Vísir - 21.06.1961, Page 10
10
VISIK
Miðvikudagur 21. júní 1961
Þeir sögðu henni
að koma strax.
Kristjana Magnúsdóttir fer utan
2 vikum fyrr en ætlað var.
Kristjana Magnúsdóttir,
sem varð í 2. sæti í fegurðar
samkeppninni um daginn
og hlaut þess vegna titilinn
„fegurðardrottning Reylcja-
víkur“, flaug áleiðis til Par-
ísar í morgun, hálfum mán-
uði áður en ráð var fyrir
gert. Hafði Einar Jónsson,
sem jafnan sér uin fegurðar-
samkeppnina, sent myndir
af Kristjönu til Parísar og
urðu viðbrögðin þau, að þess
var óskað, að hún kæmi án
tafar, en áætlunin var, að
hún kæmi 6. júlí. Kristjana
starfar hjá Loftleiðum, og
samþykkti félagið góðfús-
lega, að hún fengi leyfi til
að fara strax, og á hálfum
öðrum degi tókst henni að
ferðbúast. Mun hún fljúga til
Miami 6. júlí til þess að taka
þátt í „Miss Universe“
keppninni.
Má með sanni segja, að
stúlkurnar okkar sé etfirsótt
ar, þegar fagurkerarni
frönsku geta ekki beðið ef!'
þeim í nokkra daga.
Á 2. þiisimd §kip
§töðvnð ve§tra.
Olíuskortur víða yfirvofandi.
Enn bólar ekkert á lausn á
verkfalli sjómanna á kaupskip-
um í Bandaríkjunum og er
tala stöðvaðra skipa nú komin
nokkuð á annað þúsundið.
Sjómenn þeir, sem gengið
hafa á land, eru um 100,000
talsins, og gert er ráð fyrir, að
bæði skipum og sjómönnum í
verkfalli fjölgi verulega næstu
daga, ef ekkert lát verður á
vinnustöðvuninni. Alvarlegast
er, að olíuskortur segir til sín
fljótlega, ef ekkert verður að
gert, og foringjar sjómanna
gera það, sem þeir geta til að
fá fleiri verkalýðsfélög til liðs
vjð sig. Þannig hafa þeir leitað
til starfsmanna olíuhreinsunar-
stöðva í Texas og beðið þá að
leggja niður vinnu í samúðar-
skyni. Leita þeir fyrst og fremst
til þeirra, af því að með því að
loka fyrir olíuna, kreppa þeir
meira að öllum iðnaði Banda-
ríkjanna en með nokkrum öðr-
um hætti.
En verkfallið getur einnig
komið illa við aðrar þjóðir, því
að nú stöðvast útflutningur á
matvælum til annarra landa,
sem sum hafa mikla þörf fyrir
þau — svo sem ýmis Asíu og
Afríkulönd.
Á mánudag hefst fjórða starfssumar Mæðrastyrks-
nefndar í Hlaðgerðarkoti, þar sem mæður dvelja með börn
sín til hvíldar og hressingar. Þegar hafa borist svo margar
umsóknir um dvöl þar, að vafasamt er, hvort hægt er að
I sinna þeim öllum. Þau fjögur sumur, sem sumardvalar-
heimilið hefur verið starfrækt hafa dvalið þar alls 125
mæður með 400 börn. Á myndinni eru frú Jónína Guð-
mundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar og forstöðu-
kona heimilisins, og frú Auður Auðuns formaður bygging-
arnefndar Hlaðgerðarkots.
ÍTMIR VILJA LEITA
*
J»i..
Frakkar aðsfoða þar við
námacgröff.
Indverskur ráðherra er nú á
ferð um Evrópulönd til að afla
aðstoðar fyrir Indverja við að
nýta auðlindir Iandsins. i ;
'V, ! I
Þetta er ráðherra sá, sem fer
með mál, er snerta námugröft
og olíuvinnslu, og er hann um
þessar mundir í Frakklandi.
Eru Frakkar fúsir til að leggja
af mörkum tæknilega aðstoð til
að auka námagröft á Indlandi
eða hefja slíka starfrækslu, þar
sem hentugt þykir. Áður var
ráðherrann búinn að vera á
Ítalíu, þar sem honum var mjög
vel tekið, og ítalir notuðu tæki-
færið til að æskja heimildar til
að leita að olíu á Indlandi.
Bandaríski kvikmyndaleik-
arinn Jeff Chandler er látinn á
sjúkrahúsi í Los Angeles.
Hann gekk undir uppskurð
fyrir nokkrum dögum og var
talinn úr allri hættu. Chandler
var 42ja ára gamall þegar hann
lézt.
Fólk á leið
í síld.
AUmikið hefur verið auglýst
eftir síldarstúlkum undanfarið.
Að því er upplýst var á ráðn-
ingastofu Reykjavíkur hafa fá-
ar stúlkur gefið sig fram. Hins
vegar mun algengt að stúlkur
ráði sig beint, en ekki í gegnum
skrifstofuna, ef þær hafa verið
í síld áður.
Eftir þeim upplýsingum sem
Vísir hefur aflað sér mun samt
vera kominn skriður á ráðn-
ingu stúlkna norður. Með Norð
urleið fer fjöldd fólks daglega.
í morgun fóru til dæmis fjórir
stórir bílar fullskipaðir farþeg-
um og var þar á meðal fólk sem
var að fara í sídarvinnu til
Siglufjarðar og hafna við Eyja
fjörð Með næturferðunum fer
einnig fjöldi fólks og svo hefur
verið nú um nokkurt skeið.
Tangastríð tengdamömmn
sýnt iiiii .illt IíiiiiI.
Nýr flokkur, Tengdamömmuflokkurinn,
leggur upp í yflrrefð um helgina.
Nýr flokkur hefir bætzt við,
Tengdamömmuflokkurinn, og
liefir svo sem upp á eitt stríðið
að bjóða, eins og hinir flokk-
arnir, en það er bara miklu
skemmtilegra stríð, sem sé
„Taugastríð tengdamömmu“.
Margir eru þeir, sem muna
eftir „Tannhvassri tengda-
mömmu“, leikritinu, sem Leik-
félag Reykjavíkur sýndi hér í
bæ og víða^ úti um land við
metaðsókn fram að þeim tíma,
hafði alls 128 sýningar. Höf-
undar leikritsins sömdu fram-
hald af þeirri „Tannhvössu“,
og það nefnist einmitt „Tauga-
;tríð ,engdamömmu“. Leikfé-
:agið hefir ekki treyst sér til
að standa í því stríði við
„múttu“, en hins vegar hafa
allir leikararnir úr „Tann-
hvössu“ (að einum undanskild-
um) tekið sig til að flakka með
„Taugastríðið“ landshornanna
milli næstu fjórar vikurnar.
Verður lagt upp um næstu
helgi, sennilega til Vestmanna-
eyja og þaðan austur um land,
alls áformað að heimsækja yfir
40 staði og halda 50—60 sýn-
ingar, seinast í Reykjavík og
grennd.
„Taugastríð tengdamömmu“
er í þrem þáttum, höfundur
Philip King og Falkland Cary,
þýðandi Ragnar Jóhannesson.
Leikstjóri verður Jón Sigur-
björnsson. Hann verður líka
bílstjóri Flokksins, enda gat
hann sér orðstír sem vörubíl-
stjóri áður en hann varð fræg-
ur fyrir leikaraskap og óperu-
söng. Hefir Flokkurinn leigt
„mannlausan rútubíl“ til ferð-
arinnar, svo sem tekið var til
orða. Leiktjöld hefir Steinþór
Sigurðsson listmálari gert, og
ætlar hann auk þess að leika
duggunarlítið hlutverk í „stríð-
inu“. En sú sem heyr aðalstríð-
ið er hin gamla „tannhvassa“,
sjálf Emilía Jónasdóttir. Aðrir
stríðsmenn eru Brynjólfur Jó-
hannesson, Nína Sveinsdóttir,
Áróra Halldórsdótitr, Þóra
Friðriksdóttir,- Sigríður Haga-
lín, Guðmundur Pálsson og Ró-
bert Arnfinnsson, sem leikur
hlutverkið, er Árni Tryggvason
lék í Tannhvassri.
Tengdamömmuflokkurinn
hefir ekki enn tekið ákvörðun
um framboð við næstu kosn-
ingar, en hann ætlar samt að
kanna þetta allt næstu vikurn-
ar um sama leyti og hinir flokk
arnir fara yfirreið um landið.