Vísir - 21.06.1961, Side 9
Miðvikudagur 21. júní 196Í
Vfs;-
EIBr
Cuntiíir ThuroitiKni*
Almennar kauphækkanir
um 14 af hundraði.
Nú er fyrirsjáanleg al-
menn kauphækkun í land-
inu, og nemur hún um 14 af
hundrað til jafnaðar hjá
verkamönnum, þegar tal-
ið er saman bein kaup-
hækkun og breyting á eftir-
vinnukaupi og orlofsfé.
Rétt er að reyna að skapa
sér nokkra hugmynd um á-
hrif þessara hækkana á af-
komu atvinnuveganna, á
verðlag í landinu, og á hag
ríkissjóðs, bæjar- og sveit-
arfélaga.
Útgerðin.
Togaraútgerðin er rekin
með stórfelldum halla. Á
síðasta ári var hallinn hjá
Útgerðarfélagi Akureyrar
nær -16 millj. króna, hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur
tæpar 15 millj. kr. og hjá
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
rúmar 20 milljónir. Afla-
tregðan veldur hér miklu
um, en ekki öllu. Þótt afli
togaranna kynni að vaxa, er
sýnt, að íslenzk togaraút-
gerð getur ekki risið undir
auknum tilkostnaði vegna
hækkana á kaupi og verð-
lagi, nema eitthvað verði
gert til þess að rétta hlut
hennar.
Bátaútvegurinn hefur betri
afkomu en togararnir, en þó
er víst, að hann getur ekki
tekið á sig þau auknu út-
gjöld, sem af hinum al-
mennu kauphækkunum leið-
ir, án þess að fá þau bætt
upp í einu formi eða öðru.
Á eina grein útflutnings-
ins, útfluttar landbún-
aðarvörur, eru enn greidd-
ar uppbætur úr ríkis-
sjóði, til þess að bændur
fái í sinn hlut sama verð
fyrir þær sem hinar, er selj-
ast innanlands. Um leið og
verðið hækkar á landbúnað-
arvörum á innlendum mark-
aði, hækka þær uppbætur,
sem ríkissjóður þarf að
greiða á útflutninginn.
Kjöt, mjólk og smjör
hækka í verði.
Sú skipan hefur gilt í
mörg ár og er lögfest, að
tekjur bænda skuli miðast
við kaup verkamanna og
hækka því sjálfkrafa, þegar
kaup verkamanna hefur
hækkað.
Vegna þeirrar kauphækk-
imar, sem nú er orðin eða
fyrirsjáanleg, mun mjólkur-
Iítrinn í lausu máli hækka
a. m. k. um 33 aura, úr 3,20
kr. í 3,53, — kjötkílóið um
1.75 kr., úr 22 kr. í 23,75 kr.
og kíló af smjöri um 4 kr., úr
55.75 í nærri 60 krónur.
Allar þessar hækkanir
verða komnar að fullu í
framkvæmd um miðjan
september, en að nokkru
leyti koma þær fram strax.
Gunnar Thoroddsen.
Verða almennar
verðhækkanir?
Verðlagsákvæði og álagn-
ingarheimildir eru á íslandi
miklu lægri en þekkist i öðr-
um löndum. Þeim hefur ver-
ið haldið það ströngum, að
verzlun landsmanna, bæði
stórsala og smásala, er yfir-
leitt rekin með tapi.
Hvort sem litið er á af-
komu kaupmanna, kaup-
félags Reykjavíkur og ná-
grenni eða annara sam-
vinnufélaga, mun sömu sögu
að segja, að hin heimila á-
lagning nægir ekki fyrir til-
kostnaði.
Það er því útilokað að verzl
unin geti tekið á sig allt að
14% kauphækkanir til við-
bótar við fyrri taprekstur,
án þess að fram komi í vöru-
verði. Þjóðfélaginu er eng-
inn hagur að því, heldur
skaði, að heil atvinnugrein sé
ár eftir ár rekin með tapi.
Verzunin greiðir þá minni
skatta og útsvör til þess op-
inbera og bindur meira láns-
fé frá bönkunum, en allt
bitnar þetta á almenningi.
Árleg útgjöld ríkissjóðs
hækka um 140 miljónir.
Það hefir verið reiknað út,
hver áhrif hver hundraðs-
hluti almennra kauphækk-
ana hafi á útgjöld ríkissjóðs.
Niðurstaðan er sú, að 1 %
launahækkun auki gjöld rík-
issjóðs um ca. 10 millj. kr.
14% almenn kauphækkun í
lndinu þýðir því 140 millj.
króna aukin útgjöld ríkis-
sjóðs á ári.
Fyrir bæjar- og sveitar-
sjóði skapa þessar kaup-
hækkanir einnig aukin út-
gjöld, og þeir hafa ekki í
önnur hús að venda en að
hækka útsvörin. Kauphækk-
unin mundi væntanlega
þýða fyrir bæjarsjóð Reykja-
víkur um 19 millj. króna
hækkun útgjalda, en það
merkir tilsvarandi hækkun
útsvaranna.
Kauphækkanir kalla á
róttækar ráðstafanir.
Hér hafa verið dregnar
upp fáeinar myndir af áhrif-
um og afleiðingum þeirra
kauphækkana, sem ýmist er
búið að semja um eða bjóða
fram. Þær skapa slíkan
vanda á þýðingarmiklum
sviðum þjóðlífsins, að þær
kalla á víðtækar og róttæk-
ar ráðstafanir til þess að
halda þjóðarfleyinu á réttum
kili. _____________
í landi
lífsgleðinnar —
Framh. af 8. síðu.
kvartanir eða kærur hafi
komi81frarti','“t. d. ef margir
verkamenn komi ekki til
vinnu einhvern dag í ákveð-
inni verksmiðju, eða vinna
við framleiðsluna fullnægi
ekki settum skilyrðum, ættu
dómstólarnir tafarlaust að
taka fyrir mál sökudólganna.
„Leita ber orsakanna fyrir
fjarveru og slæmri vinnu og
hegna þeim sem mest hafa
brotið af sér. Það er skoðun
vor, að dómstóll eigi ekki að
bíða eftir beiðnum eða kröf-
um um, að þessi eða hinn
félagi skuli leiddur fyrir
rétt, heldur rannsaka og
dæma í málum að1 eigin
frumkvæði .... reynslan
sýnir að mikilvægt er að
uppgötva þegar í byrjun
minnstu frávik frá reglum
og skyldum og góðri fram-
komu og með því grafa fyrir
rætur meinsins. Því miður
koma kærur ekki fram oft
og tíðum fyrr en svo seint,
að hirðuleysi, vanræksla og
alvarlegri brot eru orðin að
venju. Sé tekið of vægt á
smærri brotum, þótt framin
séu aðeins endrum og eins,
er afleiðingin alla jafnan sú,
að félagi sá eða félagar sem
hér um ræðir, verða leiddir
t
fyrir rétt síðar og verða þá
að svara til saka fyrir alvar-
legri brot“. Gera má kröfu
til að ættingjar sakbornings
vitni gegn honum.
í greininni segir, að þeir,
sem sæti eigi í verkamanna-
dómstóli, verði að gera sér
nána grein fyrir sakborningi
og hvers eðlis afbrot hans
1
MYNDLIST^f
Claude Venard: Höfnin.
Somnambulismi.
Hér birtist í blaðinu í
fyrradag grein eftir listfráeð-
ing okkar um nýja stefnu í
myndlist sem gefið hefir
verið nafnið svéfngöngu-
stefnan eða somnambulismi.
Síðan hafa okkur borist
tvær myndir af málverkum
sem máluð eru í þessum stíl
og birtum við þær hér í dag.
Mun mörgum þykja fróðlegt
að sjá stílinn.
John Hultberg: Við markalínuna.
sé, mjög gagnlegt sé að fara
á vinnustað og einnig að
fara í heimsókn til ættingja
hans og kynna sér álit þeirra
og vina hans á honum.
Það virðist svo sem í
„paradís verkalýðsins“ verði
verkamenn að fara mjög var-
lega til þess að losna við ó-
þægindi og annað verra, að
þeir verði að búa við ófrjáls-
ræði í frístundum, njósna
um félaga sína, og eiga það
yfir höfði sér, að njósnað sé
um þá sjálfa.
★ Hætt hefir verið útgáfu
Lundúnablaðsins Sunday
Dispatch, þar sem hún
borgaði sig ekki.
Ikeda á leið til
Washington.
Forsætisráðherra Japans,
Ikeda, er lagður af stað til
Bandaríkjanna til fundar við
Kennedy forseta.
Gert var ráð fyrir, að and-
stæðingar varnarsamningsins
við Bandaríkin mundu efna til
óspekta í sambandi við brott-
förina og var hervörður viðbú-
inn. Allt fór þó friðsamlega
fram. Ikeda mun ræða við
Kennedy um aukna samvinnu
á ýmsum sviðum.