustu síður þess eru auðar. Rit- höndin bendir til þess, að hand- ritið sé frá fyrra hluta 18. ald- ar, og gæti það verið ritað skömmu eftir lát þeirra Breiða- bólstaðarhjóna. Verður þó að hafa í huga að valt er að treysta tímasetningu rithanda og ekki útilokað, að handritið kunni að vera nokkru yngra. Frágangur handritsins er með þeim ágæt- um, að ekki getur verið að ræða um hið „rang skrifaða exem- plar“, sem síra Markús ritaði eftir og rithöndin mælir ein- dregið gegn því, að hér sé kom- in uppski’ift af handriti hans frá lokum 18. aldar eða upp- hafi hinnar 19. Orðamunur handritanna er harla smá- væeilegur, og bæði eru þau ná- kvæmlega samsaga, þegar kem- ur að frásögninni af kistu'agn- ingu biskuns og Fjórum guð- PDÍnllamönnum. Hér virðist vera um tvö sjálfstæð og óháð handrit að ræða. ?-!taðf'’st.j tiáian athg m þetta. fellur bað u"-' siáift sig. að frásögnin verði rakin til missk'ln’ng.s síva Mnrkú.sar g forr’ti sm'’ 'ði rantTfærs1ha í bví. "'• b'i aðe’’ns,r-™'v ■’.yri' Torfi hafi b’andað íitt'xveð málum. Fundur hand’"'ts u,Tssa s''n"iar ekki tilv'st Fiö"u’'ra ''niallamannn. nn hapn renv'ir nokkrum s+,'ð”m unHír bað ”ð bókin hafi verið t.i' og siðas*a eintak hennar fai'ið í gröf með Brynjólfi biskuoi. og að í Skái- holtsga"ð: » bennar að leit.a. Hai'aldur Sigurðsson. Karlakórinn Svanir á Akra nesi er Akur- nesingum til sóma. Hann er líka fyrst og fremst ætlað- ur til að skemmta Ak- urnesingum, svo og til að veita meðlimum kórsins tækifæri til að syngja, en af því hafa söng- elskir menn mikið yndi. En kór inn er ekki nógu góður til þess að halda hálftíma tónleika í útvarpið. Alveg á sama hátt og Sinfóníuhljómsveit íslands er landinu til sóma, þótt hún gerði varla mikla lukku í Albert Hall eða BBC. Svona verða allir að vita sínar takmarkanir, en á í þvi vill þvi miður oft verða misfcrestur. Sigurður Magnússon, blaða- maður, flutti þýdda grein úr Politiken eftir danska skáldið Tom K’’istinsen um sænska ská’dið Per Lagerquist. Var betta annað erindi í nýjum f’oi.-v; Som nefnist ..Erlendar -addir“. Lestur Sigurðar fannst mér lítt skemmtilegur enda bann varla verið hugsað- xir, sem skemmti'°s1ur. Bók- m°nnt.alegt vi'di b»f’’r .greinin '<'”1a”st, en ég er hræddur um, •’ð miög litill hluti hiustenda 'v'f’ baft ánæpi” af henni Er- Hptta fial'aði um svo sér- bæft pfni, að á bvi verður að toi;a vafa að boð "íg’ beima í dagskrá sem ætluð er að mestu leyti fólki, sem ekki les Nóbel- skáld á hvex'ju kvöldi. Auðvelt er að semja um bókmenntir er- indi. ætluð til flutnings fyrir Ný bók um Þingvelli Komin er út ný bók um Þingvelli, í máli og þó lang- mest í myndum, ætluð útlend- ingum fyrst og fremst, og er textinn prentaður á þrem mál- um, dönsku, ensku og þýzku. Höfundar eru Björn Þorsteins- son og Þorsteinn Jósepsson. út- gefandi Heimskringla. Bókin hefst á ritgerð um Þingvelli, ágrip af sögu staðar- ins og Alþingis, tæpar 20 bls. eftir Björn Þorsteinsson sagn- fræðing. Þá koma myndirnar, þar af 5 í litum, sem Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Hannesson hafa tekið, en tæp- ar 50 svarthvítar myndir eru eftir Þorstein Jósepsson, fjöl- breytilegar, eins og staðurinn er náma fyrir myndasmiði. Á sérstöku brotnu blaði eru 2 loftmyndir með áprentuðum staðanöfnum, önnur af Þing- völlum, hin af svæðinu norður af. Mjög vönduð vinna er á bók inni, og er hún prentuð hjá Norden í Berlín. Þetta hlýtur að vera kær- komin bók og furðulegt, að ekki skuli fyrr hafa verið gefin út slik um Þingvelli áður, en einnig er hún góður leiðarvísir mörgum íslendingum, og er á- formað að hún komi út á ís- lenzku seinna á árinu. almenning, og af þeim hefur fólk líka ánægju. Greinin um Lagerquist á heima í bók- menntatímaritum. Orgelleikur er svo algengur í kvölddagskrá útvarpsins, að í gærkvöldi tilkynnti þulurinn, að maður nokkur ætlaði að fremja organslátt. Ég held þó ekki, að neinn hafi látið blekkj- ast þrátt fyrir þetta orðalag, því að auðvitað reyndist þetta bara vanalegur oi'gelleikur. Að loknum organslættinum, flutti Eiríkur Sigurbergsson, viðskiptafi'æðingur, fi'óðlegt er indi um Sahara. Eiríkur hefur áður flutt tvö erindi um Alsír og hefur þessi flokkur hans verið vel saminn og fluttur. Eins og hann di’ap sjálfur á í lok erindisins, þá hefur hann orðið að styðjast mjög mikið við talnalestur, en hann er mjög hvimleiður í útvarpserindum. Þetta verður þó að fyrirgefast vegna þess, hve mikinn fróð- leik erindin veittu hlustendum um landsvæði, sem þeir vissu allt of lítið um áður. Gaman var að heyra svo hið vinsæla hljómsveitarverk, Ca- price Italien eftir Tchaikovsky. Létt klassisk tónlist á borð við þetta nýtur vinsælda almenn- ings og ætti að heyrast meira af henni. Ég varð alveg himinlifandi að heyra útvarpið frá tónlistar- hátíðinni í Búdapest 1960, því þetta er útvarp frá 10. tónlist- arhátíðinni, sem við heyrum á þrem vikum. Ég vona fastlega, að tónlistarhátíðin í Godthaab í sumar fari ekki fram hjá út- varpinu. ÞSG. Skólaslit Handíða - og mynd- Llstaskólans. Handíða. og myndlistarskól- anum verður slitið á morgun að Skipholti 1. Að loknum skólaslitum verður vorsýning skólans opnuð á sama stað. Luðvíg Guðmundsson skóla- stjóri, sem stofnaði skólann ár- ið 1933 og hefur stjórnað hon- um æ síðan, hefur nú sagt lausu embætti sínu sökum van- heilsu. Kennurum skólans nú og fyrr, prófdómendum, nemend- um, eldri sem yngri, og öðrum vinum skólans, er hér með boðið að vera við skólaslitin og opnun sýningarinnar. Á síðasta ári komu til Ástralíu 30,144 innflytjend- ur frá Bretlandi, 18,443 frá Ítalíu og 10,681 frá V.- Þýzkalandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.